Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 íslenskur skóli í París í París býr hópur barna af ís- lensku bergi brotin í aðra ættina eða báðar. Nýlega var sagt frá því i fréttabréfi félagsskaparins Is- lande-France í París að hugmynd- ir væru uppi um að koma á kennslu fyrir börn eldri en sex ára sem tala íslensku að einhverju marki. Foreldrar sem áhuga kynnu að hafa á þessu eru beðnir að skrifa til félagsins í Rue Dar- eau 51, 750014 í París. Hér á landi er stödd ung íslensk kona, Anna Theódórsdóttir, sem gift er frönskum manni og hefur lengi haft áhuga á að koma upp íslensk- um skóla í París. Morgunblaðið notaði tækifærið og spurði hana á hvaða stigi málið væri. Anna sagði að vonir stæðu til þess að hægt væri að byrja í haust og væri húsnæði fengið. Yrði fundur með foreldrum um þetta mál þegar fólk kæmi úr sumar- leyfi í september. En félagið Is- lande-France hefði tekið málið upp á sína arma. Hún kvaðst lengi hafa rætt um það við ýmsa aðila hvort ekki væri hægt að koma á kennslu í íslensku fyrir þessi börn, en sjálf á hún 7 ára son, Yannick. Þegar hún hitti Rene Chataignier, sem sæti á í stjórn þessa félags- skapar og sér m.a. um útgáfu fréttabréfsins, hefðu hjólin farið að snúast. Húsnæði fyrir slíka kennslu var vandamálið. En tengdaforeldrar hennar, Bernard og Myriam Charles, starfa hjá KFUM í Frakklandi, hann fram- kvæmdastjóri og hún ritstjóri blaðsins þeirra. í sama húsi og KFUM hefur bækistöð sína er skrifstofa skiptinemasambands- ins. Charles-hjónin tóku vel í að leigja fyrir lítið tvo sali fyrir ís- lenska skólann, sem rekinn yrði einn eða tvo daga í viku. Og hefur Rene Chataignier reynt að koma boðum til foreldra sem kynnu að hafa áhuga gegnum fréttabréfið eða ná til þeirra öðruvísi. Verr hefði náðst til íslenskra náms- manna á þessum tíma árs, en von- ast til að þeir gefi sig fram. Fer eftir undirtektum hvort hægt verður að framkvæma þetta. Jafn- framt er verið að leita eftir ís- lenskum kennurum. Anna sagði að hugmyndin væri ÖRYCGI í ÖNDVEGI Monroe Cas Matic Höggdeyfar li—; wK M0NR0E hefur í áratugi veriö leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á vönduðum höggdeyfum. Nú er komin á markaðinn ný kynslóð höggdeyfa frá Monroe, sem... • eru einstaklega fljótvirkir, traustir og endingargóðir • halda eiginleikum sínum við hin erfiðustu skilyrði • stuðla að minna sliti á dekkjum, stýrisbúnaði, hjöruliðum, hjólalegum, skiptingu, kúplingu o.fl. • tryggja öruggan og þægilegan akstur og þannig leikur bíllinn í höndum þínum. Áratuga reynsla af Monroe höggdeyfum við íslenskar aðstæður tryggir þér og þínum meira öryggi. ®nausth.f m síðumúla 7-9 ■ sími: 82722 i fMOHROE^J Morgunblaðið/öl.K.M. Anna Theodórsdóttir með Isadóru dóttur sína. að kenna í þremur hópum, en á sama degi. Hafa nokkurs konar forskóladeild eða leikskóla fyrir yngstu börnin, þar sem þau lærðu íslenska söngva og sögur o.fl., en skipta hinum i tvo aldurshópa og jafnframt eftir getu og íslensku- þekkingu. Mikill Islandsáhugi væri í Frakklandi, svo að hugsan- lega kæmu þarna inn í börn franskra foreldra. Börn í Frakk- landi eru venjulega í skólanum til hádegis á laugardögum, en eiga frí á miðvikudögum. Væru því mið- vikudagarnir eða helgarnar eftir hádegi á laugardögum heppi- legastir. Þar sem foreldrar þurfa í stórborginni venjulega að aka börnum sínum í skólann, þá eru uppi hugmyndir um að hafa ein- hverja aðstöðu svo að þeir geti hist og rætt saman meðan þeir bíða eftir börnunum. Annars mun fundur foreldra taka um þetta ákvörðun og jafnframt um áæti- aðan kostnað, sem foreldrarnir greiða að sjálfsögðu. Anna á tvö börn, 7 ára og 8 mánaða. — Þegar maður er bú- settur erlendis og kemur ekki til íslands nema annað hvert eða jafnvel þriðja hvert ár, þá gleyma börnin málinu þótt þau læri það eitthvað heima, segir hún. Þótt talað sé við þau á íslensku, þá fara þau fljótt að svara á frönsku. Og mér mundi finnast ákaflega slæmt ef mín börn gætu ekki talað íslensku. Yannick sonur minn varð strax spenntur fyrir þeirri hugmynd að læra í íslenskum skóla og ég var mjög fegin að heyra viðbrögð hans. Það tekur hann langan tíma að komast aftur af stað að tala islensku þegar við komum til íslands. Ég vona bara að þetta gangi og skólinn komist á laggirnar. Morgunblaöiö/Snorri Snorrason Frá Dalvík. Suðurgaróur hafnarinnar er næst á myndinni. Dalvík: Trébryggja ónýt Dahik, 31. júlf. •/ ÞEGAR fara átti að endurbæta trébryggju á suðurgarði Dalvík- urhafnar kom í ljós að flest allir staurarnir í bryggjunni voru nær ónýtir sökum maðks. Hefur því verið varað við umferð á þessum hluta bryggjunnar og öll löndun bönnuð og aðrir þungaflutningar. Bryggja þessi er byggð árið 1962 og er 65 m að lengd. Þetta er efsti hluti suðurgarðs en um suður- garðinn hafa öll skip orðið að at- hafna sig að undanförnu þar sem unnið er að endurbótum og upp- byggingu á norðurgarði og kemur þetta því fram á mjög óheppi- legum tíma. Hafnarnefnd hefur skrifað öllum útgerðarfyrirtækj- um og fiskverkendum á Dalvík og beint því til þessara aðila að um- ferð verði ekki um trébryggjuna og sé algjörlega á ábyrgð þeirra sem þar fara um. Framkvæmdum við norðurgarð mun ljúka um mánaðamótin ágúst september og miðar þeim allvel áfram. Guðiaugur Einarsson, smiður frá Fáskrúðsfirði, annast þetta verk ásamt vinnuflokki sin- um en hann átti lægsta tilboð í verkið. Unnið er við að steypa kant og 15 m breiða þekju með hitalögn í að tveimur þriðju hlut- um. Áætlað er að upp úr miðjum september verði norðurgarður frá- genginn og að umferð um hann geti hafist að nýju. Fréttaritarar. Formenn félaga svína- og alifuglabænda: Kjarnfóðurgjaldið leiðir til hækkunar FORMENN félaga svína- og ali- fuglabænda, það er Svínaræktarfé- lags íslands, Sambands eggjafram- leiðenda, Félags kjúklingabænda og Félags alifuglabænda, hafa sent frá sér eftirfarandi, í framhaldi af þeim umræðum sem að undanförnu hafa farið fram um hækkun á kjarnfóður- gjaldi: „1) Sú aðgerð landbúnaðarráð- herra að hækka kjarnfóðurgjaldið leiðir einungis til þess að egg, kjúklingar og svínakjöt hækka í verði til neytenda og gengur það þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar. 2) Þrátt fyrir að fengist hafi tveggja mánaða greiðslufrestur á 50% grunngjaldinu leysir það eng- an vanda, en frestar honum aðeins til 1. nóv. nk. Þess vegna er það skýlaus krafa að verði þeim 100 milijónum, sem gjald þetta á að afla ríkissjóði, náð þann 1. nóv. verði það þegar í stað fellt niður og jafnframt verði tryggt að slík slys sem þetta endurtaki sig ekki, þ.e. að inn á fjárlög fari tekju- stofnar sem þessir. Því lægra sem verð á landbúnaðarvörum er, því betra. 3) Þess er krafist að uppgjöri á hinum gamla kjarnfóðursjóði verði ekki lokið nema með vitund og vilja þessara búgreinafélaga, enda liggur fyrir munnlegt loforð landbúnaöarráðherra þar að lút- andi. Með því er tryggt að eitt- hvert fjármagn verði endurgreitt til þessara búgreina. 4) Lýst er fullum stuðningi við aðgerðir fjármálaráðherra við að framfylgja íslenskum lögum sem banna innflutning á landbúnað- arvörum. Eitt skal yfir alla ganga sem í þessu landi búa, hvort sem þeir eru íslendingar eða útlend- ingar."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.