Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGLIR15. gEPTEMBER 1985 ÞRJÁR SÝNINGAR Ingvar Þorvaldsson Myndlist Bragi Ásgeirsson Um þessar myndir sýnir Ingvar Uorvaldsson 26 vatnslitamyndir í Ásmundarsal. Ingvar virðist hafa tekið ást- fóstri við þennan sal og sýnir þar jafnan og sömuleiðis hefur hann miklar mætur á vatnslitum, sem hann meðhöndlar af mikilli virð- ingu. Vatnslitamyndir fara og ágætlega í Ásmundarsal og eink- um eftir að húsameistararnir flikkuðu upp á hann og birtan er hin ákjósanlegasta. Ingvar Þorvaldsson telst af þeim skóla í íslenskri myndlist er telja má til raunsæisstefnunn- ar og nokkrir listamenn hafa tekið upp,og vinna undir sterkum áhrifum frá Andrew Wyeth. Þeir gera það hver á sinn máta en skyldleikinn er þó auðsær. Ingvar er tómstundamálari en aðalstarf hans er húsamálun og í ljósi þess að hann hefur ekki mikið lært þá er árangur hans hinn eftirtektarverðasti. Þeir teljast ekki margir, er leggja jafn mikla alúð við handverkið og Ingvar og lifa sig jafn fölskva- laust inn í myndefnið. Hér er ekki um neina tilgerð að ræða svo að ætla má að Ingvar sé gott listamannsefni. Þessi sýning er um margt svip- uð síðustu sýningu Ingvars á sama stað svo að óþarft er að fara mörgum orðum um hana en ég kenni framför í myndum svo sem: „Langir skuggar" (5), „Skelj- ar“ (6), „Frá Húsavík" (9), „Beygl- uð“ (13) og „Það er lokað“ (21). „Rýmií húsagerð“ Húsameistararnir eru með litla en athyglisverða sýningu er kemur frá Osló og nefnist „Det arkitektoniske Rom“. Þetta er syning sem kemur okkur mikið við því að hér erum við líkast til að fylla upp í öll auð svæði undir slagorðinu „þétting byggðar". Slíkt verður að gerast með mikilli gát því að rýmið í kringum byggð hefur mikla þýð- ingu svo sem fram kemur á þess- ari sýningu. Vísað er til þess að miðaldaborgirnar í Suður— Evrópu eru gott dæmi um spenn- andi og vinalegt rými. Hinsvegar hafi margar nýrri borgir verið skipulagðar til hags fyrir hinar einstöku byggingar án þess að nægilegt tillit sé tekið til stærð- arhlutfalla byggðarrýmisins og almenningsheilla. Það eru og margir möguleikar til að þétta byggð án þess að fylla upp í auð svæði og mættu menn hér athuga sinn gang. Öll um- ræða hér væri af hinu góða. Stóllinn Sóley Mér þykir rétt að vekja athygli á því að hinn nú frægi stóll „Sól- ey“ er til sýnis í Gallerí Langbrók þessa dagana ásamt annarri hugmynd Valdimars Harðarson- ar, — felliborði. Svo sem segir þá er hugmynd Valdimars Harðarsonar í senn einföld og snjöll. Hönnun þessa stóls er slík að hann hentar alls staðar jafn vel enda er um fjölda gerða að ræða. Sóleyjarborðið er ótrúlega einfalt felliborð sem jafnframt er tæknilega fullkom- ið. Það má víst taka undir þetta og bæta við, að jafnframt eru stóll og borð í myndrænasta lagi — minna á litla og lauflétta skúlptúra. Þannig var þetta einn- ig á tímum Bella Epoche“ Art Nouveu og Jugendstil — uús- gögnin gátu verið líkast undurfal- legum skúlptúrum og auganu hátíð. Nöfn stílbrigðanna segja mikið og eru sannarlega rétt, því að á þessum tímum var víst gaman að vera til og eiga dálitla aura. Aurinn var harður málmur er mikið fékkst fyrir og hand- verkið ekta. Ekkert fjöldafram- leitt Hong Kong- og Taiwan— drasl. Stóllinn Sóley er traust, einföld og falleg hönnun og höf- undinum til sóma. Færir okkur nær heimsmenningunni og sýnir hvað í okkur er spunnið á landi hér. OPIÐ 12.00-23.30 Síðasta Whelgin g m. ísumaiH íJTORKOSTLEG LUGELDASÝNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.