Morgunblaðið - 13.11.1984, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.11.1984, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 25 Harry prins situr fyrir Harry litli Bretaprins sat f fyrsta skipti opinberlega fyrir birdljósmynd- ara bresku krúnunnar um helgina og er mynd þessi hluti af uppsker- unni. Falleg mynd af Harry í faðmi móður sinnar, hinnar ungu Díönu prinsessu. Harry er sem kunnugt er annað barn ríkisarfahjónanna Díönu og Karls prins. Eftirlýst vegna sprengju tilræðis- ins í Brighton Londoa, 12. BÓTenber. AP. ÍRSKA lögreglan leitaði í dag ákaft að 28 ira gamalli konu, sem brezk yfirröld hafa verið á höttunumn eftir í tengslum við tilraun írska lýðveldis- hersins (IRA) til þess að myrða brezku stjórnina f sprengjutilrsði fyrir einum mánuði. Það hefur vakið reiði jafnt á meðal brezkra sem irskra yfir- valda, að blaðið Sunday Times ( London skyldi skýra frá nafni konunnar nú um helgina, en hún heitir Evelyn Glenholmes. Scot- land Yard leitar hennar einnig vegna vegna 5 sprengjuárása f London 1981, en þá voru 3 menn drepnir og 38 særðust. Athyglin beinist samt fyrst og fremst að konunni nú fyrir meinta þátttöku f sprengjutilræðinu f Grand Hotel í Brighton 12. októ- ber sl., en þar sluppu frú Margaret Thatcher forsætisráðherra og nokkrir aðrir ráðherrar brezku stjórnarinnar með naumindum. Fjórir menn biðu bana i þessari sprengjuárás og 32 særðust. Kastrup-flugvöUun Hóta hægagangi fram yfir jól Kanpmannabörn 12. nÓTember. SEXTÁN hundruð starfsmenn og flugvirkjar á Kastrup-flugvelli f Kaupmannahöfn fara sér nú hægt við vinnu sína til að leggja áherslu á launakröfur sínar. Hóta þeir að halda aðgerðunum áfram allt til jóla en forsvarsmenn SAS segjast ekki munu hopa um hænufet Hægagangur starfsmannanna hefur valdið nokkrum tðfum á af- greiðslu flugvéla og einkum þeirra, sem eru í eigu SAS-flugfé- lagsins. Flugvallarstarfsmennirn- ir og flugvirkjarnir krefjast þess að fá dýrtíðaruppbót á launin, sem nemur nærri fimm krónum dönsk- um, en SAS hefur boðið þeim 12—28 aura. Timalaun flugvirkj- anna eru nú 83 kr. danskar en hinna, sem eru ófaglærðir, 73 kr. Er það nokkru betra en gerist á almennum vinnumarkaði f Dan- mörku. Flugvallarstarfsmennirnir hafa hótað að fara sér hægt fram yfir jól en forsvarsmenn SAS svara þvi á móti, að hart verði látið mæta hörðu, flugvelar félagsins látnar lenda annars staðar en i Kastrup. Um leið verði starfs- mönnunum fækkað. Mafíumenn gómaðir l-alenno Sikilej. 12. nÍTenber. AP. LÖGREGLAN á Sikiley handtók í dag tvo af ríkustu mönnum Sik- ileyjar, frændurnar Nino og Ign- azio Salivo fyrir meint tengsl við mafiuna. Handtaka þeirra frænda hefur vakið mikla athygli á Ítalíu, enda sem fyrr segir miklir peningamenn. Þeir eiga saman eða sitt í hvoru lagi hótel, framleiðslufyrirtæki og húsgagnaverslanir, auk þess sem þeir urðu vellauðugir á skattheimtu fyrir ríkið. Þeim er gefið að sök að hafa aðstoð- að mafíuforingjann Tomasso Buscetta meðan hann fór huldu höfði og lögreglan leit- aði hans. Buscetta náðist síðan og vitnisburður hans hefur orðið til þess að handtökuskip- anir voru gefnar út á hendur 300 manna. Þar á meðal þeirra frænda. Tónlistarunnendur Selfossi og Reykjavík Þriðja starfsár íslensku hjómsveitarinnar hefst með tónleikum í íþróttahúsi gagnfræðaskólans á Selfossi laugardaginn 17. nóvember kl. 14:30. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Einleikari: Stephanie Brown Stephanie Brown Hljómsveitarstjóri: Ragnar Björnsson Efnisskrá Karl Hermann Pillney: Eskapaden Eines Gassenhauses. Svíta fyrir kammerhljómsveit. Jacques Ibert: Suite Symphonique. Svíta fyrir kammerhljómsveit. Frédéric Chopin: Mazurka nr. 17, Scherzo nr. 2. Einleikur: Stephanie Brown. Wolfgang Amadeus Mozart: Píanókonsert nr. 9, í Es-dúr, K271. Einleikur: Stephanie Brown. Að loknu meistaraprófi frá Julliard tónlistar- háskólanum (1976) vakti Stephanie Brown (1955) þegar athygli tyrir öryggi I tækni og túlkun. Siðan hefur hróður hennar vaxið jafnt og þétt með tónleikum víðs vegar um Bandaríkin. Hún hefur leikið með mörgum helstu hljómsveitum þariertdis, og hefur nú á efnisskrá sinni fjölda píanó- konserta. Ummæli gagnrýnenda stórblað- anna hafa öll verið á einn veg: „Stephanie Brown er sannarlega undursamlegur pianóleikari, eigin tón og ákveðinn listræn- an persónuleika" (N. Y. Times). „Stephan- ie Brown er ungur pianisti með stórar hug- myndir og tækni sem hæfir (jeim. Blæ- brigðin vonj i fögru jafnvægi og styrkleika- breytingar virtust hlita innra afli hennar" (The Wahington Post). Pess má geta, að Stephanie Brown lék nú i haust þennan konsert Mozarts með þekktustu kammer- hljómsveit Bandaríkjanna, St. Paul Chamber Orchestra, undir stjóm Pinnkas Zukerman. Efnisskrá þessi verður endurflutt á fyrstu áskriftartónleikum hljómsveitarinnar í Bústaðarkirkju sunnudaginn 18. nóvember kl. 17:00. Áskriftarsímamir eru 22035 og 16262. Þú getur tryggt þér áskrift með símtaii og greitt gjaldið eftir samkomulagi. önnur efnisskrá vetrarins verður frumflutt á Akranesi laugardaginn 24. nóvember kl. 14:30 og endurtekin á áskriftartónleikum í Reykjavík sunnudaginn 25. nóvember kr. 17:00. MIÐ BJOÐUNV METRINU BYRGINN ZtnmuESTonE Nú eru fyrirliggjandi BRIDGESTONE radial og diagonal vetrarhjólbarðar á vörubifreiðar með hinu frábæra BRIDGE- STONE ÍSGRIPS-mynstri Sérlega hagstætt verö. ISGRIP BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.