Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1984 25 Magnús Kjartans- son sýnir í Borg Myndlist Valtýr Pétursson Þá hefur fyrsta einkasýningin verið opnuð í hinu nýja Galleríi Borg. Fyrstur listamanna til að sýna þarna einkasýningu er Magnús Kjartansson. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar á verkum sínum og ef ég man rétt nú seinast að Kjarvalsstöðum ekki alls fyrir löngu. Magnús er einn af þeim ungu listamönnum, sem vak- ið hefur verðskuldaða eftirtekt á undanförnum árum og hann hefur verið í stöðugri og hraðri mótun sem myndlistarmaður allt frá því hann sýndi verk sín í fyrsta sinn, en hann var einn af aðstandendum Gallerí Sólons íslandus, sem eitt sinn var við hlið Fjalakattarins. Undanfarin ár hefur Magnús verið búsettur vestur í Búðardal og notið þar friðar og unnið af mikilli festu og vinnugleði. Hann hefur auðsjáanlega valið hinn rétta veg og haldið sig frá hættum höfuðborgarinnar, en einbeitt sér því meira að viðfangsefnum, er leitað hafa á hug hans. Afrakstur seinustu mánaða er nú til sýnis í Gallerí Borg. Magnús Kjartansson er án nokkurs efa einn af hæfi- leikamestu myndlistarmönnum af yngri kynslóð hér á landi. Hann er vel verseraður í faginu, enda var hann í læri hjá ágætum mönnum, eins og þeim fræga Richard Mort- ensen. En til hróss fyrir Magnús sér þess lítil merki, að hann hafi verið undir verndarvæg svo mikils persónuleika sem Mortensen er. Magnús hefur leitað mjög víða til fanga í myndlist sinni og þegar hefur honum tekist að skapa æði persónulegan stíl, sem ég held að enn sé ekki fullmótaður, og munu næstu sýningar hans skera úr um það. Magnús notar tækni, sem ég kann nú ekki alveg skil á, en er í Martin Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Martin Luther: Die reformator- ischen Grundschriften in vier Bánd- en. Neu iibertragene und kommenti- erte Ausgabe von Horst Beintker. I—IV. Deutscher Taschenbuch Ver- lag 1983. Andrea von Diilmen: Luther- Chronik. Daten zu Leben und Werk zusammengestellt von. A.v.Diilmen. Deutscher Taschenbuch Verlag 1983. Kleines Lexikon der Reformation — Themen, Personen, Begriffe. Von Dietmar Pertsch, Alice Freier, Hans- -Hermann König, Inge Kohl, Horst- Giinter Mannhardt und Rolf Matzke. Deutscher Taschenbuch Verlag 1983. í þessum fjórum bindum dvt-útgáfunnar eru birt helstu grundvallarrit Lúters og þar með grundvallarrit hinnar evangelísku kirkju. í fyrsta bindi eru: Grein- arnar 95; Aflát og náð; Um góð- verk. í öðru bindi m.a. Til kristins aðals þýskrar þjóðar (1520). í þriðja bindi: Hin babyloníska fangelsun kirkjunnar. I fjórða bindi: Um frelsi kristinna manna (1520) o.fl. Athugasemdir fylgja hverju bindi auk registurs. Titil- blöð fyrstu útgáfanna eru ljós- prentuð í textum. Talið er að um 300.000 eintök rita Lúters hafi selst á árunum 5517—20, en hann lét fiöida smárita fara frá sér auk þessara. Lúters-annáll er hentug bók ætt við ljósmyndatækni og þannig nær Magnús mjög forvitnilegum árangri í myndverk sín, sem einn- ig eru gerð með vatns-, þekju- og akríllitum. Þessi aðferð hefur nú- tímalegt yfirbragð, sem mætti nefna mjög í takt við tímann. Það eru snörp viðbrögð i þessum verk- um, sem gefa til kynna margþætt- ar tilraunir, sem oft á tíðum eru nátengdar manninum og þeim heimi, er hann lifir og hrærist í. Það er Viss blær yfir sumum þess- ara mynda, sem hafa sömu eigind- ir og margt það, sem til hefir orðið á dúkum Miros, en samt gerólíkt á allan hátt, nema ef vera skyldi um hvatann að sjálfu verkinu. Þetta er mikið hól að minum dómi og afar merkilegt veganesti hjá ung- um málara vestur í Dölum. Nú má vera að margur sé mér ekki sam- mála um þessi verk og þeim ræð ég einfaldlega til að kynnast verk- um Magnúsar Kjartanssonar, sem nú eru á veggjum Galleris Borgar. Luther fyrir þá, sem vilja afla sér fræðslu um Lúter frá fyrstu hendi. í ritinu er fylgt nákvæmri timaröð, lífs- hlaup Lúters rakið og öll viða- mestu viðfangsefni hans. Úrval úr textum Lúters, bæði guðfræðirit- um hans, bréfum og borðræðum veitir góða innsýn í hugsunarhátt og mat hans á mönnum og málefn- um. Lúter kemur hér sjálfur til dyranna, hér eru engar útlistanir og oft Iangsóttar skýringar á af- stöðu hans, hann segir sjálfur frá og skefur að venju ekkert utan af því sem hann álítur rétt og satt. Það skortir ekki ævisögur Lúters, en hér- er safnað saman mörgu sem er inntak allra ævisagnanna, án þess að ævisöguhöfundarnir blandi sér í málið og auki eigin skoðunum við skoðanir Lúters. Þetta er ágætt uppsláttarrit um Lúter og þá tíma sem hann lifði. Stutt uppflettibók um siðbótina, viðfangsefni, persónur og hugtök. Ritið er sett saman til upplýsingar um þá löngu liðnu tíma og persón- ur og þau hugtök, sem vöktu hat- rammar deilur og styrjaldir. Engu að síður er inntak ritsins tíma- bært, því að áhrifa þessara at- burða gætir enn og þar áttu sér upptök kenningar, sem hafa að hluta mótað sögu Evrópu og heimsins siðan. Til þess að skilja sögu okkar tíma er full þörf á því að átta sig á lykilhreyfingum og kenninpim fyrri tíma og einnig að leitast við að skilja forsendur þess sem hirundu at.hurðarásinni af stað bá, og pær persónur sem mót- t»ðu gang atburðanna. Persónu- iaus saga er í rauninni hreín sögu- fölsun. Spánskt REX postulín Yndi og háþróuö margra alda fagmennska listamanna einkenna spönsku REX postulínsstytturnar. Takmarkað magn. 321 22 cm Verð kr. 3.190.— 322B 27 cm Verð kr. 1.905.— 207B 15 cm Verð kr. 760,— 187B 17cm Verð kr. 940.— 2017B 22 cm Verð kr. 3.170,— Póstsendum um allt land. RAMMAGERÐIN KRiSTALL&POSTULlN HAFNARSTR/ETI 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.