Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 Veður víöa um heim Lægst Haast Akureyri 12 hélfskýjaó Amsterdam 5 15 skýjaó Aþena 10 15 skýjaó Barcelona 21 skýjaó Berlín 1 15 skýjaó Brtissel 5 15 skýjaó Chicago 7 19 heióskírt DuMin 8 17 skýjaó Feneyjar 14 skýjað Frankfurt 6 16 skýjaó Genf 7 1S skýjaó Helsinki 8 9 skýjað Hong Kong 26 29 heióskírt Jerúsalem 13 22 heióskirt Kaupmannah. 7 14 skýjaó Las Palmas Lissabon 14 27 vantar heióskírt London 11 15 skýjaó Los Angeles 16 33 heióskírt Lúxemborg 11 léttak. Malaga 25 heióskirt Mallorca Miami 27 29 vantar heióskírt Montreal 6 12 rigning Moskva 10 skýjað New York 18 27 heióskirt Oetó 4 13 heióskírt París 10 16 heióskírt Peking 2 15 skýjeó Reykjavík 10 skúr Rió de Janeiro 18 30 skýjaó Rómaborg 8 24 heióskírt Stokkhólmur 3 10 skýjaó Sydney 17 23 ngning Tókýó 11 21 heióskírt Vinarborg 8 10 skýjað Þórshöfn 10 alskýjaó E1 Salvador: Ekkert miöar í viðræðun- um við mannræningjana San Salvador, El Salvador, 16. október. AP. RÍKISSTJÓRN El Salvador gaf í gær út yfirlýsingu um, að hún ætti í vi6- ræðum við hóp vinstrisinnaðra skæruliða um ránið á dóttur Joses Napoleons Duarte forseta og nyti þar milligöngu vestur-þýsks stjórnmála- ERLENT manns, en arangur hefði enn enginn orðið. Julio Adolfo Rey Prendes, nán- asti ráðgjafi Duartes, kvað einnig hafa verið rætt við mannræningj- ana með tilstyrk erlendra ríkis- stjórná og ráðherra, en tilgreindi það ekki nánar. Blaðið Die Welt, sem gefið er út í Bonn í Vestur-Þýskalandi, sagði, að einn af þingmönnum Jafnaðar- mannaflokksins, Hans Jiirgen Wishnewski, hefði verið milli- göngumaður í málinu í næstum tvær vikur. Það er skæruliðahópur, er nefnir sig Pedro Pablo Castillo-fylking- Leit er stöðugt haldið áfram af Du- arte Durán, dóttur Duartes forseta. una, sem lýst hefur sig ábyrgan fyrir ráninu á dóttur Duartes og vinkonu hennar. Irland: Sólarhringsverkfall hjá opinberum starfsmönnum Dublin, 15. október. AP. FLUGVELLIR, skólar, sjúkrahús og aðrar mikilvægar stofnanir voru lok- aðar í írska lýðveldinu í dag vegna verkfalls 170.000 opinberra starfs- manna. Hófst verkfallið á miðnætti sl. nótt og var það háð í því skyni að mótmæla fyrirhugaðri kaupbindingu stjórnarinnar á laun opinberra starfsmanna á næsta ári. Yfir ein milljón barna komust ekki í skólann vegna verkfallsins, þar sem allir barnaskólar voru lokaðir. Sama máli gegndi um há- skóla, stjórnarskrifstofur, dóm-’ stóla og sjúkrahús nema að því er snerti neyðarvaktir. Um 1.500 tollverðir tóku þátt í verkfallinu, sem varð til þess að tollstöðvar á landamærunum við Norður-írland voru ómannaðar í dag. Búizt var við að það ætti eftir að leiða til verzlunarferða mikils fjölda fólks frá írska lýðveldinu til Norður-írlands, þar sem vöruverð er lægra. Fangar í Denver: Klæðast í samræmi við afbrotin Denver, Bandaríkjunum, 15. október. AP. FANGAR í bæjarfangelsinu í Denver klæðast mismunandi klæðnaði í samræmi við þau brot sem þeir hafa framið. Þannig klæðast þeir sem bíða réttarhalda vegna alvarlegri afbrota grænum fangabúningi, en þeir sem hafa framið minniháttar afbrot, bláum búningi. Kynhverfir klæðast gráu, sem og þeir sem eru þekktir af ofbeldi eða hafa átt við sálfræðileg vandamál að glíma. Ólfkir litir klæðanna gera fangavörðum auð- veldara um vik að fylgjast með föngunum. Venjulega eru það um 5% af föngunum sem klæðast gráu, en þessar reglur hafa nú verið í gildi í um eitt ár. Baráttuhópar fyrir réttindum kynhverfra hafa hafið baráttu gegn þessum reglum um klæðnað, þar sem þær geri and- rúmsloftið innan fangelsisveggj- anna erfiðara, þó ekki sé á það bætandi. Ekki er vitað til þess að samskonar reglur séu í gildi í öðrum fangelsum 1 Bandaríkjun- um. Betri Borg í miðborginni iz. Það er Ijúft að borða á Borginni Á NÝJA MA TSEDLINUM OKKAR ERU NOKKRIR NÝIR FREISTANDI RÉTTIR S.S.: Reykt nautatunga m/portvínshlaupi, köld kalkúnsbringa, pönnusteiktur skötuselur ad austurlenskum hætti, fyllt grísasneib med hindberjasósu, djúpsteiktur piparostur. Auk þess minnum viö á seöil dagsins sem ávallt kemur þægilega á óvart. Joyce og Kafka hlutu aldrei Nóbelsverðlaun, og sennilegt er að Graham Greene verði einnig að komast af án þeirra. Pólitík og Nóbelsverðlaun — verðleikar höfunda gera þá ekki að lárviðarskáldum NÚ LÍÐUR að því að ritari sænsku Akademíunnar, Lars Gyllensten, standi frammi fyrir fréttamönnum og til- kynni hver næst tekur við Nóbelsverðlaunum í bók- menntum, en verðlaunin verða veitt á næstunni. Af- hending Nóbelsverðlauna hefur jafnan verið stórfrétt um allan heim, en oftar en ætla mætti hafa viðbrögð orðið þau sömu og á síðasta ári þegar tékkneska skáldið Jaroslav Seirert hlaut verðlaunin og menn spurðu: „Hver er hann?“ Listinn yfir þá sem hlotið hafa Nóbelsverðlaun telur mörg stórskáld s.s. William Butler Yeats, Thomas Mann, Eugene O’Neiíl og Samuel Beckett — en það hefur einnig vakið athygli að á hann vantar nöfn s.s. James Joyce, Joseph Conrad, Anotn Chekhov, Leo Tolstoy, Franz Kafka, Marcel Proust — og núna síðast, Graham Greene. „Almennt séð,“ segir rithöfund- urinn Antony Burgess, „hefur Akademían tilhneigingu til að velja lítt þekkta höfunda, og að undanförnu pólitískt litaða höf- unda. Sú nefnd sem veitti Pearl Buck, John Steinbeck og Sin- glair Lewis Nóbelsverðlaun í stað Joyce, Prousts, Conrads og Greenes, á það ekki skilið að maður taki hana alvarlega." Gyllensten viðurkennir að mikið sé vikið að þeirri spurn- ingu í umræðunni að undan- förnu, hvers vegna Greene hafi ekki hlotið verðlaunin. Hann upplýsir að Greene hafi „næst- um“ hlotið verðlaunin og hafi verið á lista Akademíunnar ár- um saman. Og Gyllensten viður- kennir að vinsældir rithöfundar geti orðið honum til trafala. „En það er vissulega gott að þýð- ingarmikill rithöfundur sem hefur ekki náð að verða þekktur fái verðlaunin, segir hann. Með öðrum orðum — verðleikarnir skipta ekki öllu máli, verðlaunin skulu einnig renna til þeirra sem þarfnast peninga (210 þús. dollara) og nýrra lesenda. „Gra- ham Greene er þegar nógu þekktur og þarfnast ekki verð- launanna þess vegna", segir Gyllsten. Nóbelsverðlaunin geta gert skáld heimsfræg á einum degi. Árið 1978 gaf forlag í Svíþjóð út bók Isaac Bashevis Singers, Töframaðurinn frá Lublin. „Við vorum svo metnaðarfull að láta prenta 4 þúsund eintök og með mikilli fyrirhöfn tókst mér að koma 700 eintökum í sænskar bókabúðir," sagði eigandi for- lagsins. „En svo fékk Singer Nóbelsverðlaunin og við fórum létt með að selja 150 þúsund ein- tök af bókinni í Svíþjóð." Val sænsku Akademíunnar hefur oft þótt einkennilegt — allt frá upphafi er fyrstu Nób- elsverðlaunin voru veitt árið 1901. Franskur miðlungshöf- undur, René F.A. Sully Prud- homme, hlaut þau fyrstur skálda. Akademíuna skipa 18 menn sem kosnir hafa verið af forver- um sínum. Bestu núlifandi skáld Svía — Jan Myrdal, Sven Del- blanc, Lars Gustafsson, Per Olov Enquist og Sara Lidman — eru ekki mðeal nefndarmann- anna og munu aldrei verða það. „Þau eru annað hvort of róttæk, of vinsæl eða of mikið gefin fyrir pólitískar þrætur", segir Engmar Björkssen, bókmennta- ritstjóri Svenska Dagbladet. Sagt er að einhver áhrifa- mesti maður Akademíunnar sé Arthur Lundkvist, 79 ára skáld og gagnrýnandi, sem hlaut Len- ínverðlaunin á sínum tíma. Allt síðan hann tók sæti i Akademí- unni árið 1968 hefur hann haldið höfundum frá Suður-Ameríku fast fram á móti Breskum og Bandarískum höfundum. Þegar William Golding hlaut verð- launin árið 1983 braut Lund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.