Morgunblaðið - 25.07.1984, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.07.1984, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 37 Ólympíuleikarnir: Kostar okkur um 10 millj. kr. — segir Gísli Halldórsson, forseti íslensku Ól-nefndarinnar Gísli Halldórsson, fyrrverandi forseti ÍSÍ og núver- andi forseti íslensku Ólympíunefndarinnar, er einn þeirra sem fara á Ólympíuleikana meö keppendum okkar. Gísli hefur starfaö mikiö fyrir íþróttahreyfing- una í gegnum árin og eru þetta fjóröu Ólympíuleik- arnir sem hann fylgist meö. Gísli Halldórsson forseti ís- lensku Ólympíunefndarinnar. „Ég var ekki á síöustu Ól-leikum í Moskvu en næstu þrennum þar á undan var ég á og nú er ég aö leggja upp til Bandaríkjanna til aö fylgj- ast meö þar,“ sagöi Gísli í stuttu samtali viö Mbl. Gísli sagöist mundu sitja fundi bæöi meö Norðurlöndunum og eins yröu haldnir fundir hjá Evrópuþjóöunum en fundi Alþjóöasambandsins heföi veriö frestaö og yröi hann ekki í tengslum viö Ólympíuleikana aö þessu sinni. Gísli sagöi aö viö ís- lendingar heföum ekki nein sérstök mál sem viö legðum áherslu á á þess- um fundum aö þessu sinni, heldur væru menn þarna fyrst og fremst til aö skiptast á skoöunum. „Mér líst mjög vel á þessa leika og þátttöku okkar í þeim. Þetta er stærsti hópurinn sem far- iö hefur og núna eigum við mikiö af mjög góöum íþróttamönnum sem ég er sannfæröur um aö eiga eftir aö halda merki Is- lands hátt á loft. Ég tel aö viö veröum fyrir ofan miðju, en þar settum viö markið.“ Gísli sagöi aö þátttaka okkar í leikunum væri mjög dýr og teldi hann aö þegar allt væri tekiö meö yröi kostnaöurinn um 10 milljónir. „Meö hjálp þjóö- arinnar mun þetta tak- ast,“ sagöi Gísli Hall- dórsson aö lokum. Þau verða meðal keppenda áOL Moses einokar 400 m grindahlaup Edwin Moses tapaði síóast í 400 metra grindahlaupi þann 26. ágúat árið 1977. Hér á eftir eru nokkur af helstu afrekum þessa frábæra hlaupara. Heimsmet: Moses hefur fjórum sinnum bætt heims- metið í 400 metra grindahlaupi: 47,64 (1976); 47,45 (1977); 47,13 (1980) og 47,02 (1983). • Ól-leikar: Sigurvegari 1976 á nýju Ól-meti, 47,64. • Heimsmeistari: 1983. • Heimsbikarhafi: 1977, 1979 og 1981. • Bandarískur meistari: 1977, 1979, 1981 og 1983. • Keppt á Ól.: 1976. • Hæstur hjá Track and Field-blaðinu: 1976, 1981 og 1983. • Sigrar Moses og bestu tímar frá árinu 1977: 1977: Vann 4 úrslitahlaup. Tíminn 47,45*. 1978: Vann 14 úrslitahlaup. Tíminn 47,94. 1979: Vann 22 úrslitahlaup. Tíminn 47,53. 1980: Vann 19 úrslitahlaup og tvo riöla. Tíminn 47,13*. 1981: Vann 13 úrslitahlaup og einn riöil. Timinn 47,14. 1982: Keppti ekki vegna meiösla og veikinda. 1983: Vann 15 úrslitahlaup og þrjá riöla. Tíminn 47,02*. 1984: Vann eitt úrslitahlaup og tvo riöla. Timinn 48,25. • Heimsmet. Carol Lewis þykir nokkuð frambærileg íþróttakona. Hún mun keppa á Ól-leikunum sem hefjast (Los Angeles á sunnu- daginn. Hún á ekki langt að sækja það að vera góður íþróttamaöur því hún er systir eins besta og fjölhæfasta íþróttamanns sem keppir á Ólympíuleikunum, Carl Lewis. Bandaríkjamaöurinn Tom Petronoff keppir í spjótkasti ffyir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum. Hann var heimsmethafi þar til síðasta föstudag en honum hefur ekki gengið vel í sumar. Hann og Einar Vilhjálmsson munu berjast um það á Ól-leikunum hvor þeirra getur kastaö spjótinu lengra. EDWIN MOSES Daly Thompson frá Englandl veröur meðal keppenda ( tugþraut á Ólympíuleikunun (Los Angeles sem hefjast á sunnudaginn. Thompson veröur að teljast nokkuð sig urstranglegur (tugþrautinni og hann, ásamt JUrgen Hingsen frá Vestur-Þýska- landi, eru taldir tveir bestu tugþrautarmenn heimsins um þessar mundir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.