Morgunblaðið - 04.01.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986 23 Trú sem er týnd og grafin í tímans Stórasjó. Draumar sem hurfu út í veður og vind vonin sem fæddist og dó. Lífið heldur áfram — Það er lögmál. Ég mun reyna að leggja lið og glíma við hin duldu mein þeirra barna sem ég hef tekið þátt í að kenna í Safamýrarskóla. Ég mun gera það í minningu um Sigga sem var einn af mínum fyrstu nemendum og sem vakti hjá mér svo hlýjar tilfinningar. Minningin um þennan unga vin minn mun síga niður í djúp sálar minnar, en ég á von á því að reynsl- an sem ég varð fyrir við hið svip- lega fráfall Sigga eigi eftir að setja svip sinn á líf mitt fyrst um sinn. Samt finn ég að þau öfl sem innra með mér búa munu hvetja mig og örva til að takast á við vandamál sem tengd eru starfi mínu — halda lífshlaupinu áfram — taka því sem að höndum ber á meðan mér er gefinn tími til að starfa. Kæru foreldrar, Kristín og Sig- urður! Söknuður ykkar er mikill. Það skil ég. Ég þakka ykkur gott samstarf og bið forsjónina að halda hlífiskildi yfir ykkur, systr- um, frændfólki og vinum Sigga Sig. Fari ungi vinur minn í friði. Hólmfríður Sigurðardóttir í dag, laugardaginn 4. janúar, verður til moldar borinn elskuleg- ur frændi minn Sigurður Sigurðs- son. Siggi litli eins og við kölluðum hann, lést á heimili sínu, Sunnu- braut 8, Garði, 22. desember síð- astliðinn. Hann fæddist 4. október 1970 og var því rétt liðlega 15 ára er kallið kom. Af hverju? spyrjum við en fátt er um svör. Siggi er sólargeisli á heimili sínu. Honum var ekki gefið að tala okkar mál. En hann átti sitt mál, og spegillinn af því máli voru augun. Þau sögðu okkur ef hann var glaður og lík'a ef hann var hryggur. Já, vinurinn minn gaf okkur svo mikið. Hann þroskaði okkur, og lét okkur skilja að við ráðum svo litlu, og eins að sjá, að ekki er allt sjálfsagt. Já, það er stutt á milli gleði og sorgar. Réttri viku áður vorum við öll saman í afmæli og þá voru allir svo glaðir. Ekki síst Siggi litli. Elsku Didda, Siggi og systur, orð eru svo lítil, en ég veit að fagrar minningar um sólargeislann ykk- ar, sem þið elskuðuð svo mikið, munu draga úr sársaukanum. Ég trúi því að nú líði Sigga litla vel. Við vottum ykkur svo og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Og biðjum góðan guð að styrkja ykkur á sorgarstundu. Við biðjum með orðum Hall- gríms Péturssonar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer, sitji guðs englar yfir mér. Matta og fjölskylda Minning: Guðlaug Jóns- dóttir, Saurbæ Fædd 19. nóvember 1899 Dáin 25. desember 1985 Fullu nafni hét hún Jónína Guðlaug Margrét, en í daglegu tali bar hún aðeins eitt nafnið Guð- laug, hún var Jónsdóttir, f. 18/1 1860 Jónssonar frá Stóra Klofa á Landi. Kona hans var Hólmfríður Oddsdóttir frá Króki á Kjalarnesi, Þorlákssonar s.st. Þorlákssonar á Hofi, Einarssonar á Vallá, Árna- sonar í Effersey, Símonarsonar á Dysjum og í Effersey, Árnasonar. Jón afi Guðlaugar var Jónsson í Hóli og Stóra Klofa á Landi, síðast í Reykjavík, f. 12/4 1831, d. 30/5 1871 giftist 30/5 1856, Guðlaugu f. 8/7 1828, Jónsdóttur í Látalæti, f. 1788, d. 9/2 1845, Jónssonar s.st., f. 1746, Bjarnasonar, s.st. f. 1701, Magriússonar i Hvammi f. 1654, Gunnarssonar s.st. (d. fyrir 1703) Jónssonar prests á Mosfelli í Grímsnesi, Stefánssonar, ráðs- manns í Skálholti, Gunnarssonar, Jón Jónsson í Stóra Klofa, f. 3/3 1799, d. 14/7 1852. Kona hans var Guðrún yngri, f. 29/10 1799, d. 18/7 1863, Halldórsdóttir á Leiru- bakka, Auðunssonar á Lýtings- stöðum, Arnþórssonar í Flag- bjarnarholti, Hróbjartssonar, og Guðrúnar yngri, f. 1759, Ólafs- dóttir á Hellum, Ólafssonar á Víkingslæk, Þorsteinssonar á Minnivöllum, Ásmundssonar s.st. Brynjólfssonar í Skarði, Jónssonar s.st. Eiríkssonar í Klofa, Torfason- ar ríká s.st. Jónssonar. Guðlaug var aðeins 2ja ára er faðir hennar drukknaði við annan mann á heimleið úr Reykjavík 8/1 1902. Þá bjuggu þau í Austurvelli á Kjarlarnesi. Það var erfitt á þeim tíma að standa uppi fyrir- vinnulaus með 6 börn. En Hólmfríður var hörkudugleg og með hjálp elstu barnanna bjargaðist allt. Þau voru Guð- bjartur, Jónína, Oddur, Gunnlaug- ur, Guðrún og Guðlaug sem var lang yngst og fylgdi móður sinni. Árið 1920 vistaðist Guðlaug að Saurbæ. Árið eftir, 2/1 1921, eru gefin saman í hjónaband brúð- hjónin Guðlaug Jónsdóttir og Ólaf- ur Eyjólfsson í Saurbæjarkirkju. Ekki er hægt að geta Guðlaugar nema minnast á Saurbæjarheimil- ið, því hún var um leið orðin hlut- geng í öllu er þar gerðist. Ólafur fæddist í Saurbæ 22/10 1879, sonur Eyjólfs Runólfssonar hreppstjóra, Þórðarsonar í Saur- bæ. Kona Eyjólfs var Vilhelmína Eyjólfsdóttir, Þorvarðarsonar frá Jófríðarstöðum við Hafnarfjörð. Var heimili þeirra rómað höfð- ingsheimili fyrir gestrisni, mynd- arskap og hjálpsemi við þá sem fátækir voru. Auk þess var Eyjólf- ur læknir góður, þótt ólærður væri. Hann tók á móti fjölda barna. Það kom fyrir að hann gat hjálpað þegar ljósmóðirin gekk frá og ekki var hægt að ná í lækni. Talið er að hann hafi tekið á móti allt að 700 börnum. Guðlaug og Ólafur voru samhent um að hlynna að kirkjunni, hann var meðhjálpari um áratugi og það má segja til dauðadags, einnig var hann sóknarnefndarformaður og safnaðarfulltrúi. Kirkjan hafði verið i eign Saur- bæjarbænda fram að 1950 er Ólaf- ur gaf söfnuðinum kirkjuna. ólaf- ur og Guðlaug unnu kirkjunni sinni af heilum hug og fannst þeim hver messudagur sem hátíðis- dagur. Fyrrum var stórbýli í Saurbæ og sat þar Sigurður Björnsson lögmaður sunnan og vestan. Af Tíðarskarðshól er talið að 7 kirkjur sjáist í góðu skyggni. Á þessu rausnar- og myndar- heimili var Guðlaug húsmóðir í 65 ár. Húsmóðurinnar er ekki mikið getið út í frá en hún er heilinn á hverju heimili, sú sem sér, finnur til, hagræðir og bætir. Frá ómunatíð hefur Saurbæjar- heimilið verið barnmargt, ekki þar fyrir að þeir feðgar hafi átt svo mörg börn. Eyjólfur aðeins 2 syni og ðlafi og Guðlaugu varð ekki barna auðið. í uppeldistíð Ólafs og á fullorðinsárum hans hjá for- eldrum sínum og í búskapartíð þeirra Ólafs og Guðlaugar, hafa margir menn og konur alist að nokkru eða öllu leyti upp þar. Auk allra þeirra mörgu unglinga og barna, sem hafa dvalist um lengri eða skemmri tíma, oft mörg í einu að sumrinu. Það var haft á orði að vel væri séð fyrir þeim börnum er komust að Saurbæ, þar var nóg að borða, góð hirða og sá hlýi andi, sem laðar börn. Kynni okkar við Saurbæjar- heimilið hafa alla tíð verið hin ljúfustu og bestu og munum við lengi minnast höfðingslundar og tryggðar Guðlaugar húsfreyju í Saurbæ. Fyrir utan þau börn sem að framan eru talin höfðu þau um tíma Guðbjörgu Guðmundsd. f. 13/12 1920 og Ragnheiði Sigríði Jónsdóttur f. 18/7 1927 og Önnu Margréti Sigurðardóttur f. 8/7 1934 höfðu þau frá 6 mánaða aldri, og genjgu henni alveg í foreldra- stað. Guðlaug var mikil húsmóðir og aldrei mun hafa verið framkvæmd svo messugjörð eða önnur kirkju- athöfn, að það væri ekki talið sjálf- sagt, að allir kirkjugestir kæmu í bæinn að þyggja góðgerðir. Við jarðarfarir í Saurbæ var æfinlega siður að veita góðgerðir að lokinni athöfninni. Guðlaug var vel vaxin, í meðal- lagi há og grönn, andlitsfríð og hárið fallega liðað. Hreyfingar voru allar léttar og fasið ljúft. Anna fósturdóttir Guðlaugar bjó með fjölskyldu sinni í Saurbæ í 30 ár. Maður Önnu var Böðvar Eyjólfsson frá Fiskilæk f. 4/10 1921 d. 10/9 1984. Börn þeirra eru 6 og öll uppkomin. Þeim börnum var Guðlaug sönn amma og gerði allt fyrir þau sem í hennar valdi stóð. Guðlaug andaðist á Reykjalundi á jóladag og verður jarðsett frá Saurbæjarkirkju 4/11986. Öllum nákomnum ættingjum og vinum vottum við hjónin samúð og biðjum góðan Guð að blessa gengna góða konu. Hulda Pétursdóttir Guðlaug Jónsdóttir í Saurbæ lést á jóladag á Reykjalundi. Hún er ein af þeim ljúfustu sjúklingum sem ég hef hjúkrað, alltaf glöð og góð og tók öllu vel sem fyrir hana var gert, þakklætið og hlýjan sem stafaði frá henni gerði allt betra. Alla tíð var hún að hugsa um að gefa og gera eitthvað fyrir aðra. Fjölskyldu minni og börnum var hún hlý og góð. Ég bið góðan Guð að blessa Guðlaugu og veit að jólaljósin hafa vísað henni veginn. Blessuð sé minning hennar. G.G. Legsteinar granít — marmari Opið alla daga, einnig kvöld og helgar. HanCt ó.f Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 620809 og 72818. Minning: Haraldur Kr. Magnús- son, Keflavík Fæddur 11. ágúst 1914 Dáinn 26. janúar 1985 Við, sem komnir erum í seinni hálfleik æviskeiðsins megum alltaf eiga von á því að vinir og sam- ferðamenn heltist úr lestinni og leggi upp í langferðina miklu og slíti samvistum a.m.k. um sinn. Okkur bregður þó alltaf við og stundum erum við lengi að átta okkur á þessum viðskilnaði. Gáta lífs og dauða mun víst flestum torráðin. Margir hafa spreytt sig á að leysa hana, en mér vitanlega hefur engum tekist það til fullnustu. Frammi fyrir dómi og kalli dauðans standa a.m.k. allir jafnir og enginn ræður sínum næturstað. Þau sannindi urðu mér ljós þegar vinur minn og frændi lést á annan dag jóla, eftir stutta en erfiða sjúkrahúsvist. Haraldur Kr. Magnússon fæd- dist 11. ágúst 1914 í Kefíavík, sonur hjónanna Guðríðar Ingibjargar Jónsdóttur frá Akri, og Magnúsar Pálssonar, skipstjóra frá Hjörts- bæ, en hann fórst með vélbátnum Huldu 1932. Þegar Haraldur var að alast upp í Kefiavík voru íbúar hér nokkur hundruð talsins. Fólkinu hefur fjölgað hér á æviskeiði hans, risa- skref til framfara hafa verið tekin. Haraldur reyndist einn þeirra vösku manna, sem stuðluðu með starfi sínu og lífsviðhorfum að því að byggðin óx og dafnaði. Æskuheimili Haraldar var orð- lagt fyrir snyrtimennsku og mynd- arskap. Föðurmissirinn í æsku setti sinn svip á heimilið, sem Guðríður stjórnaði af festu og ósérhlífni og henni tókst að koma bræðrunum — Haraldi og Hauki — til manns. Sú kynslóð, sem hverfur með Haraldi hefur unnið landi og þjóð okkar mikið gagn, sem við seint fáum fullþakkað. Lífið á uppvaxt- arárum þessa fólks var mjög erfitt og fátækt og atvinnuleysi daglegt brauð. Engu að síður hefur þraut- seigja og dugnaður þess verið lyfti- stöng velmegunar síðari tíma. Er ég minnist Haraldar, þá kemur mér í hug, að hann er ein- mitt dæmigerður fulltrúi síns tíma og veit ég að sú minning mun lifa. Á bernskuárum Haraldar Kr. Magnússonar voru tækifærin til menntunar og fjölbreyttra at- hafna ekki jafn tiltæk og nú. Skólaganga unglinga takmarkað- ist við barnaskólann, og að fáu var að snúa sér öðru en því að sækja sjóinn. Ungir menn sem vildu bjarga sér áfram urðu að afla fanga úr sjónum, og var það vissulega boð- legt viðfangsefni, en ekki heiglum hent. En margur hefur sjálfsagt kosið meira úrval verkefna. Haraldur hóf sjómennsku 15 ára eins og algengast var í þá daga, og var á ýmsum litlum mótor- bátum, lengst af sem vélstjóri. í stríðsbyrjun stofnuðu nokkrir Keflvíkingar samvinnufélag um útgerö, og létu byggja stærsta fiskibátinn, sem þá hafði verið byggður hér syðra, mb. Keflvíking. Haraldur var einn af stofnendum félagsins. Útgerð skipsins reyndist happa- drjúg og færði mikla björg í bú. Haraldur var vélstjóri á því skipi. Árið 1944 hætti hann sjó- mennsku og réðst til Rafveitu Keflavíkur, sem vélgæslumaður.Á þeim tíma var rafmagn hér fram- lett með dísilvélum, hafði svo verið frá stofnun rafveitunnar 1933. Árið 1945 var Sogsrafmagni hleypt á fyrstu húsin í Keflavík, þá fór Haraldur í rafvirkjanám og lauk Iðnskólanámi 1950. I afmælisriti Rafveitunnar þeg- ar hún varð 50 ára, er þess getið að Haraldur o.fl. hafi unnið að uppbyggingu kerfisins hér með miklum ágætum. Telja má að starfsmenn gömlu rafveitunnar hafi unnið þrekvirki með því að halda hinu úr sér gengna véladrasli gömlu rafveit- unnar gangandi svo lengi sem raun varð á, og lengur en nokkur von var til. Með því forðuðu þeir neyð- arástandi í bænum. Haraldur starfaði hjá Rafveitu Keflavíkur til dauðadags, eða í 41 ár. Haraldur giftist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Sigrúnu Ingólfsdótt- ur, 20. des. 1941, ættaðri úr Þing- eyjarsýslu — mikilli sóma- og dugnaðarkonu sem ávallt var þar sem Haraldur var, enda voru þau sérlega góðir vinir. Heimili þeirra bar þess vitni að samstilling, eindrægni og gagn- kvæm virðing ríkti á heimilinu. Undir harðri brynju leynist oft viðkvæmt hjarta og vissu allir sem Harald þekktu að þannig var Haraldur. Þau hjón eignuðust þrjú börn: Mmagnús, skrifstofustjóra, kvæntan Sigurbjörgu Halldórs- dóttur, Ingibjörgu, gifta Hinriki Sigurðssyni, verkstjóra, og Maríu, gifta Sigmundi Ó. Steinarssyni, blaðamanni. Haraldur var tryggur vinur vina sinna. Hann var jafnan hressilegur í máli og hafði alltaf gamanyrði á reiðum höndum. Hið sama má segja um hans ágætu konu og var upplífgandi að koma á heimili þeirra, enda margar ljúfar æsku- minningar mínar tengdar því. Börnum sínum var Haraldur góður faðir og lét sér mjög annt um velferð þeirra. Hygg ég að mikil eindrægni hafi ríkt innan þessarar fjölskyldu. Guð blessi sporin og minning- arnar. Guð blessi ástvini hans og ætt- ingja. Fari minn gamli vinur vef og hafi hann þökk fyrir samfylgdina og tryggúina. Páll Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.