Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 25. JANÚAR1986 Minning: Jón Páll Friðmunds- son málarameistari Fæddur 17. október 1903 Dáinn 16. janúar 1986 Gamall og góður Keflvíkingur er genginn. Jón Páll Friðmundsson málara- meistari lést 16. janúar sl. áttatíu og tveggja ára að aldri. Jón Páll fæddist í Keflavík 17. október 1903. Hann var sonur hjón- anna Sigurbjargar Pálsdóttur, f. 16. október 1880 ogd. 19. janúar 1926, og Friðmundar Jónssonar, f. 8. september 1869 og d. 10. janúar 1906. Eins og sjá má af framansögðu var Jón Páll aðeins 3ja ára þegar hann missti föður sinn. Nú hófst erfíður kafli í lífl þeirra Jón Páls og móður hans. Eins og þá var títt, var ekki um annað að ræða en að selja eigur þeirra hjóna svo ekki bættist við ómegð hreppsins. Sigur- björg varð þvf að sjá um sig og soninn líkt og segir frá í mörgum sögum frá þessu tímabili og fyrr. Sigurbjörg átti því Iáni að fagna að komast í vist hjá heiðurshjónun- um Guðrúnu Einarsdóttur og Ólafi Ambjömssyni, sem ráku myndar- heimili. Þar dvaldi Jón Páll sín æskuár í skjóli móður sinnar og minntist þeirra ára ætíð með mikili hlýju til þeirra hjóna í „Bakaríinu" og baraa þeirra. Jón Páll sagði skemmtilega frá og sögumar af því þegar hann gekk til prestsins á Kálfatjöm minna mann á þann reginmun á sam- göngum þá og nú, en þá þótti ekki mikið fyrir böm að ganga inn á strönd þegar spumingar hófust og til baka þegar spumingavikunni ** Iauk. Auk þess varf Jón Páll svo frægur að fara gangandi með móð- ur sinni til Reykjavíkur þegar hann var 8 ára og tók ferðin tvo daga hvora leið. Um fermingu hófst alvara lífsins og stundaði hann aðallega sjó- mennsku næstu 20 árin á vélbátum úr Keflavík, bæði á línu og netum. Þá var vinnuaðstaða um borð í bát- um önnur en nú, en þá lágu menn á hnjánum við vinnu sína, eins og við að greiða úr netum og fleira. Þessi erfíðisvinna sagði til sín þegar Jón Páll fór að eldast, sem vonlegt var. Á seinni ámm sjómannsferils síns stundaði Jón Páll málarastörf hjá " vini sínum Guðna Magnússyni mál- arameistara, þegar hann var ekki á vertíð og lauk sveinsprófi í iðninni 1937 — en lög um iðnfræðslu frá 1929 gerðu það kleift án þess að fara í iðnskóla, sem vom varla til á þeim tíma. Jón Páll stundaði síðan málarastörf sem sjálfstæður meist- ari eða í samvinnu við Guðna Magnússon vin sinn, þar til fyrir rúmu ári. Eitt mesta afrek sem Jón Páll vann á lífsleiðinni tel ég vera þegar hann reisti móður sinni hús að Suðurgötu 5. Var hann um tvítugt þegar framkvæmdir hófust og lauk þeim árið 1925, eða þegar hann var 22ja ára. En sá sorglegi atburður gerðist að móðir hans féll frá árið 1926, en söm er gerð Jóns Páls og sýnir vel hvem mann hann hafði að geyma og hversu duglegur og vinnusamur hann var og fylgdi það honum alla ævi. Þess má geta um leið að hann bjó í þessu húsi þar til yflr lauk. Lífsbaráttan var oft erfíð hjá Jóni Páli framan af ævi, en samt má segja að hann hafí verið gæfumaður þegar á allt er litið. Hans stærsta gæfusfKjr var þegar hann gekk í hjónaband 1. september 1927, með Ingileif Ingimundardóttur frá Litla-Hvammi í Reykjavík. Þau áttu saman hamingjuríka sambúð í 35 ár, en hún lést 23. september 1962 og var öllum harmur í huga sem hana þekktu, slík ágætis kona var hún. Þeim Ingileif og Jóni Páli varð tveggja bama auðið, Sigurbjargar, sem fædd er 9. febrúar 1928 og Þorbjargar, sem fædd er 1. júní 1934. Ég undirritaður kynntist Jóni Páli árið 1943 þegar ég gerðist lærlingur hjá honum í málaraiðn fyrir tilstilli eldri dóttur hans, Sigur- bjargar, sem síðar varð eiginkona mín. Það varð því gæfa mín að vera Jóni Páli samtíða í rúm 40 ár og af því hef ég margt lært sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir. Jón Páll var léttur í lund og eflaust hefur það hjálpað honum oft á lífs- leiðinni. Hann átti einnig sérlega gott með að umgangast ungt fólk, sem laðaðist að honum, og ekki síst afkomendur hans. Því fínnst mér rétt að geta þess, sem nýfermdur afkomandi hans í þriðja ættlið sagði, þegar hann var búinn að átta sig á því að langafí var dáinn: „Það er mikið áfall að fá svona frétt, því afí var líka vinur minn, ekki bara afi.“ Þessi stutta setning segir meira en langar ræður um þann mann sem Jón Páll hafði að geyma og gæti orðið okkur sem kynntust honum til eftirbreytni. Jón Páll var vel lesinn og vel heima í bókmenntum, en honum var ekki gjamt að ræða um trúmál við hvem sem var. Þó held ég að hann hafí verið líkur aldamótakynslóðinni og haft sinn bamalærdóm fyrir sig. Sagt hefur verið: „Maður er vera sem veit skil á hlutunum sem hann getur ekki skilið." Eitt er víst í þessu sambandi, að Jón Páll virtist öðlast aukinn andlegan þrótt eftir því sem nær dró endalokunum. Sem dæmi má þar nefna að hann fékk að koma heim síðustu dagana, milli hádegis- og kvöldmatar, af sjúkra- húsinu. Þá var eins og hann þyrfti að" gera hluti sem hann gat gert áður. Hann tók út bflinn sinn einn daginn og ók á þá staði í og við Keflavík sem honum þótti alla jafna mest gaman að skoða. Þótt hann léti á engu bera, er ekki nema von að sá gmnur læðist að manni að hann hafí vitað að hveiju stefndi. Ég er svo þreyttur og þollaus, af þreytu ergráturinn sprottinn. Gefmérgieðinaaftur, gleymdu mér ekki drottinn. (Stefán frá Hvítadal) Hvert sem ferð míns kæra vinar er heitið, mun hugur minn fylgja honum á ókunnum leiðum í von um að leiðir okkar muni liggja saman aftur. Og ég veit að honum mun vel tekið, hvar sem leiðir liggja. Hjartans þakkir fyrir samfylgdina, sem var of stutt. Öllum ættingjum Jóns Páls, venslafólki og vinum sendi ég inni- legar samúðarkveéijur. Þorbergur Friðriksson Vinur minn og samstarfsmaður um langt skeið, Jón Páll Friðmunds- son, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur, þ. 16. þ.m. Hann fæddist í Keflavík. Foreldrar hans vom Sigurbjörg Pálsdóttir (f. 1880, d. 1926) og Friðmundur Jónsson, sjómaður (f. 1869, d. 1906). Sigpirbjörg var lengi vinnukona í Bakaríinu hjá þeim hjónum Guðrúnu Einarsdóttur og Olafí Ambjömssyni, kaupmanni. Friðmundur var frá Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd. Jón Páll ólst upp í Bakaríinu með móður sinni. Árið 1927 kvæntist hann hinn ágætustu konu. Það var Ingileif Ingimundardóttir frá Litla- Hvammi við Reykjavík. Árið 1925 byggði hann sér húsið á Suðurgötu 5, í Keflavík, og hefur hann búið í því alla tíð síðan. Hjónaband þeirra var mjög til fyrirmyndar, enda var Ingileif hvers manns hugljúfi. Var það Jóni Páli mikið harmsefni þegar hún féll frá fyrir aldur fram árið 1962. Þau höfðu eignast tvær dætur: Sigur- björgu, sem gift er Þorbergi Frið- rikssyni, málarameistara og for- stjóra, og Þorbjörgu, sem gift er Eyjólfi Eysteinssyni, sjúkrahús- stjóra. Ekki giftist Jón Páll aftur en hafði stundum ráðskonur. En lengst af hefur hann verið einsamall, en notið aðstoðar og umhyggju dætra sinna, sem hann var mjög þakklátur fyrir. Jón Páll fór snemma að vinna alla algenga vinnu. Var landmaður og landformaður við báta á vertíð- um. Árið 1929 fór hann að starfa við málaraiðn hjá Bimi Bjamasyni, málarameistara, sem bjó hér þá, en fluttist til Hafnarfjarðar árið eftir. Samstarf okkar Jóns Páls hófst árið 1930. Átti ég þá heima í Innri- Njarðvík, en hafði starfað nokkuð hér í Keflavík árið áður. Var það ekki síst fyrir áeggjan hans að ég fór að starfa hér í Keflavík, og opnuðu þau hjón heimili sitt fyrir mér. Hvorugur okkar átti bfl í þá daga, en reiðhjólin voru einu farar- og flutningatækin. Jón Páll lauk sveinsprófí í mál- araiðn 1937 og fékk meistarabréf 1941. Starfaði síðan við iðn sína meðan kraftar leyfðu og útskrifaði nokkra nema. Þegar umsvifin fóru að aukast og nemum og hjálparmönnum að flölga, þótti okkur heppilegra að starfa sitt í hvom lagi, en vináttan hélst óbreytt alla tíð. Jón Páll var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélags Suðumesja og félagi þess alla tíð. Ég þakka Jóni Páli fyrir langt og gott samstarf og vináttu alla tíð og fari vel minn gamii vinur. Ég kem bráðum. Guðni Magnússon Jón Páll Friðmundsson, málara- meistari er allur. Mér er það kærkomið að minnast Jóns Páls tengdaföður míns og vinar við fráfall hans. Það fækkar nú óðum í aldamóta- kynslóðinni, þeim sem lögðu gmnd- völlinn að því þjóðfélagi sem við búum í. Jón PáJl var dæmigerður fulltrúi þeirrar kynslóðar. Jón Páll samviskusamastur og féll aldrei verk úr hendi. Hann var vel lesinn og hafði góða þekkingu þó að skólaganga hans hafi ekki verið löng, en á þeim tfma er hann ólst upp var ekki sama tækifærí til langrar skólagöngu eins og nú er. Kynni mín af Jóni Páli hófust þegar ég kynntist dóttur hans Þorbjörgu, en um 15 ára skeið héld- um við Þorbjörg heimili að Suður- götu 5, Keflavík þar sem Jón Páll bjó ásamt konu sinni Ingileif Ingi- mundardóttur. Miklir kærleikar vom með þeim hjónum, en Ingileif lést um aldur fram árið 1962. Eins og áður sagði, vomm við hjónin í sambýli með þeim hjónum fyrst, og síðan honum einum um 15 ára skeið að Suðurgötu 5, en þar er sonur Þorbjargar konu minnar, Ingi Valur Jóhannesson, fæddur og síðustu ár sambýlisins bættust tveir synir okkar Þorbjarg- ar í hópinn, Eysteinn og Jón Páll. Synir okkar, Ingi Valur, Jón Páll og Eysteinn, kveðja nú afa sinn með söknuði, en hann var ekki einungis afí þeirra heldur góður vinurogfélagi. Jón Páll gat átt það til að vera glettinn og naut hann þess mjög í ellinni að umgangast ungt fólk. Sérstaka ánægju hafði hann af heimsókn afkomenda sinna og segja má að Suðurgata 5 hafí verið þeirra annað heimili. Við hjónin og synir okkar þökk- um Jóni Páli góða samfylgd í lífinu. Eyjólfur Eysteinsson Þegar andlátsfregn afa barst okkur ættingjum hans 16. janúar sl. kom hún okkur mjög á óvart. Ástæðan er ofur eðlileg í sjálfu sér, við reiknuðum ekkert með þessum möguleika, þó svo ekki verði litið framhjá staðreyndum. Afí var hress í lund og skap- góður, auk þess var hann unglegur miðað við aldur, þess vegna kom þetta svo á óvart. Ég þekkti afa frá þvf ég man eftir mér og Suðurgata 5 var mitt annað heimili, enda fjölskyldubönd- in sterk. Ég vann hjá afa frá 15 ára aldri við málningarvinnu og vann hann einnig sjálfur á meðan heilsa hans leyfði. Urðum við afí mjög góðir vinir, þó sérstaklega hin síðari ár, og er því failinn frá bæði góður afi og góður vinur. En ég vil trúa því að nú líði afa vel á æðra tilverustigi og sé búinn að hitta ömmu aftur. Blessuð sé minning elsku afa og megi góður Guð vemda hann og blessa. Friðrik Þorbergsson Hann afí minn Jón Páll málara- meistari, er dáinn. Farsælli lífs- göngu göfugs manns er nú lokið. Afí gekk glaður til móts við eilífðina með hlýjar minningar um einlæg og sterk tengsl við dætur sínar tvær, tengdasyni, bamaböm, og bamabamaböm og vini. Afí var glaðvær og traustur maður með hlýtt viðmót. Hann hafði gott skap sem sáði ró og gleði. Afí bjó flesta ævidaga sína á Suðurgötu 5 í Keflavík. Þar naut hann sín jafnan best í nálægð af- komenda. Ég fæddist í því góða húsi og átti þar heima mín æskuár. Tengsl mín við afa og ömmu vom þess vegna mjög náin og naut ég umhyggju beggja í ríkum mæli. Afí minn, Jón Páll, var sonur Friðmundar Jónssonar og Sigur- bjargar Pálsdóttur. Afí fæddist í Keflavík 17. október 1903. Faðir hans lést þegar hann var 3 ára og ólst hann upp hjá móður sinni sem var vinnukona hjá Guðrúnu í „Bak- aríinu" og Ólafi Ambjömssyni. Afí byijaði snemma að vinna eins og lífsbaráttan í þá daga bauð al- þýðubömum. Man ég að hann nefndi oft við mig erfiðar ferðir á unglingsámm sínum milli Njarðvík- ur og Keflavíkur með físk í hjól- bömm. Fyrstu starfsárin vann hann almenn störf við sjávarútveg. Afí missti móður sína skömmu áður en hann gat flutt inn í húsið við Suðurgötuna. Um líkt leyti birt- ist honum nýr sólargeisli sem var amma mín Ingileif Ingimundardótt- ir. Þau hófu búskap árið 1927 sem einkenndist alla tíð af gagnkvæmri virðingu og trúnaði. Amma var einstaklega ljúf og skemmtileg kona. Eg minnist ánægjulegra samvemstunda með henni. Göngu- ferðir niðrí fískbúð til Kidda fisksala og leiðsögn í námi og leik er mér ógleymanlegt. Amma lést árið 1962 og var það afa mikili missir. Þá sem og alltaf var lífsgæfa hans, dætumar tvær Sigurbjörg og Þorbjörg, samhentar ásamt eiginmönnum sínum í vel- gjörðum sínum við hann. Yngri . < É—■ itlfiTfTif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.