Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 Tískusýning í kvöld kl. 21.30 Módel- samtökin sýna fatnað frá Kays HOTEL ESJU Smiöjuvegi 1, sími46500 Kópavogi, TONAFLOD I RIO föstudags- og laugardagskvöld 12 söngvarar ásamt hljómsveitinni Goógá Jensdóttir Mjöll Hólm Jón Stef Oddrún Ragnar Geir Guðjón Fl Þorvaldur Edda Friðrik Selma Þór Nielsson Matur framreiddur kl. 21.00 Boröapantanir í síma 46500 frá kl. 13.00—19.00 Húsid opnad öörum en matar gestum kl. 22.00 Jesúítinn og Kína Bókmenntir Siglaugur Brynleifsson Jonathan D. Spence: The Memory Palace of Matteo Ricci. Faber and Faber 1985. Minnislistin var mikil nauðsyn áður en fjölmiðlun þekkingarinn- ar hófst með Gutenberg og eftir það var hún stunduð meira og minna eftir aðstæðum. Jesúíta-- trúboði i Kína á 16. og framan af 17. öld átti þess ekki kost að flytja með sér bókasafn frá Evrópu til þessa fjarlæga ríkis, svo að hann varð að muna inntak ótal rita til þess að geta stundað starf sitt með einhverjum ár- angri. Kínverjar iðkuðu einnig minnislistina, en Ricci gerði sér kerfi sem hann notaði og setti síðar saman á kínversku. Höf- undurinn skrifar hér frásögn af veru Riccis í Kína og flokkar hana niður samkvæmt kenning- um Riccis varðandi minnislist- ina, en sú flokkun samhæfist lífshlaupi Riccis. Matteo Ricci yfirgaf föðurland sitt Ítalíu 1577, hélt fyrst til Indlands og síðan til Kína, þar sem hann starfaði frá 1583 til dauðadags 1610. Ignatíus Loyola lagði svo fyrir reglu sína, Jesúítaregluna, að liðsmenn hennar skyldu stunda trúboð, bæði meðal villuráfandi kristinna manna, trúvillinga þ.e. mótmælenda og einnig meðal heiðingja: Fyrstu kristniboðarn- ir í Asíu og víðar voru Jesúítar. Varla var hægt að fá hæfari menn til kristniboðs en menn af þessari reglu, sem voru frá því á 16. öld og síðan allt til vorra daga grunnmenntuðustu menn Evrópu. Það var valið í regluna, nám reglubræðra var langt og strangt og þeir voru ekki síður vel að sér í raungreinum og vís- indum en háspeki, heimspeki og guðfræði. Víðfrægasti rithöfund- ur íslendinga, var Jesúiti, Jón Sveinsson. Ricci ritaði nokkrar bækur í Kína varðandi trúboð og heim- speki og þýddi evrópsk rit á kínversku og gaf út. Þessi frá- sögn er ekki aðeins ævisaga Riccis heldur einnig hluti heims- sögunnar á 16. öld. Frumheimild höfundar er rit Riccis; Um minnislistina, en þar er að finna ævisögu punkta ásamt skýring- um þeirra sem bættu við ritið síðar. Spence fjallar um heims- mynd Riccis, þann heim sem hann lifði og úr þessu verður eins og áður segir heimssaga, þar sem komið er inn á lifnaðarhætti, siði og viðhorf Kínverja, verslunar- sögu, sjóferðalýsingar og guð- fræði. Fjallað er um kenningar Kon- fúsíusar, taóisma og búddisma. Ricci hafði náið samband við marga lærða Kínverja og síðustu árin sem hann dvaldi í Peking stundaði hann samkvæmislífið Skammlaust en skamm samt Myndbönd Árni Þórarinsson Ég hef áður i þessum dálkum varað við villandi upplýsingum sem framleiðendur myndbanda hérlendis gera sig stundum seka um á umbúðum spólanna. Því miður verð ég að gera það aftur hér og nú varðandi spólu sem nýverið komi á markað með Ileath Sentence sem kynnt er á kápunni sem spennumynd með Nick Nolte í aðalhlutverki. Umslagið hefur myndir af Nolte í bak og fyrir og eru þær trúlega fengnar að láni úr 48 hrs. Stað- reyndin er sú að Nolte er hér i algjöru aukahlutverki, enda er um að ræða ódýra ameriska sjón- varpsmynd, meir en tíu ára gamla. I henni lítur Nolte út eins og saklaus fermingardrengur, en ekki sá útlifaði ruddalegi svoli sem í seinni tíð hefur fengið að sanna ágæti sitt í ýmsum fyrsta flokks myndum. Það er ljótt að reyna að græða svona á fölskum forsendum. Skamm. Að öðru leyti er Death Senten- ce þolanleg afþreying í venjulegu amerísku sjónvarpsmeðallagi. Söguþráðurinn er býsna götótt- ur, en hann greinir frá húsmóður einni (Cloris Leachman) sem kvödd er til að taka sæti dómi og er sakborningur, ungur maður (Nolte) ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni. Babb kemur í bátinn hjá frúnni þegar það rennur upp fyrir henni smátt og smátt í réttarsalnum að sá seki er í raun eiginmaður hennar sjálfrar (Laurence Luckinbill), en áhorfendur fá að vita að tals- vert á undan henni eða strax í upphafi myndarinnar. Ef áhorf- endur horfa fram hjá götum eins og því að morðingin skilur sjálft morðvopnið, trefilinn sinn, eftir á líkinu og að kviðdómandi í einangrun fær að valsa inn og út um gluggann til að rannsaka málið upp á eigin spýtur, ja, þá geta þeir notið Death Sentence rétt á meðan á sýningu stendur. Hún er skammlaus. Stjörnugjöf: Death Sentence *‘/i FIMMTUDAGURI FÖSTUDAGUR IlAUGARDAGURI SUNNUDAGUR Bandaríska blökku- söngkonan GAILE W PETERS W skemmtir ásamt tríó ART- HURS MOON Bandaríska blökku- söngkonan GAILE PETERS W skemmtir ásamt tríó ART- HURS MOON Bandaríska blökku- söngkonan GAILE PETERS skemmtir ásamt tríó ART- HURS MOON NYJA MATARLÍNA NAUSTSINS VEKUR ATHYGLI VERIÐ VELKOMIN f* NAUST ^ m.a. í þeim tilgangi að ná til sem flestra vegna þess erindis sem hann átti að reka, sem var að snúa Kínverjum til kristni. Sem menningarsöguleg heimild er þetta rit einstakt og höfundurinn hefur unnið úr hálfgerðum brotaheimildum rit, sem eykur þekkingu þessa tímabils bæði varðandi Kína og Evrópu. Jonathan Spence stundaði nám í Cambride og við Yale-háskól- ann í kínversku. Hann er nú pró- fessor í sagnfræði við Yale og sérgrein hans er saga Kína síðari hluta keisaratímabilsins og nú- tíma Kína. Bókin kom út í Banda- ríkjunum í fyrra og hlaut lof gagnrýnenda. Fjölbreytt vetrarstarf hjá Leikfélagi Selfoss Selfossi, 15. september. LEIKFÉLAG Selfoss hefur gengið frá ráðningu Þórhildar Þorleifsdótt- ur leikstjóra til leikstjórnar hjá félag- inu á komandi vetri og mun auk þess njóta starfskrafta Arnars Jóns- sonar. Vetrarstarf félagsins hófst fyrir hálfum mánuði með Dverghelginni sem svo er nefnd eftir samastað félagsins við Tryggvagötu. Þessa helgi máluðu félagarnir staðinn utan og gáfu honum líflegt útlit. Fyrirhugað er fjölbreytt félags- starf í vetur og má í því sambandi nefna hugsanlega samvinnu fé- lagsins við skemmtistaðinn Inghól um gerð kabaret-dagskrár sem flutt verður í nóvember. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri mun starfa með félaginu. Ekki er ákveð- ið hvaða verk verður tekið fyrir en hugsanlegt er að Þórhildur muni starfa með félögunum að leikgerð í stað þess að setja upp eitt ákveðið leikverk. Leikfélagið mun standa fyrir leiklistarnám- skeiðum í vetur og auk þess styðja við bakið á leiklistarstarfsemi í vetur og auk þess styðja við bakið á leiklistarstarfsemi í skólum á Selfossi. Við þetta starf væntir leikfélagsfólk þess að njóta starfs- krafta Þórhildar Þorleifsdóttur og Arnars Jónssonar. Þá er fyrir- hugað að gefa út á snældu lög úr leikverkinu „Þið munið hann Jör- und, sem flutt var á Selfossi 1983-4. Stjórn Leikfélags Selfoss skipa Magnús J. Magnússon formaður, Sigurlína Guðmundsdóttir, Ingi- björg Stefánsdóttir, Katrfn Karls- dóttir og Guðrún Guðbjörnsdóttir. SigJóns. c-- -Æ' Magnús J. Magnússon, formaóur Leikfélags Selfoss, fyrir framan unmautnA fpUiiRÍnH. r>vf»rcrinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.