Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 Eggert Kristjánsson og I lagkaup: Sækja um leyfi til heildsölu- dreifingar innlendra kartaflna Grænmetið undirbýr stofnun tveggja pökkunarstöðva TVÖ fyrirtæki í Reykjavík, Eggert Kristjánsson & co hf. og Hagkaup hf., hafa sótt um leyfi til Framleiðsluráðs landbúnaðarins til að versla með kartöflur og fleira grænmeti í heildsölu. Fyrirtækin auglýstu f sumar eftir viðskiptum við kartöflubændur og segja forráðamenn fyrirtækjanna að nokkrir bændur hafi lýst áhuga sínum á að selja þeim kartöflur en fyrirtækin gætu ekki gengið til samninga við þá fyrr en þau hefðu fengið leyfi Fram- leiðsluráðs. Fyrirtækin hafa ekki fengið svar frá Framleiðsluráði. Grænmet- isverslun landbúnaðarins undirbýr stofnun kartöflupökkunarstöðva í Þykkvabæ og í Eyjafirði og opnun grænmetismarkaðar í Reykjavík Gísli V. Einarsson fram- kvæmdastjóri hjá Eggerti Krist- jánssyni sagði í samtali við Mbl. f gær að fyrirtæki hans hefði í síð- ustu viku sótt um leyfi til að selja kartöflur, gulrófur, gulrætur og hvers kyns gróðurhúsaframleiðslu í heildsölu og óskað eftir svari í þessari viku. Sagði hann að í framhaldi af auglýsingu í sumar hefðu nokkrir bændur lýst áhuga sínum á viðskiptum við fyrirtæk- ið. Nöfn þeirra hefðu verið skrifuð niður og farið með þau sem trún- aðarmál, en ekki væri hægt að ganga til samninga við þá fyrr en leyfi Framleiðsluráðs fengist. Sagðist Gísli vera þess fullviss að ef leyfi fengist fengju þeir inn- lenda framleiðslu til sölu. Gfsli sagði að fyrirtækið hefði talið rétt að ganga þannig hreint til verks og sækja um leyfið áður en þessar vörur kæmu á markaðinn þrátt fyrir að hugsanlegt væri að líta þannig á að þau fyrirtæki sem flyttu inn kartöflur hefðu fengið leyfi til að versla með þær í heild- sölu. Sigurður Gísli Pálmason fram- kvæmdastjóri hjá Hagkaupum sagði í samtali við Mbl. að fyrir- tækið hefði sótt um leyfi til dreif- ingar á innlendum kartöflum f samræmi við Framleiðsluráðslög- in. Sagði hann að Hagkaup væri f viðræðum við kartöflubændur en nokkrir bændur hefðu lýst áhuga sinum á viðskiptum í framhaldi af auglýsingunni í sumar. Grænmetisverslun landbúnað- arins er með i undirbúningi að setja á stofn mats- og pökkunar- stöðvar fyrir kartöflur f Þykkva- bæ og f Eyjafirði. Gunnlaugur Björnsson forstjóri Grænmetis- verslunarinnar sagði i samtali við blm. Mbl. í gær að áhugi hefði ver- ið á þessu máli í rúmt ár, það væri enn á undirbúningsstigi en vonast væri til að hægt yrði að koma stöðvunum upp f haust eða fyrri- hluta vetrar. Sagði hann að stofnkostnaður við hvora stöð væri áætlaður 4 til 5 milljónir kr. Grænmetisverslunin er nú með pökkunarstöð í húsaskynnum sín- um í Reykjavík og verður hún að sögn Gunnlaugs starfrækt áfram. Gunnlaugur sagði einnig að í und- irbúningi væri að setja upp grænmetismarkað á jarðhæð húss Grænmetisverslunarinnar í Reykjavík og hefði Sölufélagi garðyrkjumanna verið boðin þátttaka f honum. Fyrirhugað er að opna markaðinn í haust. Morgunblaöið/Friðþjófur Óvenjulegur árekstur í Lœkjargötu Þennan sérkennilega árekstur nokkru móti hægt að fá upplýs- lögreglubíllinn er að gera á öf- gat að líta í Lækjargötunni í ingar hjá lögreglunni um hvað ugri akrein miðað við akst- gærdag. Þrátt fyrir margítrek- gerst hefði i þessu tilviki. Hvað ursstefnu er því hulin ráðgáta. aðar tilraunir var ekki með Verðmæti ógreiddra frystra sjávarafurða og birgða: Allt að 4,2 milljarðar Erlendar langtímaskuldir sjávarútvegsins 16,2 %af heildinni INNLENT ENDURKEYPT afurðalán í Seðla- banka íslands vegna sjávarútvegs- ins eru nú alls um 3,3 milljarðar króna, þar af vegna frystra afurða einungis 1,9 milljarður. Sam- kvæmt því má áætla að verðmæti ógreiddra sjávarafurða og birgða nemi allt að 7 milljörðum króna og verðmæti ógreiddra frystra af- urða og birgða því allt að 4,2 millj- örðum króna. Inni í heildarupphæðinni er skreið talin og metin á ákveðnu verði, sem óljóst er hvort stand- ist. Eftir því, sem þó verður næst komizt, munu nú vera 1 landinu um 240.000 pakkar af skreið og 100.000 pakkar af hertum haus- um og áætlað verðmæti þess um 1,1 milljarður samanlagt. Um síðustu áramót voru er- lendar langtímaskuldir sjávar- útvegsins taldar nema um 5,9 milljörðum króna eða um 16,2% af erlendum langtímaskuldum þjóðarinnar, sem þá námu um 36,3 milljörðum króna. Á síðasta ári var útflutningsverðmæti út- fluttra sjávarafurða 12,7 millj- arðar króna eða 68% af gjald- eyristekjum þjóðarinnar vegna vöruútflutnings, sem námu 18,6 milljörðum króna. Erlendar langtímaskuldir þjóðarinnar um áramót skiptust þannig, að 50,4% þeirra voru vegna orkumála, 16,2% vegna sjávarútvegs, 12,7% vegna opinberrar þjónustu, 10,3% vegna samgangna, 8% vegna iðnaðar og óskilgreind eru 2,4%. Skuldir þessar voru þá 60,6% af þjóðarframleiðslunni. Samningavið- ræðurnar um álið ganga vel í GÆRMORGUN hófst viðræðu- fundur samninganefndar um stór- iðju og fulltrúa Svissneska álfélags- ins um málefni álversins í Straums- vík. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að viðræðurnar hefðu gengið vel eftir því sem hann hefði fengið fregnir af og væri hann sæmi- lega ánægður með gang mála. Búist er við að viðræðurnar standi einnig allan daginn í dag. Jóhannes Nordal, formaður samn- inganefndarinnar, sagði í samtali sem birtist í Mbl. í gær að farið yrði yfir alla þætti málsins en bjóst þá ekki við að fundunum lyki með endanlegu samkomulagi. Ekki náðist í Jóhannes í gær- kvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn: Ræddu verkefnaáætl- un ríkisstjórnarinnar MH>STJÓRNAR- og þingflokksfundur Sjálfsteðisnokksins var haldinn i Laugarvatni í gær. Til fundarins var boðað með það fyrst og fremst í huga að ræða stjórnarsamstarfið við Fram- sóknarfiokkinn og verkefnaáætlun rík- isstjórnarinnar, en viðræður um hana hefjast í ágúst. Engar ákvarðanir voru teknar, en skipst var á skoðunum um efnahagsmál og hugsanlegar aðgerðir. Málefni landbúnaðar og sjávarútvegs voru rædd sérstaklega. Að sögn Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, lagði hann fram ákveðnar hugmyndir, að því er varðar málefni og vinnubrögð, og var það samþykkt að halda áfram á þeim grundvelli. Aðspurður sagðist Þorsteinn Pálsson, ekki vilja á þess- ari stundu greina frá hvaða hug- myndir þetta væru, en sagði að ann- ar fundur yrði haldinn 15. ágúst nk. til að komast að endanlegum niður- stöðum í þessu efni. Almennur fundur f Grímsneshreppi: Hreppsnefndinni heimilað að kaupa jörðina Ásgarð ALMENNUR hreppsfundur, sem haldinn var á Borg á miðvikudagskvöld, samþykkti tillögu um að heimila hreppsnefnd Grímsneshrepps að kaupa jörðina Ásgarð í Grímsnesi samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 6. júlí 1984. Tillagan var samþykkt samhljóða. Böðvar Pálsson, varaoddviti Grímsnes- hrepps, sagði í samtali við Mbl. að þrír aðilar á höfuðborgarsvæðinu hefðu boðist til að styrkja hreppinn í kaupum á jörðinni Ásgarði gegn því að þeir fengju þar m.a. veiðiréttindi og lóðir undir sumarbústaði. Hann sagði að ekki hefði verið tekin endanleg afstaða til þeirra boða, en það yrði gert innan tíðar. „Ég held að það hafi verið nauðsynlegt fyrir okkur að fá þennan dóm að því leyti til, að hann hlýtur að verða stefnu- markandi fyrir sveitarfélög. í jarðalögum stendur að meta eigi jarðir eftir búskaparmöguleikum og ekki verðleggja þær hærra en svo að hægt sé að reka á þeim búskap. Það sjónarmið varð hins vegar ekki ofan á í undirrétti, eignarnámslögin voru látin gilda og það sama staðfesti Hæstirétt- ur,“ sagði Böðvar Pálsson. í dómi Hæstaréttar segir að Grímsneshreppur eigi rétt á að neyta kaupréttar á jörðinni innan fjögurra vikna frá því honum er boðin jörðin til kaups, eða hann krefst kaupa. Hæstiréttur hækk- aði forkaupsverð á jörðinni úr 12.861.500 krónum, sem undir- réttur dæmdi 115.136.500 krónur. Með dómi þessum var gengið að kröfu eiganda jarðarinnar, dán- arbús Helgu Jónsdóttur, eins og hún var sett fram í héraði, þ.e. að hæfilegt endurgjald fyrir jörðina Ásgarð sé kr. 15.136.500. Þessari kröfu var breytt við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti á þá lund að dæmt yrði að hæfi- legt endurgjald fyrir jörðina væri 31.453.862 krónur. Lögmaður dán- arbúsins lagði fram framreikning fjárhæðarinnar á grundvelli lánskjaravísitölu miðað við október 1982, er málið var dóm- tekið I héraði og til þess er það var flutt í Hæstarétti. Þessi krafa var ekki talin koma til álita í Hæstarétti. I dómi Hæstaréttar segir að við ákvörðun á því verði, er dánarbú- ið á rétt á fyrir jörðina Ásgarð, hafi m.a. verið haft í huga, að lönd á þessum slóðum séu eftir- sótt fyrir sumarbústaði, og enn- fremur að Ásgarði fylgi verð- mætur veiðiréttur f Sogi. Fram kemur, að með hliðsjón af for- sendum dómsins og verðlags- þróun hér á landi frá því dómur féll í undirrétti þyki rétt að taka tillit til kröfu dánarbús Helgu Jónsdóttur í héraði um 15.136.500 króna verð fyrir jörðina. Mál þetta dæmdu hæstarétt- ardómararnir Þór Vilhjálmsson, Björn Sveinbjörnsson, Guðmund- ur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Arnljótur Björnsson, prófess- or. Tveir dómarar, þeir Björn Sveinbjörnsson og Guðmundur Jónsson, skiluðu sératkvæði þar sem fram kemur að þeir telji að land jarðarinnar austan Sogsveg- ar sunnan Ásgarðsár hafi verið metið of hátt, en það hefur áður verið nýtt til landbúnaðar. Lög- maður dánarbús Helgu Jónsdótt- ur var Guðmundur Ingvi Sigurðs- son hrl. og lögmaður hrepps- nefndar Grímsneshrepps var Ingi Ingimundarson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.