Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1985 Leikári Þjóðleikhússins lokið: Aðsókn varð með allra besta móti RÚMLEGA 97 þúsund áhorfendur sóttu sýningar Þjóðleikhússins á síðasta leikári, þrátt fyrir um sjö vikna lokun þess vegna verkfalls og þess að Norður- landaráð fundaði hér á landi á síðasta ári og þurfti leikhúsið undir fundahöld sín. Sé þetta tvennt haft í huga er þessi aðsókn með allra besta móti, segir í fréttatilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Mesta aðsókn á leikárinu hlaut Kardemommubærinn, en 30.195 áhorfendur sáu það verk. Næst mesta aðsókn fékk söngleikurinn Gæjar og Píur. 21.456 áhorfendur sáu það verk í vetur, en það var tekið upp frá fyrra leikári og er næst vinsælasta sýning leikhússins frá upphafi. Samtals 46.712 manns sáu sýninguna á 86 sýningum. Síðasta sýning leikársins var Með “vífið í lúkunum eftir Ray Cooney, en farið var í leikför um Norður- og Skuldabréf Eimskip: Sala bréfanna langt komin KAUPÞING hf. er langt komið með að selja þau skuldabréf sem Eimskipafé- lag íslands gaf út, samtals að nafn- verði 20 milljónir kr., og sala hófst á í byrjun júní. Davíð Björnsson, deildarstjóri í verðbréfadeild Kaupþings, sagði að salan hefði farið fremur rólega af stað en aukist talsvert upp á síðkast- ið. Hann sagði að þessi skuldabréf væru til stutts tíma og hefðu vakið mikla athygli. Vextir eru 6,25-6,35%. Austurland með leikinn. Var verkið sýnt 14 sinnum á 16 dögum og sóttu tæplega 4 þúsund manns sýning- arnar. Leikförin var einstaklega vel heppnuð og uppselt á allar sýn- ingarnar, segir í fréttatilkynningu leikhússins. Fyrirhugað er að leik- urinn verði tekinn upp í Þjóðleik- húsinu á vetri komanda. Sýningum var hætt fyrir fullu húsi á íslandsklukkunni eftir Hall- dór Laxnes, og Valborgu og bekkn- um eftir Finn Methling. Það fyrr- nefnda var sýnt 18 sinnum, en það síðarnefnda 32, þar af þrisvar úti á landi. Meðal þeirra verka sem leikhúsið tók til sýninga á leikárinu má nefna þrileik Ólafs Hauks Sim- onarsonar, Milli skinns og hörunds, ballettinn Dafnis og Klói eftir Nönnu Ólafsdótttir, Skugga-Svein eftir Matthias Jochumsson, Ger- trude Stein eftir Marty Martin, Góða nótt mamma eftir Mörshu Norman, japanska sjónleikinn Rashomon eftir Fay og Michael Kanin og bandariska söngleikinn Chicago. í vor hófust æfingar á tveimur verkum, sem sýnd verða í haust, óperunni Grímudansleiknum eftir Verdi og Villihunangi, æskuverki Tsjékhovs í leikgerð Michael Frayn, en þeirri sýningu leikstýrir Þórh- ildur Þorleifsdóttirds. BARCO LITTÖLVUSKJÁIR - LITMYNDVÖRPUR Viö bjóöum littölvuskjái frá BARCO ELECTRON- ICS sem er leiöandi fyrirtæki í framleiöslu hágæöa tölvuskjáa. Stæröir: Fyrir P.C. tölvur 14“ RGB TTL/ANALOUGE kr. 28.900.- 22“ RGB TTL/ANALOUGE kr. 48.700.- 27“ RGB TTL/ANALOUGE kr. 52.100.- Einnig litmyndvörpur (Projector) fyrir tölvur og mynd- bönd meö 30 MHZ bandbreidd (um 2000 línur) sem varpa tölvu eöa myndbandi upp á tjald. Myndstærö allt aö 2,60x1,95, eöa meö stærri gerö af lömpum 6x4,5 m. Ljósútgangur frá 440 LUMENS upp í 1760 LUMENS (styrkleiki birtu á tjald). Horizontaltíðni breytileg frá 15 kHZ — 27 kHZ Verical frá 40—150 HZ. Verö frá kr. 589.000.- Getum boöiö allt aö 36 mánaöa greiöslu- kjör á myndvörpum. Einnig littölvuskjái fyrir stærri tölvur. Stæröir frá 14“—26“. Bandbreidd frá 20 MHZ — 120 MHZ. Horizontaltíöni frá 15 KHZ — 47 KHZ, breytileg. Upplausn frá 720x540 PIXELS til 1280x1024 PIXELS. Verö miöaö viö gengi 15.7. DKK 3,9411. Friðarávarp kvenna afhent utanríkisráðherra Fulltrúar ’85 nefndarinnar og Friðarhreyfingar íslenskra kvenna afhenti á fdstudag Geir Hallgrímssyni, utanríkisráðherra, Friðarávarp íslenskra kvenna, sem 37 þúsund íslenskar konur skrifuðu undir. Sama dag afhentu íslenskar konur á Kvennaráðsstefnunni í Nairóbí í Kenya Florence Ponez, fulltrúa fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Friðarávarpið. Undirskriftasöfnunin stóð frá 5. júní sl. til 30. júní og kváðust aðstandendur hennar afar ánægðir með undirtektir. Á myndinni sést hvar Margrét Björnsdóttir afhendir utanríkisráðherra ávarpið. Mengun neysluvatns olli faraldri á Stöðvarfirði Á STÖÐVARFIRÐI tók að bera á niðurgangsfaraldi meðal bæjarbúa um miðjan júní 1984. íbúar Stöðvarfjarðar voru 340 á þessum tíma og fengu 37 einkenni veikinnar. Flestir sjúklinganna voru á aldrinum aldrinum 11 til 25 ára en enginn var eldri en 46 ára. I grein eftir þá Sigurð B. Þor- steinsson lækni, Björn Loga Björnsson á Heilsugæslustöðinni á Stöðvarfirði, Sigurð Greipsson hjá Hollustuvernd ríkisins og Ólaf Steingrímsson á Rannsóknarstofu Háskóla íslands, sem birtist i 5 tölublaði Læknablaðsins, 71. ár- gangi og kom út 15. júní sl., kemur fram að um leið og ljóst var að um faraldur væri að ræða hefðu bðnd- in borist að neysluvatninu, sem lík- legri smitleið. Sjúklingarnir voru á ýmsum aldri og ekkert tengdi þá annað en búseta á Stöðvarfirði og allir höfðu neytt vatns í einhverj- um mæli. Faraldurinn kom upp skyndi- lega, sem bendir til að um skyndi- lega og mikla mengun neysluvatns væri að ræða. Við athugun kom í ljós, að aligæsir höfðu verið reknar á þær slóðir sem vatnsbólið er og reyndist það vera mikið mengað. Auk þess hafði verið tekið vatn úr læk skammt frá vatnsbólinu vegna vatnsskorts. Gæsimar voru þegar fjarðlægðar frá vatnsbólinu og hætt var notkun yfirborðsvatns úr læknum. Eftir þessar aðgerðir hætti að bera á nýjum sýkingum. Faraldurinn á Stöðvarfirði er þörf áminning til allra þeirra, sem vinna að málefnum er varðar neysluvatn. Þeir staðir sem illa búa að þessu leyti ættu að leggja áherslu á að afla sér betra vatns og vernda vatnsbólin þannig að slys af því tagi, sem varð á Stöðvarfirði, endurtaki sig ekki. Ef ekki er unnt að afla góðs vatns er nauðsynlegt að eyða sýklum úr vatninu með klórmeðferð, útfjólubláum geislum eða öðrum viðeigandi aðgerðum, segir í niðurlagi greinarinnar. Úttekt Vfkurfrétta á Rainbow-Navigation málinu: Við græðgi íslensku skipafélaganna að sakast Varað við afskiptum stjórnvalda, sem gætu skaðað íslenska hagsmuni •Rainbow Navigation Inc. hefði aldrei orðið til, ef ekki hefði komið til óstjórnleg græðgi og vafasamir viðskiptahættir íslensku útgerðar- innar. •Athafnasemi „vissra" þing- manna og utanríkisráðuneytis- ins í þessu máli ber keim af kunnáttuleysi og miklum barna- skap og getur beinlínis skaðað veigameiri hagsmuni landsins og jafnvel hagsmuni útgerðarinnar sjálfrar. Þetta eru meginniðurstöður it- arlegrar úttektar ónafngreinds „óháðs aðila“, sem birtust i síð- asta tölublaði Víkurfrétta í Keflavík undir fyrirsögninni „Eru siglingar Rainbow Navi- gation „svínarí?". Ábyrgðar- menn blaðsins eru Emil Páll Jónsson og Páll Ketilsson. Græðgin Greinarhöfundur segir að til- komu Rainbow Navigation megi rekja til óeðlilegrar verðlagn- ingar á flutningum íslensku út- gerðarinnar, og máli sfnu til stuðnings rekur hann sögu flutn- inga fyrir varnarliðið aftur í tímann. Fyrst voru flutningarnir í höndum bandaríska skipafé- lagsins Moore-McCormack, en siglingar félagsins urðu óarð- bærar af ýmsum ástæðum og þá tók Eimskipafélagið við. Flutn- ingsgjöld Eimskipafélagsins urðu fljótt verulega hærri en viðgekkst í Atlantshafssigling- um, bæði vegna tækniþróunar og skorti á samkeppni, segir grein- arhöfundur. Eimskipafélagið sat eitt að flutningunum þar til á seinni helmingi siðasta áratugar er skipafélagið Bifröst hf. hóf starfsemi með flutninga fyrir varnarliðið sérstaklega í huga. „Flutningsgjöldin fyrir varnar- liöið voru svo há, að þótt ms. „Bifröst" hafi verið allskostar óhentugt skip til þessara sigl- inga var samt hægt að hagnast á þeim,“ segir höfundur, eða rúm- lega þrisvar sinnum hærri en viðgekkst í Atlantshafssigling- um frá meginlandi Evrópu til sömu hafna i Bandaríkjunum. Upphófst nú verðstríð sem stóð í fimm ár og lyktaði með því að Eimskipafélagið keypti sam- keppnisaðilann. „Sjóflutninga- deild hersins var ánægð með þessa samkeppni fslensku skipa- félaganna og naut góðs af, enda lækkuðu flutningsgjöld til ís- lands um meira en 50%,“ segir greinarhöfundur, en bætir því við að sjóflutningadeildin hafi verið að sama skapi óhress þegar Eimskipafélagið náði aftur ein- okunaraðstöðu, því flutnings- gjöldin hækkuðu fljótt úr því. Svo gerist það að Hafskip hf. hefur flutninga til Bandaríkj- anna árið 1980, en það leiddi ekki til neinnar samkeppni, því skipa- félögin komu sér saman um taxta yfir flutning á hervörunni. „Þessi þróun olli eðlilega mikilli gremju hjá sjóflutningadeild hersins, því hér var augljóslega um einokun að ræða. Þó keyrði um þverbak á árunum 1983 og 1984, þegar bæði Eimskipafélag- ið og Hafskip hófu flutninga á gámum yfir Átlantshafið um ís- land. Þá var svo komið að sjó- flutningadeildin borgaði 3.600 dollara fyrir 20 feta gám frá Bandaríkjunum til Islands á meðan um borð í sama skipi voru samsvarandi gámar frá Banda- ríkjunum, með umskipun á ís- landi og áfram til Evrópu, fyrir 1000 dollara." Höfundur segir síðan að óánægja sjóflutningadeildarinn- ar vegna græðgi íslensku skip- afélaganna hafi spurst út og orð- ið til þess að aðilar í Bandaríkj- unum hafi séð sér leik á borði að stofna útgerð um þessa flutn- inga, sem skilaði hagnaði vegna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.