Morgunblaðið - 31.01.1986, Síða 48

Morgunblaðið - 31.01.1986, Síða 48
ómissandi ffgtmHafcife E EUPQCARD SIAÐFEST iAnstraust FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Sverrír Hermannsson: Hef ekki tekið af- stöðu til breytinga — Hópur viðskiptafræðinema ávaxtar námslán sín á verðbréfamarkaði, sagði Jón Baldvin Hannibalsson SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, sagði i umræðum um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna á alþingi i gær, að honum hefði ekki unnist timi til að taka afstöðu til ýmissa hugmynda, sem fram hafa verið settar um breytingar á námslánakerfinu. Kvaðst hann vonast tíl að geta rætt málin við samstarfsmenn sina í Sjálfstæð- isflokknum og Framsóknarflokknum i næstu viku. Umræðumar, sem fram fóru að ósk Alþýðubandalagsins, stóðu í rúmar fímm klukkustundir og voru þingpallar lengst af þéttsetnir námsmönnum. Menntamálaráðherra lagði á það áherslu, að hann styddi grundvall- arhugmyndina að baki námslána- kerfinu. Hann sagði, að menntun væri besta fjárfesting sem völ væri á. Hins vegar hefði margt farið úrskeiðis í rekstri lánasjóðsins og óhjákvæmilegt væri að taka núver- andi reglur sjóðsins til endurskoð- unar. Talsmenn stjómarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð mennta- málaráðherra harkaiega. Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamála- ráðherra, taldi það mikið alvömmál að ráðherrann hefði ekkert samráð Bikarkeppni KSÍ: Keppt um Mjólkur- bikar í sumar? Mjólkurdagsnefnd er með í athugun boð Knattspymu- sambands íslands um að tengja nafn Bikarkeppni KSÍ við mjólk - á svipaðan hátt og gert er í Englandi þar sem keppt er um Mjólkurbikarinn. Myndi keppnin þá væntanlega heita Bikarkeppni KSÍ— Mjólkurbikarinn. Óskar H. Gunnarsson, for- maður mjólkurdagsnefndar, sagði að nefndin hefði fjallað um þetta boð KSÍ og nefndar- menn væm jákvæðir enda gæti þama verið um góða auglýsingu að ræða. Bjóst hann við að erindi KSÍ yrði svarað fyrir 20. febrú- ar. Óskar sagði óvíst hvemig að þessu samstarfi yrði staðið ef af yrði en rætt væri um að keyptur yrði nýr og veglegur bikar fyrir keppnina. haft við framsóknarmenn við endur- skoðun mála lánasjóðsins. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði að hann vissi til þess, að hópur nem- enda í viðskiptafræði við Háskóla íslands ávaxtaði námslán sín, sem em verðtryggð en vaxtalaus, á verðbréfamarkaði, þar sem unnt væri að fá allt að 17% raunvexti á ári. Sjá nánar um umræðumar á alþingi á bls. 28 og viðtöl við námsmenn á bls. 4. Akureyri: Björgunarsveitir aðstoða skíðafólk Akureyri, 30. jauúar. UM TUTTUGU félagar í Hjálp- arsveit skáta og Flugbjörgunar- sveitinni á Akureyri vom kvadd- ir að Skíðastöðum i Hlíðarfjalli um ldukkan 18 i dag, þar sem skyndilega skall á suðvestanátt ofan úr Glerárdal og gerði mjög vont veður um tíma. Stöðva þurfti stólalyftuna vegna hvassviðris. Vel gekk að ná krökk- um úr lyftunni og koma þeim og öðmm sem i Fjallinu vom í hús og sakaði engan. Mikill fjöldi farþega beið eftir flugi á Reykjavíkurflugvelli i gærmorgun. Morgunblaðið/RAX Flug fór úr skorðum vegna veikinda flugumferðarstjóra MIKIL veikindaforföll flugumferðarstjóra í Reykjavík settu inn- anlandsflug alvarlega úr skorðum í gærdag. Af niu flugumferðar- stjórum sem áttu að vera á morgunvakt í flugstjórnarmiðstöðinni mættu aðeins þrir, en hinir tilkynntu veikindi. Vegna þeirrar stefnu flugumferðarstjóra að leiða hjá sér yfirvinnu var ekki hægt að fylla i skarðið með aukamönnum á frívakt. Einungis þrír menn báru þvi hita ogþunga dagsins. „Þegar svona gerist er ekki um annað að ræða en takmarka flug- umferð eftir því sem kostur er. Það var lögð áhersla á að afgreiða millilandafiugið með eðlilegum hætti, en við urðum að takmarka flug innanlands við sjónflug," sagði Guðmundur Matthíasson, framkvæmdastjóri flugumferðar- þjónustunnar, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Sveinn Sæmundsson, sölustjóri innanlandsdeildar Flugleiða, sagði að innanlandsflug Flugleiða hefði meira og minna farið úr skorðum í gær. „Það er grátlegt til þess að vita að loks þegar veður stillist eftir þriggja daga ófærð skuli veikindi flugumferðarstjóra geta eyðilegt eðlilegar flugsamgöng- ur,“ sagði Sveinn. Að sögn hans var nauðsynlegt að aflýsa áætlun- arferðum til ýmissa staða, þar eð skilyrði til sjónflugs voru ekki fyrir hendi. í einu tilfelli var vél á leið til Egilsstaða snúið til Akureyrar vegan slæmra sjón- flugsskilyrða. Þann 7. janúar sl. voru settar reglur, undirritaðar af Pétri Ein- arssyni flugmálastjóra, sem skylda flugumferðarstjóra að framvísa vottorði frá trúnaðar- lækni til staðfestingar á veikinda- forföllum. Guðmundur Matthías- son var spurður hvort gengið yrði hart eftir þeim vottorðum nú. „Ég get ekkert um það sagt á þessu stigi, en þetta er náttúrulega enginn leikur," svaraði hann. Ekki tókst að ná í Pétur Einarsson til að bera þessa spumingu undir hann. Á tímabili síðdegis í gær leit út fyrir að til svipaðra vandræða kæmi á kvöldvakt, þar sem flug- umferðarstjóri sem bókaður var á vakt í flugtumi tilkynnti veikindi. Flugumferðarstjórar ákváðu hins vegar að mælast til þess að annar maður á frívakt tæki að sér stjóm- ina í tuminum. Fyrir hádegi í dag munu flug- umferðarstjórar halda fund með Matthíasi Bjamasyni samgöngu- ráðherra, þar sem staða mála í deilu þeirra við flugmálastjóra verður rædd. Kristján Ragnarsson segir olíulækkun nánast tálsýn: Útgerðin þarf veru- lega hækkun fiskverðs Afkoma nýrri togara neikvæð um 10—15% að mati Þjóðhagsstofnunar AÐ MATI Þjóðhagsstofnunar voru botnfiskveiðar um áramót reknar með um 2,5% halla að minnsta kosti, en LÍÚ metur tapið nokkru meira. I ljósi þess, segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdasfjóri LÍÚ, að útgerðin þurfi á umtalsverðri hækkun fiskverðs að halda til að skila jákvæðum rekstri, enda sé lækkun á verði gasolíu nánast tálsýn. Mest tap er á minni togurum byggðum 1977 og síðar. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar er tap á rekstri báta á botnfiskveiðum og miílni togara um áramót 3 til 4% af tekjum. Tap á rekstri minni togara byggðum 1977 og síðar er metið 9 til 10% en eldri togaramir taldir reknir með 3% hagnaði. Þá eru stórir togarar taldir reknir með 5% hagnaði. í þessum niðurstöðum stofnunarinn- ar er fyrirvari vegna nýrri útreikn- inga, sem unnið er að. Talið er af stofnuninni að miðað við aflaaukn- ingu og hugsanlega lækkun olíu- verðs geti staðan verið eitthvað betri. Olfukostnaður togara er um 20% af útgjöldum, þannig að lækk- un olíuverðs um hver 10% lækkar útgjöld um nálægt 2%. Kristján Ragnarsson segir að þessir útreikningar Þjóðhagsstofn- ur.ar byggist á of gömlum tölum og auk þess byggðar á ákveðnum forsendum, sem vafasamt sé að gefi rétta mynd. Samkvæmt öðrum útreikningum Þjóðhagsstofnunar sem byggðir séu á 6% ávöxtun fjár- magns sem bundið sé í útgerð, sé bátaflotinn rekinn með 7,5% halla, togarar að meðatali með 6,9% halla. Stærri togarar séu þá með 2,3% hagnað, eldri togarar á sléttu og yngri togaramir með 15% halla. I útreikningum þessum sé búið að reikna inn tekjur útgerðar af sölu fersks gámafísks erlendis, en sá þáttur sé stórlega ýktur vegna þess, að það sé að verulegum hluta fisk- vinnslan, sem hagnist á útflutningi físks í gámum. Þetta sé engan veginn nógu góð staða, þó hún sé betri en oft áður. Því þurfi útgerðin á umtalsverðri hækkun fiskverðs að halda til að skila hagnaði og greiða uppsafnaðar skuldir frá tapárunum. Auk þess sé lækkun olíukostnaðar ekki sjáanleg á næst- unni miðað við framkomnar upplýs- ingar frá olíufélögunum. ASI-VSI: Nefndir starfa næstu daga Á FUNDI aðalsamninganefnda Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands i gær var einkum rætt um efnahags- mál og var ákveðið að halda umræðum um þau áfram næstu ikveðið var að samninganefndim- ar komi saman til næsta fundar á þriðjudag. í dag starfa nefndir um lífeyrismál og efnahagsmál og á laugardag verður fundur í nefnd um húsnæðismál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.