Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 55 Steinunn Jóhanna Jónsdóttir - Minning Fædd 22. september 1907 Dáin 1. desember 1984 í dag er fram frá Fossvogskap- ellu, útför Steinunnar Jónsdóttur. Hún var fædd að Skálará í Keldudal, Dýrafirði. Foreldrar hennar voru Kristján Jón Guð- mundsson og Halla Bjarnadóttir. í Dýrafirði sleit hún sínum barnsskóm, þar átti hún sín bernsku-, æsku- og uppvaxtarár. Mig langar að minnast þessarar ágætu konu. Ég hafði ekki lengi verið trú- lofaður unnustu sinni, þegar hún sagði við mig: Ég þarf að kynna þig fyrir fóikinu á Barónsstíg 11. Þetta fólk var hann Jón afi, Steina og Adda. Jón hafði misst Höllu konu sína mjög snögglega úr blóðeitrun. Hafði þá Steina, sem var hans eina dóttir, tekið að sér heimilis- haldið fyrir föður sinn og fjóra bræður. En svo veiktist hún af illkynja sjúkdómi og varð að gera á henni mikla aðgerð. Var hún því óvinnu- fær um langan tíma. Það vill þá þannig til að konu- efnið mitt, sem þá var 15 ára göm- ul, er fengin til aðstoðar á heimil- ið. Þannig atvikast það að hún kynnist þessu góðu fólki, sem hún telur æ síðan að hafi orðið sér mikill ávinningur á lífsleiðinni. Þetta var það sem ég vissi um fólkið á Barónsstíg 11, þegar ég steig mín fyrstu spor inná það heimili, en þau spor áttu eftir að verða æði mörg. Fyrst var ég kynntur fyrir húsbóndanum. Jón var þá kominn á sjötugsaldur, hafði búið í Dýrafirði öll sín manndómsár. Stundaði hann þar aðallega sjóinn og var um tíma skipstjóri á þilskipum. Hafði hann flutt með fjölskyldu sína til Reykjavíkur árið 1930. Eftir að þangað kom, vann hann að mestu leyti við smiðar, því hann var hag- leikmaður í höndum. Jón var mjög viðræðugóður maður, fróður vel, og ljúfmenni hið mesta. Átti ég oft eftir að sannreyna það. Næst heilsaði ég henni Steinu (en svo var Steinunn ætíð kölluð). Ég sá að þar fór kona sem kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún heilsaði mér hnarreist, bar höfuðið hátt, var snögg í tali og öllum hreyfingum, en þó alúðleg. Ég þóttist sjá að þarna færi traustur og sterkur persónuleiki. Og oft átti ég eftir að komast að því að þar hafði ég orðið sannspár. Síðan var ég kynntur fyrir Öddu. Og ekki mætti manni nú kuldinn úr þeirri áttinni. Fyrst hélt ég að þær Steina og Adda væru systur, svo samrýndar virtust þær vera. Vart mátti svo minnast á aðra, að ekki væri minnst á hina. En svo komst ég að því að þær voru „bara frænkur". Þannig var mín fyrsta heimsókn til þessa ágæta fólks. Síðan eru liðin 43 ár. Á Barnónsstíg 11 var oft glatt á hjalla. Kom þar margt til. Fyrst er að nefna það góða viðmót heim- ilisfólksins, sem alltaf tók jafn vel á móti öllum gestum sem að garði bar. Og voru þeir oft æði margir. Bræður Steinu voru þá allir giftir og áttu orðið mörg börn. Einnig höfðu þá margar fjölskyldu flutt að vestan hingað suður, og margt af því fólki nákomin skyldmenni á öllum aldri. Og þar sem Baróns- stígur 11 var í „þjóðbraut" þótti sjálfsagt að koma við hjá Steinu og fá kaffisopa. Man ég að unga kynslóðin, sem þá var, sótti þang- að mikið. Mátti segja að þar væri „miðstöð" frændliðsins. Þegar svo allt þetta unga fólk fór að festa ráð sitt, þótti sjálfsagt að kynna konu- eða mannsefnið fyrir henni Steinu. Hópurinn stækkaði því alltaf jafnt og þétt. Var því oft þéttsetinn bekkurinn á því heim- ili, og var þá húsmóðirin ætíð hrókur alls fagnaðar. Já, það mátti segja, að bæði Steina og Adda hafi svo sannarlega tekið þátt í lífi þessa unga fólks. Varla verður hjá því komist, þegar farið er að minnast liðinna ára, en að geta jólaboðanna, sem var árviss liður í lífsmynstrinu. Á jólum mættust þar allir bræður Steinu með sínar fjölskyldur, svo og ég, kona mín og börn, ásamt ýmsum fleirum. Það var undravert hvernig allur þessi hópur rúmaðist í þessum litlu herbergjum. Meira að segja var sá góði siður viðhafður að gengið var í kringum jólatréð, sem haft var á miðju stofugólfi. En hvernig það mátti takast var hreint kraftaverk. Og svo var sungið. Söng þá hve með sínu nefi, eins og þar stendur. Mátti þá stundum heyra innanum nokkrar hjáróma raddir. Þessara stunda naut Steina ávalt, því hún var ein- staklega barngóð kona. Það er margs að minnast frá þessum tíma, sem of langt yrði upp að telja, því að á Barónsstíg 11 bjó fjölskyldan í samfleytt 43 ár. Þetta verða því aðeins örfá minningarbrot. Árið 1943 verða þáttaskil í lífi Steinu, þá eignast hún son, Krist- ján Jón, sem hlaut nafn afa síns. Var hann hennar gleðigjafi alla tíð. Það er óneitanlega mikil lífs- hamingja að eignast góð börn, og þá ekki hvað síst þegar aðeins er um eitt barn að ræða. Er mér óhætt að fullyrða að sú gjöf hafi verið henni lífsfylling, því sonur hennar var henni í orðsins fyllstu merkingu „drengur góður". Steina og Nonni héldu heimili saman alla tíð, og var hann hennar stoð og stytta á efri árum. Á fyrrihluta þessarar aldar var aðal verksvið konunnar innan veggja heimilisins. Þannig var með Steinu. Það var ekki fyrr en hún komst á efri ár að hún fór að vinna utan heimilis. Vann hún þá við saumaskap nokkur ár og fórst henni það vel úr hendi, því hún var vel verki farin. Jón afi lifði til hárrar elli, lést 91 árs að aldri. Reyndi þá talsvert á líkams- og sálarþrek Steinu, að annast svo gamalan mann, en það tókst henni með sæmd. Árið 1975 flytja svo mæðginin af Barónsstíg 11. Kaupir þá sonur hennar nýja íbúð að Nönnufelli 1. Þar hefur þeirra heimili verið síð- an. Mér er það minnistætt hve Steina var ánægð og hreykin þeg- ar þau fluttu í þessa íbúð. Hún hafði alltaf þráð að vera sjálfstæð, alls ekki uppá aðra komin, það var hennar stolt. Steina var ákaflega hreinlynd, stórlynd nokkuð, hafði ákveðna skoðanir á mönnum og málefnum, sagði sína meiningu óhikað, og var þá sama hver hlut átti að máli. Hún var vel greind kona og hafði talsvert skopskyn, sá oft spaugilegu hliðarnar á mannlífinu. En það sem einkenndi hana hvað mest, var þessi ferski blær sem hún bar með sé alla tíð. Það var engin lognmolla þar sem hún fór. Eftir að flutt er að Nönnufelli 1, er Steina ekki lengur í alfaraleið. Heimsóknirnar urðu því færri en skyldi, en alltaf jafn notalegar sem fyrr. Ævi Steinunnar Jónsdóttir var táknræn að því leyti, að þar fór manneskja sem fórnaði sínu lífi mest fyrir aðra, en minnst fyrir sjálfa sig. í dag þegar ég og fjölskylda mín kveðjum hana hinstu kveðju, vilj- um við þakka henni alla þá tryggð og vináttu sem hún sýndi okkur, öll þau ár, sem leiðir okkar lágu saman. Okkur fannst hún alltaf vera eins og ein af okkar fjöl- skyldu. Að endingu vottum við Nonna, Öddu, bræðrum hennar þremur sem eftir lifa, svo og öllum öðrum aðstendum samúð okkar allra. Guðm. Valur Sigurðsson og fjölskylda. Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði gaf Hrafnistu vatnsnuddpott Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði varð 20 ára hinn 13. nóvember síðastliðinn, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. í tilefni þess gaf bankinn Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra í Hafnar- firði, vatnsnuddpott að andvirði 180 þúsund krónur. Fyrirhugað er að setja pottinn upp við sund- laug, sem tekin verður í notkun á næstunni fyrir vistmenn Hrafn- istu. Á meðfylgjandi mynd af- hendir Sigurður Kristinsson, varaformaður bankaráðs Iðnað- arbankans, Garðari Þorsteins- syni gjafabréfið fyrir vatns- nuddpottinum. AthÖfnin fór fram í hófi, sem haldið var fyrir starfsmenn bankans í Hafnar- firði og gesti í tilefni afmælisins. Ódýru vinsælu vegg- og hornhillurnar komnar aftur Einnig blómasúlur, blaðagrindur o.fl Kr. 4.678 Sendum í póstkröfu Kr. 2.998 Kr. 2.368 Kr. 2.980 Kr. 1.462 CMWVÖZtjn Sjónval, Kirkjustræti 8. Sími 22600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.