Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 25 pitargiúi Utgefandi * hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 25 kr. eintakiö. Kommúnistar úr stjórn Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, gerði róttækar breytingar á frönsku ríkisstjórninni í vikunni. Með því að skipa Laurent Fabius aðeins 37 ára forsætisráðherra er Mitterrand að leitast við að losa stjórn sína úr þeim hug- myndafræðilegu viðjum sósí- alisma og ríkisafskipta sem sett hafa svip sinn á stjórn Frakklands á þeim þremur ár- um sem vinstrisinnar hafa farið með völd í landinu eftir aldarfjórðung 1 stjórnarand- stöðu. Samhliða því sem vegur Francois Mitterrand hefur vaxið á alþjóðavettvangi vegna hreinskiptni hans og áræði ekki síst andspænis al- ræðisstjórn Kremlverja hafa vinsældir stjórnar hans heima fyrir farið síminnkandi. Margvíslegur vandi steðjar að í efnahagsmálum, mennta- málum og sveitarstjórnar- málum svo að dæmi séu tekin. Kosningar til þings Evrópu- bandalagsins 17. júní síðast- liðinn staðfestu fylgisminnkun vinstrisinna. Francois Mitt- errand þótti of að sér kreppt. Hann hefur gert tvær ráðstaf- anir til að breyta stöðu sinni. í fyrsta lagi vill hann þjóðar- atkvæðagreiðslur um fleiri mál en áður svo að unnt verði að gera út um hugsjónamál sósíalista til dæmis um að banna einkaskóla af þjóðinni allri. 1 öðru lagi efndi hann til stjórnarskiptanna sem lyktaði ekki aðeins með því að nýr for- sætisráðherra tók við heldur einnig hinu að franski komm- únistaflokkurinn hætti stjórn- araðild. Franski kommúnistaflokk- urinn undir formennsku Georges Marchais hefur lagt blessun sína yfir störf og stefnu Kremlverja í einu og öllu hvort heldur um er að ræða innrásina í Afganistan eða ofbeldið gagnvart Andrei Sakharov svo að nýleg dæmi séu tekin. Francois Mitterrand var Moskvuhollusta flokksins ljós þegar hann samdi við hann um sameiginlega stefnu- skrá og kosningasamstarf í upphafi áttunda áratugarins. Mitterrand taldi hins vegar að sósíalistar gætu aldrei náð völdum í Frakklandi nema í samvinnu við kommúnista hvað svo sem yrði um þá eftir að völdunum væri náð. í 17 ár sóttist Mitterrand eftir franska forsetaembættinu og þremur árum eftir að það markmið náðist hrökklast kommúnistar úr stjórn hans, fylgi rúnir og í upplausn. Til marks um fylgishrun komm- únista nægir að nefna að í Evrópukosningunum 1979 hlutu þeir 20% atkvæða en að- eins 11% 17. júní síðastliðinn. Það ætti ekki að koma ís- lendingum á óvart að komm- únistar séu ekki hæfir til stjórnarsetu. Eftir fimm ára setu þeirra í ríkisstjórnum hér á landi var verðbólgan yfir 130%, skuldasöfnun í útlönd- um komin á hættulegt stig og eðlilegri atvinnuþróun hafði verið stefnt í voða. Enn erum við að súpa seyðið af þeim ósköpum. Franskir kommún- istar segjast styðja nýju ríkis- stjórnina en þess verður lík- lega ekki langt að bíða að þeir telji sig þurfa að sýna vald sitt og beiti verkalýðsfélögum í því skyni. Slíkar aðferðir koma ís- lendingum ekki heldur á óvart. Danskur sjónvarps- þáttur að var fróðlegt að sjá danska sjónvarpsþáttinn á föstudagskvöldið sem gerður var í tilefni af 40 ára afmæli lýðveldis á íslandi. Dönsku sjónvarpsmenninrnir stöldr- uðu einkum við sjónarmið þeirra sem urðu undir ef svo má segja þegar ákveðið var að stofna lýðveldið 17. júní 1944. Sem talsmann þeirra sem urðu ofan á völdu þeir Einar Olgeirsson sem var í hópi þeirra er stofnuðu Kommún- istaflokk íslands 1930 og hefur aldrei horfið frá stuðningi sín- um við markmið Kremlverja og heimskommúnismans. Lýsti Einar því yfir andmæla- laust í þættinum að allt frá því að ísland hlaut sjálfstæði hafi það verið hernumið af Bandaríkjamönnum og væri því í raun ekki í tölu sjálf- stæðra og fullvalda ríkja. Með þessum hætti tókst hinum dönsku sjónvarpsmönnum að gera þátt sinn ankannalegan í augum íslendinga svo að vægt sé til orða tekið og gefa þeim sem ekki þekkja stiórnmála- sögu kommúnista á lslandi al- ranga mynd af viðhorfum meginþorra þjóðarinnar. Hvort sem klaufaskapur, van- þekking eða ásetningur réð ferð sjónvarpsmannanna er ámælisvert hve illa tókst til að þessu leyti í þætti sem sýndi Islendingum aðra hlið á stofn- un lýðveldisins en þeir eiga að venjast. Síðastliðið þriðjudagskvöld var ný prentvél Morgun- blaðsins tekin í notkun í fyrsta áfanga nýs Morg- unblaðshúss, sem nú er í byggingu í nýja miðbæn- um við Kringlumýrar- braut. Blaðið, sem lesendur fengu í hendur miðvikudaginn 18. júlí sl., var því fyrsta blaðið, sem prentað var í hinni nýju blaðapressu. Hún er stærsta og fullkomnasta prentvél sinnar teg- undar, sem sett hefur verið upp hér á landi. Prentun blaðsins í nýju pressunni er enn á tilraunastigi. Hún hefur gengið mjög vel frá því á þriðjudagskvöld. Ein- hverjir byrjunarörðugleikar eru þó jafnan á ferðinni, þegar slík tæki eru tekin í notkun, en þeir hafa ekki verið meiri en búast mátti við. Nokkrar tafir urðu á prentun föstudagsblaðs Morgun- blaðsins af þeim sökum og var hluti þess borinn til kaupenda síðar en venja er til. Morgunblaðið vonast til þess, að lesend- ur sýni umburðarlyndi vegna tafa, sem kunna að verða fyrstu dagana. Undanfarnar vikur og mánuði hafa þýzkir og brezkir starfsmenn þýzku prentvélasmiðjunnar og undirverktaka hennar unnið við uppsetningu vélarinn- ar. Fyrr á árinu fóru prentarar Morgun- blaðsins til Hollands, þar sem þeir fengu þjálfun í að stjórna prentvélinni og hefur sú þjálfun haldið áfram síðustu vikur hér heima. Á 70 ára afmæli Morgunblaðsins hinn 2. nóv. sl. var þessari prentvél, sem er hin fjórða í sögu Morgunblaðsins, lýst á þennan veg; „Hin nýja prentvél Morgunblaðsins, sem væntanlega verður tekin í notkun á miðju næsta ári, getur prentað 128 síður i einu, þar af 16 síður í 4 litum og 16 síður með aukalitum. Hraðinn er 30.000 eintök á klst., en getur farið upp í 60.000, en þá er síðufjöldi takmarkaður við 64 síður. Rúlluskipting fer fram á fullri ferð. Svo til öll stjórnun vélarinn- ar fer fram frá sérstöku stjórnborði. Allar stillingar eru fjarstýrðar og margar er hægt að framkvæma á fullri ferð. Vélin verður öll hljóðeinangruð og nánast lokuð þannig að hávaði er mjög lítill miðað við það sem þekkist í dag.“ Prentvél þessi er smíðuð hjá þýzka prentvélafyrirtækinu Koenig und Bauer og er af gerðinni Express 60. Á 70 ára afmæli Morgunblaðsins sagði ennfremur „Hin nýja prentvél kallar á aukna pökkunartækni. Morgunblaðið hefur því jafnframt gert samning um kaup á nýj- um og fullkomnum pökkunartækjum frá Ferag í Sviss, sem er þekkt fyrirtæki á því sviði. Færibönd frá því fyrirtæki hafa valdið byltingu í meðferð blaða og tímarita. Færibandinu er stjórnað af tölvu, sem getur ráðið flæði blaða í allar áttir, en sérstakt grip tekur hvert blað fyrir sig og þykir það óvenjuleg nýjung." Aukin þjónusta Þýðing þessara nýju tækja fyrir Morgunblaðið, lesendur þess og auglýs- endur, svo og starfsfólk blaðsins er fyrst og fremst sú, að blaðið mun á næstu mánuðum geta aukið þjónustu sína við lesendur og aðra viðskiptamenn veru- lega. Morgunblaðið er fyrir alllöngu búið að sprengja utan af sér þann stakk sem gamla prentvélin, sem tekin var í notk- un árið 1973, setti stærð blaðsins. í þeirri prentvél var hægt að prenta 48 síður í einu og 32 síður, ef 4 lita auglýs- ingar eða litmyndir voru í blaðinu. Þetta hefur leitt til þess á undanförnum misserum, að í auknum mæli hefur þurft að prenta tvö blöð eða fleiri, sem valdið hefur margvíslegu óhagræði í vinnslu og jafnvel það hefur ekki dugað til, þar sem vöxtur blaðsins hefur verið mjög ör. Stóraukin eftirspurn hefur ver- ið eftir rými undir margvíslegt efni, greinar og fréttir og aðra upplýsinga- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 21. júlí miðlun, svo og hefur auglýsingamagnið í blaðinu aukizt mjög. Nú verður unnt að prenta blaðið í einu lagi og fleiri síður á degi hverjum, ef nauðsyn krefur, þannig að hlutfallið milli efnis og auglýsinga verður eðli- legra og jafnara en áður. Þetta þýðir ekki, að blaðið verði daglega í há- marksstærð. Forráðamönnum Morgun- blaðsins er vel ljóst, að dagblöð geta orðið of stór og óþjál við lestur og mik- ilvægast er að vanda til efnisins. Þessar breyttu aðstæður munu hins vegar gera Morgunblaðinu kleift að auka þjónustu ritstjórnarinnar á þann veg að fréttir, fréttatilkynningar, grein- ar og annað efni birtist mun fyrr en verið hefur um skeið vegna gífurlegra þrengsla í blaðinu. Margvíslegt efni hef- ur beðið birtingar óhóflega lengi á rit- stjórn blaðsins. Nú verður ráðin bót á því og búast má við verulega bættri þjónustu og skjótari birtingu en tíðkazt hefur. Hin nýja prentvél veitir einnig aukna möguleika á þjónustu við auglýsendur. Prentunin verður almennt betri og skýrari, jafnframt því sem möguleikar á litprentun stóraukast. Lesendur blaðsins og auglýsendur mega ekki búast við snöggum breyting- um þessa fyrstu daga og vikur, sem prentvélin er í notkun. Það tekur starfsmenn Morgunblaðsins nokkurn tíma að ná tökum á þessu nýja tæki. En þegar líður á haustið mun árangurinn af þessum framkvæmdum koma í ljós á síðum blaðsins og í bættri þjónustu við lesendur og auglýsendur. Ör tækniþróun Segja má, að með framkvæmdum við fyrsta áfanga nýs Morgunblaðshúss og uppsetningu nýrrar blaðapressu hafi sú tækniþróun, sem staðið hefur yfir á Morgunblaðinu meira og minna sam- fleytt í rúman áratug, náð vissu há- marki. Öll vinnsla blaðsins er nú orðin tölvu- og tæknibúin. öll setning fer fram á tölvuskerma og er unnið á þá jafnt af setjurum sem blaðamönnum. Þessar vikurnar er verið að undirbúa stóraukna notkun á tölvubúnaði á aug- lýsingadeild blaðsins, en bókhalds- og dreifingarkerfi hefur árum saman verið unnið í tölvum. Vinnsla Morgunblaðsins fer nú fram með svo fullkominni tækni, að erfitt er að finna dagblað, hvort sem er í V-Evr- ópu eða Bandaríkjunum, sem er komið verulega lengra í þeim efnum, þótt um- fang tækninnar sé að sjálfsögðu langt- um meira á stórblöðum úti í heimi. Það er þó alveg ljóst, að í tækni- og tölvuheimi nútímáns verður aldrei látið staðar numið. Stöðug endurnýjun verð- ur að fara fram til þess að fyrirtæki fylgist með tímanum. Hlutur fjölmiðla í samfélaginu Hlutur fjölmiðla í samfélagi okkar hefur vaxið svo ört, að mörgum finnst nóg um. Þessarar þróunar hefur mjög orðið vart á Morgunblaðinu. Nú eru miklar kröfur gerðar til þjónustu dag- blaðs á borð við Morgunblaðið af hálfu samféiagsins. Segja má, að nánast öll þjóðfélagsstarfsemin byggist í vaxandi mæli á þeirri upplýsingamiðlun, sem fram fer á síðum dagblaða og i útvarpi og sjónvarpi. Áhrif fjölmiðlanna hafa vaxið að sama skapi. Þessi framvinda leggur miklar og þungar skyldur á herðar fjölmiðla og starfsmanna þeirra. Nú þegar tæknileg uppbygging Morgunblaðsins er komin svo langt, sem raun ber vitni, verður sú hugsun stöðugt áleitnari hjá forsvars- mönnum blaðsins að næsta stóra skrefið í málefnum Morgunblaðsins sé að auka gæði þess efnis, sem birtist á síðum blaðsins. Það hefur jafnan verið aðals- merki Morgunblaðsins að birta ná- kvæmar og ábyrgar fréttir. I þjóöfélagi sem verður stöðugt flóknara og þar sem margvíslegir hagsmunir takast á, verð- ur æ erfiðara að sinna þessari skyldu. Þar þarf til að koma þekking blaða- manna, nákvæmni í vinnubrögðum og ekki sízt traust dómgreind. Til viðbótar við þær gæðakröfur, sem gera verður til efnis blaðsins, verður einnig að gera kröfur um gæði sjálfrar framleiðslunn- ar. Með þessum orðum vill Morgunblaðið gera lesendum sínum nokkra grein fyrir því sem er að gerast hjá blaðinu um þessar mundir. Ekki er að vænta rót- tækra breytinga á Morgunblaðinu. Það hefur jafnan verið stíll blaðsins að þró- ast á þann veg, að lesendur taki varla eftir breytingunum, sem þó hafa verið mjög miklar á undanförnum áratugum. Þessi háttur verður einnig hafður á nú. Smátt og smátt mun koma i ljós á næstu mánuðum, hvernig Morgunblaðið hagnýtir þau nýju og stórbættu starfsskilyrði, sem blaðið nú býr við. Sjálfstæöismenn þinga Þingflokkur og miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins komu saman til fundar á Laugarvatni sl. fimmtudag til þess að ræða ástand og horfur í málefnum þjóð- arinnar. Engar ákvarðanir voru teknar á þessum fundi enda mun það ekki hafa verið ætlunin. Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins voru málefni útgerðar og fiskvinnslu mjög til umræðu á þess- um fundi. í röðum útgerðarmanna og fiskverk- enda sjálfra eru líklega uppi þrjú meg- insjónarmið varðandi málefni þessarar atvinnugreinar. öllum er ljóst, að út- gerðin er á heljarþröm og fiskvinnslan víða illa stödd. Skoðanir eru meira skiptar um það, hvernig bregðast skuli við. í fyrsta hópnum eru þeir, sem telja, að vandamál atvinnugreinarinnar verði að leysa innan ramma núverandi gengis krónunnar. ÍJtgerðin og fiskvinnslan verði að laga rekstur sinn að þessu gengi og gera ráðstafanir til þess að draga úr kostnaði. í þessum hóp er sú skoðun útbreidd, að leggja verði nokkr- um fjölda skipa, sem verst eru sett. Um leið verði rekstrarhorfur vænlegri, fyrir þau sem eftir verða. Talsmenn þessa hóps telja líka, að alltof langt sé gengið í að drepa smáfisk, m.a. þessar vikurn- ar, án þess að nokkur fáist til að viður- kenna slíkt athæfi. Þessir aðilar telja þjóðarnauðsyn að stöðva þá rányrkju, sem fram fer á miðunum. í þessum hópi eru margir yngri manna en líka gamlir stólpar, sem leitast við að horfa til framtíðarinnar á grundvelli langrar reynslu og lízt ekki á blikuna. í öðrum hópnum eru harðduglegir út- gerðarmenn og fiskverkendur, sem reka fyrirtæki sín vel en telja, að veruleg gengisbreyting sé einfaldlega óhjá- kvæmileg. Margir þessara manna segja sem svo, að vissulega sé hægt að ná töluverðum árangri með margvíslegri hagræðingu í rekstri en það dugi bara ekki tiL Þeir benda á, að jafnvel frysti- hús, sem eiga bæði vinnslustöðvar og skip skuldlaus, séu nú rekin með tapi og það sé bezta sönnunin fyrir því, að geng- ið sé vitlaust skráð. Talsmenn þessa hóps telja, að enn einu sinni sé hafin útsala á gjaldeyri en stjórnmálamenn- irnir blekki sjálfa sig sí og æ. Þessir menn telja líka nauðsynlegt að taka all- mörg skip úr rekstri vegna þess, að út- gerð þeirra sé vonlaus og fiskiskipin alltof mörg. Þeir telja, að gengisbreyt- ing verði vítamínsprauta fyrir sjávarút- vegsfyrirtæki, sem búi við heilbrigða eigna- og skuldastöðu. f þriðja hópnum eru sennilega útgerð- armenn og fiskverkendur, sem telja óbreytt gengi vonlaust en gengisfellingu enga lífsbjörg. Líklega er ástæðan sú, að fyrirtæki þeirra skulda svo mikið í er- lendum lánum, að gengisbreyting mundi engu breyta um reksturinn. Búast má við, að þessi hópur telji einhvers konar millifærslu án gengisbreytingar að nokkru marki beztu leiðina fyrir sjávar- útveginn. Þetta er bakgrunnur þeirra umræðna, sem fram fóru í þingflokki og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sl. fimmtudag. Ýmislegt bendir til þess, að hörð átök séu í uppsiglingu um það, hvort ráða eigi bót á vanda sjávarút- vegsins með gengisbreytingu. Búast má við, að áhrifamiklir aðilar í sjávarútvegi leggi hart að stjórnmálamönnum að fella gengið. Á hinn bóginn er líklega meiri andstaða við slíkar aðgerðir innan stjórnarflokkanna en verið hefur á vettvangi stjórnmálanna um langt skeið. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið ein- dregna afstöðu með stöðugu gengi. Væntanlega njóta þau sjónarmið hans stuðnings áhrifamikilla aðila innan rik- isstjórnarinnar. Á hinn bóginn er eftir að sjá, hvernig einstakir þingmenn bregðast við, þegar hagsmunaöflin í hverju byggðarlagi fyrir sig þrýsta á um aðra stefnu. Þingmönnum er margt bet- ur lagið en standast slíkan þrýsting. Ef til vill er f uppsiglingu mesta barátta um gengisstefnuna frá árinu 1939. í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Brynj- ólf Bjarnason, forstjóra BÚR, um rekst- ur þess fyrirtækis. Ennfremur er í blað- inu í dag fréttaskýring um þau sjón- armið sem nú eru uppi f sjávarútvegi um stöðu mála. Offramleiðsla í landbúnaöi Þótt athygli manna beinist nú mjög að sjávarútveginum vegna þess, að þar er að finna lykilinn að áframhaldandi Itilli verðbólgu má ekki gleyma því, að önnur atvinnugrein er orðin lands- mönnum býsna dýrkeypt, svo ekki verði meira sagt. Fyrir nokkrum dögum var frá því skýrt hér í Morgunblaðinu, að f Færeyj- um helltu menn niður mjólk vegna þess að vinnsla í osta og aðrar mjólkurvörur væri óhagkvæm, þar sem lágt verð feng- ist fyrir hina fullunnu vöru. Þessi frétt vekur spurningar um það, hvort það sé kannski ódýrari kostur að kaupa mjólk- ina og hella henni niður en vinna úr henni aðrar afurðir. Auðvitað reka ein- hverjir upp kvein yfir því að slík hugsun skúli vera opinberuð. En sannleikurinn er sá, að það er ekkert grín hversu mikið fé skattgreiðendur á íslandi greiða f offramleiðslu á landbúnaðarvörum. Það verður að leita allra skynsamlegra leiða til þess að draga úr þeirri framleiðslu. Offramleiðslan er gamalt vandamál. Hún er hins vegar búin að standa svo lengi, að þetta er einfaldlega orðið óþol- andi ástand fyrir skattborgarana í land- inu. Það er ekki lengur frambærilegt að flytja osta út fyrir brot af kostnaðar- verði. Það er heldur ekki hægt að verja þá miklu umframframleiðslu á dilka- kjöti, sem á sér stað hér ár eftir ár. Við verðum að verja ákveðnum fjármunum til þess að kaupa þessa framleiðendur frá því að halda framleiðslunni áfram. Það er ódýrara fyrir þjóðarbúið þegar fram í sækir en óbreytt ástand. Hinar gömlu og hefðbundnu atvinnu- greinar okkar standa frammi fyrir vandamálum, sem eru i raun sama eðlis og vandamál gamalla atvinnugreina f Evrópu og Bandaríkjunum. Við óbreytt- ar aðstæður standast þær ekki lengur samkeppni. Landbúnaðurinn er búinn að koma sér upp harðsnúnustu hags- munabaráttusamtökum, sem um getur á íslandi. Sjávarútvegurinn kemst ekki með tærnar, þar sem iandbúnaðurinn er með hælana f þessum efnum. Við höfum hins vegar ekki lengur efni á þessari vitleysu. Þess vegna er nú komið að því að segja hingað og ekki lengra: Það á eftir að koma í ljós, hvort pólitísk sam- staða er fyrir hendi og hvort pólitískt bolmagn er til i landinu til þess að stöðva ágengni hagsmunasamtakanna. Á stærstu mynd- inni til vinstri er Ragnar Magnús- son, verkstjóri í prentdeild Morg- unbladsins, við stjórnborð nýrrar prentvélar. Efst á myndinni má sjá Ferag-færiband, sem flytur blöðin í pökkunartæki beint frá prent- vélinni en í bak- grunni er vélin sjálf. Á efri mynd- inni hér að ofan er sá hluti nýs Morgunblaðshúss í nýja miðbænum, sem nú hefur ver- ið byggður, en þar er til húsa prentvélasalur, pappírsgeymsla, pökkunarsalur og afgreiðsla. Neðri myndin er tekin í pökkunarsalnum og sýnir pökkun- artækin að hluta til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.