Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Framhalds- aöalfundur Hins ísl. Biblíufélags veröur í Skálholti laugardaginn 20. júlí nk. Dagskrá: Aðalfundarstörf. Umræöur í tilefni árs æskunnar: Unga fólkiö og lestur Biblíunnar. Á Skálholtshátíöinni sunnudaginn 21. júlí, veröur 170 ára afmælis HÍB 10. júlí, m.a. minnst meö dagskrár- liöum um Odd Gottskálksson og Ebenezer Hender- son. Auk félagsmanna eru aörir velunnarar HIB vel- komnir á aöalfundinn til aö taka þar þátt í umræðum. HÍB hvetur alla til þátttöku í hátíöinni í Skálholti um helgina. Stjórnin. Mjólkin yfirleitt mjög góð Sy»r við fvrirspurn í Velvak- anda 11. júlí Sölufrestur á mjólk er miðaður við að mjólkin sé geymd í kæli við 0—6°C eins og stendur á umbúð- unum. í gerilsneyddri mjólk er aðeins búið að fækka gerlunum, en ekki eyða þeim öllum. Fjölgun gerl- anna eftir gerilsneyðingu fer fyrst og fremst eftir hitanum í mjólk- inni. Við 0—6°C fjölgar gerlunum hægt og geymsluþolsrannsóknir hjá okkur sýna að sá sölufrestur sem leyfður er samkvæmt reglu- gerð (4—5 dagar) er raunhæfur. Geymsluþolsrannsóknir eru einn- ig framkvæmdar hjá Hollustu- vernd ríkisins og eru niðurstöður þar hliðstæðar. Sé hitinn hinsveg- ar hærri fjölgar gerlunum mjög hratt og t.d. við stofuhita tvöfald- ast gerlafjöldinn á minna en klukkustund og mjólkin súrnar fljótt. Mjög strangar reglur eru í gildi um aldur mjólkur, bæði fyrir og eftir móttöku í vinnslustöð. Full- trúar heilbrigðisyfirvalda fylgjast með því að þær séu haldnar. Á síöustu árum hefur mjólk sem berst til vinnslustöðvanna verið mjög góð og sést á því að yfir 95% hennar fer í 1. flokk. Það breytir þó ekki því að þegar hitnar í veðri þurfa allir að vera vel á verði og sjá um að kælibúnaður sé í lagi og rétt stilltur. Þetta á jafnt við um mjólkurframleiðendur, vinnslu- stöðvar, útsölustaði og heimili. F.h. Mjólkursamsölunnar, Eiríkur Þorkelsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvl ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér I dálkunum. Þessir hringdu . . . Hreifst af orðsnilldinni Þuríður Björnsdóttir hringdi: Ég vildi koma á framfæri þökkum til Kristjönu Guð- mundsdóttur, sem flutti þátt- inn „Um daginn og veginn" sl. mánudagskvöld, 15. júlí. Ég hef alltaf hrifist mjög að orðsnilld Sigurbjörns Einars- sonar, fyrrverandi biskups, en mér fannst Kristjana jafnast á við hann. Hún talaöi svo fal- lega og hún var orðsnillingur I þættinum. Ég tel hana vera andans manneskju. Góð þjónusta Kathryn hringdi: Ég kom fljúgandi frá Þing- eyri til Reykjavíkur um daginn með Flugleiðum, nánar tiltekið 11. júlí sl. og langaði mig að koma þakklæti til Flugleiða fyrir góða umönnun og þjón- ustu um borð í flugvélinni. Einnig vildi ég nota tækifær- ið og mótmæla því að Svali og Hi-C væru alveg eins á bragð- ið. Það finnst mér alls ekki vera. Hi-C er ekki eins sætur á bragðið og Svali. Leiklistar- búningar Leiklistaráhugamaður hringdi: Er ekki einhver búningaleiga til í Reykjavík fyrir börn, sem áhuga hafa á leiklist? Ég hef leitað í símaskránni en ekki fundið neitt slíkt, leigu eða verslanir. Svali og Hi-C KX og S.H. hringdu: Kæri Velvakandi: Við höfum hringt í þig áður en ekkert verið birt, en af hverju eru sumir að kvarta yfir drykknum nýja Hi-C? Okkur finnst Hi-C miklu betri en Svali og finnum bragðmun. Margrét Dóra, sem hringdi 16. júlí sl. og sagði að Hi-C og Svali brögðuðust eins, en það er ekki rétt. Það gera þeir alls ekki. Við vitum um mjög marga sem þykir Hi-C betri en Svali. Við seljum síðustu 9 FORD SIERRA 3ja dyra glæsivagnana af árgerð 1984 á verði sem ekki á sinn líka Kr. 398.000 Komið - Skoðið - Reynsluakið 15/7 ’85. OPIÐ: mánudaga til föstudaga kl. 9-18, laugardaga kl. 13-17. F0RD SIERRA Bíll 9. áratugarins SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17 - Sími 68500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.