Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLl 1984 26 t Móöir okkar, GUÐLÍN KATRÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Háeyri, Eyrarbakka, lést í Sjúkrahúsi Suöurlands, Selfossi, 12. júlí. Jóna Ásmundsdóttir, Helga Ásmundsdóttir. ■ Móöir mín. Y GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR, lést í Landakotsspítala 12. júlí sl. Fyrir hönd aöstandenda, Garöar Sigurösson. t Eiginkona mín, RAGNHEIDUR FRIDRIKSDÓTTIR, Björk, Vestmannaeyjum, lést aöfaranótt 12. júlí í Sjúkrahúsl Vestmannaeyja. Haraldur Þorkelsson. t VILBORG ÞJÓOBJARNARDÓTTIR trá Akranesi, andaöist í Landspítalanum þann 12. júlí. Kristján Þorsteinsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Jón Otti Sigurösson, Óskar Indriöason, Selma Júliusdóttir, Valdimar Indriöason, Ingibjörg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, LAUFEY BJARNADÓTTIR, Bólstaöarhlíó 50, lést 3. júli sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þökkum samúö og hlýhug. Edda Gísladóttir, Þröstur Laxdal, Gígja Gísladóttir Girard, Charles Girard, Gríma Gísladóttír, Einar Gústavsaon og barnabörn. t Hjartkær eiginkona, móöir, tengdamóölr og amma, INGIBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR, Tjarnarbóli 12, andaöist 2. þ.m. i Landspítalanum. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Viö þökkum ættingjum, vinum og hjúkrunarfólki samúö og hlýju. Haukur Óskarsson, Gunnar Felzmann, Hrafnhildur Björk Siguröard., Sigrid Anna Felzmann, Yngvi Guómundsson og barnabörn. t Móöir mín og tengdamóöir, RAGNHILDUR LOFTSDÓTTIR, Hátúni 10B, veröur jarösungin frá Eyrarbakkakirkju i dag, laugardaginn 14. júlí, kl. 14.00. Ragna Jóhannsdóttir, Gísli Ólafsson. Maöurinn minn, faöir okkar og sonur, ÁGÚST INGI DIEGO, Bárugötu 34, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaglnn 16. júlí kl. 10.30. Lára Cumminga Diego, Rakel Diego, Hrafn Ingi Diego, Selma Ágústsdóttir, Uni G. Hjálmarsson. Kveðjuorð: Friðþjófur Ingi Sverrisson Fæddur 26. mars 1975 Dáinn 9. júlí 1984 Stundum skortir manninn skilning á tilgangi lífsins, hvers- vegna lífið gangi svona fyrir sig. Einmitt núna þegar lítill, fallegur drengur deyr þá er maður sleginn slikum hugsunum. Þá er gott að geta beðið til Guðs um hjálp hans og styrk og Guð veitir hjálp. Ég man þegar ég fékk bræðurna Friðþjóf og Sverri fyrst á fund í KFUM og ég vissi strax að þar voru grallarar á ferð. En það eru til skemmtilegir grallarar og þeir voru af þeirri tegundinni. Þeir þurftu stundum áminningar við en Friðþjófur passaði alltaf upp á bróður sinn þegar talað var út frá Guðs orði. Hann fylgdist alltaf mjög vel með því sem sagt var. Hjá okkur í KFUM mun minn- ingin um einlægan og hreinskilinn dreng ávallt lifa. Friðþjófur lifir hjá Guði og er það okkur eftirlif- andi huggun harmi gegn. Ég votta foreldrum og bræðrum Friðþjófs mína dýpstu samúð. F.h. KFUM Breiðholti, Árni Þór Arnþórsson Á einum besta góðviðrisdegi sumarsins, þegar allir sem geta reyna að komast út í blíðuna og vinnustöðum er jafnvel lokað til að starfsfólkið fái notið sólar eru litlir drengir á ferð við náttúru- skoðun og leik við Elliðaárnar. í einni svipan hverfur fegurð nátt- úrunnar viðstöddum. Sviplegt slys hafði orðið. Elliðaárdalurinn, sem á liðnum árum hefur verið unaðs- reitur ótalinna ungmenna I leikj- um sínum, hefur þennan dag orðið vettvangur dýpstu sorgar. Friðþjófur Ingi var nemandi Breiðholtsskóla. Hann var með duglegustu nemendum í sínum árgangi, drengur sem miklar vonir voru bundnar við. Tveir nemendur Breiðholtsskóla hafa nú i sumar farist í slysum og er það mikil blóðtaka. Fyrir hönd kennara og starfs- fólks skólans votta ég foreldrum, bræðrum og öðrum aðstandendum Friðþjófs Inga dýpstu samúð í sorg þeirra. Minning hans lifi. Þorvaldur Óskarsson skólastjóri. Þegar blöðin bera okkur fréttir um lát lítils drengs, sem ferst af slysförum, setur okkur hljóð. Þeg- ar viðkomandi er náinn frændi hverfum við inn í stórt tóm. Hugs- un verður ekki að orðum. Við spyrjum okkur spurninga, sem enginn fær svarað. Um síðir læðast minningarnar fram. Glaðlyndur, blíður, spurull Unnur Jónsdótt- ir - Minningarorð Fædd 10. ágúst 1912 Dáin 19. júní 1984 Mig setti hljóða þegar ég heyrði að Unnur vinkona mín væri látin þrátt fyrir að ég vissi að hún væri búin að vera sjúklingur i mörg ár. Ég vissi að stundum kom fyrir, þegar hún var í búðarferð eða fór að heimsækja börn sín, að hún var flutt fyrirvaralaust í sjúkrahús. Þar breiddu systurnar góðu faðm sinn á móti henni og reyndu að létta henni öndunina ásamt lækn- unum. Mig langaði að minnast sam- fylgdar okkar Unnar með nokkr- um orðum. Ég veit að það er bæði lærdómsríkt og þroskandi að vera í návist slíkra kvenna sem Unnur var. Hún var alltaf að starfa og hlúa að einhverju en ekki að hugsa um sig eða sjúkdóm sinn. Hún var ein af brautryðjendum Orlofs snæfellskra húsmæðra. Þær konur sem ruddu þessu góða málefni braut þurftu að leggja mikla vinnu á sig. Ég var ekki komin í orlofsnefndina þá en mamma min var í henni. Þess vegna átti ég gott með að fylgjast með því hvernig þær störfuðu á einn og annan hátt til að afla fjár. Því meiri peningar sem voru til því fleiri konum var hægt að bjóða í orlofsdvöl; þannig var hugsað. Sem betur fór lukust fljótlega upp augun á almenningi fyrir þessu góða málefni og margur var í þorpunum á Snæfellsnesi sem veitti okkur lið á einn eða annan hátt, keyrði okkur á milli staða án endurgjalds og ég tala ekki um ferðirnar hennar Unnar, en sjálf ók hún sínum eigin bíl. Margar samverustundirnar eru ógleym- anlegar sem við áttum hver hjá annarri, svo ekki sé minnst á stundirnar á hinu fagra Helga- felli. Á þessum fundum var rabb- að saman og drukkinn kaffisopi. t Innilegar þakklr sendum vlö þelm sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför FANNEYJAR JÓNASDÓTTUR, Helgamagrastræti 51. Siguröur Eiríksson, Styrkár og Laila, Hékon og Emma, Jónas og Hulda, Sigurjón og Béra, Ásta Svandís og Valur, Rósa Margrét og Ed. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vlnarhug vegna andláts og útfarar mannsins míns, fööur okkar. stjúpfööur, tengdafööur og afa, PÁLS ELÍASSONAR, bónda og hrappstjóra, Saurbss, Holtahrsppl. Margrét Erlsndsdóttir, Viöar Pélsson, Elías Pélsson, Jón Pélsson, Quórún KJartansdóttir, Ólafur Pélsson, Guörún Hélfdénardóttir, Rsynir Guimundsson, Péll G. Viöarsson. og tápmikill strákur. Eðlislæg for- vitni skín úr andlitinu. Ekki mikill tími að bíða svars. Spennandi verkefni allt um kring. Við minnumst hans aðallega úr fjölskylduferðum, jólatrés- skemmtunum og spilakvöldum fjölskyldunnar. Álltaf sami góði, glaðlyndi strákurinn. Að sjá ekki Fiffó framar þegar fjölskyldan kemur saman, er til- hugsun sem við seint fáum skilið. Að eitthvað þessu líkt henti fjöl- skylduna okkar vorum við ekki viðbúin frekar en aðrir. Sár er harmur Sverris, Elísa- betar og bræðranna. Skarð er rof- ið í fjölskyldu sem aldrei verður fyllt. Þau, afi og amma í Heiðar- gerði sem og allir aðrir ættingjar eiga um sárt að binda. Þeim öllum vottum við okkar dýpstu samúð. í hugum okkar lifir minning um góðan dreng í samhentri fjöl- skyldu. Heimir, Ingibjörg Sif, og Jónas Már En við urðum líka að telja aurana og athuga hvað hver okkar mætti bjóða mörgum konum í orlofsdvöl í sinni heimabyggð. Vorum við bæði glaðar og hreyknar er oddvitar okkar létu okkur hafa ríflegt framlag sem var okkur mikil hvatning. Við áttum því láni að fagna að geta boðið upp á orlofsdvöl í mörg ár á Hótel Búðum, en þá var Lóa Kristjánsdóttir hótelstýra þar og var hún bæði góður gestgjafi og fullorðnu konunum sem besta móðir. Verður henni aldrei full- þakkað þetta. Unnur mín var oft lasin i þess- um ferðum en um það vildi hún aldrei tala. Lasleikinn var látinn víkja fyrir léttri lundu. Henni leið vel í þessu starfi sínu. Það var eitt af svo mörgu sem hún fékkst við. Hún var ánægð enda gaf Guð henni 6 yndisleg börn sem er hverri móður svo mikill sigur. Einnig átti hún góð tengdabörn og elskuleg lítil ömmubörn. Hún átti góðan mann, Eirík Helgason raf- virkjameistara. Þau voru mikið hvort fyrir annað og fékk ég að sjá það og finna er hún lá sína erfiðu sjúkdómslegu fyrir nokkrum ár- um á Landspítalanum. Hún brosti alltaf og sagðist vera að hressast og þegar ég sá blika tár í augum Eiríks vissi ég hvað hún var hon- um mikils virði, ekki sfst þegar umstangið minnkaði og þau voru orðin tvö heima. Ég veit að þau eru nú sæl því stutt var á milli þeirra. Börnum þeirra og öðrum ástvin- um votta ég innilega samúð mína og Unni þakka ég fyrir góða sam- fylgd og bið henni blessunar Guðs. Ásta Friðbjarnardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.