Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBROAR 1985 SKARR AF STAÐÁNÝ I i i ÞÁ HEFUR Rokkklúbburinn Skarr veriö endurreistur meö viöhöfn. Félagsskapur þessi fór af staö snemma á síöasta ári og haföi þá aö markmiöi aö hittast reglulega, þjappa saman rokkurum landsins og fara hópferö á tónleika erlend- is. Allt gekk þetta ágætlega, nema hvaö húsnæöisvandræöi settu svip sinn á fundina. Gefin voru loforö fyrir þvi aö klúbburinn mætti halda fundi sem síöan voru svikin af hús- ráöendum. En rokkarar landsins eru haröir af sér óg fóru í mjög vel heppnaöa hópferö til London og sáu útihljómleikana á Donington. En eftir þaö virtist sem allt loft væri úr forsprökkum klúbbsins. Þaö var svo ekki fyrr á nýju ári sem kallaö var saman til nýs fundar. Var hann haldin í Kópnum í Kópavogi. Ekki var annaö aö sjá en mikill áhugi væri enn fyrir hendi á starfsemi klúbbsins því fundarmæting var góö. Ef aö líkum lætur veröur haldið áfram aö hittast í Kópnum en ef einhver er ekki meö á nótunum um hvaö er aö gerast gefur Kristján Kristjánsson allar uppfýsingar um þaö í síma 74688 á kvöidin. Islandsmeist- arakeppni í frjálsri aðferð FJÓROA íslandsmeistarakeppnin í „Free-style“ (frjóls aðferö) dönsum er á næsta leyti segir í fréttatilkynningu frá Æskulýösráöi Reykjavíkur. Er keppt um titilinn Íslandsmeistarí unglinga 1985 og fylgja vegleg verölaun þeim titli. Keppnisflokkarnir eru tveir, ein- staklingsdans og hópdans og eru þar minnst 3 keppendur. Allir íslenskir unglingar á aldrinum 13—17 ára (fædd 1968—1971) hafa rétt til þátttöku. Fyrirkomulag keppninnar er aö föstudaginn og laugardaginn 8.-9. mars fer fram forkeppni. Alls veröur keppt á sex stööum og veröa þátttökutilkynningar aö hafa borist fyrir þriöjudaginn 5. mars. Þeir sem táka á móti til- kynningum eru Tónabær í síma 35935, Æskulýösheimiliö. v/Flatahraun í Hafnarfiröi í sima 52893, Inga Þ. Vilhjálmsdóttir á Egilsstööum ísíma 1184, Félags- heimiliö í Vestmannaeyjum/Guð- mundur Ólafsson í síma 1980, Dynheimar á Akureyri í síma 22710 og Jakob Þorsteinsson á Isafirði í síma 3777. Úrslitakvöld- iö veröur 16. mars meö miklu brambolti i Tónabæ og varöa fs- landsmeistarar krýndir úr hópi 10 hópa og 10 einstaklinga sem komast áfram úr forkeppnum. Unglingar sem hyggja á þátt- töku geta fengiö æfingatíma sér aö kostnaöarlausu á áöurnefnd- um stööum og er þeim bent á aö panta tíma sem fyrst þar sem bú- ist er viö mikilli þátttöku. Þess má aö lokum geta aö likast til veröur sjónvarpaö frá úrslita- kvöldi keppninnar. Áhugaveröir sveifutón- leikar í Laugardalshöll TÍUNDU tónleikar íslensku hlómsveitarinnar á þessu starfsári veröa haldnir í Laugardalshöi miövikudaginn 20. febrúar nk., öskudag, kl. 20:30. Tónleikarnir eru jafnframt sjöttu áskriftar- tónleikar starfsársins. Aögöngumiöar veröa seldir viö inn- ganginn. A tónleikum þessum, sem bera yfirskriftina „Sveiflur", á islenska hljómsveitin timabæra samleiö meö félögum í dægurlagadeildinni. Fimm alkunnir sveiftujöfrar, þeir Þórir Baldursson, Stefán S. Stef- ánsson, Vilhjálmur Guöjónsson, Ólafur Gaukur og Ríkharöur Örn Pálsson sameina hugmyndir sveifl- unnar og blæbrigöi kammerhljóm- sveitar í fimm nýjum tónverkum sem samin voru í vetur aö tilhlutan hljómsveitarinnar. Aö auki fær hljómsveitin til liös viö sig tvo þekkta flytjendur dægur- og jass- tónlistar, þá Sverri Guöjónsson söngvara og Björn Thoroddsen gítarleikara. Guömundur Emilsson, aöalstjórnandi Islensku hljómsveit- arinnar, stjórnar tónleikunum. Sér- stakur gestur hljómsveitarinnar aó þessu sinni veröur Einar Grétar Sveinbjörnsson konsertmeistari í Málmey. Jón Múli Arnason veröur siöameistari og kynnir. Efnisskráin er í tveimur liöum: Á fyrri hluta tónleikanna veróur flutt dagskrá í lauslegri samantekt (slensku hljómsveitarinnar. í dagskrá þessari, sem ber heitiö Skemmtitónlist fyrr og síöar, er al- varlegu grímunni varpaö um stundarsakir. Ríkaröur Örn Páls- son leggur aö mörkum útsetningar á lögum Lennons og McCartneys í barokstíl átjándu aldar sem hann kallar Partitettu (litla dansasyrpu). Leikin veröur bjórstofumúsík frá Vínarborg nítjándu aldar og sprikl- andi „rag“ frá síóustu aldamótum, eftir Scott Joplin. Þá leika Einar Grétar Sveinbjörnsson og Anna Guóný Guömundsdóttir tvö vinsæl lög frá fyrri hluta þessarar aldar eftir þá Fritz Kreisler og George Gershwin. Fyrra liö tónleikanna endar meö lagasyrpu úr Broad- way-söngleikum sem Ólafur Gauk- ur hefur valið og útsett fyrir hljómsveitina. Þar bregöur fyrir mörgum af vinsælustu dasgurlög- um seinni tíma, þar á meðal lögum eftir Cole Porter og Richard Rog- ers úr söngleikjum sem allir þekkja. Ólafur Gaukur nefnir syrp- una Sextíu ár á Broadway. Á síöari hluta tónleikanna er fylgst meö því sem jass- og dæg- urlagadeildin er aö bauka þessa stundina. Frumfluttur veröur For- leikur eftir Stefán S. Stefánsson í latneskum karnival-stíl, en ösku- dagur, forboði föstunnar, er ein- mitt haldinn hátiölegur í Suöur- Ameríku í takt viö sömbur, rúmbur og aörar sveiflur. Ásgeir H. Steingrímsson trompetleikari ís- lensku hljómsveitarinnar er i sviösljósinu i Forleik Stefáns. Þórir Baldursson á næsta tónverk, sem er ballaöan Ljóö án orða, sungin af Sverri Guójónssyni viö undirleik hljómsveitarnnar. Tónleikunum lýkur á tónverki eftir Vilhjálm Guö- jónsson sem hann flytur ásamt Birni Thoroddsen og hljómsveit- inni. Frumfluttur veröur konsert fyrir tvo rafmagnsgitara og kamm- erhljómsveit. Þegar sveiflan nær tilteknu há- marki veröur kötturinn sleginn úr tunnunni. Skrúöklæddir krakkar úr austur- og vesturbæ botna tón- leikana. ADDÁENDUR ÁHUGASAMIR Síóastliöinn þriöjudag birti Þungamíöjan greinarkorn um hljómsveítina Duran Duran. Var þaö gert sðkum þess aö haft haföi verið samband viö Morgun- blaðið og þaö beðiö um aó siíkt yröi gert. Nú, þar sem slíkt er ekkert nema sjálfsagt og allar ábendingar um efni eru vel þegn- ar, var þessi grein birt. En þar meó var sagan ekki öll. Síöast í greininni var drepiö á aö ef ein- hver hefði eitthvaö aö segja. bæta viö eóa leiðrétta þá væri slíkt vel þegið. Og viti menn. Þetta virkaði og þaó heldur betur. Strax um morguninn byrjuðu at- hugasemdirnar að streyma inn og þegar þetta er skrifaö hefur sá síöasti sjálfsagt ekki sagt sitt. Þungamiöjan þakkar öllum þeim sem ómökuöu sig viö aö hafa sam- band og er frábært aö hljómsveit skuli eiga jafn trygga og einlæga aödáendur eins og Duran Duran. Þeir fylgjast meö sínum mönnum og láta til sín taka þegar þaö á viö. Eöa heföi hljómleikaþátturinn nokkurn tímann veriö sýndur í sjónvarpinu heföu ekki verió til at- orkusamir aödáendur? Ég efast um þaö, og því má svo bæta viö aö Duran Duran er ekki eina hljóm- sveitin sem á sterkan aödáenda- hóp hérlendis. En hvers vegna heyrist ekkert frá þeim? Skamm- ast þeir sín eöa eru þeir svona svakalega hlédrægir og feimnir? Hvers vegna hafa til dæmis U2-aðdáendur ekki skrifaö „Under The Blood Red Sky“-hljómleikana inn í íslenska sjónvariö eins og Duran Duran-aödáendurnir gerðu? Þetta eru frábærir hljómleikar sem BBC hefur séö ástæóu til aö sína einum sex sinnum. Nei, þaö verður aö segja sinnulausum aöstand- endum sjónvarpsins hvaö á aö gera. Duran Duran-aödáendur hafa sýnt aö þaö er hægt og tök- um þá til fyrirmyndar. Ekki vannst tími til aó vinna úr þeim upplýsingum sem bárust frá aödáendum hljómsveitarinnar og veröur þaö látiö bíöa um stund. En eitt af því sem kom fram var spurning um hvort ekki væri hægt aö birta tæmandi upplýsingar um plötur og lög hljómsveitarinnar. Svo vill til aö Þungamiöjan hefur undir höndum þessar upplýsingar og birtum viö þær hér með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.