Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 Vaganjan sigraði örugglega VAGANJAN bar sigur úr býtum í millisvæóamótinu í skák í Biel í Sviss í gær. Hann hlaut 12,5 vinn- inga, Seiravan hlaut 11,5 vinninga og Sokolov 11 vinninga. Ekki er Ijóst hver hreppir fjórða sætið á mótinu, því Short, Torre og van der Wiel fengu allir 10,5 vinninga. Þeir keppa um eitt sæti í áskorendamóti. Polugajevskij, Ljubojevic og Anderson fengu 9,5 vinninga, Sax og Rodriguez 8, Jansa og Quinter- os 7,5, Margeir Pétursson 7, Gut- man 6,5, Li 6, Partos 4 og Martin rak lestina með 3,5 vinninga. í síðustu umferðinni urðu úrslit meðal annars þau, að Vaganjan vann Partos, Seirawan og Sokolov gerðu jafntefli, Short vann van der Wiel, Sax vann Torre og Mar- geir og Anderson gerðu jafntefli eftir biðskák, eins og búist hafði verið við, en flestar skákir Mar- geirs fóru í bið, og flestum skáka Andersons lauk með jafntefli. Léttskýjað um allt land í DAG er spáð breytilegri vindátt um land allt. Inn til landsins verð- ur víða léttskýjað en sums staðar skýjað á miðum og annesjum. Að öllum líkindum verður úrkomu- laust á landinu, hiti 11—18 stig sunnanlands og 9—14 stig norðan- lands. Um helgina er gert ráð fyrir góðu veðri víðast hvar, nema e.t.v. á austur- og suðausturlandi þar sem spáð er alskýjuðu. Fimm innbrot í Hveragerði Hveragerði, 25. júlí. BROTIST var inn í fimm fyrirtæki í Hveragerði síðastliðna nótt, Ullar- þvottastöð SÍS, Steypuiðjuna og garðyrkjustöðvarnar Blómaborg, Paradís og Grósku. Litlu var stolið en töluverðar skemmdir unnar. Þá var gerð tilraun til að stela bfl við Hveramörk en stýrið var læst og varð því ekki komist langt á bflnum. Lögreglan í Árnessýslu, sem gaf þessar upplýsingar, sagði innbrotin nú öll upplýst. Að verki voru gestir — annar frá Akureyri en hinn frá Vogum á Vatnsleysuströnd. Að undanförnu hefur nokkuð borið á innbrotum hér og hafa nú margir komið upp þjófavarnarkerfum, en aðrir vakta fyrirtæki sín og virðist ekki af þvi veita. Sigrún Aflaverðmæti Siglfirðings 16 milljónir Sigluflrði, 25. júlí. FRYSTITOGARINN Siglfirðingur SI 150 frá ^jjglufirði kom í höfn í gær með aflaverðmæti 16 til 17 miiljónir króna og er það dýrasti farmur, sem siglfírskt skip hefur nokkurn tíma landað. Uppistaða aflans var þorskur. Einnig kom Sigluvík inn í gær með 95 tonn eftir þriggja daga veiði, allt þorsk og Skjöldur kom með 55 tonn af ýsu og þorski. — Matthías Tollgæslumenn búa sig undir að ganga um borð í Rainbow Hope. MorgunbUWð/Július Lög um gin- og klaufaveikivarnir frá 1928 banna innflutning á hráu kjöti: „Varnarliðið verður að fara að íslenskum lögum“ — segir fjármálaráöherra, sem segir að Rainbow-deilan hafí vakið athygli sína á ólöglegum innflutningi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli FRAMVEGIS fær varnarliðið á Keflavíkurflugvelli ekki að flytja inn hrátt kjötmeti til eigin neyslu, eins og gert hefur verið allt frá þvf varnarsamning- urinn tók gildi 1951, að því er Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Hann sagði að samkvæmt samn- ingnum frá 1951 væri bannað að flytja til landsins matvæli umfram það, sem lög um varnir gegn gin- og klaufaveiki frá 1928 gerðu ráð fyrir. „Viðauki við varnarsamninginn gerir ráð fyrir að þeir geti flutt til sín frá '28 vfkja að sjálfsögðu ekki fyrir hæfilegar vistir og birgðir en lögm þeim samningi," sagði ráðherrann. 75 af rúmlega hundrað gámum, sem komu til landsins með bandaríska flutningaskipinu Rainbow Hope i gær, þar á meðal fimm frystigámar með matvæl- um, voru kyrrsettir á bryggjunni í Njarðvík mestan hluta gær- dagsins. Var leitað í rúmlega tuttugu bílagámum áður en leyfi fékkst til að flytja þá frá höfn- inni upp á völlinn en beðið átekta við hina þar til um kvöldmatar- leytið, að kyrrsetningunni var af- létt að boði fjármálaráðherra. Var gert ráð fyrir að gámarnir yrðu fluttir á Keflavíkurflugvöll árdegis í dag. Bandaríska sendi- ráðið í Reykjavík setti í gær fram formleg mótmæli við kyrrsetn- ingunni við íslenska utanríkis- ráðuneytið. »Ég mun leyfa að þessi mat- vara verði flutt til varnarliðsins að þessu sinni enda var komið með hana til landsins í þeirri trú, að hún fengi sömu afgreiðslu og áður,“ sagði Albert Guðmunds- son. „Það er hinsvegar ljóst, að það verður farið að lögum með allan innflutning til varnarliðs- ins og á meðan lögin frá 1928 eru í gildi má varnarliðið ekki flytja hrátt kjöt til landsins." Hann sagði að deilan um siglingar á vegum bandaríska skipafélagsins Rainbow Navigation Inc. hefði vakið sig til meðvitundar um hvaða reglur giltu í raun og veru um innflutning á vegum varnar- liðsins. „Ég er einfaldlega að framfylgja íslenskum lögum," sagði hann. „Ég viðurkenni að ég þekkti ekki þessar reglur ná- kvæmlega áður, ég hélt að þeir mættu flytja inn á völlinn þann mat, sem þeir teldu sig hafa þörf fyrir. Islensk skip þurfa að sæta strangri tollskoðun í hvert sinn sem þau koma til hafnar og bandaísk skip verða að hlýta sömu reglum. Þeir verða að hlíta íslenskum lögum í þessu sam- bandi rétt eins og við verðum að fara eftir bandarískum lögum um flutninga til varnarliðsins. Þeir mega því búast við, að það verði framvegis gerð ítarleg skoðun á varningi í þessu bandaríska skipi sem öðrum. Þótt þeir fái að fara með þennan mat inn á völlinn núna, vegna þess að þeir komu með hann í góðri trú, þá gildir það ekki lengur — og hermenn- irnir verða að fara að borða þann mat, sem við höfum alist upp á.“ Sá háttur hefur verið hafður á um skoðun á varningi til varnar- liðsins, að sögn Kristins Ólafs- sonar tollgæslustjóra, að farm- skrá bandaríska skipsins hefur verið send íslenskum yfirvöldum til yfirferðar eftir að allur varn- ingurinn hefur verið fluttur inn á Keflavíkurflugvöll. Hann sagði að tollgæslan hefði fengið um það skýr fyrirmæli frá fjármálaráð- herra að athugað yrði hvað væri í hverjum og einum gámi, sem kom með skipinu í gær. Magnús Ár- mann framkvæmdastjóri Gunn- ars Guðjónssonar sf., umboðs- manna Rainbow Navigation Inc. hérlendis, sagði að venjulegur gangur málsins væri sá, að um- boðsfyrirtækið fengi senda skrá yfir vörur um borð í skipinu. „Þegar öllum vamingi hefur ver- ið ekið til hersins hefur skráin verið send til tollyfirvalda í um- dæminu, stundum fimm eða sex dögum síðar. Eiginleg tollskoðun hefur ekki farið fram nema í und- antekningartilvikum eftir að vör- urnar eru komnar á Keflavíkur- flugvöll," sagði hann. Utlit var fyrir í gærkvöld að Rainbow Hope héldi áætlun og gæti farið frá Njarðvík áleiðis til Bandaríkjanna um hádegisbilið. Talsmenn varnarliðsins og bandarísku upplýsingaþjónust- unnar í Reykjavík vildu í gær ekki láta í ljós álit á aðgerðum fjármálaráðherra að öðru leyti en því, að Dorothy Schmidt, blaða- fulltrúi varnarliðsins, sagði að í gildi væri samkomulag um inn- flutning á matvælum til eigin nota liðsins í samræmi við varn- arsamninginn frá 1951. Mikill Yiðbúnaður af hálfu Tollgæslunnar MIKILL vióbúnaður var af hálfu Tollgæslunnar er flutningaskipió Rain- bow Hope lagðist að bryggju í Njarðvíkurhöfn laust eftir hádegi í gær. Þau fyrirmæli höfðu borist frá fjármálaráðherra aö leita í skipinu og jafnframt kyrrsetja frystigáma, sem höfðu að geyma matvæli. Skírskotað var til laga frá árinu 1928 um gin og klaufaveiki, en samkvæmt þeim er innflutningur á hrámeti bannaður. Lögum þessum hefur hins vegar ekki verið beitt til þessa og hefur varnarliðið sjálft allar götur frá árinu 1951, annast matvæla- innflutning til eigin þarfa. Ennfremur er tollskoðun, eins og hér var fyrirskipuð afar fátíð, því venjan er að flytja varning varnarliðsins beint frá skipshlið og inn á Völlinn, í svokölluðu „tollbandi", og annast varnarliðs- menn þá sjálfir tollskoðun. Þegar Rainbow Hope lagðist við festar fóru tollgæslumenn frá Keflavík og Rannsóknardeild tollgæslunnar um borð. Gerðu þeir fyrst hefðbundna leit í vist- arverum skipverja og lögðu hald á lítilsháttar umframmagn af áfengi, sem þar fannst. Síðan var gámum skipað á land. Fyrst var skipað upp 22 gámum með bif- reiðum og eftir hefðbundna skoð- un, voru þeir settir á vörubíls- palla og ekið upp á Keflavíkur- flugvöll. Öðrum gámum, samtals 75 gámaeiningum, var skipað upp á hafnarbakkann, þar sem ætlun- in var að gera nákvæma leit í þeim. Brynjólfur Karlsson, sem var fyrir rannsóknardeildarmönnun- um, og Zakarías Kjartansson, talsmaður keflvísku tollgæslu- mannanna, vildu lítið tjá sig um ástæðun fyrir þessum aðgerðum. Baldvin Magnússon, hjá skipa- miðlun Gunnars Guðjónssonar, sem er umboðsaðili fyrir Rain- bow Navigation Inc., sagði að engin fordæmi væru fyrir aðgerð- um sem þessum og í sama streng tók ólafur ólafsson, fram- kvæmdastjóri flutningafyrirtæk- isins Suðurleið, sem annast hefur flutninga frá skipshlið. Nokkur óvissa ríkti fram eftir degi um hver yrði framvinda málsins, þótt fyrirmæli ráðherra um kyrrsetningu frystigámanna og leit í hinum væri skýr. Gengið var frá gámunum á hafnarbakk- anum með það fyrir augum að Gosdrykkjadósir komu á móti tollvörðum þegar þessi gámur var opnaður. hefja tollskoðun í þeim morgun- inn eftir. Um kvöldmatarleytið leystist hins vegar málið skyndi- lega, þegar fjármálaráðherra ákvað að aflétta kyrrsetningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.