Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 15 Litli-Skerjafjörður: Leikskóladeilan leyst Veitt heiö- ursmerki STJÓRNVÖLD í Luxemborg hafa saemt William Ck>nnors, fjölmiðla- fulltrúa Flugleiða í Bandaríkjun- um, heiðursmerki fyrir frábært starf til kynningar á Luxemborg í Bandaríkjunum og Kanada. Sendiherra Luxemborgar hjá Sameinuðu þjóðunum, André Phillip, afhenti William Connors heiðursmerkið við hátíðlega at- höfn í sendiráði Luxemborgar í New York. (Frítutilkjnning) Nýr kirkjugarð- ur á Siglufirði NÝR KIRKJUGARÐUR á Siglufiröi hefur nú verið teiknaöur og innan skammst hefjast framkvæmdir við við Saurbæjarás, þar sem garðurinn verður staðsettur. Von.ist er til að hægt verði að taka hani. í notkun að ári liðnu. Grafarstæðunum í gamla kirkjugarðinum fer nú óðum fækkandi, en sá garður er stað- settur sunnan við kirkjuna. Guðbrandur Magnússon fyrr- verandi kirkjugarðsvörður sagði i samtali við blm. Mbl. að fyrir tveimur árum hefðu um það bil eitt hundrað stæði verið auð. Þó nokkuð mörg stæði munu vera frátekin, svo ^rfitt er að segja nákvæmlega til um tölu auðra grafarstæða. Alls hvíla nú um eða yfir 1.200 manns í gamla kirkjugarðinum, en sá nýi verður væntanlega nokk- uð stærri. Vigfús Þór Árnason sóknarprestur sagðist ekki eiga von á því að vandræði sköpuðust sakir plássleysis í garðinum, því möguleikar væru á því að gera fleiri grafarstæði vestast í garðin- um. t þá gömlu góðu daga eins og segir f texta eftir ómar Ragnars- son kom sirkusfólk frá útlöndum og setti upp sirkus f stóru flug- skýli við Skerjafjörð. Loftfim- leikamenn léku þar listir sfnar og það voru ýmis dýr í flugskýlinu sem skemmtu fólki. Ekki er mér kunnugt um hven- ær fyrstu húsin risu af grunni f Skerjafirði en þegar ekið er um götur þar um slóðir má sjá, ártöl utan á húsum. Eitt timburhúsið er frá 1930, annað 1920 og þriðja frá 1925. Þessi hús eru enn ágætar byggingar og hafa lftið látið á sjá f tfmans rás, t.d. hið tignarlega hús Vogur sem byggt er árið 1930 og stendur við Bauganes. Samgöngur út í Skerjafjörð eru góðar. Strætisvagnar Reykjavfkur aka þangað reglulega, f dag heitir Ieiðin Skerjafjörður — Laugarás en hét hér áður fyrr Skerjafjörður og var nafnið skrifað með stórum stöfum á hlið vagnanna. Skerjafjörðurinn er að mér sýn- ist friðsamur reitur, fjarri hávaða borgarlffsins og þar er lfklega ágætt að búa. Ekki kæmi mér á óvart að fasteignaverð væri þar með því hærra sem gerist á höfuð- borgarsvæðinu. Hætt er við að friðurinn sé úti ef byggðin vex enn verulega. Hún hefur vaxið það ört hin sfðari ár að þarna hefur risið töluverður byggðarkjarni einbýl- is- og raðhúsa og skemmtileg eru þau og glæsileg enda tæplega blankir menn sem þar hafa komið sér upp framtfðarheimili. William Connors, til hægri, tekur við heiðursmerkinu úr hendi sendiherra Luxemborgar, André Phillip. „ÞAÐ Á að raska njólanýlendunni og reisa leikskólann þar,“ sagði Ax- el Sigurðsson, talsmaður íbúa í Skerjafirði norðan flugvallar, þegar hann skýrði blm. Morgunblaðsins frá farsælum lyktum deilu þeirrar, sem íbúarnir hafa staðið í við borg- aryfirvöld. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu á sfnum tíma, stóð til að reistur yrði leikskóli við svokall- aða Skildinganeshóla. íbúar Litla-Skerjafjarðar, eins og Skerjafjörður norðan flugvallar er oft nefndur, mótmæltu staðsetn- ingu leikskólans harðlega og settu það fyrir sig, að hólarnir væru leiksvæði barna og þar byggju álf- ar. Aðstandendur leikskólans höfðu ekkert á móti því að fá aðra lóð undir húsið, því það hefði reynst þeim dýrt að reisa það við hólana, því þá hefði þurft að sprengja burt klappir. Að sögn Axels Sigurðssonar beitti skipu- lagsstjóri, Þorvaldur S. Þorvalds- son, sér fyrir því, að málið færi aftur fyrir borgarráð. Hefur deil- an því verið leyst nú og það svo, áð allir munu ánægðir. Leikskólinn rís því á svæði sem hvorki er barnaleiksvæði né álfabyggð, þ.e. við suðurenda Hörpugötu í stað norðurenda götunnar við Skild- inganeshóla, eins og áður stóð til. vaxtakjor Meö tilvísun til tilkynningar Seölabanka íslands um vexti og verðtryggingu sparifjár og lánsfjár o.fl. dags. 2. ágúst 1984, hefur lönaðarbankinn ákveðið vexti og verðbótaþátt af inn- og útlánum. Vextir alls eru samansettir af grunnvöxtum, sem eru mismunandi eftir inn- og útlánsformum og verðbótaþætti, sem er í öllum tilvikum 12,0% p.a. Vextirnireru breytilegir samkvæmt ákvörðun bankaráðs Iðnaðarbanka íslands hf. Frá og meö 13. ágúst verða vaxtakjör okkar meö eftirfarandi hætti: Vextirp.a. Nýjirvextir Dæmium fyrir p.a frá árs- brevtingu 13. ág. '84 ávöxtun 1. Sparisjóðsbækur1 .............. 2. Sparisj reikn með 3ja mán. uppsögn2 3. Sparisj reikn með 6 mán. uppsögn2 4 SPARISJ.REIKN MEÐ 6 MAN UPPSOCN OC 1.5% BÚNUS32 ................ 5. Verðtr.reikn með 3ja mán. uppsögn 6. Verðtr reikn með 6 mán uppsögn 7 Verðtr reikn með 6 mán uppsögn og1,5%bónus32 ................... 8. IB-reikningar4 .................. 9. Innlendir gjaldeyrisreikningar a) i dollurum ................... b) í sterlingspundum . c) í v - þýskum mörkum ......... d) i dönskum krónum ............. 10. ÁVISANA- OC HLAUPAREIKNINGAR8 11 Sérstakar verðbætur af verðtr reikn5 15,0% 17,0% 19,0% 20,5% 00,0% 2,5% 4,0% 17-19,0% 9,5% 9,5% 4,0% 9,5% 5,0% 1,0% ðdán: 17,0% 20,0% 23,0% 24,5% 00,0% 4,5% 6,0% 20-23,0% 9,5% 9,5% 4,0% 9,5% 12,0% 1,0% 26,0% 1 FORVEXTIR VlXLA .................. 2. Yfirdráttarlán á hlaupareikn6 ... 3 Afurðalán, endurseljanleg' 4. NÝ SKULDABRÉF 9 ................. 5 Eldri skuldabréf' ............. 6 Nýverðtryggðlánalltað21/2 ár 7 Eldri verðtryggð lán allt að 21/2 ár' 8 Ný verðtryggð lán lengri en 21/2 ár 9 Eldri verðtryggð lán lengri en 21/2 ár' 10. Vanskilavextir'7 ................ 18,5% 18.0% 18,0% 21,0% 4,0% 5,0% 2,5% 22,5% 22,0% 18,0% 25,0% 21,0% 9,0% 4,0% 10,0% 5,0% 2,75% 29,1% 00,0% 1) Samkvæmt ákvörðun Seðlabanka islands 2) Vextir reiknast tvisvar á ári 3) Bónus greiðist til viðbótar vöxtum á alla 6 mán reikninga sem ekki er tekið út af þegar innistæða er laus og reiknast bónusinn tvisvar á ári, íjúli og januar 4) Vextir verða 20% p.a. á IB-reikningum við 3ja-5 mánaða spamað, en 23,0% p.a. ef um lengri sparnað er að ræða 5) Sérstakarverðbætureru1%ámánuði 6) Crunnvextir eru 10% p.a. og reiknast af heimild mánaðarlega fyrirfram en verðbótaþáttur er 12,0% p ,a„ reiknast af skuld mánaðarlega eftir á 7) Cildir frá 1 september1984 8) Vextir reiknast af lægstu stöðu á hverjum 10 dögum 9) Ávöxtun 6 mánaða skuldabréfs með tveimur greiöslum á 3ja mánaöa fresti. Lántökugjald 0,8% lönaðarbankinn Fer eigin leiðir - fyrir sparendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.