Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 „Ég er alltaf með nefið • X • a ••• \ • • LL niðn í jorðinni g hef alla tíð haft óskap- 55lega ágirnd á grjóti og það eru líklega 10 eða 12 ár síðan ég byrjaði að búa til sitthvað úr því til að gefa vinum og ættingj- um.“ — Anna Ágústsdóttir, sem bú- sett er á Hvammstanga, hefur um hríð búið til karla og kerlingar auk ýmislegs annars og selt í kaupfélaginu á staðnum. „Já, ég hef selt svolítið en mest hef ég nú gert þetta mér til ánægju. Það eru aðallega ferða- menn sem hafa gaman af því að kaupa tröllin mín en það er galli við grjótið hvað það er þungt í farangri. Fyrst gaf ég öllum vinum og kunningjum ýmsar steinastyttur en það var auðvitað ekki endalaust hægt að gefa þær svo þá fór ég að selja og auk kaupfélagsins hérna hafa Rammagerðin og Staðarskáli nokkur stykki frá mér. — Hvar færðu steinana? — Ég er alltaf með nefið niðri í jörðinni og labba um fjöll og firn- indi og gríp þá steina sem mér þykir varið í. Ég geng fjöruna hérna og fæ úti á Vatnsnesi fal- lega steina. Mest tíni ég við Ham- arsrétt. Karlinn og kerlingin eru verk Önnu. „Mér þykir alltaf vænt um fígúrurnar mínar þegar ég er búin að búa þær til.“ Morgunblaðið/GRG Anna Ágústsdóttir og við hlið hennar ein steinastytta sem prýðir garðinn hennar. fclk í fréttum ANNA ÁGÚSTSDÓTTIR, HVAMMSTANGA Annie Lennoxí kvikmynd Eurythmics-stjarnan Annie Lennox hefur hlotið auka- hlutverk í mynd sem nefnist „Rev- olution". Með aðalhlutverk fara A1 Pacino, Donald Sutherland og Nastassja Kinski og þráðurinn er spunninn í kringum bandarísku borgarastyrjöldina. Myndin var tekin í Norfolk, Englandi, en einnig stendur til að taka hluta hennar í Noregi. f grein sem birtist um gerð myndarinnar segir að hlutverk Annie sé varla lengra en 3 mínút- ur svo það er kannski vafi á að aðdáendur hafi tækifæri til að þekkja hana á tjaldinu þegar allt kemur til alls. 22 menn á þremur hjólum Þessar myndir eru teknar á Níirnberg-kappakst- ursbrautinni í Vestur-Þýskalandi um sl. helgi. Það eru lögreglumenn frá Berlín sem hér láta ljós sitt skína á vélhjólum áður en keppnin í Formula 1-kapp- akstri hófst. Þeir eru að sjálfsögðu þaulvanir vélhjóla- akstri. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hér mynda verðir laganna píramída en það eru 22 menn sem lögðn sitt af mörkum í þessu. Þessi gerði sér nú lítið fyrir og stökk yfír 12 klofvega menn ... (ekki gæfulegt að vera sá sfðasti f röðinni ef stökkið hefði mistekist).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.