Morgunblaðið - 09.08.1984, Síða 25

Morgunblaðið - 09.08.1984, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 25 Banka- hneyksli Brighton, 8. ágúst. AP. Fullordinn bankastjóri, hinn 61 árs gamli Kenneth Toogood, yfírmaður útibús Midland Branch bankans í Hove, útborg Brighton, var í dag dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir að veita ómæld lán gegn kynlífsævintýr- um. Réttarhöldin yfir herra Toogood stóðu yfir í 9 mánuði og viðurkenndi hann að hafa átt sex ástarfundi með hár- greiðslustúlku að nafni Rheta Lawson. Hann neitaði hins vegar að hafa vitað sem var, að hún var gerð út af klám- búðareiganda i nágrenninu sem ætlaði sér að fá lán út á þagmælsku. Dómstóllinn sam- þykkti að Toogood hefði eigi vitað um þau tengsl, hins veg- ar hefði hann lánað ungfrúnni stórfé á bestu kjörum fyrir greiðana. Klámbúðareigand- inn var dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar. Fangar snúa heim Bern, 8. ágúst AP. Tveir sovéskir hermenn sem dvalið hafa f Sviss tvö síðustu árin hafa haldið til síns heima á ný. I Sviss dvöldu þeir sam- kvæmt samkomulagi sem Svisslendingar hafa gert við andspyrnuhreyfingar Afgana sem berjast gegn sovéska setuliðinu. Gengust Svisslend- ingar að því samkvæmt samkomulaginu, að taka við ákveðnum fjölda sovéskra striðsfanga og hafa þá í haldi í tvö ár, eða uns ófriði lýkur í Afganistan. Fyrir nokkru var þremur sleppt og vildu tveir þeirra ekki flytja til Sovét- ríkjanna á ný. Hert eftirlit Stjórnvöld í Vestur- Þýskalandi hafa ákveðið að herða mjög eftirlit með útflutn- ingi efna sem nota mætti til framleiðslu efnavopna. Hin nýja reglugerð sem tekur gildi á næstu dögum kveður á um að stjórnvöld verði að leggja bless- un sína yfir allan útflutning efna sem sett verða á sérstakan eftirlitslista. Vestur-Þjóðverjar vilja ekki að hægt sé að rekja til þeirra eiturefnanotkun i hernaði og benda á að írakar hafa notað eiturvopn í Persaflóastríðinu gegn Iran, framleitt eitrið sjálfir, en notað til þess efni keypt m.a. hjá vestur-þýskum framleiðendum. Sex fórust Stokkhólmi, 8. ágÚHt. AP. SEX manns létu lífið þegar lítil sænsk einkadugvél hrapaði við Málmey, skömmu eftir flugtak aðfaranótt miðvikudags. Vélin var af gerðinni Piper Pa 32 Lance. Rétt eftir flugtak sendi vél- in frá sér neyðarmerki og síð- an heyrðist ekki frá henni. Eftir þriggja klukkustunda leit við erfið skilyrði í nátt- myrkri og slæmu skyggni fannst flak vélarinnar á akri um 700 metra norður af flugbrautarenda. Allir um borð voru þá látnir. Um orsök slyssins er ekki vitað enn. Einn flokkur, eitt ríki í Zimbabwe liarare, Zimbabwe, 8. ágúst AP. ROBERT Mugabe, forsætis- ráðherra Zimbabwe, setti í dag annað landsþing flokks síns, stjórnarflokksins Zanu, og skoraði á þingheim að gera Zimbabwe, eitt af fáum lýðræð- isríkjum í Afríku, að eins flokks ríki að marxískri fyrirmynd. Sex þúsund fulltrúar sitja landsþing Zanu-flokksins og mörg hundruð fulltrúar erlendra kommúnistaflokka, allt frá Kína til Kúbu. I ræðu sinni, sem stóð í fjórar klukkustundir, kvaðst Mugabe ekki efast um, að flokk- ur hans fengi til þess umboð í næstu kosningum að hrinda í framkvæmd pólitískum stefnu- málum sínum, sem væru að koma á ríki þar sem einn flokkur réði öllu og hefði að leiðarljósi hina sósíölsku byltingu. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, er hér að skoða brjóstnælu, sem tvífari hennar á vaxmyndasafni Tussaud í London ber í barmi sér. Er hún nákvæm eftirlíking af nælunni, sem Thatcher er sjálf með, og fötin eru ekta, komin úr klæðaskápi Járnfrúarinnar. .Ásknftarsiininn er 83033 AP Thatcher og tvífarinn LADA- bílar hafa sannað kosti sína hér á landi sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýr- ir í innkaupi, með lítiö viðhald og ódýra vara- hluti og ekki síst fyrir hátt endursöluverð. tititmttiuntfff IM "V J LADA 2107 Bifreiðar & Sifelld þjónusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 Nú hefur útliti og innréttingum verið breytt svo um munar: mælaborö, stýri, stólar, aft- ursæti, griil, húdd, stillanlegir speglar innan frá, stuöarar o.fl. o.fl., en sífellt er unniö aö endurbótum er lúta aö öryggi og endingu bílsins. 6 ára ryövarnarábyrgö. Verð við birtingu auglýsingar kr. 219.900 Lán 119.900 Þér greiðiö 100.000 VERÐLISTI YFIR LADA BIFREIÐAR Lada 1500 Station kr. 208.800 Lada 1600 Canada kr. 209.900 Lada Sport kr. 324.500 Bílasýning í DAG FRÁ KL. 1—4 Nýir og notaöir bílar til sýnis og sölu Tökum vel med farna Lada upp í nýja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.