Morgunblaðið - 24.11.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.11.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 27 fleirum ágerðist skortur hjálpar- tækja. Fórnarlömbin, sem eftir lifðu, voru flutt til þorpanna Mariquita og Guayabal, skammt frá Armero. Og sjúkrahús þar reyndust fátæklega búin undir slíka neyðarhjálp. í Mariquita voru slasaðir lagðir á svarta plast- poka og strigasekki úti á berangri. Abreiður runnu til þurrðar og borðdúkar, gluggatjöld og annað af því tagi var breitt yfir sjúkling- ana. Matur var einnig af skornum skammti og fyrst eftir gosið gátu sjúkraliðar aðeins gefið sjúkling- um jógúrt og hundakex að borða. Talið er að enn leynist fólk á lífi í aurnum, en vonin dvínar með hverjum degi, þótt leit hafi ekki verið hætt. Um síðustu helgi voru stjórnvöld aftur á móti nokkrum sinnum komin á fremsta hlunn með að láta af frekari leit, þar sem útilokað væri að nokkur væri enn á lífi, en ákveðið var að halda leit áfram. Breskar leitarsveitir hafa unnið mikið leitarstarf. Þær eru búnar sérstökum hljóðleitartækj- um, sem nema minnsta hljóð og vísa leitarmönnum á hljóðið. Þannig hefur tekist að bjarga nokkrum tugum manna. Þegar leið á síðustu viku var rotnunarþefurinn í Armero nánast orðinn óbærilegur, en leitarmenn létu það ekki á sig fá, fremur en óprúttnir þjófar og líkræningjar, sem hafa farið ránshendi um svæðið. Og þess eru dæmi að þeir hafi stigið á fólk, sem lifði af hörmungarnar, en ekki var búið að bjarga. Stjórnvöld hafa nú mælt svo um að herverðir eigi að skjóta hvern þann, sem staðinn er að þjófnaði í kaffærðri borginni. Orsök sprengigossins var sú að bráðið hraun og gastegundir söfn- uðust fyrir í iðrum Nevado del Ruiz fyrir hreyfingar í jarðskorp- unni. Skyld öfl voru að verki í jarðskjálftunum í Mexíkóborg í október. Eldgosið var aftur á móti af sama toga og gosið í eldfjallinu Sankti Helena í Washington fylki árið 1980. Tvær sprengingar áttu sér stað í Nevado del Ruiz. Við fyrri sprenginguna þeyttust gufa og milljónir tonna af ösku í loftið. Flugmaður nærstaddur fjallinu þegar sprengingin varð sagði að eldsúla hefði staðið sjöþúsund fet upp í loftið, þá hefði askan birgt honum sýn, rúður flugvélar hans mjólkurlituðust af hitanum og þegar flugmaðurinn flaug inn til lendingar þurfti hann að stinga Hrjáðir eftiriifendur ganga á braut eftir að aurflóðiö skall á Armero. Drulla skoluð úr augum lítillar stúlku, sem bjargaðist. ELDFJALLIÐ GREFUR ARMERO Eldgosiö bræddi snjóinnt íf. ->i , >> ' í/ Ol IJUM II I , t A i ■ 4 Nevadodel Ruiz " 5200m Armero íum50km frá fjallinu Hæð_____ eðjustraumsins5m Á þessari teikningu má sjá hvar aurflóöiö hefur brotið sór leið niður hlíðar Nevado del Ruiz og yfir bæinn Armero. Maöur bíður björgunar í Armero. höfðinu út um glugga til að sjá til. Seinni sprengingin var öflugri og titraði loftið í borginni Cali, sem er um tvöhundruð kílómetra suðvestur af Nevado del Ruiz, af henni. 15 m háar aurskriður á 50 km hraða Hér var um sprengigos að ræða og því flæddi ekki hraun. En ís- hettan ofan á tindi fjallsins tók að bráðna. Brúnleitt vatn streymdi niður hlíðar fjallsins og breyttist á örskammri stundu úr seytlu í foss, öldutopparnir allt frá fimm til fimmtán metra háir. Og fyrr en varði vall aurskriðan niður hlíðarnar á allt að fimmtíu kíló- metra hraða. Aurskriðan fossaði niður af slíku afli að ekkert fékk stöðvað hana og leitaði í þá far- vegi, sem fyrir voru af náttúrunn- ar hendi: Arnar Guali, Azufrado og Lagunilla, sem renna austur og suður af eldstöðinni. Um fimmtíu kílómetra frá Nevado del Ruiz liggur Armero og liðast fljótið Lagunilla um borg- ina. Borgin lifir af landbúnaði og héraðið hefur lítið komið við sögu á róstutímum í landinu á þessari öld. íbúar Armero-dals eiga vel- sæld sinni gróskumesta jarðvegi í Kólombíu að þakka og afla sér viðurværis með hrísgrjóna- og baðmullarrækt. Gróðursæl sveit leggst í eyði ólíklegt er að margir þeir, byggðu Armero-dal, hafi vitað að öll þessi gróska átti rætur sínar að rekja til síðasta sprengigoss í Nevado del Ruiz nítjánda febrúar árið 1845. Þá flæddu aurskriður niður í dalinn og þurrkuðu bæinn Ambalema út. Þúsund manns fór- ust. En gosið skildi líka eftir sig tvöhundruð og fimmtíu milljón tonn af kalkríkum jarðvegi og þegar hann lagðist og gekk saman reyndist hann tilvalinn til gróður- setningar og j arðræktar. Fjárhagsörðugleikar ofan á allt annað Víst er að Betancur verður gagn- rýndur fyrir vanrækslu á næstu mánuðum og því haldið fram að stjórnvöld hafi siglt sofandi að feigðarósi. En Betancur þarf einn- ig að glima við tjónið af gosinu og það nemur örugglega nokkrum tugum milljarða króna, sem Kólombíumenn eiga erfitt með að bæta. Kólombíumenn skulda þegar 440 milljarða króna erlendis. Kólombíumenn hafa orðið fyrir miklum áföllum bæði í landbúnaði og iðnaði og fimmtán prósent atvinnufærra manna eru nú at- vinnulaus. Fyrir skömmu ætlaði stjórnin að taka 40 miljarða króna lán erlendis, en bankastjórar neituðu að veita lánið, nema Betancur samþykkti að frysta laun og gripi til annarra aðgerða í sparnaðar- skyni, sem Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn (IMF) lagði til. Þessar tillög- ur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom-' ust í hendur blaðamanna i október. Betancur fyrirvarð sig þegar þjóð- inni varð ljóst að utanaðkomandi aðiljar vildu segja stjórn hans fyrir verkum og aflýsti heimsókn nefndar á vegum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins til Bogota. Og Betancur hefur enn ekki lýst yfir því hvort stjórnin grípi til sparnaðar- og aðhaldsaðgerða eða ekki. Framtíð Betancurs sem stjórn- málamanns var ekki björt fyrir eldgosið í Nevado del Ruiz. Árum saman hefur Betancur lagt rækt við ímynd sína sem mann friðar, er væri ákveðinn í að binda enda á borgarastvrjöldina í Kólombíu og draga úr efnahagsvandanum. Stjórnarskrá landsins meinar honum að vísu að bjóða sig aftur fram í embætti þegar gengið verð- ur til kosninga í maí á næsta ári, en að sögn ætlar hann að bjóða sig fram í kosningunum 1990. Verið gæti að þessar vonir hafi orðið að engu í átökunum um höll hæstaréttar í Bogota fyrir hálfum mánuði þegar skæruliðar settust þar að. Herinn var kvaddur til og hundrað manns létu lífið í átökun- um, sem fylgdu, þar á meðal ellefu hæstaréttardómarar. Alvaro Uribe Rueda, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sem er í stjórnarand- stöðu, heldur þvi alténd fram að stjórnmálaferli Betancurs ljúki þegar þetta kjörtímabil er á enda. En lítið var hugsað um pólitíska framtíð Betancurs þegar Kólomb- íumenn reyndu í örvæntingu að bjarga þeim, sem bjargað varð, eftir eyðilegginguna og hörmung- arnar af eldgosinu í Nevado del Ruiz. Um síðustu helgi fylgdist öll þjóðin með tilraunum björgunar- manna við að bjarga lífi þrettán ára stúlku í Armero. Omairo Sanc- hez sat föst í eðjunni og aðeins höfuð hennar stóð upp úr. Undir yfirborðinu höfðu armar látinnar frænku Omairo flækst utan um fætur stúlkunnar. Björgunarmenn reyndu árangurslaust að draga hana úr aurnum. Hjarta Omario gaf sig eftir að hún hafði sextíu klukkustundir glímt við manninn með ljáinn. Barátta stúlkunnar er hrjáðri þjóðinni tákn fyrir kvalir og þjáningar íbúa Armero - og áminning um smæð mannsins fyrir grimmum náttúruöflum. KB tók saman. Heimildir: Time, Newsweek, International Herald Tribune, New York Times, Der Spiegel ogAP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.