Morgunblaðið - 10.09.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1985 B 11 Einari tókst illa upp í Rómaborg: „Ég varð ekki fyrir vonbrigðum“ Frá Ágústi Ásgeirssyni, blaöamanni Morgunblaösins, í Rómaborg. Það heföi líklegast veriö skynsamlegast aö hætta eftir fyrsta kastið, ég fann þá strax til mjög mikils sársauka og vissi að lítt mundi ganga. Enda þótt úrslitin séu slæm í dag varö ég ekki fyrir vonbrigöum," sagöi Einar Vilhjálmsson eftir spjótkastskeppnina á Mobil Grand Prix— mótinu í Rómaborg, lokamóti stigakeppni frjálsíþróttamanna. Einar varö áttundi í Rómaborg og þar meö fjórði í stigakeppni spjótkastar- anna. Bandaríkjamaöurinn Tom Petranoff, fyrrum heimsmethafi, setti nýtt vallarmet á ólympíuleikvanginum er hann sigraöi á mótinu, eftir tvísýna og skemmtilega keppni viö landa sinn Duncan Atwood. Kast- aöi Petranoff 90,80 metra og Atwood 90,30. Það hefur aðeins einu sinni áöur gerst í frjálsíþróttasögunni aó tveir menn kasti yfir 90 metra á sama mótinu, þar voru að verki Tom Petranoff og Einar Vilhjálmsson í Osló í júnílok. Góöur árangur náöist í flestum greinum á Rómarmót- inu og skemmtu 60.000 áhorfendur sér oftast konunglega. Heppnaðist mótiö vel í alla staói, enda þótt vantaöi stórstjörnur í sumar hlaupa- greinarnar. • Einar Vilhjálmsson hafnaöi í áttunda sæti 1 Rómaborg. Einar hefur átt við þrálát meiösl aö stríöa í allt sumar og þaö háói honum mjög í Róm. Þegar spjótkastarnir gengu inn á leikvanginn var Einar meö forystu í stigakeppninni og þriöja sætiö í Róm heföi dugað honum til sigurs í stigakeppni spjótkastsins. Var Einar síöastur í kaströöinni og gat því fylgst meö hvernig keppinaut- unum vegnaöi. í fyrstu umferö köst- uöu aöeins Tékkinn Adamec og Einar yfir 80 metra, Einar 80,76 metra, og reyndist þaö hans lengsta kast í keppninni. Einar virtist ekki beita sér aö fullu í fyrsta kastinu, frekar eins og reynt væri aö hafa öryggi í fyrirrúmi. En vart lauk hann útkastinu áöur en hann greip um olnboga sinn, greini- legt að mikill sársauki fylgdi áreynslunni. i annarri umferö fór spjótiö sex sinnum yfir 80 metra, lengst hjá Svíanum Dag Wennlund, 84,90 metra, hans bezta í keppninni, og dugöi þaö til fjóröa sætis í lokin. Einari tókst vel upp í ööru kasti, spjótiö náöi góöu flugi, sveif í tign- arlegum boga langt út yfir völlinn. Ég taldi þaö mundu fara útyfir 85 metra, a.m.k. En þaö snerist ekki nógu hratt um þyngdarpunkt sinn er þaö tók að missa flugiö og var lendingin dæmd flöt. Örlítið meiri hraöi spjótsins, miðaö viö jörö, í útkastinu heföi séö um aö oddurinn heföi stungist niöur á undan. Mun- aði aðeins brotum úr sekúndu- metra, en þaö reyndust líka örlaga- rík brot. Eftir tvær umferðir var Einar í sjöunda sæti og áttundi eftir þrjár. Var ekki annað aö sjá en hann reyndi hvaö hann gat aö bæta stöö- una. En hann kvaldist greinilega í olnboga kasthandleggjar og spjót- iö neitaði lengra. Á hann viö þráláta beinhimnubólgu aö striöa, sem hann losnar ekki viö nema meö langri hvíld. Þegar á keppnina leiö vaföi Einar olnbogann meö bind- um, en þaö reyndist gera illt verra og aukaáverkinn. Mikið einvígi í fjóröu umferö spjótkastsins upphófst mikiö einvígi Bandaríkja- mannanna Petranoffs og Atwoods, og Wennlund var reyndar skammt undan. Attwood tók forystuna meö 86,82 metra kasti og Petranoff svarar meö því aö kasta 85,18. I þriöju umferö lengir Atwood sig í 87,42 metra, en Petranoff, sem var næstsíöastur í kaströö, geröi sér lítið fyrir og tók forystuna af Atwood er spjótiö stakkst niöur þar sem mældust 89,18 metrar. Fjórða umferöin var fremur tíö- indalítil. Aö vísu skaust silfurhafinn frá Los Angeles, Bretinn David Ottley, úr fimmta sæti í þriöja meö 84,92 metra kasti, sem var hans bezta í keppninni. Atwood kastaöi 84,44, sem var styzta kast hans af fimm gildum, en Petranoff undir- strikaöi stööu stna meö 87,52 m kasti. I fimmtu umferö dregur hins vegar til stórtíðinda. Atwood nær þá mjög vel heppnuðu kasti, tók forystuna aftur og setti nýtt vallar- met, 90,30 metra. Ánægja hans var mlkil og hann taldi sig nokkuð ör- uggan um sigur á mótinu og í stiga- keppninni einnig, þar sem þeir Petranoff voru jafnir aö stigum fyrir mótiö, báöir meö 37 stig, eöa 6 færri en Einar. En Adam var ekki lengi í paradís og risakast Atwoods nægði honum aöeins til fimm mínútna forystu og vallarmetiö var skammlíft, því Petr- anoff bætti fljótt um betur, kastaði 90,80 metra. Sló Petranoff félaga sinn útaf laginu meö þessu kasti. í síöustu umferö kastaði Atwood rúma 85 og Petranoff 87,30. Var öryggi Petranoffs mest allra spjót- kastaranna. Fjögur kastanna hjá honum fóru yfir 87 metra. Petranoff fær uppreisn æru Meö sigri sínum fékk Petranoff uppreisn æru eftir lélega frammi- stööu á heimavelli sínum í Los Angeles, er ólympiuleikar voru þar haldnir í fyrra. Þá bjóst bandaríska þjóöin viö sigri Petranoffs, en hann komst ekki í úrslitakeppnina, varö 10. meö 78,40. Eftir aö Petranoff setti heimsmet í spjótkasti voriö 1973 þótti landsmönnum hans þaö sjálfgefið aö hann sigraöi í Los Angeles. Meö sigri sínum varö Petr- anoff fimmti yfir heildina meö 55 stig. Heföi Einar gengiö heill til skógar og sigrað heföi hann hlotiö 61 stig og annað sætiö í heildar- keppninni. Heföi þaö þýtt 25.000 doliara íverölaun í staö 3.000. Þrátt fyrir aö Einari vegnaöi illa í Rómhefur hann náö stórkostlegum árangri í sumar. Rómarmótiö vó tvöfalt í stigagjöf miöaö viö hin 14 Grand Prix-mótin, og því féll Einar niöur í fjóröa sæti stigakeppni spjótkastaranna. Þetta var 22. stór- mót Einars í sumar og á 20 þeirra komst hann á verðlaunapall, lang- oftast sem sigurvegari. Keppinaut- ar hans í Rómaborg, sem ég talaöi viö fyrir og eftir keppni, báru honum gott vitni og sögöu hann hafa náö glæsilegum árangri í sumar, ár- angri, sem þeir kváöust sjálfir viljaö hafa náö. En Einar er sá eini þeirra, sem oröiö hefur fyrir meiöslum á árinu, þaö var í júlíbyrjun, í lok strangs keppnisferöalags um Noröurlönd, þar sem hann keþpti á 10 mótum á mánuði. Var hann ekki oröinn fyllilegar góöur af þeim í keppni Noröurlandanna og Sovét- ríkjanna og hefur ekki fengiö sig góöan síðan. Engin vonbrigi „Þaö væri rangt aö segja aö ég hafi orðið fyrir vonbrigöum meö frammistööuna. Ég vissi aö hverju stefndi, en átti ekki annarra kosta völ en keppa,“ sagöi Einar eftir keppnina í Róm. „Maöur veröur aö líta framhjá þessu, ég er aö ööru leyti mjög sáttur viö f rammistööuna i sumar, náöi miklu lengra en ég bjóst viö í vor. Aö vísu bætti ég ekki fslandsmetiö, en kastaöi tvisvar yfir 90 metra og meöaltal 10 beztu mótanna er rúmlega 89 metrar. Tíunda bezta mótið hjá mérer rúmir 88 metrar. Ég hef bætt samsvar- andi meöaltal frá fyrri árum um marga metra, sýnt jafnari árangur enáöur." Keppnin i Róm var góö auglýsing fyrir spjótkastiö. Forystan var aldrei í höndum sama keppandans í fyrstu fimm umferöunum. Slík tilþrif eru skemmtileg og setja spennu í mót- in. Spjótkastarar hafa verið í mikl- um ham í sumar og árangurinn á toppnum og á breiddina aldrei betri. Keppni Einars og Petranoffs i Osló í sumar er orölögð sem frá- bær auglýsing fyrir f rjálsíþróttir. Rétt við heimsmetið Hiö sama má segja um sumar keppnisgreinar í Róm, einkum 3000 metra hlaup kvenna, þar sem Mary Decker-Slaney var aöeins þrjár sekúndur frá heimsmeti meö vel útfæröu hlaupi. Þrjár fyrstu í hlaup- inu bættu landsmet ríkja sinna um 6-10 sekúndur. Haft var á oröi aö nú hefði Mary sýnt í eitt skipti fyrir öll hver væri bezt hlaupakvennanna þriggja, sem komu svo eftirminni- lega viö sögu i 3000 metra hlaupinu í Los Angeles í fyrra. Heimsmet lá lengi í loftinu, en hraöinn datt aö- eins niður upp úr miöju hlaupi. Er aöeins timaspursmál hvenær metið fellur. Varö Mary Decker-Slaney lang stigahæst yfir heildina í kvennaflokki. Mest var keppnin í 5000 metrun- um, sem hlaupnir voru afar taktískt. Bandaríkjamaðurinn Doug Padilla, sem veriö hefur ósigrandi í sumar í 3 km og 5 km hlaupum (aö vísu hefur hann ekki hitt Marokkómann- inn Said Aouita fyrir), lét aöra um aö ráöa hraðanum og hélt sig lengst af aftarlega. En þegar 1 km var eftir tók hann til sinna ráöa. Taldi ég miklar líkur á aö landi hans, Sydney Maree, mundi sigra á endaspretti. Maree á annan bezta árangur í heiminum í 5 km og þriöja bezta frá upphafi og er miklu betri 1500 metra hlaupari en Padilla. En það var eins og Padilla heföi þaö alveg í höndum sér hvernig hann útfæröi hlaupið, og átti gott svar er Maree reyndi aö komast upp aö hliö hans er um 100 metrar voru í mark. At- hyglisveröur var árangur Thomas Wessinghage, Vestur-Þýzkalandi, en hann varö þriöji. Wessinghage hefur veriö í fremstu röö í heiminum íröskan áratug. Fjör í stangarstökki Stangarstökkskeppnin vakti einnig veröskuldaöa athygli, enda fjörugir keppendur og stórgóöir. Frönsku verölaunahafarnir frá Los Angeles, Thierry Vigneron og Pierre Quinon, virtust til alls líklegir, er jjeir fóru himinhátt yfir 5,70. Töldu áhorfendur aö þeir myndu veita Rússanum Sergei Bubka haröa keppni og reyna jafnvel viö 6 metra. En ólympíumeistarinn, Quinon, átti vonlitlar tilraunir viö 5,80. Vigneron fór þá hæö léttilega og jók á spenninginn. Honum tókst þó illa upp viö 5,85, en spennan hélzt samt er Bubka felldi þá hæö í fyrstu tilraun. En í annarri tilraun fór Bubka himinhátt yfir. Er Vigner- on var út fallinn lét Bubka hækka rána í 6,01, nýja heimsmetshæð. Eina von Bubka um sigur í heildar- keppninni var aö hann setti heims- met, þá heföi hann hlotiö næg bón- usstig, sigur í stangarstökkinu dugöi ekki nema í 3.-4. sætiö. En þær vonir uröu fljótt aö engu, þvi Bubka virtist aldrei eiga möguleika áaösetjamet. Keppnin var einnig tvísýn i 200 metrum karla, langstökki karla og kvenna, þar sem oft var skipst á um forystu, 1500 metrum karla og 800 kvenna. i síöastnefndu greininni sigraöi heimsmethafinn Jarmila Kratovchilova meö mjög vel út- færöri taktík. Tók hún strax forystu og þótt hraöinn væri lítill framan af gaf hún aldrei neinum tækifæri til aö komast fram úr sér. í 400 grind kvenna setti ólympíumeistarinn, Judy Brown-King, nýtt bandarískt met meö vel útfæröu hlaupi. Tók hún ekki forystu fyrr en á beinu brautinni í lokin. Keppni var afar hörö í 100 metrum kvenna, og ár- angur fyrstu fjögurra mjög góður. Florence Griffith, Bandaríkjunum, sigraöi glæsilega, en hún er fræg fyrir aö vera með a.m.k. 10 sm lang- ar neglur á vinstri hendi. Kveöst hún vonast til aö veröa viöurkennd sem góöur 100 metrahlaupari, og sigur- inn í Róm hjálpar til þess, en f rægari er hún þó fyrir neglurnar. Loks náöi Mike Franks, Bandaríkjunum, frá- bærum árangri í 400 metrum, sem hann hljóp á 44,87 sekúndum. Tapaði Aouita? Nokkur hringlandi var meö þaö hvort hinn stórkostlegi afreksmaö- ur Said Aouita frá Marokkó keppti. Á endanum var hann ekki meö. Missti hann því af nær öruggum peningaverölaunum aö upphæö 35 þúsund dollarar. Mun Aouita hafa krafizt aukagreiöslu fyrir aö keppa, en veriö synjaö. Úr hans horni var þaö látið heita aö hann heföi meitt sig þremur dögum fyrir mótið í Róm, en fæstir lögöu trúnaö á þá fullyrðingu, t.d. ekki íþróttamenn- irnir sjálfir. Vera kann aö Aouita hafi ekki tapaö á því aö hætta viö, því ef hann heföi beöiö ósigur i keppninni heföi þaö lækkaö þá upphæð, sem hann getur beöiö mótshaldara aö greiöa sér á næsta ári, og einnig tapaö bónus hjá skó- fyrirtæki, sem leggur honum til iþróttafatnaö. Fjarvera Aouita féll í vondan jaröveg, einkum þar sem hann hefur veriö iöinn viö aö keppa á Grand Prix-mótunum. Og þótt einnig vantaöi aöra fræga íþrótta- menn (þess má m.a. geta aö Aust- ur-Þjóöverjar hundsa þessa keppni einir þjóöa) þá tókst mótiö í alla staöi vel og aö sögn forseta Al- þjóöafrjálsíþróttasambandsins veröur mótahaldi af þessu tagi haldið áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.