Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST1985 27 AP/Símamynd Útför IRA-skæruliöa Leiðtogi Sinn Fein í Londonderry, Martin McGuinness (t.v. með svart bindi), í líkfylgd skæruliðans Charles English á miðvikudag. Grímuklæddir skæruliðar írska lýðveldishersins (IRA) bera kistuna. Heimildarmyndin sem BBC bannaði útsendingu á fyrir viku fjallaði meðal annars um McGuinness og meint samskipti hans við IRA. Indland: 43 létu lífið er íbúðarhús hrundi SNEMMA í morgun hrundi þriggja hæða íbúðarhús í Bombey á Indlandi í feikilegu monsúnslagveðri og létu a.m.k. 43 lífið og 55 slösuðust, að sögn embættismanna. Björgunarmenn kváðust telja, að þrjú eða fjögur lík væru ófundin í rústunum, en húsið stóð í þröngbýlu hverfi múhameðstrúarmanna í mið- borg Bombay. íbúar hússins voru flestir sofandi, þegar húsið hrundi um klukkan fjögur í morgun (22.30 að ísl. tíma). „Húsið hreinlega hlunkaðist út af, og maður sá lítið annað en kófþykkan rykmökkinn umhverfis," sagði Mohammed Hussein, sem býr í næsta nágrenni. „Ég heyrði mikinn undir- gang,“ sagði Farida Kahn, skólakennari sem býr handan götunnar, „en þegar ég leit út, sá ég mökkinn stíga upp. Og svo heyrðust hróp frá rústun- um.“ Talið er, að um 250 manns hafi búið í húsinu, flest verka- fólk, og voru tíu manna fjöl- skyldur eða fjölmennari í hverju herbergi. íbúar þarna í nágrenninu kváðu húsið a.m.k. 40 ára gam- alt og hefði það verið í niður- níðslu. Eftirlitsmaður frá borginni skoðaði það í sl. viku og taldi ásigkomulag þess í lagi að því er öryggi varðaði. Afganistan: Frelsissveitirnar auka árásir á herstöðvar í höfuðborginni Islamabad, PakLstan, 13. ágúst. Al*. ^ FRELSISSVEITIK Afgana hafa hert árásir sínar á stöðvar sovéska hernámsliðsins og afganska stjórnarhersins í Kabúl, höfuAborg Afg- anistans. Er þaA nú orAinn daglegur viAburAur, aA þær skjóti flug- skeytum og varpi eldsprengjum á stöAvarnar aA næturlagi. Winnie Mandela Suöur-Afríka: Hermt er, að öryggissveitir stjórnvalda leiti skæruliða, samverkamanna þeirra og vopna í nágrenni borgarinnar og gangi hús úr húsi í því skyni. Jafnframt er hermt, að fjölgað hafi verið í hersveitum sem verja borgina. Sókn frelsissveitanna hófst síðla í júlí er þær gerðu árás á sovéska herflugvöllinn í Kab- úl. Síðan hafa þær margsinnis skotið á borgina og jafnvel barist við öryggissveitirnar í návígi á götum borgarinnar. Samkvæmt fréttum frá Panjsher-dal, sem er mikilvæg samgönguleið frelsissveitanna í norðurhluta landsins, hefur dregið úr bardögum þar upp á síðkastið. Þá virðist sem frels- issveitirnar hafi yfirgefið borgina Herat í vesturhluta Afganistans vegna ótta við að þær yrðu umkringdar. Eftir ónafngreindum heimildar- manni er haft, að 70—80 afg- anskir stjórnarhermenn og Sovétmenn hafi verið teknir sem fangar á flóttanum. Heimili Winnie Mandela brennt Johanncsarborg, 13. ágúst. AP. HEIMILI Winnic Mandela, eiginkonu eins helsta leiðtoga andstæðinga stjórnvalda í Suður-Afríku, var brennt til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. Einnig brann læknastofa í sama húsi. Ekki er vitað hvort einhvern sakaði. en frú Mandela var sjálf að heiman. Hús frú Mandela er í borginni Brandfort í Orange Free State. Fyrir viku gerðu lögreglumenn árás á það er þeir voru að reyna að hafa hendur í hári óspektamanna, sem þar höfðu leitað hælis. Miklar skemmdir urðu þá á húsinu og voru þrjátíu manns handteknir. Frú Mandela, sem búið hefur í Brandfort frá árinu 1977 að kröfu lögregluyfirvalda, hefur dvalist í Jóhannesarborg frá því árásin var gerð. Lögfræðingur hennar kveðst hafa ráðlagt henni að snúa ekki aftur heim fyrst um sinn vegna þess að hann óttÍ3t um öryggi hennar. Eiginmaður frú Mandela er Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, sem heldur uppi skæruhernaði gegn stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Hann hefur setið í fangelsi í tvo áratugi og segjast yfirvöld ekki láta hann lausan nema hann for- dæmi hryðjuverk. Njósnamálið í Vestur-Þýskalandi: •Yfirheyrslur vegna hvarfs Luenebergs KarLsruhc, Vcs(ur l*>skalandi, 13. áfoíst. Al*. FORMÆLANDI ríkissaksóknara Vestur-I'ýskalands staðfesti á þriðjudag, að 59 ára gamall offursti í hernum hefði verið yfirheyrður vegna hvarfs Sonju Lueneberg, ráðunauts Martins Bangeman efnahagsmálaráðherra vestur- þýsku stjórnarinnar. Lueneberg, sem er 61 árs að aldri, er grunuð um njósnir. Formælandi saksóknara sagði, að offurstinn, sem vestur-þýsk blöð segja að sé náinn vinur Lueneberg, hafi aðeins verið kvaddur til yfirheyrslu sem vitni. Hann hafi engum ákærum sætt. Sonja Lueneberg, sem um árabil hefur verið aðstoðarmaður Bange- mans, sneri ekki til vinnu á þriðjudag í fyrri viku, eins og bú- ist hafði verið við. Hún hafði sagst ætla að taka sér sumarleyfi í nokkra daga. Síðar í vikunni upp- lýsti Kurt Rebmann, ríkissak- sóknari, að hafin væri rannsókn á því hvort hún hefði stundað njósn- ir. Árið 1974 upplýstist að Gúnther Guillaume, aðstoðarmaður Willis Brandt þáverandi kanslara Vest- ur-Þýskalands, var njósnari Austur-Þjóðverja. í framhaldi af þeirri uppljóstrun sagði kanslar- inn af sér embætti. HJÁ OKKUR GANGA VIÐSKIPTIN GLATT # VIÐ ERUM í hjarta borgarinnar við Brautarholt. # VID HÖFUM rúmgóðan sýningarsal og útisölusvæði. # VID BJÓDUM mikið úrval notaöra bíla af öllum gerðum. # VIÐ VEITUM góða og örugga þjónustu Vld höfum opið mánucI. - föstud. kl. 9 - i9 og Maugardí. M. ÉO - /9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.