Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 36
 36 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985 Rafveita SiglufjarÖar: Undanþeg- in gjöldum Iðnaðarráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp, sem set- ur Skeiðsfossvirkjun, eign Raf- veitu Siglufjarðar, við sama borð skattalega og önnur orkufyrir- tæki, þ.e. að fyrirtækið verði undanþegið tekjuskatti, eigna- skatti og stimpilgjöldum vegna lána, sem virkjunin tekur, svo og útsvari og aðstöðugjaldi. Hins- vegar greiðir Skeiðsfossvirkjun fasteignagjöld til viðkomandi sveitarfélaga. Stjórnarfrumvarp: Hluta- félag um þörunga- vinnslu - kaup eða kaup- leigusamningur Iðnaöarráðherra hefur lagt fram á þingi stjórnarfrumvarp, sem heimilar ríkisstjórninni, ef sam- þykkt verður, að semja við hlutafé- lag, sem aðilar í A-Barðastrandar- sýslu stofna, um kaup eða leigu á eignum þörungavinnslunnar á Reykhólum. Sú kvöð fylgir eignun- um að þær verði nýttar til áfram- haldandi þörungavinnslu á staðn- um. Heimilt er að lána kaupanda andvirði eignanna til allt að 15 ára og má lánið vera víkjandi, þannig að greiðslubyrði verði háð afkomu hins nýja fyrirtækis. Verði gerður leigusamningur um eignir félagsins skal heimilt að semja svo um að hluti leigunnar gangi upp í kaupverð eignanna. „Byggéastefna í bjórmálinu**: Þrengist um í pósthúsum landsins FerðaUngar hafa rétt til bjórkaupa en ekki heimasitjandi. Hjörleifur Guttormsson (Abl.) taldi nauðsynlegt að skoða betur þann kafla bjórfrumvarpsins, sem fjallaði um dreifingu vörunnar, þ.e. að binda sölu einvörðungu við verzl- anir ÁTVR. Hvernig eiga þeir, sem búa fjarri stöðum með áfengisútsölu að nálgast vöruna, spurði þingmað- urinn? Er hér ekki verið að bæta einum þættinum enn við þá sem fyr- ir eru og mismuna fólki eftir búsetu í sambandi við verð vöru og þjón- ustu? Þegar þessi orð féllu kallaði Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.) frammí fyrir ræðumanni: „Þing- maðurinn er með byggðastefnu í bjórmálinu." Hjörleifur Guttormsson (Abl.) sagði að heldur betur þrengdizt um í pósthúsum landsins ef þau ættu að vera viðskiptafarvegur fyrir bjórinn í þeim sveitarfé- lögum, sem hefðu ekki áfengisút- sölu, en vara þessi gæti orðið mikil að fyrirferð. Hlutafélag innan Orkustofnunan íslensk sérþekking á erlendan markað Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp, sem heimilar stofnun hlutafélags, sem lúta á stjórn Orkustofnunar og bafa það hlutverk að koma þekk- ingu, sem Orkustofnun ræður yfír á sviði jarðhitamála, vatnsorku- rannsókna og áætlunargerðar í orkumálum, á markað erlendis. Umsvif Orkustofnunar hafa aukizt erlendis og ná til áhættu- rekstrar. Þessvegna þykir rétt að stofna hlutafélag um rekstur- inn, þannig að ríkið takmarki áhættu sína við framlagt hluta- fé. Jarðhitadeild Orkustofnunar hefur í samvinnu við Virki hf. boðið í rannsóknar- og ráðgjaf- arverk erlendis á sviði jarðhita- rannsókna og jarðhitarannsókna f fjórum löndum: Norður-Jemen, Kenýa, Grikklandi og Eþíópiu. Með tilliti til þess að söluvara þessa hlutafélags, sem um er rætt, verður sérþekking og reynsla sem til er í Orkustofnun, þykir rétt að stjórn stofnunar- innar fari jafnframt með stjórn þess undir yfirstjórn ráðherra orkumála, segir í greinargerð með frumvarpinu. Tölvuborð kr. 4.990.00 Nýtízkuleg bílaþvottastöð Vid bjóðum forþvott, sápuþvott, 2-þátta bón og þurrkun. Stöðin getur tekið bíla sem eru allt að 225 cm á breidd og 227 cm á hæð. Við gefum fólki kost á að fá nýtt byltingarkennt efni, Poly-lack, boriö á bílinn meðan það bíöur (20 mín. á bíl). Poly-lack inniheldur acryl sem gefur bílnum geysifalleg- an gljáa, skýrir litina og endist lengi. í Þýzkalandi er þetta efni borið á alla Mercedes Benz áöur en þeir eru afhentir. Opnunartími: virka daga kl. 12—20 — helgar kl. 10—19. Bílaþvottastöðin, Bíldshöfða 8, (við hliöina á Bifreiðaeftirlitinu). Hann gagnrýni Olaf Þ. Þórðar- son (F) harðlega fyrir „alvarlegar aðdróttanir" f garð fréttamanna, flutningsmanna bjórfrumvarpsins og meðnefndarmanna hans f alls- herjarnefnd (sjá þingsíðu Mbl. f gær). Hann gagrnýndi dómsmála- ráðherra fyrir heimild til „bjór- líkhúsa", sem hann nefndi svo, og forsætisráðherra fyrir tal um væntanlegan gróða ríkissjóðs af bjórsölu. Hjörleifur sagði vandamál tengd áfengisneyzlu mikil og sizt ástæðu til að gera lítið úr þeim, en staðreyndir væru: 1) að farmenn, flugliðar og millilandafarþegar flyttu bjór til landsins, 2) miklu magni bjórs væri smyglað inn f landið, 3) „bjórlíkhús" væru vfða, 4) ölgerðarefni í fjölda verzlana. Hjörleifur kvað margt mæla með því að leyfa innflutning og brugg- un bjórs, en miklu skipti, hvern veg framkvæmdin yrði. Friójón Þórðarson (S) kvað stjórnskipaða nefnd vinna að mót- un opinberrar stefnu í áfengismál- um. Markmið þeirrar stefnu ætti að vera að draga úr áfengisneyzlu. Bíða ætti niðurstööu þessarar nefndar. Friðjón sagði reynslu hvarvetna þar sem bjór væri til staðar þá, að hann bættist við aðra neyzlu, en dragi ekki úr notk- un sterkari drykkja. Skaðsemi áfengisneyzlu, sem væri margvísleg, væri ævinlega f hlutfalli við það heildarmagn áfengis sem þjóðirnar neyttu. Hann vitnaði til samþykkta ASÍ og ÍSÍ gegn áfengisneyslu. Sala bjórs kallaði óhjákvæmilega á stóraukna löggæzlu. Stefán Valgeirsson (F) kvað bjór leiða til neyzlu sterkari drykkja. Hann kvað notkun eiturlyfja yfir- leitt byrja með áfengisneyzlu. Þetta mættu þeir hugleiða, sem nú vildu bæta bjór ofan á aðra áfeng- isneyzlu, vitandi það, hvað í kjöl- far fylgdi, bæði hjá einstaklingum og samfélagi. Hann varaði við áróðri þeirra, sem ábata hafa af áfengisneyzlu. Stefán hafði ekki lokið ræðu sinni þegar fundi var slitið og umræðu enn frestað. STUTTAR þiníífréttir Mál afgreidd án yfirlestrar - segir Svavar Gestsson • Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, hélt þvf fram í þingræðu í gær, er fjall- að var um frumvarp að nýjum þingskapalögum, að Alþingi af- greiði á hverju ári tugi mála, sem fjöldi þingmanna hafi aldr- ei lesið yfir. Hann gagnrýndi harðlega lök vinnubrögð f nefndum þingsins og kvað nauðsynlegt að setja í þingsköp- um reglur um skil nefnda. • Ingvar Gíslason, forseti þingdeildarinnar, mælti fyrir frumvarpinu, sem þegar hefur hlotið afgreiðslu í efri deild. Þingsfða Morgunblaðsins hefur gert þessu frumvarpi fréttaleg skil, en það miðar að því setja þinginu virkari starfsramma og setja skýrari mörk um tillögur til þingsályktunar, fyrirspurnir og umræður utan dagskrár, sem nú þrengja mjög að meginverk- efni þingsins, löggjafarstarfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.