Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1985 Afmæliskveðja: Auður Tryggvadótt- ir, Gerðum, Garði Áttræð er í dag Auður Tryggva- dóttir húsmóðir að Gerðum í Garði. Hún er fædd 23. október 1905 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Tryggvi Matthíasson frá Fossá í Kjós og Kristín Þórðar- dóttir frá Laxárnesi í Kjós. Þau hjónin fluttu suður í Garð árið 1910, að Skeggjastöðum. Þá var Auður komin hátt á fimmta ár. Hún hefur búið öll sín ár í Garði. Auður giftist Birni Finnbogasvni kaupmanni og oddvita í Gerðum í Garði þann 17. desember 1937. Þau eignuðust tvö börn, Finnboga sem nú er oddviti Gerðahrepps og Björg húsmóðir í Garði. Það hefur verið erilsamt heimilið hjá frú Auði, þar sem maður hennar var oddviti Gerðahrepps í 36 ár og allir þeir sem höfðu viðskipti og sam- skipti við oddvita urðu að koma inn á heimili þeirra, þar sem skrifstofa Gerðahrepps var inni á heimilinu. Allir sveitarstjórnarfundir voru haldnir inni á heimili hjá frú Auði, og þá alltaf í hennar bestu stofu. Ég er ekki viss um að allar konur hefðu sætt sig við slíkan ágang, en það gerði Auður umtölulaust. Það kom fyrir að Auður tók fólk, sem sveitarstjórninni bar skylda til að sjá fyrir dvalarstað, inn á sitt heimili. Hún hafði þetta fólk hjá sér þar til önnur lausn fékkst á þeim málum. Þá komu mann- kostir frú Auðar best í Ijós. Það var gott samkomulag í sveit- arstjórn Gerðahrepps þau fáu ár sem ég var þar. Þó man ég eftir fundi þar sem ágreiningur var um leiðir til að leysa mál, sem varðaði íbúa hreppsins þó nokkuð mikið, og var orðinn talsverður hávaði á fundinum. Þá opnaði Auður hurð- ina og bauð sveitarstjórnarmönn- um í kaffi. Það neitaði enginn kaffinu hennar Auðar og heldur ekki kökunum góðu. Þegar sest var við kaffiborðið, var tekið upp létt- ara hjal og menn komust nær hver öðrum. Þegar staðið var upp frá kaffiborðinu og haldið áfram með tundinn náðist samkomulag sem lílir gátu sætt sig við. Þannig er A'-ður, hún.er ljósgeisli sem lýsir og iti- upp með framkomu sinni. Auður var formaður Kvenfé- lagsins í Garði í mörg ár, hún var organisti í (Jtskálakirkju í fimmtíu ár og auk þess kenndi hún sör.g í Gerðaskóla. Við Garðmenn þökkum Auði fyrir öll hennar góðu verk í okkar þágu, og óskum henni til hamingju með þessi tímamót í ævi hennar. Við hjónin höfum verið nágrannar Auðar í 30 ár og þökkum henni góð kynni, og óskum henni alls góðs urn ókomin ár. Njáll Benediktsson Frá stofnun Samtaka tungumálakennara á íslandi. Morgunblaftið/Árni Sæberg Samtök tungumála- kennara stofnuð SAMTÖK tungumálakennara á ís- landi voru stofnuð fyrir nokkru. Að samtökunum standa 4.500 félags- menn úr félögum dönsku-, ensku-, frönsku- og þýskukennara. í frétt frá samtökunum segir að ekki orki tvímælis að málakennar- ar eigi margt sameiginlegt þó svo þeir kenni ólík tungumál og nægi þar að benda á aðferðafræði mála- kennslu. Félög dönsku- og ensku- kennara hafa sameiginlega staðið að námskeiðum í aðferðafræðinni og hefur það reynst vel. Stóraukin samskipti landa á milli kalla á almennari málakunn- áttu og hafa málvísindamenn unnið að því að finna aðferðir, sem geri málakennsluna sem árangurs- ríkasta og í samræmi við þarfir tímans. Ennfremur segir í fréttabréfinu að mikilvægt sé fyrir tungumála- kennara að fyigjast með þróun í sínu fagi. Samtökin munu því standa að útgáfu málgagns er verði vettvangur faglegrar um- ræðu. Auk þess munu þau stuðla að endurmenntunarnámskeiðum og hvetja til umræðna og skoðana- skipta um markmið og leiðir í málakennslu. Samtökin munu beita sér fyrir auknum rannsókn- um á málakennslu, námsefni og á málanámi almennt. I BL- uinn^n KOMJR SnONDOVl SAMAN 24. oklóber Mætum allar á útifundinn á Lækjartorgi kl. 14 og leggjum áherslu á kröfuna um raunverulegt launajafnrétti. Ávörp: GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, meinatæknir HILDUR KJARTANSDÓTTIR, iðnverkakona MÁLHILDUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR, fiskvinnslukona ÞÓRA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, kennari TILHVERS leikþáttur eftir Helgu Thorberg. Flytjendur: Helga Thorberg og Rósa G. Þórsdóttir TÓNLIST Konur flytja tónlist um og eftir konur. FUNDARSTJÓRI: Guðríður Elíasdóttir, varaforseti ASÍ KVENNASMIÐJAN sýning 70 stéttar- og fagfélaga á störfum og kjörum kvenna, verður opnuð á morgun 24. október kl. 11 f h. í nýju Seðlabankabyggingunni. Sýningin stendur fram til 31. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.