Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 MorgunblaiiJ/Úlfar Ágústsson Halldór Ásgrímsson sjávanítvegsráðherra talar á fundinum í Hnífsdal. Hinn mikli mannfjöldi á fundinum endurspeglar áhyggjur Vestfirðinga vegna breyttrar fiskveiðistefnu. Enginn þeirra mælti með kvótakerfi ráðherrans og töldu að það hefði ekki komið að því gagni sem því var ætlað við stjórnun fiskveiðanna. Harðar umræður um sjávarútvegsmál í Hnífsdal: kvæmdastjóri á ísafirði flutti ræðu þar sem hann fordæmdi mjög vinnubrögð Hafrannsókna- stofnunar við tillögugerð á heild- arafla sem undanfarin ár hafi aldrei verið í neinu samræmi við veiðar, ýmist langt yfir möguleg- um veiðum eða langt undir. Þá lýsti hann mikilli andstöðu við kvótakerfið og taldi sjávarút- vegsráðherra meiri mann af ef hann legði það kerfi niður. Jón vill að tegundarkerfið sem var í gildi átta árin á undan kvótakerfinu, verði tekið upp aftur, en þá voru þroskveiðar bannaðar í tiltekinn tíma á árinu og reynt að sam- ræma betur veiðar og vinnslu. Greinilegt var að hugmyndir Jóns Páls um stjórnun fiskveiða áttu góðan hljómgrunn meðal fundarmanna og kom í ljós í um- ræðum, að enginn þeirra er sam- þykkur kvótakerfinu og telja það til sakaða. Hann lagði áherslu á að fiskveiðistefna þeirra þriggja sjávarútvegsráðherra sem voru á undan Halldóri, hafi verið að mestu óbreytt og þegar Steingrím- ur Hermannsson hafi skilað af sér sjávarútvegsráðuneytinu í hendur Halldóri Asgrímssyni hafi verið búið að slípa alla heistu agnúana af skrapdagakerfinu. Breytingar Halldórs Ásgrímssonar sem byggðar hafi verið að hluta á svartsýnum áætlunum fiskifræð- inga hafi verið samþykkar með semingi til reynslu, en nú vilji menn snúa aftur til fyrri aðferða. Fyrstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar á fimmtudag Fyrstu tónleikar 36. starfsárs Sinfóníuhljómsveitar íslands verda fimmtudaginn 3. október í Há- skólabíói kl. 20.30. Stjórnandi verður gríski hljómsveitarstjórinn Miltiades Carides en einleikarar verða fjórir tréblásturshljóðfæra- leikara, þeir Bernharður Wilkinson á flautu, Daði Kolbeinsson á óbó, Einar Jóhannesson á klarinett og Hafsteinn Guðmundsson á fagott. Tónleikarnir hefjast á sinfóníu nr. 6 eftir Beethoven, sem hlotið hefur viðurnefnið Sveitasinfón- ían, en hún var siðast flutt hér fyrir tveim árum. Annað verkið á tónleikunum er quadruple concerto eftir Jean Francaix, eitt af þekktari núlif- andi tónskáldum Frakklands. Síðasta verkið á tónleikunum er „Mandaríninn makalausi" eft- ir Béla Bartók, bailettmúsik samin 1919. Ballettinn olli mikl- um uppsteyt þegar hann var frumfluttur í óperuhúsinu í Col- ogne árið 1926. Sinfóníuhljóm- sveit íslands hefur tvisvar áður sett „Mandaríninn" á verkefna- skrá, en orðið að hætta við vegna þess hve verkið er krefjandi. Miklar umræður urðu á fundin- um sem stóð fram yfir miðnætti og endurspegluðu þær áhyggjur fólks á Vestfjörðum vegna fram- tíðar sjávarútvegs. Einn ræðu- manna, Ragnheiður Hákonardótt- ir, taldi að of lítið væri hugsað um það fólk sem af sjávarútvegi lifði og taldi mjög varhugavert að fá einum manni það alræðisvald i hendur, sem væntanlegt frumvarp sjávarútvegsráðherra gerði ráð fyrir. Eitthvað var talað um póli- tíska misnotkun og vildi Guð- bjartur Ásgeirsson skipstjóri fá svar við þeirri fullyrðingu togara- skipstjóra í talstöð að hann hefði farið 300 tonn yfir leyfilegt veiði- mark, en hann sagði að þetta væri kallaður framsóknarkvóti á mið- unum. Halldór Ásgrímsson bar af sér allar slíkar ásakanir og sagðist aldrei taka pólitíska afstöðu til þessara mála, eða að láta kjör- dæmi sitt sitja frekar að kökunni en önnur kjördæmi. Úlfar Morsunblaðið/Úlfar Ágústsson Jón Páll Halldórsson framkvæmdastjóri á ísafirði deildi mjög hart á sjávar- útvegsráðherra fyrir kvótakerfið og Hafrannsóknastofnun fyrir ónothæfar tillögur um aflamörk. Einleikarar á fyrstu tónleikum 36. starfsárs Sinfóníunnar Bernharður Wilkinson á flautu, Daði Kolbeinsson á óbó, Hafsteinn Guðmundsson á fagott og Einar Jóhannesson á klarinett. ísafirði, I. október. Á ÞRIÐJA hundrað karla og kvenna sótti fund sjávarútvegsráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, og Jakobs Jakobssonar, forstjóra Hafrann- sóknastofnunar, sem haldinn var í Hnífsdal á mánudagskvöld. Jakob Jakobsson hóf fundinn með ítarlegu erindi um ástand sjáv- ar en þar kom fram að mjög hag- stæðra áhrifa gætir nú við Vestfirði og vestanvert Norðurland vegna heitrar sjávartungu sem þar liggur. Þá sagði hann að meginhluti ung- loðnustofnsins væri á afmörkuðu svæði norður af Vestfjörðum en þetta tvennt leiddi til þess að veru- legur hluti þorskstofnsins héldi sig á þessu svæði og mætti jafnvel tala um hann sem torfufisk líkt og sfld- ina á þessum slóðum. Hann varaði við of mikilli bjartsýni vegna aflans á Vestfjarðamiðum í sumar og sagði að aukning aflans nú mundi aðeins þýða minnkandi stofn, en stækkun stofnsins væri grundvöllur frekari veiða í fraratíðinni. Þá gat hann þess að hagstæð skilyrði í sjónum síðustu ár hefðu skiiað sér í þyngri fiski, en þar gæti orðið breyting á sem þá myndi valda aflaskerðingu þótt sami fjöldi fiska væri veiddur. í sinni ræðu lagði Halldór Ás- grímsson áherslu á að reynt hafi verið að flýta skýrslum fiskifræð- inga og tillögum þeirra um afla næsta árs. Þess vegna væri nú hægt að marka stefnu með góðum fyrirvara í samstarfi við hags- munaaðila. Hann lagði einnig áherslu á að þótt það væri skoðun hans og flestra þeirra sem um sjávarútvegsmál fjölluðu að hafa þyrfti stjórnun á fiskveiðunum, þá væri sú leið farin af illri nauðsyn frekar en af áhuga fyrir miðstýr- ingu. Hann sagði að allar stjórn- unaraðgerðir í þessum málum væru slæmar og menn yrðu að gera sér grein fyrir að verið væri að finna þá lausn sem flestir gætu fellt sig við, frekar en að um væri að ræða óbrigðula leið. Þá sagði hann að megin ástæða löggjafar sem hann mun leggja fyrir Al- þingi í haust og gerir ráð fyrir þriggja ára kvótaskiptingu, sé að koma í veg fyrir þá óvissu sem nú ríkir, þannig að útvegsmenn geti gert áætlanir til lengri tíma. Halldór lagði mikla áherslu á að kvótakerfið tæki öðrum kerfum fram sem reynd hafa verið og í umræðum á eftir sagðist hann ekki geta séð að það væri í raun mikill ágreiningur um það. Þá sagði hann að gagnrýnt væri að kvótakerfið væri mjög ósveigjan- legt, en staðreyndir sýndu annað. Benti hann á að þrátt fyrir 267 þúsund lesta hámarksafla sam- kvæmt ákvörðun ráðuneytisins i ár mætti gera ráð fyrir um 310 þúsund lesta afla vegna sveigjan- leika kerfisins og betri skilyrða í sjónum en gert var ráð fyrir. Jón Páll Halldórsson fram- Vestfirðingar vilja skrapdagakerfi aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.