Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JtTNt 1985 21 Oft er skammt í yfirlýs- ingar um kynþáttafor- dóma og útlendingadek- ur í umræöunni um inn- flytjendavandamál Ljósmynd frá Kodak föður getur verið fjöldi fólks: eig- inkona, börn, foreldrar, tengdafor- eldrar, ógiftar systur og jafnvel fleiri. Þessi hópur kemur síðan á eftir fjölskylduföðurnum og er erf- itt að neita þeim um landvist vegna fjölskyldutengsla. Oftar en ekki eru búsetuaðstæður þannig að reiknað hefur verið með einstaklingi en ekki stórri fjölskyldu og stór fjölskylda kallar á ýmsa félagslega þjónustu, sem erfitt er að veita jafnskyndi- lega og þessar fjölskyldur stækka. Fjölskyldan unir yfirleitt vel við sitt hlutskipti til að byrja með, en eftir að hafa kynnst vestrænum lifnaðarháttum gerir hún að sjálf- sögðu kröfur til sömu aðstæðna og þar með verða vandamálin tii. Kúmlega 85 þúsund útlendingar til landsins 1984 Á árinu 1984 komu rúmlega 85 þúsund útlendingar til landsins. Á sama tíma voru ferðir íslendinga til útlanda samtals 89 þúsund. Hér að lokum fer yfirlit yfir synjanir út- lendingaeftirlitsins á landvistar- leyfisumsóknum á fyrri árum og tengdar afgreiðslur til samanburð- ar við þær sem getið er hér að framan. Árið 1984 var 16 sinnum synjað um landgöngu, oftast vegna pen- ingaleysis, en þar af voru þrír án áritunar. Þjóðerni: 2 Júgóslavar, 1 Suður-Kóreumaður. 2 ísraelar, 2 ír- ar, 1 Bandaríkjamaður, 2 Bretar, 1 Túnisbúi, 2 Alsírbúar, 1 Tyrki, 1 Indverji og 1 Vestur-Þjóðverji. Tveimur hafði verið vísað brott frá öðru norrænu ríki. Þá var einnig synjað um dvalarleyfi 16 sinnum. Þjóðerni: 5 Bretar, 1 Bandaríkja- maður, 2 Filipseyingar, 2 Chilebúar, 1 Alsirbúi, 1 Pólverji, 1 Spánverji, 1 Þjóðverji, 1 Jamaicabúi og 1 Itali. Fimm var vísað af landi brott. Þjóðerni: 1 Pakistani, 1 Túnisbúi, 1 Þjóðverji, 1 Júgóslavi og 1 Svíi. Árið 1983 var tíu sinnum synjað um landgöngu vegna peningaleysis, einn var án áritunar og einn án vegabréfs og einum var synjað um landgöngu vegna tengsla við mann, sem hafði verið vísað úr landi vegna fálkaþjófnaðar. Þá var níu sinnum synjað um dvalarleyfi og tveimur brottvísað. Árið 1982 var tíu sinn- um synjað um landgöngu, fjórir voru án peninga, tveir án áritana, tveimur hafði verið vísað á brott frá öðru norrænu ríki, einn með út- runnið vegabréf, hjá einum gilti vegabréfið ekki til íslands. Þá var fjörutíu synjað um dvalarleyfi af 19 þjóðernum, flestir voru þó frá Bretlandi, Bandaríkjunum, ísrael og Alsír. Þá var fjórum vísað á brott 1982. Á árunum 1980 til 1981 var ellefu útlendingum visað á _ brott. I--------------------------------------- HUGBÚNAÐINN hvar sem hann eraó finna! Þessari auglýsingu er ekki ætlað að sannfæra þig um að Skrifstofuvélar eigi undantekningarlaust besta og heppileg- asta hugbúnaðinn. En hún er eindregin hvatning til þín um að velja hugbúnað af ýtrustu kostgæfni og kaupa einungis það besta - hjá okkur eða öðrum. Tölvudeild okkar er vel í stakk búin til þess að ráðleggja þér um val á hugbúnaði. Þar vinna sérfræðingar í ráðgjafar- og þjónustustörfum, kerfisfræðingar og tölvunarfræðingar sem velja allan þann hugþúnað sem Skrifstofuvélar hafa á þoðstólum. Þeir vita að rangur hugþúnaður getur hreinlega skaðað rekstur fvrirtækis þíns á sama hátt og réttur hugþúnaður er því ómetanleg lyftistöng. Tölvudeild Skrifstofuvéla hefur mótað ákveðna stefnu um ráðgjöf og þjónustu á sviði hugþúnaðar. Sú stefna er mörkuð með það að leiðarljósi að eiga sem oftast samleið með islenskum fvrirtækjum í tölvuhugleiðingum. Hugbúnaður okkar fyrir PC-tölvur; Microsoft Ashton Tate Multlplan Kerfi til aætiunargerðar og utreiknlnga Með þessu forriti framkvæmirðu utreikninga sem áður tóku e.t.v. nokkra daga á nokkrum minútum. verð kr. 8.800 Chart Petta forrit setur talnaupptýsingar fram í myndrænu formi og getur lesið talnarunur Peint úr Multiplan og óðrum forritum. Tekur alla íslenska stafi. Verð kr. 10.150 word Ritvinnslukerfi eins og þau verða Pest. Leiðréttingar, breytingar, leit. og að sjálfsögðu ritunin sjálf eru leikur éinn. Verð kr. 16.800 Project Vertcáætlunarkerfi. ómissandi fvrir þá sem vi|ja láta hlutina ganga upp á réttum tima Hægt að sjá á stundinni hvemig verk stendur. ásamt kostnaðarvfirtiti. Komi upp óvæntir hlutir, eins og verkfðll, frídagar o.s.frv., sér fórritið um að endurreikna allt á augnabliki og koma með nýja stöðu. Verð kr. 11.300 Öll forritin frá Microsoft geta unnið saman ef óskað er Skrifstofuvélar hf. eru einkaumboðsaðili á Islandi fyrir Mlcrosoft og Ashton Tate. Framework Fimm forrit ofin saman i eina heild, áætlanagerð, rttvinnsla, graphics, gagnagrunnur og samskiptaforrit Öll forritin geta unnið saman eða siálfstætt á miklum hraða Tekur aila Islenska stafi. Verð kr. 28.900 dBASE III Gagnagrunnsforrit til að skrifa i forrit Byggt á dBASE II sem frá upphafi hefur verið mest selda forrit sinnar tegundar I heiminum Cevsiöflugt og auðlærtforrtt. Sérhannað fyrir hina nýiu kvnslóð 16 bita tolva. verð kr. 27.000 íslensk forrit Að sjálfsögðu bjóðum við einnig hin hefðbundnu viðskiptaforrtt, svo sem: • Fjárhagsbókhald • Sölubókhald • Vlðsklptamannabókhald • Launabókhald • Birgðabókhaid ásamt sérhönnuðum hugbúnaði fvrir • útreiknlnga á framlegð • Tollskýrslugerð og verðútrelknlnga • Lækna, lögfræðinga o.fl. starfsstéttlr • Fyrningar á fasteignum Hugbúnaðurinn skiptir höfuðmáli! SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 — Sími 20560 p6s,h6"377 Auglýsmgaþjónustan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.