Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 Minning: Gísli Sigurðsson fv. lögregluþjónn Gísli Sigurðsson, sem nú er kvaddur hinstu kveðju, lést á Hrafnistu þann 30. okt. sl. 82 ára að aldri. Hann fæddist 23. júní 1903 að Sólheimum í Hruna- mannahreppi. Foreldrar hans voru Sigurður Gíslason frá Kolsholti í Flóa og kona hans, Jóhanna Gísla- dóttir frá Forsæti í Flóa. Gísli ólst upp í fátækt og fluttist ungur með foreldrum sínum og systkinum á „mölina" þar sem hann varð snemma að læra að bjargasér. Árið 1931 kvæntist Gísli eftirlif- andi konu sinni, Vigdísi Klöru Stefánsdóttur frá Fitjum í Skorradal, og áttu þau tvö börn, Eyjalínu Þóru og Gunnlaug Stef- án, og auk þess ólst upp hjá þeim, dóttursonur þeirra, Gísli Grettis- son. Gísli Sigurðsson var mikill áhugamaður um íþróttir, einkum frjálsar íþróttir og göngu. Hann var einlægur stuðningsmaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar og lengi í stjórn þess félags svo og í stjórn íþróttabandalags Hafnar- fjarðar. Gísli var með fróðustu mönnum um sögu Hafnarfjarðar, Garðahrepps og íbúa þessara byggðarlaga og safnaði hann mikl- um fróðleik um örnefni og sögu þessara staða. Gísli var einn af aðalhvatamönnum Byggðasafns Hafnarfjarðar og varði hann öllum sínum frístundum til söfnunar á gömlum munum og uppbyggingar á safninu. Gísli Sigurðsson varð lögreglu- þjónn í Hafnarfirði 1. júlí árið 1930. Lögregluvarðstjóri var hann frá árinu 1948 og yfirvarðstjóri frá 1968, en hann lét af störfum árið 1973 vegna aldurs. Starf lögregluþjónsins er ekki alltaf vinsælt en Gísli varð vinsæll og vel látinn af bæjarbúum. Fyrstu árin, eða allt framundir seinna stríðið, var engin varðstofa eða samastaður fyrir lögreglu- þjónana. Þeir urðu því að vera úti og gengu þá um götur bæjarins eins og Gísli hefur sagt frá í skrif- um sínum í blöðum, en ýmsar greinar og frásagnir eru til eftir hann. Gísli var með afbrigðum sam- viskusamur og duglegur, átaka- góður ef með þurfti, sáttfús og orðheldinn. Hann var kátur og skemmtilegur en umfram allt góð- ur vinnufélagi, greiðvikinn og hjálpsamur. Ég átti því láni að fagna að fara með Gísla bæði í gönguferðir og ökuferðir til Krýsuvíkur eða í kring um Hafnarfjörð og þvílíkur hafsjór af fróðleik um menn og örnefni, eða þá frásagnir hans á löngum nóttum á varðstofunni, einkum af því sem gamalt var og horfið er. Við lögregluþjónarnir í Hafnar- firði kveðjum góðan vin og starfs- félaga með þökk fyrir vináttu, tryggð og hjálpsemi. Guð fylgi honum á ferðum hans handan við móðuna miklu. Við hjónin, ásamt lögregluþjón- unum í Hafnarfirði, sendum eigin- konu, börnum og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Olafur K. Guðmundsson aðstoðaryfirl.þj. Kveðja frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar Gísli Sigurðsson, heiðursfélagi FH, er látinn. Enn einn af frum- herjum íþróttastarfsins í Hafnar- firði er fallinn í valinn. Gísli fæddist 23. júní 1903, þann- ig að hann var 82 ára þegar hann lést, 30. október síðastliðinn. Mest- an hluta langrar ævi kom Gísli á beinan hátt við sögu íþrótta í Hafnarfirði og þá sérstaklega FH, bæði sem keppnismaður og sem dugmikill félagsmálamaður. t T engdafaöir minn, GUONIJÓHANNSSON, skipstjóri frá Sæfellí, Seltjarnarnesi, andaöist 2. nóvember. Jarösett veröur frá Neskirkju fimmtudag- inn 7. nóvember kl. 13.30. Blóm afþökkuö. Fyrir hönd vandamanna, Oddný Jónsdóttir. ^ t Hjartkær eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og sonur, HERBERTJÓNSSON, Vesturbergi 20, er látinn. Fyrir hönd aöstendanda, Steinunn Felixdóttir. t Móöir okkar og tengdamóöir, MARGRJET ÁRNADÓTTIR, veröur jarösungin frá Áskirkju í dag, miövikudaginn 6. nóv., kl. 15.00. Hildur Pálsdóttir, Halldór Þorbjörnsson, Jónínna Pálsdóttír, Franz E. Pálsson, Einar Pálsson, Valgerður Briem. t Útför eiginkonu minnar móöur, tengdamóður og ömmu, GUORÍOAR AÐALSTEINSDÓTTUR, Hvassaleíti 8, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 15.00. Guömundur Guðlaugsson, Guöbjörg Guömundsdóttir, Björn Johnsen, Margrét Guómundsdóttir og barnabörn. Fyrst tók Gísli þátt í íþrótta- keppni árið 1919, enn það var í knattspyrnu með liði Knatt- spyrnufélagsins Framsóknar, en FH var ekki stofnað fyrr en 1929. Auk knattspyrnunnar lagði Gísli stund á frjálsar íþróttir, fimleika, sund og handknattleik, auk þess sem hann var mikill göngugarpur og hverjum manni fróðari um ná- grenni Hafnarfjarðar. Árið 1959 var Gísli enn að í keppni, en það ár tók hann þátt í bæjakeppni Hafnarfjarðar og Keflavíkur í frjálsum íþróttum og keppti í sleggjukasti. Þar með fyllti keppn- isferillinn fjórða áratuginn og varla eru þeir margir sem lengur hafa stundað keppnisíþróttir. Auk þess að keppa í íþróttum starfaði Gísli mjög mikið að fé- lagsmálum íþróttamanna. Hann sat í stjórn FH frá 1935-1943, þar af sem formaður frá 1940-1943. Auk þess má nefna að Gísli sat 10 ár í stjórn íþróttabandalags Hafnarfjarðar, sex ár sem formað- ur og fjögur sem varaformaður. Mikið starf liggur eftir Gísla á þessu sviði, en hér skal fátt eitt nefnt. Hlutur hans að söguritun íþróttanna í Hafnarfirði verður aldrei metinn til fulls. Hann tók saman yfirlit um sögu FH fyrstu árin, þar sem m.a. var skráður árangur félagsmanna í íþrótta- keppnum. Auk þess miðlaði hann ýmsum fróðleik öðrum um upphaf íþróttastarfsemi í Hafnarfirði. Saga hafnfirskra íþrótta og þá sérstaklega FH væri mun fátæk- legri ef þessa starfs Gísla hefði ekki notið við. Annað sem halda mun nafni Gísla á lofti í sögu hafnfirskrar íþróttahreyfingar er það mikla starf sem hann vann að uppbygg- ingu íþróttasvæðisins á Hörðuvöll- um, en þar var hann í forsvari og lagði sjálfur fram vinnu öðrum fremur. íþróttaaðstaða hafði löng- um verið slæm í Hafnarfirði, þannig að Hörðuvallasvæðið þótti mikil framför og mikið var á sig lagt til að koma því upp í sjálf- boðaliðsstarfi. Aðstaðan á Hörðu- völlum þætti sjálfsagt ekki merki- leg í dag, enda sagði Gísli einu sinni að „þetta svæði á Hörðurvöll- um nær ekki lengra en að þar má mýkja sig upp. Nei, það nær ekki lengra". En hafnfirskir íþrótta- menn kunnu svo sannarlega að meta það á sínum tíma og þótti það bara harla gott þegar miðað var við það sem áður hafði verið. Þessi tvö dæmi um störf Gísla að félagsmálum íþróttamanna í Hafnarfirði verða látin nægja hér þó af nógu sé að taka. Og bæta má við að mikil störf liggja eftir Gísla á öðrum sviðum, þó hér sé einungis um íþróttir fjallað. Gísli var af aldamótakynslóð- inni og bar mörg bestu einkenni þeirrar kynslóðar. Hann var hug- sjónamaður, harður við sjálfan sig Fædd 29. desember 1921 Dáin 27. október 1985 Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Með söknuði kveðjum við vin- konu okkar og samstarfsstúlku, Ingibjörgu Kristjánsdóttur. Við vorum búnar að vinna með henni á kvöldvakt á Hafnistu um árabil. Það er erfitt að trúa því að hún sé ekki lengur á meðal okkar og megum við öll sakna vinar í stað við fráfall hennar, ekki síst gamla fólkið, slíka ástúð og hlýju, sem hún sýndi því og var alltaf boðin og búin til að liðsinna því á allan hátt. Já, þau voru orðin mörg sporin hennar hér um gangana og þurfti ekki vinnutíma til, því oft kom hún til að heimsækja og færa einhvern glaðning, þeim sem voru einmana og sjúkir. Fólki eins og henni er gott að mæta, þegar aldurinn færist yfir og heilsa og kraftar dvína. Við heimsóttum hana og síðast í haust á heimili hennar, þá var hún að bíða eftir að leggjast inn á sjúkrahús, til hættulegrar skurð- aðgerðar. Töldu læknar að þetta mætti ekki bíða og jafnframt að tvísýnt gæti verið um líf hennar, hvort sem hún færi í þessa aðgerð eða ekki. öll vonuðum við að þetta myndi bjarga lífi hennar, vildum og ósérhlífinn. Dugnaður og þraut- segja einkenndu störf hans. Fórn- fýsi hans í þágu þeirra hugsjóna sem hann bar fyrir brjósti var lítil takmörk sett. Hópurinn sem stóð í fararbroddi í íþróttamálum Hafnfirðinga á fyrri hluta aldar- innar var ekki stór, en hann var samrýmdur. Gísli átti ekki síst mikið og langt samstarf við Hall- stein Hinriksson, sem oft hefur verið kallaður „faðir FH“. Þessi litli hópur forystumanna vann allt sitt starf í sjálfboðavinnu og skil- aði ótrúlegum afrekum við erfiðar aðstæður og lítil efni. Iþróttamenn nútímans, sem búa við allt aðrar aðstæður og gera oft miklar kröf- ur, geta dregið margvíslegan lær- dóm af ævistarfi fórnfúsra og ósér- hlífinna íþróttamanna á borð við Gísla Sigurðsson. Fimleikafélag Hafnarfjarðar kveður sinn gamla heiðursfélaga, Gísla Sigurðsson, með virðingu og þökk. ekki trúa öðru, en sú varð ekki raunin. Þau hjónin áttu fallegt, myndar- heimili, þar sem gott var að koma, því bæði voru gestrisin með af- brigðum. Guðjóni og öllum öðrum ástvin- um hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja þá í sorg þeirra. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt“ (V.Br.) Herdís, Erna og Guðlaug. Ingibjörg Kristjáns- dóttir — Minning Minning: Sigurður P. Gunnars- son vélstjóri Fæddur 27. október 1942 Dáinn 26. október 1985 Það var glaðlegur hópurinn sem lauk námi frá Héraðsskólanum að Skógum vorið 1959. Punkturinn aftan við samveruna var settur með tveggja daga skólaferðalagi um Borgarfjörð en að því loknu tvístraðist hópurinn og menn héldu út í lífið eins og kaliað er. Tilfinningarnar voru blendnar á þeirri skilnaðarstund því að við þriðjubekkingarnir vissum að nú var lokið löngu „fjölskyldulífi" og hreint ekki séð hvort við hittumst aftur í bráð. En þessa haustdaga reikar hug- ur okkar allra á fornar slóðir því að einn úr hópnum, Sigurður Páll Gunnarsson er látinn, fyrstur af okkur. Stjarna héraðsskólanna er lík- lega farin að hníga en þeir hafa lengi gegnt merkilegu menningar- hlutverki. Á Skógum voru á okkar námsárum um hundrað nemendur, flestir úr sveitum og kauptúnum Suðurlands, en þó áttu flestir landshlutar þar fulltrúa. Þarna hittust unplmgar með margvísleg- an bakgrunn og bjuggu saman á heimavist, voru saman í námi og leik, flestir í þrjá vetur. Kennarar tengdust nemendum náið og létu sér annt um sálarheill okkar og uppeldi engu síður en námsárang- ur. í þessu sambýli kynntumst við óvandabundnu fólki betur en fyrr eða síðar á lífsleiðinni. Hópurinn frá 1959 var sjálfsagt ekkert frábrugðinn öðrum gagn- fræðingum eða landsprófskrökk- um þótt okkur finnist það auðvitað sjálfum. En þegar við höfum gert okkur dagamun á nokkurra ára fresti í tilefni afmæla árgangsins hefur stemmningin vaknað undra- fljótt og áratugirnir horfið eins ogdöggfyrir sólu. Á þessari kveðjustund hrannast minningarnar upp og tengjast Sigurði Páli. Þessi sviphreini pilt- ur úr Mýrdalnum var stilltur og dagfarsprúður en launfyndinn og orðheppinn og alltaf „til í tuskið“. Þegar hann hitti okkur gömlu skólafélagana á förnum vegi var hann alltaf ræðinn og léttur í máli og það eins þótt heilsan hafi gefið sig fyrir nokkrum árum, en við trúðum því að hann hefði náð fullum bata. Með þessum línum viljum við bekkjarsystkinin þakka fyrir kynnin og samveruna við Sigurð Pál og vottum samúð börnum hans, Vigni og Heiðrúnu, eigin- konu hans Guðbjörgu Bjarnadótt- ur og móður hans Sigríði Finn- bogadóttur og öðrum skyldmenn- um og vinum sem nú syrgja góðan dreng. Þriójubekkingar fráSkógum 1959.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.