Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Jólabókaflóðið: „16 ára í sambúð“ enn söluhæsta bókin í ár BÓK Eóvarðs Ingólfssonar, „Sextán ára í sambúð“, er söluhæsta bókin í ár samkvæmt könnun, sem Kaup- þing hf. gerði fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda í síðustu viku. Næst söluhæst til þessa er „Lífssaga bar- áttukonu" (Aðalheiðar Bjarnfreðs- dóttur) eftir Ingu Huld Hákonar- dóttur og í þriðja sæti er spennusag- an „Njósnir á hafinu" eftir Alistair McLean. Úrtakið í könnuninni er 20 versl- anir af 106 úr skrá bókaútgefenda. Áætlað er að úrtakið sé um þriðj- ungur af bókamarkaðinum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kaupþingi. Við val úrtaksins var tekið tillit til búsetudreifingar í landinu. Gert var yfirlit yfir sölu- hæstu bækurnar í heild og hins- vegar yfir söluhæstu bækur í sex flokkum: barnabækur, ungl- ingabækur, ævisögur og viðtals- bækur, íslenskar skáldsögur, þýdd- ar skáldsögur og aðrar bækur. Tíu söluhæstu bækurnar 11.-17. desember voru: SexUn ára ! saoMÍ Llfssaga b«rÍtt«kohu Hjósnir i Kaf in«i Cu&nundur Kjamested II Bara st^lar J6lasv«inak6kin Stríí fyrir ströndvu* Stúlkan á 614« hjólinu Löðlegt eu siftlaust Gerdur, xvisaga nyndhöggvara Gunntil Uér of frtéT 1. Sextán ára í sambúð Eðvarð Ingólfsson 2. Lífssaga baráttukonu Inga Huld Hákonardóttir 3. Njósnir á hafinu Alistair McLean 4. Guðmundur Kjærnested Sveinn Sæmundsson 5. Barastælar Andrés Indriðason 6. Jólasveinabókin Rolf Lidberg Elton John gaf afsvar fyrir rúmum mánuði Reynt var að fá hinn þekkta poppara á listahátíð ENSKI söngvarinn Elton John kem- ur ekki hingað til lands næsta sumar til að halda tónleika. Sá möguleiki var kannaður fyrir nokkrum mánuð- um að fá hinn kunna söngvara til að koma á Listahátíð í tengslum við knattspyrnumót, sem áformað er að halda í Laugardal næsta sumar í til- efni 200 ára afmælis Reykjavíkur. Svar barst fyrir rúmum mánuði og var það neikvætt. Búið er að skipu- leggja tónleikaferðalög Eltons John allt næsta ár. Það er því rangt sem segir í DV í gær, að unnið sé að því að fá Elton John til landsins. Sú hugmynd skaut upp kollinum að halda knattspyrnumót næsta sumar í tilefni afmælis Reykjavíkur og fá hingað erlend knattspyrnufé- lög. Eitt þeirra liða sem til greina kom var Watford, en Elton John er stjórnarformaður þess. Ákveðið var að hafa samband við Watford og kanna möguleika á því að liðið kæmi hingað og jafnframt að Elton John kæmi með liðinu og héldi hljómleika á Listahátíð. Baldvin Jónsson tók að sér að kanna þetta mál fyrir íþróttaráð Reykjavíkur og Listahátíð og hafði Doug Ellis, stjórnarformaður Aston Villa, milligöngu í málinu. f bréti dagsettu 13. nóvember sl. til Baldvins Jónssonar segir Eddie Plumley ritari Watford að því miður sé útilokað að Elton John Telur þú að Albert Guðmundsson eigi að segja af sér ráðherraemb- ætti á meðan rannsókn á máli Hafskips og Útvegsbankans fer fram? 147 aðspurðra sögðu já, 263 nei, 65 voru ekki vissir og 125 svör- uðu ekki. Nokkur munur var á svörum aðspurðra í Reykjavík og annars staðar á landinu. f Reykja- vík vildu 44,9% aðspurðra að Albert segi af sér en 30,2% í öðrum kjör- dæmum landsins. Þátttakendur voru spurðir þriggja annarra spurninga. 69,8% þeirra sem afstöðu tóku töldu „að nefnd, skipuð af Hæstarétti, eigi að rannsaka Hafskipsmálið", en 30,2% töldu það ekki rétt. 61,5% töldu „að Alþingi eigi að kjósa rannsóknarnefnd til að kanna Hafskipsmálið", en 38,5% voru því andvígir. 76,5% þeirra sem afstöðu tóku töldu „að rannsókn málsins eigi að fara fram fyrir opnum tjöld- um“, en 23,5% töldu það ekki rétt. Skoðanakannanir á íslandi (SKÁÍS) framkvæmdi skoðana- könnunina. Var hringt í 600 manns og viðhorf þeirra könnuð. 7. Stríð fyrir ströndum Þór Whitehead 8. Stúlkan á bláa hjólinu Regine Deforges 9. Löglegt en siðlaust Jón Ormur Halldórsson 10. Gerður — ævisaga mynd- höggvara Elín Pálmadóttir Tvær söluhæstu barnabækurnar eru „Jólasveinabókin" eftir Rolf Lidberg og „Gunnhildur og Glói“ eftir Guðrúnu Helgadóttur. Tvær söluhæstu unglingabækurnar eru „Sextán ára í sambúð" eftir Eðvarð Ingólfsson og „Bara stælar“ eftir Andrés Indriðason. Tvær sölu- hæstu ævisögurnar/viðtalsbæk- urnar eru „Lífssaga baráttukonu" eftir Ingu Huld Hákonardóttur og „Guðmundur Kjærnested" eftir Svein Sæmundsson, söluhæstu ís- lensku skáldsögurnar eru „Marg- saga“ eftir Þórarin Eldjárn og „Skilningstréð“ eftir Sigurð A. Magnússon, tvær söluhæstu er- lendu skáldsögurnar eru „Njósnir á hafinu" eftir Alistair McLean og „Stúlkan á bláa hjólinu" eftir Régine Deforges. Af öðrum bókum eru söluhæstar bækurnar „Stríð fyrir ströndum" eftir Þór White- head og „Hlæjum hátt með Hemma Gunn“ eftir Hermann Gunnarsson. Afrit af bréfí sem ritari Watford sendi Doug Ellis stjórnarformanni Aston Villa, en hann hafði milli- göngu um að reyna að fá Elton John til Islands. komist til íslands. Hann hafi skipu- lagt tónleikaferð víða um heim allt næsta ár. Hins vegar komi vel til greina að Watford geti tekið þátt í knattspyrnumóti á íslandi næsta sumar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er enn verið að kanna möguleika á því að halda slíkt mót en Listahátíð er að leita fyrir sér með annan popplistamann. Félagsstofnun stúdenta: Upplestur og Stuðmenn EINAR Már Guðmundsson mun lesa upp úr verkum sínum í Stúd- entakjallaranum í kvöld, föstudag, og hefst upplesturinn kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis. Á morgun, laugardaginn 21. desember, mun hljómsveitin Stuðmenn leika fyrir dansi í Félagsstofnun stúdenta og opnar húsið klukkan 21.00. Áð- gangseyrir er krónur 450. (Úr fréttatilkynninKu) Morgunbiaöiö/Bjami Hjónin Brian Pilkington og Ingibjörg Sigurðardóttir með nýútkomna barna- bók „Blómin á þakinu“ „Auðvelt að láta eigin drauma rætast í bók“ - segja þau Brian Pilkington og Ingi- björg Sigurðardóttir höfundar nýút- kominnar barnabókar „Blómin á þakinu“ NÝLEGA kom út barnabókin „Blómin á þakinu“ eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Myndskreytingar eru eftir eiginmann hennar Brian Pilkington. Þau sögðu í samtali við blaða- mann að sögupersónan væri Gunn- jóna, sem væri mjög lifandi en ýkt persóna, og raunar ætti hún sér fyrirmynd. Ingibjörg sagði að Gunnjóna væri nokkurs konar blanda af mörgum persónuleikum, sem hún hefði hitt á lífsleiðinni, en þó væri það ein gömul kona sem átti hvað mestan þátt í sköpun sögupersónu bókarinnar. „Þessi gamla kona lést á sl. ári. Gunnjóna er hörkukona og drífandi og gerir það sem henni dettur í hug burtséð frá öllum lögmálum og reglum." Sagan hefst uppi í sveit þar sem Gunnjóna býr í notalegum torfbæ með öllum dýrunum sínum. Gamla konan veikist og læknirinn ráðlegg- ur henni að flytjast til Reykjavíkur. Gunnjóna verður spennt fyrir borg- arlífinu í fyrstu en er hún kemur inn í risíbúðina sina á Brávallagötu 18, þar sem höfundar bókarinnar í raun búa, líst henni ekkert á blik- una. Henni finnst umhverfið kald- ranalegt. Þá kemur sögumaðurinn, 7 ára gamalt barn, inn í líf Gunn- jónu og fylgist með öllum þeim uppátækjum sem hún hefur í huga. Hún skapar náttúrulegt umhverfi í kringum sig; nær í hænsnin sín í sveitina, býr til matjurtagarð í Skoðanakönnun Helgarpóstsins: 64 % telja að Albert eigi ekki að segja af sér - á meðan rannsókn Hafskipsmálsins fer fram í nýútkomnum Helgarpósti eru birtar niðurstöður úr skoðanakönnun á viðhorfum fólks til rannsóknar Hafskipsmálsins. 64,1% þeirra sem afstöðu tóku töldu að Albert Guðmundsson eigi ekki að segja af sér ráðherraemb- ætti á meðan rannsókn málsins stendur, en 35,9%vildu það. Spurningin var svohljóðandi: skiptaráðandi og þriggja manna Leiðrétting ÞESSAR tvær myndir af auglýs- ingum Hafskips hf. birtust með fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær. Það skal tekið fram að auglýsingin um hlutafjárútboðið birtist í Morgunblaðinu í febrúar 1980 í tengslum við nýtt hluta- fjárútboð þá. Auglýsingin um Ámeríkusiglingar Hafskips birt- ist einnig mun fyrr en ákvörðun um Atlantshafssiglingar var tekin. Með birtingu þessara mynda var ekki ætlunin að gefa ranga mynd af athöfnum for- svarsmanna Hafskips fyrr á þessu ári þegar lagt var út í hlutafjársöfnun og Atlantshafs- siglingar Hafskips voru nýhafn- ar. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á því ef birting þessara mynda hefur gefið ranga hug- mynd um athafnir forsvars- manna fyrirtækisins. íbúðinni sinni og leggur torf á þakið áblokkinni. „Þetta eru allt draumar sem við höfum í huga og í raun er ósköp auðvelt að láta drauma sína rætast í bók. Stundum er borgarstreitan svo yfirþyrmandi að það er viss fangelsistilfinning sem fylgir henni. Við þráum að búa til mann- eskjulegra umhverfi en við lifum við. Þó erum við hjónin það heppin að hafa yndislega fjallasýn af svöl- unum í risíbúðinni okkar sem við notum óspart, en við getum aldrei gert okkur lítinn matjurtagarð eins og hún Gunnjóna gerði," sagði Ingibjörg. Þetta er fyrsta bók Ingibjargar, en hún hefur áður skrifað barna- sögu um Gunnjónu sem sýnd var í Stundinni okkar í sjónvarpinu fyrir 3 árum með myndskreytingum eftir Brian. „Ég ætlaði aldrei að skrifa bók en neyddist eiginlega til þess þar sem myndskreytingamenn fá tiltölulega illa borgað miðað við textahöfunda. Nóg hafði ég af hugmyndunum svo ég dreif í þessu. Mig langar jafnvel að skrifa fleiri bækur um Gunnjónu ef þessi bók gengur vel. „Ég er virkilega ánægð með persónuna. Einn gagnrýnand- inn komst vel að orði um daginn er hann sagði að slíkan kvenmann vantaði í ríkisstjórn. Ég er svo hjartanlega sammála honum. Brian sagði að Gunnjónu svipaði mjög í útliti til ömmu sinnar heit- innar í Énglandi. „Amma keypti sér hræðileg föt en henni tókst samt alltaf að vera fín.“ Brian hefur áður myndskreytt nokkrar bækur þ. á m. „Ástarsögu úr fjöllunum" eftir Guðrúnu Helgadóttur, „Gili- trutt", „Elías" eftir Auði Haralds og „Hundrað ára afmælið" eftir Þráinn Bertelson en sú bók var verðlaunuð í fyrra sem besta barna- bókin. Ingibjörg er menntuð sem leir- kerasmiður en hún sagðist gera flest annað en það. Hún hefur litla vinnustofu í næsta herbergi við vinnustofu Brians í Hafnarstræti 15 þar sem hún m.a. vefur og býr til skartgripi úr fjöruskarti. Svanhildur er félagsmálafulltrúi RANGT var farið með starfsheiti Svanhildar Halldórsdóttur i frétt af ráðningu nýs framkvæmda- stjóra BSRB í blaðinu á fimmtu- dag. Svanhildur var sögð fræðslu- fulltrúi bandalagsins en hið rétta er, að hún er félagsmálafulltrúi BSRB. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.