Morgunblaðið - 02.08.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.08.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1985 B 15 er ókeypis en sýningarskrá taest hjá gæslukonu á staönum. Sýningin mun standa fram I september. SAMKOMUR Naustiö: Píanóleikari og söngvari Cab Kaye, planóleikari og söngv- ari, skemmtir I Naustinu I kvöld, ann- aö kvöld og sunnudagskvöld. Kaye veröur einnig aö skemmta þar um næstu helgi frá fimmtu- dagskvöldi til sunnudagskvölds. Hann á um þessar mundir 50 ára starfsafmæli. Pöbb-lnn: Hljómsveitin Rock-óla Hljómsveitin Rock-óla leikur fimm daga vikunnar á Pöbb-lnn, Hverfis- götu 46, það er aö segja frá miö- vikudegi til sunnudags. Meölimir hljómsveitarinnar eru Agúst Ragn- arsson, Bobby Harrison, Pálmi Sig- urhjartarson og Rafn Sigurbjörns- son. Hótel Borg: Orator meö dansleiki Hótel Borg hefur tekiö stakka- skiptum og þar fara nú aftur fram dansleikir á vegum Orators. Þaö verður bryddaö upp á ýmsum nýj- ungum, en andi slöastliöins vetrar mun svlfa yfir vötnum. LEIKLIST Tjarnarbíó: „Light Nights“ Qórum sinnum íviku Feröaleikhúsiö sýnir nú „Light Nights" fjórum sinnum I viku I Tjarn- arbíói viö Tjörnina: Fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld og hefjast sýningarnar klukkan 21.00. Light Nights-sýningarnar eru sér- staklega færöar upp til skemmtunar og fróöleiks fyrir erlenda ferðamenn. Efniö er allt (slenskt, en flutt á ensku. Sýningin gefur innsýn I Islenskt menningarllf gegnum aldirnar. Undanfarna tvo mánuöi hefur veriö unniö aö endurnýjun á mörg- um atriðum sýningarinnar. Má þar nefna nýjar upptökur á allri tónlist og leikhljóðum unnar af Gunnari Smára Helgasyni. Meö nýrri tækni eru nú skyggnur og tónlist samhæfö I um- sjá Magnúsar S. Halldórssonar. Skyggnum hefur veriö fjölgaö um helming frá slöustu uppfærslu og hafa þær flestar veriö teknar af Heröi Vilhjálmssyni Ijósmyndara og Ömari Ragnarssyni fréttamanni. Asamt fjölmörgum listamönnum sem hafa lagt þessari uppfærslu liö má nefna Jón Guðmundsson, mynd- listarmann, séra Gunnar Björnsson, sellóleikara og Robert Berman. Leikhússtjórar eru Halldór Snorrason og Kristln G. Magnús, sem jafnframt er sögumaöur Light Nights. Sýningar veröa út ágúst- mánuö. FERÐIR Ferðamálasamtök Suðurnesja: Vatnsleysuströnd, Njarðvíkur, Keflavík, Rosmhvalanes Fyrsti viðkomustaöur er við Straum, kapella heilagrar Barböru. Ekið um Vatnsleysuströnd. Viðkoma gerö viö Kálfatjörn og kirkjan skoð- uö. A leið til Njarövlkna veröur gerö- ur stuttur stans viö Snorrastaða- tjarnir og á Grlmshól og ýmsar þjóö- sögur rifjaðar upp sem tengjast nán- asta umhverfi. Ekiö um Njarðvlkur og Keftavfk og saga staöanna rifjuö upp. Haldið út I Garö um Leiru og þaöan sem leið liggur út á Hvalsnes á slóöir séra Hallgrlms Péturssonar. Þvi næst er ekið um Stafnes og komiö við á Básendum, hinni fornu verslunarhöfn frá tlma einokunarinn- ar, sem er sföasti viðkomustaður áö- ur en haldiö er til baka til Reykjavlk- ur. En þangaö er áætlað að veröi komiö um klukkan 17.30. Léttur hádegisveröur á Glóðinni I Keflavlk þar sem áætlaö verö er 250 krónur á mann. Brottför verður frá Umferðarmiðstöðinni sunnudaginn 4. ágúst kl. 10.00. Verö er 500 krón- ur fyrir fullorðna, 250 fyrir 12—15 ára. Frltt fyrir börn I fylgd með full- orönum. Leiðsögn. Ferðamálasamtök Suðurnesja: Eldeyjarsigling — Ævintýraferö Fariö veröur I Eldeyjarsiglingu laugardaginn 10. ágúst. Siglt veröur frá Sandgerðishöfn. Siglingin að eynni tekur rúmar tvær klukkustund- ir. Siglt veröur umhverfis eyna. Gott tækifæri veröur til myndatöku og til aö fylgjast meö fjölskrúöugu fuglallfi. Veitingar um borö. Lagt verður af staö frá Reykjavfk klukkan 7.00 og frá Keflavlk klukkan 8.00. Komið verður aftur úr siglingunni klukkan 16.00. Farþegum úr Reykjavlk og Keflavik ekið til og frá borði. Leið- sögn. Nauösynlegt er að tilkynna þátt- töku I feröina meö minnst þriggja daga fyrirvara. Þetta veröur eina feröin I eyna I sumar. Nánari upplýsingar I slma 92- 4099. Geysir í Haukadal: Gos á laugardag Akveöið hefur veriö aö setja sápu I Geysi laugardaginn 3. ágúst nk. klukkan 15.00 og má þá gera ráö fyrir gosi nokkru slöar ef veðurskil- yrði veröa hagstæö. Ferðafélag íslands: Helgar- og dagsferöir I kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20.00 verður farið til eftirtalinna staða I helgarferðir: Landmanna- laugar, Eldgjá, Þórsmörk, Fimm- vörðuháls, Alftavatn, Hólmsárbotn- ar, Hveravellir, Blöndugljúfur, Skaftafell, Öræfajökull og Miöfells- tindur. Ekiö veröur um Sprengisand til Mývatns og Jökulsárgljúfur skoöuö o.fl. Laugardg klukkan 13.00 verður ferö til Þórsmerkur og einnig á mánudag er dagsferð þangað. Brottför er klukkan 8.00. Dagsferðir um verslunarmanna- helgi eru á sunnudag klukkan 13.00. Þá er ekið aö Höskuldarvöllum og gengiö á Keili. Mánudag klukkan 13.00 er gönguferð á Reynivallaháls og sföan ekið um Kjósarskarö aö Þórufossi. Klám- drottningin og kvinnurnar þrjár Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson LACE I OG II ★★ Bandarískir sjónvarpsþKttir á 2 spólum, alls 240 mín. Leikstjóri: Billy Hale. Aðalhlutverk: Brooke Adams, Bess Armstrong, Arielle Dombasle, Phoebe Cates, Herbert Lom, Honor Blackman, Angela Lansbury, Anthony Quayle. Frá Lor- imar, gerð 1984 Þessi ásjálegi eldhúsróman er byggður á allþekktri metsölubók Shirley Conran og kom út fyrir nokkrum árum. Myndin hefst í kvennaskóla í Frakklandi, þar sem þrjár vinkon- ur Armstrong, Adams og Dom- basle, sem koma hver úr sinni átt- inni, bindast sterkum vináttu- böndum. Svo þegar ein þeirra verður ófrísk og elur barn, þá sjá þær til þess að enginn komist að hinu sanna né hver sé hin rétta móðir. Árin líða. Samkvæmt sam- komulaginu átti sú sem fyrst yrði til að koma sér i álnir að vitja stúlkubarnsins hjá fósturforeldr- unum og ganga því í móður stað. En þegar sex ár eru liðin fá þær upplýsingar um að stúlkan sé lát- in. Tuttugu ár hafa nú liðið frá fæðingu stúlkunnar og vinkonurn- ar þrjár hafa allar spjarað sig með miklum ágætum i lífinu. Ein blaðaútgefandi, önnur öðluð vísindamannsfrú, sem reyndar missti af olíuprinsinum sínum, og sú þriðja framleiðir kampavín i striðum straumum. Þá kemur til sögunnar ung klámmyndaleikkona og yljar þeim undir uggum ... Hér er á ferðinni ljómandi hag- lega gerður sparöatíningur um myrka fortíð, velgengni, hatur, ást, vonbrigði, hefnigirni og und- urblíða endurfundi. Bara að nefna það og hér er það. Efnið er nánast ómerkilegur hrærigrautur tilfinn- inga og atvika. En þetta er allt gert í áferðarfallegum glassúrstíl, svo engum þarf virkilega að leið- ast (nema á köflum), í þær fjórar stundir sem sýning spólanna tek- ur. Þættir af þessari gerð njóta með ólíkindum mikilla vinsælda víðs- vegar um heimsbyggðina i dag. Hér fær sauðsvartur almúginn smá nasasjón af glamorlífi hinna vellauðugu auk þess sem höfundar þessara myndaflokka (bók- mennta) eru snillingar í að hræra saman fallegu fólki og framandi stöðum. Lace er þokkalega leikinn, Phoebe Cates gerist þó óhugnan- lega frekjuleg þegar hún á að sýna dramatískustu tilþrifin. Tækni- vinna öll og útlit myndarinnar af Hollywood-gráðu Á. Gullhúðað drasl. Mia Farrow verst ásókn útsendara djöfulsins í Rosemary’s Baby. Rósmaría og antikristur Myndbönd Árni Þórarinsson Einhver frægasta hrollvekja allra tíma er Rosemuy’s Baby, mynd snillingsins Roman Polanskis frá ár- inu 1968 eftir samnefndri skáldsögu Ira Levin. Hún hefur prýðilega stað- ist tímans tönn þótt hún sé gerð þeg- ar meiri áhugi og stemmning var fyrir alls kyns dulhyggju, galdra- kukli og djöflatrú en nú er. Mia Farrow leikur Rosemary, unga konu sem flytur með eigin- manni sínum, metnaðarfullum leikara sem ekki hefur of mikið að gera, John Cassavetes, inní gamalt sambýlishús i miðri New York. Þar komast þau í kynni við ald- urhnigna granna sína i næstu íbúð, Ruth Gordon og Sidney Blackmer, sem í fyrstu virðast vingjamleg en hnýsin en eru i reynd fulltrúar kölska. Þessu fólki selur eiginmaðurinn konu sina til að fæða barn sem á að þjóna alveg sérstöku hlutverki i veraldarsög- unni og fær i staðinn þann frama i starfi sem hann sækist eftir. Kannski er ég búinn að segja of mikið um spennuþráðinn, en eðli hans liggur tiltölulega fljótt i aug- um uppi, eiginlega strax i titli myndarinnar; það er meðferð hans og úrvinnsla sem gera Rose- mary’s Baby að jafn óhugnanlegri reynslu og hún er. Þetta er flókn- ari mynd en hún virðist i fljótu bragði, vegur oft salt milli raun- veruleika og súrrealísks draums, full af trúarlegum táknum og fé- lagslegri gegnumlýsingu. Kvik- myndataka, klipping og tónlist Krzysztof Komeda, félaga Pol- anskis frá Póllandi, eru i fyllsta máta taugaertandi og hlutverka- skipan sérlega vel heppnuð. Ekki sist eru þau Blackmer og Gordon mögnuð sem hinir geðþekku djöfladýrkendur, en Gordon fékk Óskarsverðlaunin fyrir sinn leik. Rosemary’s Baby fæddi af sér mikla hrollvekjutisku i Hollywood og varð átakanlega raunveruleg þegar barnshafandi eiginkona leikstjórans, Sharon Tate, var myrt á hinn hroðalegasta hátt af geðveiku djöflagengi Charles Mansons stuttu síðar. Trúlega á Rosemary’s Baby eftir að verða sí- gild hryllingsmynd og er sannar- lega ein sú besta sem hér má fá á myndbandamarkaðnum. Stjörnugjöf: Rosemary’s Baby ★★★ Ny sportvöruverslun með splunkunýjar vörur! EKKERT OÞARFA STRESS FYRIR VERSLUNARMANNAHELGINA i ^Viö höfum opið til kl. 21.00 á kvölclin og til hádegis á laugardaa Á 160 fermetrum í verslun okkar við Eiðistorg 1^1 bíður þín Qölbreytt úrval I L|l af fallegum og vönduðum. 1 .V,ctoRgm3-sími6H313 • íþrottagöllum • íþróttaskóm • Sundfötum • Bakpokum • Svefnpokum o.fl. o.fl. ' “ Næg bílastæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.