Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Kvikmyndin Hvitir mávar er skrifuö með hliösjón af 60. ára- tugnum, sem endurspeglast m.a. i búningum Dóru Einarsdóttur, leikmynd Kristjáns Karlssonar og útliti leikara sem þær Ólöf Ing- ólfsdóttir og Guöbjörg Hólmfríöur Kristinsdóttur sáu um. „Þetta tímabil býöur upp á skemmtilega möguleika varöandi útlit á mynd- inni. Þaö er helsta ástæöan fyrir tímasetningunni. Söguþráðurinn er hins vegar þess eölis aö hann gaBti gerst á hvaöa tíma sem er,“ segir Valgeir. Um söguþráöinn vilja þeir sem minnst raBöa aö svo stöddu máii, en í fljótu bragöi má segja aö hann sýni ýmsar uppá- komur og margvíslegar afleiö- ingar af komu utanbæjarfólks í lítiö sámfélag. Meö aöalhlutverk myndarinnar fer Ragnhildur Gísladóttir, sem segja má aö nú þreyti frumraun sina sem leikari í kvikmynd, í hlutverki Svölu. „Ég get varla sagt aö ég hafi leikiö mikiö í ' „Með allt á hreinu". Þar byggöist minn hlutur mest á söng og sviösframkomu," segir Ragnhild- ur. Hvernig líst henni svo á aö bæta leiklist viö tónlistina? „Þetta er ofsalega gaman, skemmtileg vinna og góöur sam- starfshópur. Ég haföi ekki hugs- aö um leiklistina neitt sérstaklega hér áöur fyrr, en sjálfsagt ein- hverntíma dottiö í hug aö þaö gæti nú veriö gaman aö vera leikari! Samt er þaö svolítiö skrýtiö aö þegar ég lauk prófi sem tónmenntakennari sagöi pabbi minn: — ég haföi alltaf ímyndaö mér aö þú færir í leik- listarskólann." Meö önnur aöalhlutverk í myndinni fara þau Tinna Gunn- laugsdóttir sem Helga og Egill Ólafsson í hlutverki Odds, eig- inmanns hennar. „Ég er hætt aö vera draumadísin og komin í hlutverk eiginkonunnar. Ætli ég leiki ekki aldraöa móöur Egils í næstu mynd!" segir Tinna um mótleik þeirra hjóna, fyrst í „Meö allt á hreinu" og nú í „Hvítum mávum". Auk aöalleikaranna þriggja leika um 25 manns í myndinni og má þar nefna m.a. þau Rúrik Haraldsson, Flosa Ólafsson, Tómas Tómasson, Þórhall Sigurösson, Tyrone Troupe, Pamelu Brement, Karl Guömundsson, Jón Tryggvason, Magnús Ólafsson, Herdísi Þor- valdsdóttur, Jónas R. Jónsson, Guöjón Pedersen og Arnþór Jónsson. --- Þá er ótalinn fjöldi staögengla í myndinni, flestir Seyðfiröingar sem studdu kvikmyndatökuhóp- inn meö ráöum og dáö meöan á Seyðisfjarðardvölinni stóö. Hyggjast Stuömenn m.a. þakka þeim móttökurnar meö því aö frumsýna myndina samtímis á Seyöisfirði og í Reykjavík. Én kvikmynd veröur víst ekki til meö leikurum einum saman, þar kemur til samvinna stórs hóps og taldi sá hópur sem sá um myndatöku, búninga, leik- mynd, leikmunasmiöju, hár- greiöslu, föröun og ótalmörg at- riöi önnur samtals um 30 manns. „Einvalaliö" er samdóma álit þre- menninganna á samstarfsmönn- unum. „Þessi mynd var öll unnin meö ákaflega lýöræöislegum vinnubrögöum og þaö er ekki haegt nema meö valinn mann á hverjum staö," segir Jakob. Þó aö tökum sé lokiö er margt eftir áöur en myndin veröur kom- in í endanlegt form. Klippingu hennar mun væntanlega Ijúka um miöjan desember, en þaö er Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- geröarmaöur sem annast hana. Um hljóösetningu myndarinnar sér Júlíus Agnarsson. Endanleg- ur kostnaöur viö gerö myndar- innar liggur ekki fyrir, en hann mun verða á annan tug milljóna króna. Fram að sýningu myndarinnar er því margt eftir, en líklegast munu Stuömenn láta heyra í sér þangaö til. „Við reynum aö fylgja plötunni úr hlaöi meö tónleika- haldi, en þaö hefur enn ekki unn- ist tími aö undanförnu til aö skipuleggja þaö. Viö höfum lagt nótt viö dag til aö Ijúka upptök- um á plötunni og enginn tími ver- iö til annars," segir Jakob þegar viö kveöjum Stuömenn aö kvöldi dags í hljóöstúdióinu Grettisgati og gefum þeim friö til aö Ijúka síðustu upptökum á „Kókoshnet- um og hvítum mávum", sem eiga aö sendast utan aö morgni. \&%XST .srst Hvíld frá kvikmyndatökum F.v. Ólafur Rögnvaldsson, Agúst Baldursson, Jakob Magnússon, Jón Tryggvason, Valgeir Guöjónsson, Egill Eövarösson, Karl Óskarsson og Hilmar Oddsson. Litla daman fyrir miöju er Erna, dóttir Ragnhildar Gísladóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.