Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 B 5 Hagalín ásamí Eldeyjar-Hjalta. um þjóðfélagsmál á íslenzku, ekki sízt það, sem hann reit um menn- ingarmál og andlegt frelsi. Málstaður lýðræðis og jafnað- arstefnu á íslandi á Guðmundi G. Hagalín mikið að þakka. GylB Þ. Gíslason „Hagalín er dáinn." Préttin kom ekki á óvart. Ég vissi að hann hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árin. Fyrsta fundi okkar Hagalíns bar saman í Kópavogi, þegar ég bjó í „Himnaríki" hjé Runólfi Péturssyni frænda mín- um. Mig minnir að sá fundur hafi ekki verið sérlega vinsamlegur. Síðar áttum við gott samstarf og margar ánægjulegar samveru- stundir á skrifstofunni í Arnar- hvoli á heimili Guðmundar og Unnar í Kópavogi og síðar í Silf- urtúni. Við vorum ekki alltaf sam- mála en skoðanir sínar byggði Hagalín á ígrundun og jákvæðu lífsviðhorfi oft blandaðri kímni. Einu sinni kom hann til foreldra minna og hermdi þá svo vel eftir Gunnari á Fossvöllum að faðir minn missti málið og var hann nú ekki sérlega hrifnæmur maður. Kópavogstíminn var áreiðan- lega eitt hamingjuríkasta skeiðið á langri ævi Hagalíns. Um það vitnar Fílabeinshöllin ein hans besta bók. Þegar Guðmundur og Unnur fluttu í Kópavog ætlaði Hannibal Valdimarsson, sem þá var formaður Alþýðuflokksins, að gera Hagalín að sínum helsta for- ingja þar. Það tókst ekki betur en svo að Þórður á Sæbóli snerist öndverður gegn Guðmundar-lið- inu, fannst sjálfsagt framhjá sér gengið. Þarna sagðist Hagalín hafa verið lagður spjóti úr ólíkleg- ustu átt, þar eð hann hafði skrifað stóra bók um Þórð, Á torgi lífsins. Kosningarnar fóru hörmulega fyrir Alþýðuflokkinn og Hagalín. Hann var ásamt félögum sínum strikaður út í stórum stíl og eng- inn fulltrúi flokksins náði kjöri. Fyrir þetta var Guðmundur sár út í Þórð. Ég var því forvitinn í meira lagi hvernig Hagalín segði frá þessum tíma í Fílabeinshöll- inni og ósennilegt þótti mér að Þórðar yrði þar alls staðar að góðu getið. En viti menn. Þarna var vel og skilmerkilega skýrt frá samskiptum Þórðar og Hagalíns og ekkert dregið undan í frásögnini: hvílík hjálparhella Þórður var Hagalín. En þar voru líka tilfærðar jafnýtarlega mis- jafnlega gáfulegar athugasemdir Þórðar um Finnboga Rút. En þeir Þórður höfðu lengi átt í útistöð- um. Finnbogi var þáverandi for- ingi sósíalista í byggðarlaginu og aðalvaldamaður. Þessi bardagi þeirra Finnboga og Þórðar var ójafn. Finnbogi var slyngur stjórnmálarefur en Þórð skorti gerhygli. Ja, svona fórstu að því að gera upp reikingana við Þórð, sagði ég við Hagalín að lestri loknum. Já, sagði Guðmundur og kímdi, ég var lengi að hugsa hvernig ég ætti að haga frásögninni af Þórði. Að sjálfsögðu bar mér að segja satt og rétt frá en athugasemdir hans um Finnboga voru stundum ekki greindarlegar. Á síðustu árum áttum við Guð- mundur litla samleið og verður það ekki rakið hér. Að leiðarlokum hlýt ég og aðrir að þakka margar góðar samverustundir, margar vel skrifaðar bækur, óskaplegt starf að menningar- og félagsmálum: fyrir bókasöfn fyrir bindindis- menn, fyrir rit- og skoðanafrelsi, fyrir fegurra mannlíf í landinu. Hagalín var slíkur vinnuhestur að furðu sætir. Eftirlifandi konu hans, Unni, dóttur og syni votta ég samúð Hilmar Jónsson Með fráfalli Guðmundar Gísla- sonar Hagalín er lokið hluta af því mikla skeiði mikilvirkra rithöf- unda, sem staðið hefur á þessari öld, meðan enn var geta til að skrifa stóra texta um mannlífið, og forvitnin og lífsþorstinn, stjórnmál og athafnalíf, hetjudáð- ir og harmar runnu fram í einni sterkri hviðu orða, stíls og frásagnargleði hjá þeim fáu, sem haldið hafa uppi bókmennt.um í landinu, og undu ekki kontorlogni gervitrúar og kennisetninga, sem drepur í dróma um sinn löngun okkar til bóka. Guðmundur Hagalín var sér- stæður rithöfundur, ekki einungis mikilvirkur bókahöfundur svo að með ólíkindum var, heldur einnig stórorrustumaður á vettvangi stjórnmála og blaðamennsku. Hann andaðist gamall maður og hvarf því ekki af vettvangi í miðj- um stórverkum, heldur eftir nokk- urn aðlögunartíma hvíldar og ald- ursmæði, sem veldur því að ekkert logn dettur á við brottför hans. Það var komið áður. Guðmundur var fæddur í Lok- inhömrum vestra, afskekktum stað, þar sem stundaðir voru út- róðrar, og erfitt var að bera sig um á landi vildi fólk komast í aðr- ar byggðir. En ungur vandist hann því að hlaupa á sleipum hleinum næsta nágrennis við Lokinhamra og varð snemma hvergi vílsamur, hvorki í brattgengi eða á sjó. Nú hefði mátt halda að varla gæti af- skekktari stað en Lokinhamra, en sagnakonan móðir Guðmundar og sjósvarkurinn faðir hans ófu hon- um þætti, sem voru brot af heims- menningu, svo að út úr þessum lokaða stað kom Guðmundur á unga aldri sem fullfær Ijóða- og sagnamaður og var um tvítugt bú- inn að gleypa í sig það af skóla- menntun, sem hann kærði sig um, og var skömmu síðar farinn að stýra blaði á Seyðisfirði. Frásagnarhæfileikar Guðmund- ar voru sérkennilegir og frjóleiki hugans slíkur að aldrei varð hon- um orðs vant. Hann bar með sér tungutak Lokinhamra að viðbætt- um þeim þroska og þeirri þekk- ingu, sem hann sótti sér í hvern dag sem hann lifði, en gáfur og geðslag kynntu undir með þeim hætti að margar sögur hans mælt- ar af munni fram urðu ógleyman- legar. Þó var meira um vert að Guðmundur var einhver mesti vinnuþjarkur, sem verið hefur í rithöfundastétt, settist við ritvél sina kiukkan fimm á morgnana og var búinn að skila venjulegu dags- verki mældu í orðafjölda þegar aðrir komu á fætur. Ritvélar hans báru þess merki að mikið væri unnið á þær. Hlífin yfir þeim öðru megin, þar sem hann lét hönd hvíla, varð fljótlega spegilfægð og manni datt í hug, að varla þyrfti nema meðalendingu ritvélar til að þar færi hann í gegnum járnið. Skáldskapur Guðmundar var alltaf mikilsverður. Kristrún í Hamravík og Márus á Valshamri, svo eitthvað sé nefnt af gullkorn- um Guðmundar, eru fsland sjálft bundið og með bjartan kjöl uppi í skáp hjá manni. Og tveggja binda verk hans, Sturla í Vogum, er líka eftirminnilegt fyrir mikla frá- sagnargleði og stórt framlag til skilnings á tímum, sem aldrei koma aftur, nema þá sem erfð í okkur sjálfum. En þegar Sturlu- bók kom út þótti henta að gera nokkurn aðsúg að Guðmundi, sem hann svaraði fyrir síðar með Gróður og sandfok, þar sem hann sagði sannleikann um hælbíta sína löngu áður en menn fóru al- mennt að gera sér grein fyrir hver sá sannleikurinn í raun og veru var. En Guðmundur lifði þann dag að allt sannaðist, sem hann sagði í Gróðri og sandfoki, ýmist vegna þróunar sögunnar eða þá með játningum skillítilla manna og afturbatapíkna. Ár Guðmundar Hagalín á ísa- firði voru frjóustu ár hans í stjórnmálaforustu. Þar vann hann við hlið Vilmundar Jónssonar, síð- ar landlæknis, að því að bæta fólki lífskostina, og var um tíma forseti bæjarstjórnar. Þá var stofnað samlag trillubátaútgerðar og þá var stofnað kaupfélag, en forusta Alþýðuflokksins vann þá mjög í anda þeirrar samstöðu, sem tekist hafði með þeim flokki og Fram- sóknarflokknum um hag „hinna vinnandi stétta“. Þar á báti skip- aðist Guðmundur til forustu, eins og það væri sjálfsagt, og þótti mikilsvert að hafa hann með i ráð- um jafn frjór og hann var i hugs- un og djarfur til átaka. Sagði Guð- mundur stundum á gamals aldri, er hann minntist veru sinnar á ísafirði, en ágreiningur var uppi með mönnum í landsforustu flokksins í Reykjavík, að þá hefði hann verið kallaður suður. Á ísafirði bryddaði Guðmundur upp á nýrri bókmenntagrein, sem hefur orðið stöðugt umfangsnftiri síðar, en það var ritun ævisagna. Á tsafirði skrifaði hann ævisögu Sæmundar Sæmundssonar, skip- stjóra, og kom Vilmundi og honum saman um að nefna verkið „Virkir dagar". Seinna skrifaði Guðmund- ur svo ævisögu Eldeyjar Hjalta og margar fleiri. Nú koma á hverju ári fjölmargar bækur með líku sniði, nema Guðmundur hafði ekki segulbönd, þagar hann skrifaði sínar hetjusögur, eða íslendinga- sögur hinar nýrri. Með Guðmundi Gíslasyni Haga- lín er genginn einn helsti og mikil- verðasti rithöfundur aldarinnar, maður sem vílaði ekki fyrir sér að taka þátt í dægurbaráttunni og hlaut svo að fara að helstu öfga- öflin í landinu veldu hann sér að andstæðingi. Honum varð oft þungt fyrir fæti af þeim sökum, einkum vegna þess að þrátt fyrir hið glaðbeitta yfirbragð var hann viðkvæmur undir niðri, og þótt hann væri manna reifastur á mannamótum, var hann í eðli sínu dulur. Var einn og hann vildi yfir- buga viðkvæmni sína með ærsla- fullu líferni á stundum. En alltaf reis hann upp úr þeim ærslum, haiður í sóknum og fullur af bar- áttuþreki. Guðmundur Hagalín vann mik- ið að málum rithöfunda og hann varð fyrsti bókafulltrúi ríkisins og kom skipulagi á bókasöfn í land- inu. Frá þeim störfum hans eru runnar stofnanir eins og Rithöf- undasjóður íslands, sem lengi hef- ur verið í hers höndum, eins og raunar fleiri stórir sjóðir rithöf- unda, en nú nýtur Guðmundar ekki lengur við til að leiðrétta þau mál og gerast talsmaður lýðræð- issinnaðra höfunda á höfuðbólinu. Sú venja hans sem bókafulltrúa að birta lista yfir hæstu útlán í bóka- söfnum til að fólk gæti séð hvaða rithöfundar væru mest lesnir er nú bönnuð af ótta við að það geti valdið svefnieysi hjá hinum. Þar trónuðu þau efst á lista Guðmund- ur sjálfur, Guðrún frá Lundi og Halldór Laxness. Eitt sinn skrifaði Guðmundur smásögu sem hann nefndi Kontor- logn. Hún gerist vestur á fjörðum, eins og flestar sögur hans, eða eiii- hvers staðar við sjó. Yfirleitt skrifaði Guðmundur lítið úr döl- um. En í þessu kontorlogni sveim- uðu útgerðarmenn og sjómenn, sem var skipað að róa, af því alltaf var fært sjóveður á kontornum. Þessi saga sýnir með skemmtileg- um hætti viðhorf Guðmundar til stéttanna í landinu og leikur ekki á tveimur tungum, að rithöfund- urinn frá Lokinhömrum skipaði sér þar í rúm, sem sjóirnir brotn- uðu. Og þannig var allt hans lff. Hann undi aldrei kontorlogninu og taldi sig ekki til þess borinn að sækjast eftir vistarverum þar sem engir vindar blása. Hér tel ég ekki söknuð minn yfir að gamall og góður baráttufélagi minn í mál- efnum rithöfunda er látinn. Hæl- bítarnir halda áfram og hafa nú kjörið sér nýja andstæðinga. En því miður er enginn eftir til að fara í fötin hans Guðmundar Gíslasonar Hagalín. Kona mín og ég vottum Unni Hagalín, Þór Hagalín og Sigríði Hagalín, dóttur Guðmundar af fyrra hjónabandi, samúð okkar við andlát mikil- mennis. Indriði G. Þorsteinsson Kveðja frá félagi Islenskra rithöfunda Aðfaranótt 26. febrúar síðast- liðins, um líkt leyti og formenn á vetrarvertíðum byrjuðu að gá til veðurs hér áður, lést í Sjúkrahúsi Akraness Guðmundur G. Hagalín, skáld og rithöfundur frá Lokin- hömrum í Arnarfirði, en með hon- um er fallinn frá einn mesti rit- höfundur tslands á þessari öld. Guðmundur G. Hagalín fæddist í Lokinhömrum 10. október árið 1898 og var því á 87. aldursári er svaraði kalli. Lokinharrirar eru annars afskekktur bær sem hang- ir í fjallshlíð við utanverðan Arn- arfjörð, norðanmegin. Þar var áð- ur stórbýii og mikil verstöð fyrir opin skip. Torsótt var í útræðið frá landi vegna forvaða; sæta varð sjávarföllum til að komast undir egghvassa hamra og skriður. Var landvegurinn viðsjárverður, eink- um að vetrarlagi. Þarna bjuggu foreldrar Hagalíns, hjónin Guðný Guðmundsdóttir Hagalín og Gísli Guðmundur Kristjánsson, bóndi og skipstjóri í Lokinhömrum, en þau bjuggu af víðkunnri rausn um sína daga. Guðmundur Hagalín hóf sjó- róðra innanvið fermingu, en var síðan settur í skóla. Var fyrst í einn vetur á Núpi, en síðan í tvö ár hjá síra Böðvari Bjarnasyni á Hrafnseyri, eða 1915—1917. Síðan fór Guðmundur suður í skóla og lauk gagnfræðaprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík. Ekki tókst þé að hemja Guðmund Hagalín í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.