Morgunblaðið - 09.11.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.11.1984, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 Að hann muni drepa mig... — Rætt við Eddu Heiðrúnu Back- man, sem leikur Guggu í leikriti Olafs Hauks Símonarsonar, og leikstjórann, Þórhall Sigurðsson í kvöld er fyrsta sýning eftir verkfall á þríleik Ólafs Hauks Símonarsonar, Milli skinns og hörunds. Leikritið var fyrst sýnt á Listahátíð síðastliðið vor þ.e. tveir fyrstu þættir þess, en þegar það var tekið upp í haust bættist einn þáttur við og með honum ný ieikkona, Edda Heiðrún Backman. Hún leik- ur Guggu, sem er eiginkona Böðvars, sem er annar bróöirinn í leiknum, en þessi þríleikur fjallar um fjölskyldu, líf hennar og ekki líf. Þó Edda Heiðrún sé tiltölulega nýlega sloppin út úr Leiklistar- skóla ríkisins, en hún útskrifaðist ’83, þá hefur hún meðal annars leikið í Þjóðleikhúsinu, kórstelpu í Gæjum og píum, og Iðnó, þar sem hún lék Ardísi í Hart í bak. Og nú er það Gugga. Við spurðum hana í tilefni af þessu nýja, veigamikla hlutverki hvernig henni líkaði það. „Það er algjört konfekt að fást við það. Textinn er spennandi, mikið af myndum í honum og hann verður á köflum eins og súrrealískt ljóð.“ Gugga og faðir hennar, en hann leikur Bessi Bjarnason. Það eru mikil tilfinningaleg átök sem eiga sér stað f þrfleiknum Milli skinns og hörunds. — Nú eru mikil átök í verkinu , þá ekki hvað síst milli þín og Böðvars. Er ekki erfitt að leika slíkt spennuhlutverk? „Fyrst á æfingatímabilinu fann ég að mig skorti tækni til að slappa af, þegar það var hægt. Leikstjórinn benti mér á þá staði í hlutverkinu, þar sem ég gat slakað á og þá fór að ganga betur." Þórhallur Sigurðsson leikstjóri skýrir út tæknilegu hliðina: „Það tekur leikara oft tíma að skynja stærð sviðsins og koma til skila hugsunum og tilfinningum út í sal. Þeir þurfa að stækka hreyfingarn- ar án þess að gera þær óeðlilegar, því fjarlægðin við áhorfendur er það mikil. Reynir þetta á leikar- ana einkum ef hlutverkin eru hlaðin tilfinningum. Stórt sVið er þó mun meira spennandi, því þá hafa leikararnir meira svigrúm til að hreyfa sig.“ „Já, átökin í verkinu eru stund- um svo mikil, að ég hef verið hrædd við tilfinningar mótleikar- ans ..., að hann muni drepa mig,“ segir Edda Heiðrún og hlær. „Leikritið fjallar um fólk með heitar tilfinningar, sem því geng- ur illa að orða nákvæmlega. Það talar þó í sífellu, og er textinn oft á tíðum mjög fyndinn," segir Þórhallur og bætir svo við: „Ætli megi ekki segja að þetta verk sé eins og spegilmynd af ís- lensku þjóðinni, sem þrasar í sí- fellu án þess að nokkuð komi út úr því.“ Nú kom Edda Heiðrún inn í þriðja og síðasta hluta verksins, sem frumsýndur var í haust og hefur verið nefndur Brimlending. Hafði hún því ekki verið með á æfingum á leikritinu frá upphafi. Var það ekkert erfitt, spurðum við hana. „Það má eiginlega segja að mér hafi verið slengt upp á sviðið, því við höfðum ekki nema þrjár vikur til að æfa þriðja þáttinn, en við æfðum frá morgni til kvölds og þetta hefði aldrei tekist nema vegna þess að ég vann með svo góðu fólki," segir hún. „Það var mjög gott að vinna með þeim Sigurði Skúlasyni, sem leikur Böðvar og Eddu Heiðrúnu, því þetta eru kröftugir leikarar, sem hella sér út í tilraunir um- yrðalaust, með „fantasíuna" á fullu," segir Þórhallur. Edda Heiðrún hefur fengist við ýmislegt fleira en leiklist. Aður en hún fór í leiklistarskólann tók hún stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund og kenndi því næst einn vetur í Ólafsvík. „Kennarastarfið sýndi mér fram á hvernig ég gat notað hreyf- ingar og raddbrigði, til að ná til krakkanna og skapa fjölbreytni í kennslunni. Kennarahlutverkið | Fötin fyrir ykkur! K Bamafatadeild Dömudeild AUSTURSTRÆTIÍO SIMI 27 Meira en venjuleg verslun! „Eitt hundrað og tíu pottréttir“ SETBERG hefur gefið út matreiðslu- bókina “Eitt hundrað og tíu pottrétt- ir“. Um bókina segir í fréttatilkynn- ingu frá útgefanda: „Á undanförnum árum hafa pottréttir og alls konar saman- soðnir ofnréttir orðið æ vinsælli matur, bæði sem dagleg fæða og sem veislumatur. Kostirnir við slíka rétti eru margir, má þar t.d. nefna: 1. Þá má búa til nokkru áður en á að bera þá fram og hita upp á síðustu stundu. 2. Flesta þeirra má frysta. 3. Hráefnið sem notað er getur verið fjölbreytt og breyti- legt eftir árstímum, tilefni og efnahag. 4. Hægt er að nýta af- ganga frá soðnum réttum með góðum árangri. 5. Segja má að hægt sé að nota það sem til er hverju sinni. 6. Víkja má frá upp- skriftinni með því að nota fleiri eða færri grænmeitstegundir eða kryddjurtir og annað krydd. Það mikilvægasta og um leið árangursríkasta við pottrétti er, að þeir eru matbúnir á löngum tíma, við lágt hitastig (180C, 350F) með litlum vökva, í vel lokuðu íláti. Glæsilegar litmyndir prýða bók- ina. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir húsmæðrakennari hefur valið, þýtt og staðfært þetta úrval ein- staklega ljúffengra pottrétta."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.