Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 33 Kristófer Lárus- son — Minning Fæddur 21. september 1918 Dáinn 15. janúar 1985 Er við í dag kveðjum góðan vin og félaga, Kristófer Lárusson, leita á hugann svo fjölmargar góð- ar minningar frá liðnum samveru- stundum. Efst í huga er þakklæti fyrir að hafa kynnst slíkum gæða- manni á lífsleiðinni. Kristófer var Norðmaður, fædd- ur Larsson, en hér á landi bjó hann meiri hluta ævi sinnar og undi hér vel, þó að ættland hans hafi ætíð verið honum hugleikið. Og sem sönnum íslenskum þjóðfé- lagsþegn kynntumst við honum fyrir nær tveim áratugum síðan. Við höfum verið samfélagsmenn í Kvöldvökufélaginu Ljóð og saga og þar hófust kynni okkar af Kristófer og konu hans, Sigríði Svanlaugsdóttur. Margar ánægju- stundir höfum við átt saman, bæði í félagsstarfi og utan þess. Krist- ófer var mjög vellátinn maður, enda framkoma hans þannig að ósjálfrátt laðaðist maður að hon- um. Hann var blíðlyndur og við- kvæmur og lét aldrei annað en góð orð falla í garð hvers manns, það er aðalsmerki hvers fullkomis manns, að meta og skilja hugi fólks og hjörtu, en því miður eru of fáir þannig, en þennan full- komna drengskap átti hann i svo ríkum mæli. Kristófer var glaður og ánægð- ur með sitt, bar mikla ást og virð- ingu til konu sinnar og barna, hann gerði aldrei mikið úr sjálfum sér, en sannaði fyrir öllum með sínu lífsformi, að hann var meiri og stærri í augum vina sinna en sjálfs sin. Þeir eru ómetanlegir vinafund- irnir gegnum árin, sem við höfum átt með þeim hjónum, ásamt nokkrum öðrum hjónum, sem héldum sérstaklega vel saman. Ein hjón úr þessum samheldna vinahópi eiga sumarhús í Kjós og þar hefur oft verið komið saman í boði þeirra og rausn. Þar höfum við komið saman og stundað kartöflurækt til heimil- isnota. Það hefur verið glaðlegur og bjartsýnn vinahópur á vordög- um sem sett hefur niður kartöflur með ýmsum tilbrigðum og bless- unarorðum og að hausti teknar upp og haldin vegleg uppskeruhá- tíð. Þar var Kristófer hrókur alls fagnaðar og fann upp á ýmsu er vakti kæti viðstaddra. Slíkar stundir skilja meira eftir í minn- ingunni en margt annað. Ógleym- anlegar eru ýmsar aðrar samveru- stundir með Kristófer. Kristófer gerðist félagi í Kvöld- vökufélaginu Ljóð og saga 12. janúar 1963 og nákvæmlega 22 ár- um síðar, eða 12. janúar sl., var hann með okkur á skemmtikvöldi félagsins, kátur og spagusamur að vanda, þó sjúkdóms hans væri far- ið að gæta þá bjóst enginn við svo snöggum umskiptum. Þetta kvöld var síðasta kvöldið sem hann lifði glaður og hress. Þar kvöddumst Ágústa Guðmunds- dóttir — Minning Ágústa Guðmundsdóttir, fædd 4. ágúst 1909, látin 12. janúar 1985. Foreldrar hennar voru Ragnheið- ur Halldórsdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Ágústa var fædd á Drangsnesi. Þaðan stundaði faðir hennar sjó þar til ársins 1914, en þá kaupir hann hálfa bújörðina Bæ við Steingrímsfjörð. Þar elst Ágústa upp í stórum barnahóp en við systkinin urðum þrettán. Það var glaður og dugmikill hópur og nóg var að starfa. Ágústa lagði fram sína krafta og var viljug, glöð og létt í lund. Með árunum smá dreifðist þessi stóri hópur og stofnaði sín eigin heimili. Einn bróðir giftist að loknu búfræði- námi og fór að búa á Göngustaða- koti í Svarfaðardal, þaðan var konan hans, Sigrún, ættuð. Átján ára fór Ágústa norður til fundar við þau hjón og þar kynntist hún bróður Sigrúnar, Jóni Björnssyni, sem varð fyrri maður hennar. Þau voru í húsmennsku fyrstu árin og mun þeirra kostur hafa verið þröngur eins og margra annarra á þeim árum. Á meðan þau voru í Göngu- staðakoti veiktist Jón og varð að dvelja á Vífilsstöðum um skeið. Þar kynnist hann stúlku, sem hann svo giftist eftir að þau skilja hann og Ágústa. Þá höfðu þau eignsta þrjú börn, en þar eru Sig- ríður, gift Þorsteini Theódórssyni, smið, þau búa í Borgarnesi, Hjálmar örn Jónsson, skrifvéla- fræðingur, Hermann Heiðar Jóns- son, úrsmiður. Bræðurnir búa í Reykjavík, giftir og eiga börn. Eftir að þau skilja, Jón og Ágústa, fer hún aftur til átthag- anna með tvö börnin, en annar drengurinn varð eftir hjá föður sínum. Það eru til sár, sem seint eða aldrei gróa. Fyrst eftir skiln- aðinn var hún í skjóli foreldra okkar, en 1949 giftist hún Guð- mundi Sæmundssyni, vélstjóra í frystihúsi Hólmavíkur. Þar eign- uðust þau fallegt einbýlishús. Ágústa ræktaði garð við húsið, hún elskaði blóm og gróður. Þau hjón eignuöust þrjú lifandi börn og einn dreng, sem dó við fæðingu, en þau eru: Elísabet, gift Guð- 'ti— bústjóra á Blönduósi, Sæmundur Heimir Guðmundsson, verzlunar- maður, giftur Þórhildi Björgu Einarsdóttur, búa í Reykjavík og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Guðmundur Sæmundsson var dagfarsprúður, gæða maður. Reyndist hann stjúpbörnunum ekki síður en sínum eigin. öll börn Ágústu og þessara tveggja manna eru vel menntað og dugnaðarfólk og eiga öll góð heimili og afkom- endur. Þegar börnin voru farin að heiman, slíta þau samvistum Guð- mundur og hún. Hennar leið lá til Reykjavíkur. Þar stofnaði hún heimili og mun hafa haft eldri drengina, frá fyrra hjónabandi, á meðan þeir voru í skóla. Snemma kenndi hún þess meins, sem varð henni að aldurtila. Ágústa var bókhneigð kona. Um tima las hún mikið af sálrænum bókum. Hún var trúuð kona, enda mun hún hafa treyst á mátt bæn- arinnar, eins og okkur var kennt i æsku og fengið styrk í bæninni þegar kaldast blés í lífinu. Nú er hún horfin yfir móðuna miklu, laus úr viðjum veikinda og elli, þangað sem ástvinir biða og fagna þér. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt. Með systurlegri kveðju. Nj'jÁijr Gaðmundsdéítlr frá Bs. við í sama félagsskap sem við hitt- umst fyrst i. Kvöldvökufélagið Ljóð og saga hefur misst góðan og tryggan félaga, sem minnst verður með söknuði. Vinahópurinn samstæði sem hefur átt svo margar eftirminni- legar stundir með kærum vini gegnum árin, drúpir höfði. Sárastur er harmur Sigríðar og barna þeirra, sem hann unni af sínu heilsteypta hugarfari. En fagrar minningar eru sem ljós i myrkrinu. Við hjónin þökkum góða sam- fylgd Kristófers Lárussonar á lífs- leiðinni og vottum eiginkonu og fjöiskyldu dýpstu samúð okkar. Hrafnhildur og Sigurður Axelsson. Aðfaranótt 15. janúar hvarf yfir móðuna miklu tengdafaðir minn, og sá ágætismaður Kristófer Lár- usson. Við slík timamót setur mann hljóðan og vill helst ekki trúa því sem skeð hefir, rétt eins og maður viti ekki að dauðinn sé til. Jú, vist er dauðinn til og hann biður okkar allra, en jafn víst er að brottfar- ardagurinn og niðurröðun okkar mannanna er ekki samkvæmt okk- ar skilningarviti, heldur virðast einhver önnur æðri völd ákveða þann dag, og þá röð. Fráfall hans kom okkur samferðafólkinu á óvart, og sannaðist enn einu sinni hið fornkveðna „að enginn ræður sínum næturstað". Þó hafði skömmu fyrir jól komið i ljós að hann vár veill fyrir hjarta. Á sunnudegi er hann fluttur á sjúkrahús og innan tveggja sól- arhringa er hann allur. Kristóferr fæddist 21. septem- ber 1918 í Balsfjord, Tromsfylki í Norður-Noregi. Hann var elstur af sínum systkinum, yngri eru þrír bræður og ein systir, sem öll eru á lífi og eru búsett í Noregi. Hann dvaldi æsku- og unglingsár sín í föðurhúsum og vann að búi for- eldra sinna, en afkoman byggðist á landbúnaði og sjósókn. Stundaði hann sjósókn á „Lofoten" og við Bjarnarey. Þessi ár voru engin velmegunarár, fyrst heimskrepp- an og svo heimsstyrjöldin síðari, sem varð mörgum mikill örlaga- valdur, er herir nasista flæddu yf- ir Evrópu, og Noregur var hertek- inn. Hafði Kristófer þá verið skyldaður í herinn. Bjuggu þeir þá oft i tjöldum upp til fjalla við slæman aðbúnað í hörkufrostum, á undanhaldi undan herjum Hitl- ers. Lenti hann þá meðal annars í návigi við Þjóðverja er þeir reyndu að verja Narvík í Norður- Noregi. Sú helraun sem hann lenti í á þessum árum höfðu ævarandi áhrif á heilsu hans, og bar hann þess eiginlega aldrei bætur. Eftir hernámið var að sjálfs- ögðu enginn norskur her, og fór þá Kristófer aftur á sjóinn og stund- aði sjósókn á skútu sem hét Strömsnes, bæði við Bjarnarey og allt norður undir Svalbarða. Þar voru þeir kyrrsettir um tima af Bretum og samkvæmt hans eigin orðum var þetta „Ijóta vikan“. Eftir það var þeim leyft að fara til íslands, þó í fylgd breskrar korv- ettu. Komu þeir fyrst til Akureyr- ar og síðar til Reykjavíkur. Þetta var í september 1941, og var hann hér það sem eftir var stríðsáranna i flutningasnatti fyrir herinn i Hvalfirði á þessari sömu skútu. Á þessum árum kynntist Kristófer eftirlifandi konu sinni, Sigríði Svanlaugsdóttur, ættaðri úr Eyjafirði. Mátti segja að örlög- in hafi þar með verið ráðin. Stofn- uðu þau heimili hér i Reykjavík, og eignuðust þrjú börn, Onnu, gifta undirrituðum, Harald, kvæntan Önnu Pétursdóttur og Hjalta, kvæntan Þóru Sigurðar- dóttur. Kristófer var hamingjusamur í sínu einkalífi og gengu þau hjón samtaka gegnum lífið og mat hann konu sína alltaf mikils. Hann var einn hinna hógværu og hljóðlátu manna, prúður i fram- göngu, en þó skapheitur og tilfinn- inganæmur ef því var að skipta. Hinsvegar var hann að vissu leyti dulur, og flíkaði ekki tilfinningum sinum. Styggðaryrði í garð ann- arra heyrði ég aldrei. Heimili þeirra hjóna bar vott um snyrtimennsku og myndar- skap. Gestrisni og hjálpsemi var þeirra aðalsmerki og var með ein- dæmum hve greiðvikinn og ósér- hlífinn hann var sér og sínum, hvort heldur væri að aka fólki borgarhlutanna á milli eða að að- stoða á annan hátt. Ég og fjöl- skylda mín fórum svo sannarlega ekki á mis við það, sérstaklega meðan á byggingarframkvæmdum stóð, og á ég honum mikið að gjalda i þvi sambandi. Ætterni Kristófers fór ekki framhjá neinum sem á heimili þeirra kom, bækur, myndir og hljómplötur frá Noregi voru þar víða. Held ég að hugur hans hafi mörgum stundum leitað þangað. í sumarleyfum nú hin síðari ár fóru þau oftar þangað og virtist hann koma endurnærður til baka. Ég held að Kristófer hafi verið gæfumaður í lífinu. Það eitt að hafa starfað óslitið í nær 39 ár hjá sama fyrirtækinu segir sína sögu. Er það hlutafélagið ísaga. Sem » starfsmaður þar hafði hann áunn- ið sér almennt traust fyrir ósér- hlífni, áreiðanleik og skyldurækni. Vinnuástundun voru ríkir eigin- leikar hans. Hvergi mátti hann vita um hluti sem aflaga höfðu farið, hvort væri í vinnunni, í bíln- um eða á heimilinu, nema lagfæra þá strax. Ég mun minnast þessa dreng- lyndismanns með hlýhug og þakk- læti fyrir samveruna. Munu minn- ingarnar um þau kynni, og sú vin- átta verma um ókomna tíð. Öllu meiri er lánsemi barnanna að eiga að fá að alast upp með slíkum afa. Það er án efa ómetan- legt nesti á lífsleiðinni. — „Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir." — Ómar Arason DEKK SEM GILDA ALLT ARIÐ FYRIR STÆRRI BIFREIÐAR Td. vörubíla og langferðabíla Hinar sex köntuðu Radial-blokklr eru ílangar Blokkimar eru ískornar og veita þar af leið- og liggja þvert, tll aukinnar spymu. andi meira grip og stöðugleika. Hin opna brún grefur sig í gegnum lausan snjó Hið þétta mynstur ó miðju dekksins gefur og aur, niður á fast og veltir meira öryggi á aukinn snertiflöt. votum vegum. GOODWYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ Goodyear G124 HEKIAHF Laugarvegi 170-172 Sirm 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.