Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 44
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986 44 ÆmSs £ Badminton íBorgarnesi GÓÐUR árangur hefur náftst hjá badmintondeild Umf. Skallagrfms á mótum sem haldin hafa veríð í vetur. Síftastllftift haust réfti deildin til starfa indverskan þjálfara að nafni Dipu Chosh. Er hann búsettur á Akranesi þar sem hann þjálfar einnig badmintondeild ÍA. Sér Dipu Chosh um þjálfun allra flokka badmintondeildar Skallagrfms. Alis œfa um 90 manns á aldrinum 5 til 65 ára hjá deild- inni í vetur. Nýtega gaf Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi deildinni 20 æfingagalla sem ætlaðir eru á keppnislið deildarinnar. Afhenti Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri deildinni búningana á æfingu í íþróttahÚ8inu í Borgarnesi. jKÞ Stefán íþróttamaður Garðabæjar STEFÁN Snær Konráðsson borðtennismaður úr Stjörnunni var kjörinn íþróttamaður ársins 1985 í Garðabæ. Stefán hefur æft borðtennis í 14 ár og verið f fremstu röð frá því hann hóf að æfa. Hann hefur 12 sinnum orftift íslandsmeistari og á íslandsmótinu f fyrra vann hann tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun auk þess sem hann vann sex mót af þeim átta sem hann tók þátt f hérlendis. Stefán er fyrsti íslendingurinn sem nær því marki að leika 50 landsleiki f borðtennis en þeim merka áfanga náði hann á sfðasta ári. Án efa er Stefán meftal okkar bestu borðtennisleik- manna og hann og Tómasi Guðjónssyni, eru meftal 100 bestu borðtennisspilara í Evrópu um þessar mundir. Stefán er nú á keppnisferðalagi meft landsliðinu og gat því ekki veitt verðlaunum sfnum móttöku en f hans stað tók eiginkona hans við bikarnum fyrir hans hönd. Knattspyrna: Þjóðverjar velja liðið FRANZ Beckenbauer hefur valið þýska landsliðið sem keppa á í lokakeppni heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu f Mexfkó f sumar. Beckenbauer mun stjórna leik þýskra gegn ítölum þann 5. febrú- ar og hann er nú meft liftift í æfinga- búftum í Frankfurt þar sem hann ætlar að ákveða hverjir fara til Mexíkó. Karl-Heinz Rummenigge komst ekki til Frankfurt og sömu sögur er aft segja af Hans-Peter Briegel. Þeir Rudi Völler og Uwe Rahn verfta heldur ekki í Frankfurt því þeir eru báðir meiddir. Þá er enn ótalinn einn leikmaður sem ekki verður meft og það er Bernd Schuster. Hann hefur átt í deilum vift þýska sambandið um nokkurn tíma og segist ekki keppa meft liðinu í Mexíkó. í hópnum sem er í Frankfurt eru: Schumacher, Uli Stein, Eike Immel, Augenthaler, Berthold, Brehme, Buchwald, Karlheinz Förster, Frontzeck, Hannes, Her- geth, Jakobs, Allgöwer, Allofs, Falkenmeyer, Mattháus, Magath, Rolff, Thon, Allofs, Littbarski, Grundel, Kogl, MillogWaas. Getrauna- spá MBL. JQ C 3 s s > o £ c _c ? s S* Dagur l < 1 1 1 S cc Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Arsenal — Luton 1 1 1 1 1 1 1 1 X 0 1 X 9 2 0 Aston Villa — Southampton X 2 X X X X X 1 1 0 X X 2 8 1 Everton — Tottanham 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 1 1 11 0 0 Ipswich — Uverpool X 2 2 1 2 2 2 2 2 0 2 X 1 2 8 Newcastle — Coventry 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 1 1 11 0 0 Nottingham Forest — QPR 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 1 1 11 0 0 Oxford — Birmingham 1 1 1 1 1 1 2 1 X 0 1 1 9 1 1 Watford — Sheff. Wednesday X 2 1 1 X 1 X X 1 0 X 1 6 5 1 Barnsley — Norwich 2 2 X 2 2 X 2 2 2 0 2 2 0 2 9 Bradford — Wimbledon X 1 2 1 X 1 2 X X 0 2 2 3 4 4 Leeds — Stoke X 1 1 2 1 1 1 X X 0 2 1 6 3 2 Sheff. United — Brighton X X 1 2 X 1 X 2 1 0 X X 3 6 2 Morgunblaðið/Bjarnl • Guftbrandur Lárusson úr Fram brýst hér í gegnum vörn Þórs í leiknum á sunnudaginn. Glæsileg tilþrif hjá Guðbrandi og öruggur sigur Framara f leiknum. Framarar eru nú búnir að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. 1. deildin: Þórsarar töpuðu fyrir ÍS og Fram ÞÓR frá Akureyri gerði ekki góða ferð suður til Reykjavíkur um helgina til þess að leika í 1. deild- inni f körfuknattleik. Liftið tapafti þeim tveimur leikjum sem það lék, fyrst fyrir ÍS og síðan fyrir Fram. Fæstir höfðu víst búist við því fyrirfram aft Stúdentar næðu því aft vinna Þór. Svo fór þó aft lokum því ÍS skorafti 75 stig en Þórsarar 63. Mestu munafti um það að Árni Guðmundsson, sem lék með KR fyrr í vetur, er nú kominn til liðs við ÍS. Hann skoraði 23 stig í leikn- um og átti þar að auki mikið af sendingum á félaga sína sem gáfu körfur. Þórsarar léku síftan á sunnudag- inn vift Fram og unnu þeir síftar- nefndu meft 69 stigum gegn 50. Firmakeppni Vals í körfu ÁRLEG firma- og félagshópa- keppni körfuknattleiksdeildar Vals verður haldin helgina 8.-9. febrúar 1986. Keppnisstaður er íþróttahús Vals að Hlfðarenda v/Laufásveg. í sfðustu keppni sigraði Fjarðarkaup í Hafnarfirði eftir harða keppni við Vélsmiðj- una Faxa. Þátttaka tilkynnist í síma 11134 fyrir 1. febrúar nk., og þar eru einnig gefnar nánari upplýsingar um fyrirkomulag keppninnar. Nýtegund getraunaseðla ÍSLENSKAR getraunir setja á markað nýjung nú f byrjun febrú- ar. Þá verður boðift upp á seðla sem hægt er að prenta út í tölvu- prentara. Mikift hefur verið spurt um þessa tegund seftla því það er nokkuö síðan aö farið var að láta tölvu spá til um úrslit leikja. En nú er einnig hægt aft láta tölvuna prenta seðlana og spara sér þann- ig skriffinnsku. Til aft byrja meft verða þessir seðlar aðeins á boðstólum með 10 einföldum röftum en þegarfram líða stundir bætast kerfisseftlarnir vift. Umboösmenn getrauna, þ.e. íþrótta- og ungmennafélög, eru þegar farin að undirbúa sig og sumir þeirra geta strax byrjað að prenta út getraunaseðla fyrir vift- skiptavini sína. Nú ætti ekkert að vera til fyrirstöðu fyrir þá sem vilja vera með en hafa sett fyrir sig að fylla út seðlana sjálfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.