Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 • Zico • Maradona Zico og Maradona hafa valdiö von- brigðum í vetur ZICO og Díego Maradona, stjörn- urnar sem leika nú á Ítalíu, hafa ekki skinið eins skært og ætla mætti á þessu keppnistímabili. Zico, sem stóð sig mjög vel á síöasta keppnistímabili, hefur ver- ið meiddur mestan hluta af keppn- istímabilinu og þegar hann hefur leikiö, er hann aöeins skugginn af sjálfum sér. Maradona hefur veriö góöur einn og einn leik í vetur, en viröist samt ekki sýna sitt fyrra form. Maradona segir: „Þaö tekur tíma aö aölagast nýju liöi og aöstæö- um. Ég er mun ánægöari hér á Ítalíu en ég var á Spáni og liö mitt mun fljótlega fara aö skilja minn leikstíl. Ég þori aö lofa því aö viö munum koma til meö aö standa okkur í framtíöinni.“ Öruggur sigur KR-inga á IS EINN leikur fór fram í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik á fimmtu- dagskvöld. Þessi leikur átti aö vera 3. janúar, en var frestaö vegna utanferöar landsliösins. KR-ingar unnu öruggan sigur á ÍS meö 102 stigum gegn 80. Staðan í hálfleik var 46—36 KR í hag. Þessi leikur ÍS og KR var ekki skemmtilegur á að horfa og mun- urinn á liöunum of mikill til aö ein- hver spenna yrði í honum. KR-ingar voru meö yfirburöa for- ystu lengst af, þaö var aöeins í byrjun leiksins sem virtist vera eitthvert jafnræði, en KR-ingar sigu jafnt og þétt framúr. Þegar upp var staöiö aö leikslokum var munurinn oröinn 22 stig, 102:80, fyrir KR. Bestir í liöi KR voru Ólafur Guö- mundsson og Matthías Einarsson. Þaö var aðeins einn leikmaöur sem stóö uppúr hjá ÍS, þaö var ísfiröingurinn Guömundur Jó- hannsson sem lék vel og skoraði grimmt, auk fjölda frákasta sem hann náöi. STIG KR: Matthías 24, Ólafur 24, Guöni 16, Ástþór 12, Þorsteinn 10, Birgir M. 8, Birgir J. 4, Ómar 2 og Jón 2. STIG ÍS: Guömundur Jóhannsson 31, Árni 13, Jón Indriöason 10, Ragnar 8, Ágúst 6, Karl 6, Helgi 4 og Eiríkur 2. Decker aftur I sviðsljosið — hyggst reyna viö þrjú heimsmet innanhúss MARY Decker, ein fremsta hlaupakona heims, ætlar sér aö reyna viö þrjú heimsmet innanhúss á fjórum vikum í mislöngum vegalengdum. Decker varö fyrir áfalli á Ólympíu- leikunum er hún fóll eftir samstuö viö hlaupakon- una Zolu Budd, eins og frægt varö. Mary Decker, sem nú er 26 ára, hefur ekki látiö mikiö aö sér kveöa eftir leikana. Hún ætlar sér nú aö koma fram á sjónarsviöiö aftur og fyrirhugar aö setja þrjú heimsmet innan- húss. Fyrsta metiö á aö koma á móti sem fram fer 18. jan. nk. í Los Angeles, þar verður keppt í 2000 metra hlaupi. Viku seinna mun hún keppa á Millrose- leikunum í Madison Square Garden, í 3000 metra hlaupi og reyna aö slá þriggja ára gamalt met, sem hún á sjálf og er 4.20,5 mín. Þar fær hún verö- ugan andstæöing, sem er Wendy Sly sem varö önnur á Ólympíuleikunum í 3000 m. Tveim vikum síöar, eöa 9. febrúar, mun hún keppa í Meadowlands í NY og keppir þá í 1500 m. Þar veröur einnig á meöal keppenda Maricica Puica, rúmenska hlaupakonan, sem sigraöi í þessu fræga 3000 m hlaupi á Ólympíuleikunum sl. sumar. Dick Brown, þjálfari Decker, segist ekki geta lofað þessum metum, en hann veit að Decker er í toppformi um þessar mund- ir og þessi mót munu passa vel fyrir hana. Ef vel gengur, mun þaö koma Decker ætlar sér stóra hluti á til með að endurvekja sjálfs- þessu ári. Þessi mót á næstu traust hennar, sem hún gæti lif- vikum veröur bara „startið" aö á næstu 4—5 árin. undir miklu meira. Þaö er greinilegt að Mary AkranMÍ, 10. janúar. Á ÁRINU 1984 unnu 118 Akur- nesingar til gullverölauna á ís- landsmótum í íþróttum, aöa rösk 2% bæjarbúa. Knatt- spyrnumenn unnu sjö meistara- titla, meistaraflokk karla og kvenna, 4. flokk karla, öldunga- flokk og meistaraflokk kvenna í innanhússknattspyrnu, svo og bikarmeistaratitil í karlaflokki. Eínnig unnust titlar bæöi í sundi og badminton. Óhætt er aö segja aö slíkur fjöldi meistaratitla í einu bæjar- félagi sé nær einsdæmi. Aörir keppnisflokkar voru margir hverjir mjög nærri því aö vinna til verðlauna þó herslumuninn vantaöi. Bæjarstjórn Akraness afhenti nú um jólin viöurkenningar til allra verölaunahafanna, en al- kunna er stuöningur bæjar- stjórnarinnar og bæjarbúa allra viö íþróttastarfsemi í kaup- staönum fyrr og síöar. jg íþróttirnar um helgina: Evrópuleikur FH á sunnudag merkilegastur Handknattleikur: FH-ingar leika fyrri leik sinn í 8-liöa úrslitum Evrópukeppni meistaraliöa í Laugardalshöll á sunnudag gegn hollenska liöinu Herschin og hefst leik- urinn kl. 20.30. Þessi leikur er eini leikurinn sem leikinn er í handknattleik um þessa helgi. Á miövikudag veröur svo leik- in heil umferö í 1. deild. Körfuknattleikur: í dag, laugardag, veröa nokkrir leikir á dagskrá. I Njarðvík leika UMFG og Reyn- ir í 1. deild karla kl. 14.00. Strax aö þeim leik loknum leika UMFN og ÍR í 2. fl. karla. Á sunnudag verða tveir leikir í úrvalsdeildinni. Valur og KR leika í Seljaskóla, Haukar og ÍS leika í Hafnarfiröi og hefjast báöir leikirnir kl. 20.00. Einn leikur veröur í 1. deild karla á Selfossi, þar leika UMFL og ÍBK og hefst hann kl. 14.00. Badminton: Badmintondeild KR gengst fyrir einliöaleiksmóti í meist- araflokki karla og kvenna í dag í KR-húsinu og hefst keppni kl. 13.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.