Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKEPTI/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Sígarettuverðstríðið Philip Morris býdurnú Stanton áiægsta verðinu Verftstríðid á íslenska sígarettumarkaðinum harðnar enn eftir að banda- ríski tóbaksframleiðandinn Philip Morris ákvað að hella sér út í samkeppn- ina með því að bjóða pakkann af Stanton-sígarettum á kr. 67,80 — sam- kvæmt upplýsingum umboðsaðila Philip Morris hér á landi, Íslensk-Ameríska verslunarfélagsins, er Stanton þar með orðin ódýrasta sígarettutegundin, sem seld er hér á landi. Pakkinn af mest seldu sígarettunum, Gold Coast og Royal kostar kr. 72,20 og helstu amerísku sígaretturnar 85,10. Ef borið er saman hssta og Isgsta verð á sígarettupökkum munar orðið um 17,30 kr. á hverjum pakka. Eftir því sem forsvarsmenn ís- lensk-Ameríska segja njóta Stan- ton-sígaretturnar mikilla vin- sælda á hinum Norðurlöndunum nú þegar. Þær eru framleiddar í Sviss úr Virginu-, Burley- og Ori- ental-tóbaki, sem er svipað og i amerísku sígarettunum. Stanton telst til svokallaðra léttra síga- retta, sem eru með lægra tjöru- og nikótíninnihaldi. Philip Morris ákvað sem kunn- ugt er að hætta sölu á þekktustu tegundum sínum hér á landi, svo sem Marlboro, Merit og Chester- field, um stundarsakir af þeirri ástæðu að ekki var talið svara kostnaði að vera með þær hér í sölu, þar sem þegar hafði átt sér stað 23% lækkun á innkaupsverði á amerískum sígarettum og auk þess var framleiðendum gert að prenta á pakkana nýja aðvörun frá tóbaksvarnarnefnd, sem þótti mjög kostnaðarsamt. Á sama tíma hafði svo sala á amerískum síga- rettum hér á landi dregist verulega saman. Ýmsir hafa spurt hvers vegna þessar sviptingar eru á sígarettu- markaðinum hér einmitt nú, því að áður hafði markaðurinn verið í miklu jafnvægi um langt skeið og amerískar sígarettur haft þar yfirhöndina örugglega með 90— 95% markaðshlutfall. Að sögn forsvarsmanna Íslensk-Ameríska verslunarfélagsins er skýringuna að finna í því að ÁTVR tók upp breyttar útreikningsaðferðir við verðákvörðun og fór að reikna út- söluverð háð innkaupsverði. Skaust þá alls óþekkt sígarettuteg- und, Royal, fram úr amerísku siga- rettunum vegna hagstæðs verðs og náði á nokkrum mánuðum allt að 45% markaðshlutdeild. Til við- Ullariðnaðurinn Frumkvöðlarnir ívinnsluá íjölmiðli íramtíðarinnar. Islenska útvarpsfélagið hf. er almenningshlutaíélag með ylir 300 hluthaía. Markmið íélagsins er að standa að útvarpsrekstri, jafnt hljóðvarps sem sjónvarps. Stefnt er að þvi að hefja hljóðvarpsútsend- ingar strax á vormánuðum 1986 að íengnu leyíi út- varpsréttarnefndar. íbúar á öllu Suðvesturlandi munu ná útsendingum íslenska út- varpsfélagsins. Nú hyggst íslenska út- ▼arpslélaglð auka hlutaló sltt um 10 mllljónlr króna. Með því verður hlutaíé fé- lagsins 15 milljónir króna. Við bjóðum þér hlut í félag- inu. Þannig verður þú þátt- takandi í byltingu íjölmiðl- unar á íslandi. Hlutur þínn rœðst aí því hversu mikið þú vilt og getur lagt íram. Hlutabréfin eru gefin út í stœrðum 1000, 10.000 og 100.000 krónur. Eitt atkvœði fylgir hverjum 1000 króna hlut. Hœgt er að greiða hlutaíéð með 6 mánaða skuldabréfi. 22°/° , Um leið og þú leggur þitt af mörkum tryggir þú arðsemi peninga þinna. í rekstraráœtlun íslenska út- varpsíélagsins* er gert ráð fyrir 22,24% arðsemi hluta- fjár. Þetta þýðir með öðrum orðum það að íjáríesting þín gœti skilað 22,24% ávöxtun umfram verðbólgu á fyrsta ári! ■ Rekstraráœtlunin er unnln al Endurskoðunarmiðstoðinni hl. - N. Manscher. r FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS HF Hatnarstrœti 7-101 Rvik. s 28666 og 28466 Fjárfesting þín í Í.Ú. er líka frádráttarbœr frá skattskyldum tekjum* Hún skilar því arði strax. Einstaklingur getur dregið allt að 25.000 krónum frá skattskyldum tekjum. Hjón mega draga allt að 50.000 krónum írá tekjum sínum. * * • sbr. 1. no. 9/1984 og samþykktlr Ríkisskattstjóra. " Þessar tölur glltu árið 1984. Ekki er ólíklegt að þœr hœkki um u.þ.b. 30% á þessu ári. Bréíin eru seld hjá Fjár- festingarfélagi íslands hf. Hafnarstrœti 7. Sölutími er frá 14. nóvember - 31. desember 1985. Allar nánari upplýsingar um þetta útboð fást hjá Fjárfestingarfélagi íslands. ÍO milljón króna hlutafjárútboö feL£NSt^t3l\gVRPSFÉ[/fíSlNS HF Góóan daginn! ýfðri prjóna voð heiðraðir ULLARIÐNAÐURINN hélt ársfund sinn í lok síóustu viku. Þar kom glöggt fram að ullariðnaöurinn stendur nú á tímamótum, þar sem stöðnunar gstir í framleiðslunni nú eftir undangengin uppgangsár og þykir Ijóst að innan þessarar greinar þurfi menn nú að huga meira að almennum straumum innan tískuheimsins. Það þótti ástæða til þess á þess- um ársfundi að minnast framtaks frumkvöðla þessarar iðngreinar Sigurðar Gunnlaugssonar og Guð- jóns Hjartarsonar því að eins og Þráinn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, sem kynnti á þessum fundi sögu upphafs vinnslu á ýfðri prjónavoð og byggði á samtölum við þá sem þarna áttu mestan hlut að máli, þá er spurn- ingin „hvort nú eins og áður sé að finna einstaklinga með framsýni og frumkvæði. Á því mun framtíð þessara iðnaðar grundvallast.“ Þráinn sagði í kynningu sinni: Ullariðnaðurinn er sú grein út- flutningsiðnaðar, sem sýnt hefur mestan vöxt á undanförnum ára- tug. Nú er talið, að um 1500 manns hafi atvinnu af störfum í þessum iðnaði. Fáar íslenskar iðnaðarvör- ur hafa borið hróður íslands jafn- víða og ullarvörurnar. Kynning á fslandi hefur alltaf verið samofin kynningu á íslenskri ullarvöru. Hér er því um þýðingarmikla iðn- grein að ræða. Þótt þessi iðngrein sé ung að árum, gera líklega fæstir sér grein fyrir því, hverjir ruddu greininni braut. Telja má upp mörg sam- verkandi atriði, sem komu nútíma ullariðnaði á fót. Tvö atriði hafa þar meiri áhrif en önnur. Annars vegar er það þróun loðbandsins og ýfðu prjónavoðarinnar og hins vegar markaðssetningin í upphafi. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins vill vekja athygli á forystuhlutverki nokkurra einstaklinga í þessari þróun. Á þessum ársfundi ullar- iðnaðarins verður kynntur hlutur þeirra aðila, sem stóðu að þróun loðbandsins. Ýfing prjónavoðar- innar varð möguleg, þegar loð- < bandið hafði verið þróað. Ef ekki hefði verið unnið að þróun loð- bandsins, er ólíklegt, að útflutn- ingur bands og prjónafatnaðar hefði orðið jafn mikill og raun varð á. Á næsta ársfundi er ætlun- in að fjalla um aðra þætti upp- haflegrar þróunar nútíma ullar- iðnaðar. Kom lopapeysan hug- myndinni af stað? íslenska lopapeysan með græn- lenska munstrinu mun hafa orðið til eftir 1950. Lopapeysan var prjónuð úr plötulopa frá Álafossi. Sumir vilja halda því fram, að lopapeysan hafi leitt huga manna að þeim möguleika að framleiða prjónavoð. Teitur Finnbogason átti fyrir- tæki, sem hét Hólmur hf. Teitur og ýmsir einstaklingar víða um land notuðu plötulopa til fram- leiðslu á treflum og smávörum. Þessi framleiðsla hófst fyrir 1960. Prjónað var á handprjónavélar og ýft í höndunum. Þessar vörur voru flestar seldar í minjagripaverslun- um. Sigurður Gunnlaugsson starfaði lengi sem prjónamaður hjá Lárusi Lúðvíkssyni, en hann rak m.a. prjónastofu í sameign með Arn- birni Óskarssyni. Þessi prjóna- stofa keypti ýfingarvél til lands- ins. í upphafi var hún eingöngu notuð til ýfingar á gerviefnum. Garnið var vandamálið Á árunum eftir 1960 vann Sig- urður mikið að viðgerðum á prjónavélum hjá ýmsum aðilum, mest einstaklingum, sem m.a. prjónuðu úr plötulopa. Hann tók eftir því, að vandamálið í vinnsl- unni var ekki frágangurinn heldur prjónið. Trefill hafði varla verið fitjaður upp, þegar bandið slitnaði í prjónavélinni. Sigurður hafði samband við Guðjón Hjartarson hjá Álafossi hf. og þeir ræddu um möguleika á því að fá lopann minna snúinn og mýkri. Þannig yrði auðveldara fyrir bandið að fara í gegn um prjónavélina án þess að slitna. Ýmsar tilraunir voru gerðar í þessum bandmálum eftir 1960 en þær tilraunir báru ekki eins góðan árangur og vonast var til. Álafoss hf. hafði þá ekki yfir að ráða réttum spunavélum. Sigurður Gunnlaugsson stofnaði eigin prjónastofu í bílskúr í Kópa- vogi árið 1963 og þeir Guðjón héldu samstarfinu áfram. Tilraunum var haldið áfram næstu árin. Árin 1963 og 1964 var mikið unnið að þessum málurn og náðist verulegur árangur með mýkra band. Sigurð- ur prjónaði peysur úr þessu nýja bandi en ýfði þær ekki. Þær voru þvegnar eftir að hafa verið saum- aðar saman og settar í skapalón til þess að ná réttri lögun. Þessi framleiðsla var mjög erfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.