Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 Tsplega 300 kennarar tóku þitt í námskeiðinn. Hér sést bópurinn fylgjast neð eríndi Þyríar Huldar Siguróardóttur, yfirkennara Varmárskóla í Mosfellssveit. 4ra dyra Isuzu Trooper '86 Pægilegri og rúmbetri en nokkru sinni fyrr. Isuzu Pickup '86 með „Space Cab" stórauknu rými fyrir farþega og farangur. Hörkugóðir bílar á góðu verði. Pottþéttir í akstri, viðhaldi og endursölu. Við bjóðum sérlega hagstæð greiðslukjör og tökum jafnvel gamla bílinn upp í þann nýja! BILVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Á BIIASÝNINGU KL. 13.00 - 17.00 LAUGARDAG KOMIÐ OG KYNNIST KRAFTMIKLUM NÝJUNGUM. Tæplega 300 kennarar á námskeiði: „Bjartsýni og áhugi kennara er að dáunarverður" — segir Kristín H. Tryggvadóttir „HVAÐ viljum við? — Hvert stefnum við?“, var yfirskrift námskeiðs fyrir kennara 6 til 12 ára gamalla nemenda á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis, sem haldið var í vikunni í Varmárskóla í Mosfellssveit. I»ar hittust tæplega 300 kennarar frá 16 skólum í Reykjanesumdæmi og ræddu ástand og horfur í skólamál- um. Að sögn Kristínar H. Tryggva- dóttur deildarstjóra á Fræðslu- skrifstofu Reykjanesumdæmis er námskeið í líkingu við þetta árlegur viðburður. Þó hefur ekki verið lagt í það áður að halda námskeið fyrir alla kennara um- dæmisins sameiginlega. „Til- gangurinn er fyrst og fremst sá að koma saman og ræða hvaða möguleika við höfum á að breyta Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri skólaþróunardeildar menntamála- ráðuneytisins. skólastarfinu og bæta það. Notin sem hver kennari hefur af þess konar umræðum eru tvenn, ann- ars vegar þeir að geta borið sam- an bækur sínar við aðra kennara og fylgst með nýjungum eða öðru sem er á döfinni. Hins veg- ar er það alltaf mikilvægt fyrir kennara að geta rætt við starfs- systkini sín, einkum þá kennara sem eru nýir. Þannig hefur nám- skeiðið einnig félagslegan til- gang án þess það sé beinlínis markmiðið með því,“ sagði Kristín. Námskeiðið stóð yfir í þrjá daga og var því hagað þannig að fyrir hádegi voru haldnir fyrir- lestrar en síðdegis unnið í hóp- um. 16 starfshópar ræddu marg- vísleg málefni varðandi börn á aldrinum 6 til 12 ára og upp- fræðslu þeirra. Hrólfur Kjartansson, deildar- stjóri skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins, hélt inngangserindi á námskeiðinu. Það fjallaði um stefnumörkun einstakra skóla og mat á skóla- starfi. Hrólfur sagði að niður- staða sín hefði verið sú að þrátt fyrir allt hefðu skólar umtals- vert frelsi í kennslu og öðru starfi. „Það er auðvitað ljóst að í þeim greinum sem þarf einhvern tækjakost til kennslunnar er mörgum sniðinn þröngur stakk- ur. Hins vegar setur ráðuneytið kennurum ekki strangar reHtTr Kristín H. Tryggvadóttir, deildar- stjóri á Fraeösluskrifstofu Reykjanesumdæmis. Ölafur B. Ölafsson, kennari við Álftanesskóla. svo þeir hafa tiltölulega frjálsar hendur með hvað þeir vilja helst leggja áherslu á í kennslunni svo og með námsefnisval." Bæði Hrólfur og Kristín töldu andrúmsloftið meðal kennar- anna með besta móti og greini- legur munur á því núna og í fyrrahaust. Kristín sagði að sú bjartsýni og sá áhugi sem hún yrði vör við meðal kennaranna þrátt fyrir bág kjör og erfiðar aðstæður væri aðdáunarverður. „Það er tvímælalaust mikið gagn í svona námskeiðshaldi," sagði Ólafur B. Ólafsson, kenn- ari við Álftanesskóla, einn af þátttakendunum á námskeiðinu. Hann segist yfirleitt fara á nám- skeið árlega, bæði til þess að endurmennta sig og hitta kenn- ara úr öðrum skólum. „Ég sé greinilegan mun á kennarastarf- inu nú frá því sem var um það leyti sem ég byrjaði að kenna. Kennarar hafa nú miklu meiri áhuga á samvinnu, áður unnu menn hver í sínu horni meira eða minna. Eins sýna foreldrar skólagöngu barna sinna sífellt aukinn áhuga og vilja jafnvel hafa áhrif á stefnumörkun skól- anna. Þetta er allt af hinu góða og ég held að með enn þá meiri samvinnu, bæði kennara inn- byrðis og við nemendur og for- eldra, geti æskufólk og kennarar þess litið björtum augum fram á vemnn." sagði ólafur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.