Morgunblaðið - 19.03.1985, Síða 54

Morgunblaðið - 19.03.1985, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 ást er ... ... að fara með hon- um á sjó - jafnvel þó þú sért sjóveik TM Heg. U.S. P»l. Otf — all rlghts reserved • 1978 Loe Angetee Tlmes Syndlcete Með mor^unkaffínu Mugsartu þér bara. — Þau giftu si(> fyrir mánuði síðan. HOGNI HREKKVÍSI DÝRI „M'G LAHGAR EKKERTAP SJÁ NÆSTA STc'lKLiNG, Ef>A HiWN 6EÐ\/OblDA EIGANPA HAN5..f Bréfritari spyr hvort orgelinu I Hallgrímskirkju sé Ktlaður staður framan við tilheyrendur eða í einhverjum skammarkrók ofan og aftan við kirkjugesti. Hvar verður orgelið staðsett? I.A. skrifar: Oft hefur verið rætt um nauð- syn þess að setja upp fullkomið orgel í Hallgrímskirkju og fjár- söfnun mun vera í gangi í þeim tilgangi. Sjá t.d. grein Baldvins Þ. Kristjánssonar í Velvakanda 12. febrúar sl.) Ég er alveg sammála því, að veglegt orgel komi í kirkj- una og legg til að sem flestir styðji þetta mál. Þó er eitt, sem mér finnst miklu skipta, en það er hvar orgelinu og söngflokknum er ætlaður staður. Um það hefur ekkert komið fram. Þetta er þó höfuðatriði að mínum dómi. I flestum kirkjum hefur orgeli og söngflokki verið komið fyrir á palli uppi undir rjáfri, á bak við kirkjugesti, öllum þeim til angurs sem kirkjur sækja, því sönglist og tónlist nýtur sín ekki á slíkum stað. Kirkja er söng- og tónlistarhöll, engu síður en ræðu- höll. Þetta vita allir. Slíka list á að flytja í augsýn tilheyrenda annars nýtur hún sín ekki. Ég vil nú bera fram eina fróma spurningu: Hvar er orgelinu og söngflokknum ætlaður staður í þessu veglega guðshúsi? Er söng- og tónlist ætlaður staður framan við tilheyrendur eða er henni ætl- aður staður í einhverjum skamm- arkrók, ofan og aftan við kirkju- gesti eins og gert hefur verið í flestum kirkjum? Ég óska eftir að ráðamenn um staðsetningu viðkomandi atriða sjái sér fært að svara þessum spurningum mínum, svo allir megi sjá hver ætlunin er, áður en end- anlega er frá málum gengið. Ég vona að þessum fram- kvæmdum fylgi sem fæstir agnúar og óska Hallgrímskirkju alls hins besta í því göfuga hlutverki, að efla samband við hinn æðsta mátt. Þessir hringdu . . . Stúta á fernurnar Strákur hringdi: Mikið er skrifað um mjólkur- umbúðir og margir óánægðir með eins lítra fernurnar sem seldar eru hér í Reykjavík. Ég vil benda fólki á að í verslun- um fást hulstur utan um fernurn- ar svo auðvelt er að hella úr þeim ef þær eru settar í þau. Eins fást ýmsir stútar sem eru skrúfaðir ofan á fernurnar þannig að þær eru ekki opnaðar á hinn hefð- bundna átt. Er þá gott að hella úr þeim og ekkert fer til spillis. Fleiri vilja sjá Ledin Magnús Stefánsson hringdi: Sem kunnugt er kom söngvar- Sænski söngvarinn Thomas Ledin. inn sænski Thomas Ledin fram í Broadway um helgina ásamt hljómsveit. I Broadway er þó sem kunnugt er aldurstakmark og yngri en 20 ára því ekki gefinn kostur á að sjá kappann. Ef Ledin er ekki þegar farinn af landi brott væri þá ekki hægt að halda eina samkomu í viðbót þar sem ekkert aldurstakmark yrði svo við af yngstu kynslóðinni gæt- um einnig notið þeirrar ánægju að hlusta á hann. Ætti ekki aö mismuna þeim í launum Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason hringdi: Svar til Gísla Rúnars Marísson- ar. Vegna skrifa þinna í Morgun- blaðinu 14. mars sl., þar sem gætir þekkingarleysis, langar mig að taka eftirfarandi fram. Snjall lögreglumaður, kona eða karl, beitir ekki líkamlegum burðum i viðureign við erfiða andstæðinga, heldur tækni, byggðir á júdólög- málinu, hámarksárangur með lág- markserfiði. Sem svartabeltishafi frá Kodokan í Tokýó í Japan 1979 er mér fullkunnugt um hve langt er hægt að ná í tækni sjálfsvarn- ar, afvopnunar og í „læsingu" á andstæðingi, þannig að hann get- ur ekki hreyft sig. Karlmennskan er góð en henni þarf að fylgja kunnátta. Lögreglukonur okkar sýna mikla hugprýði að takast á hendur nám í erfiðum lögreglu- skóla og erfiðu lífsstarfi og ætti sannarlega ekki að mismuna þeim í launum. Sem gamall sjóari, Gísli, langar mig til að segja þér að til sjós var ég aldrei sjóveik þó hraustustu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.