Morgunblaðið - 12.02.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 12.02.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKTJDAGUR12. FEBRÚAR1986 23 Guðmundur sagðist bregðast þannig við kvótanum að hann myndi slátra lélegri kúnum „og nýta hinar betur". Hann sagði hljóðið í sveitungum sínum dauft um þessar mundir — „en það þýðir ekkert að vera að framleiða vöru sem ekki selst. Menn skilja það. Annars fínnst mér fráleitt að bæði skuli framleiðslan skorin svona niður og kjamfóðurskattur settur á okkur. Mér fínnst að ætti að leggja hann niður," sagði Guðmundur bóndi í Hléskógum. Þórarinn E. Sveinsson, Akureyri: „Jón Helga- son er enn með milljón lítra í vasanum“ Akureyri 11. febrúar. „SKERÐINGIN á svæðinu verður um 25% miðað við búmark sem er um 21 milljón lítra,“ sagði Þórarinn E. Sveinsson mjólkur- bússtjóri Mjólkursamlags KEA er biaðamaður ræddi við hann um kvótann sem settur hefur verið á mjólkurframleiðsluna. Mjólkursamlagi KEA tilheyra tvö svæði, 16 — sem er Eyjafjarð- arsýsla og 17 — Svalbarðsströnd, Höfðahverfi og Fnjóskadalur. „Málið er þó ekki alveg búið. Jón Helgason er með milljón lítra í vasanum sem hann á eftir að deila út á allt landið. Við vitum ekki hve mikið af því við fáum hingað en vonumst þó til að það verði 20—30%. Þá voru tekin 5% af hveiju héraði — það voru um milljón lítrar á þessum tveimur svæðum — og því verður siðan dreift aftur á milli bænda á svæðinu," sagði Þórarinn. Hve mikil heldurðu að skerð- ingin verði í peningum á svæð- inu? „Ef við segjum að 23,40 krónur af hveijum lítra fari í vasa bænda er auðvelt að reikna það út. Ein milljón lítra næmi þá 23,4 milljónum o.s.frv.,“ sagði Þórarinn. Sú 21 milljón lítra sem rætt er um væri því 491,4 milljóna króna virði. „En ef til vill er ekki rétt að reikna svona — búið er að semja um 107 milljónir lítra fyrir allt landið. Ríkið lofar fullu verði fyrir það magn en við vitum ekki hvert verðið á um- frammagninu verður." Eiríkur Sigfússon, Sflastöðum. „Ég er hlynntur kvótanum“ Akureyrí 11. febrúar „Ég er hlynntur kvótanum — þetta er eina færa leiðin til að draga úr framleiðslu að minu mati,“ sagði Eiríkur Sigfússon, bóndi á Sílastöðum í Glæsibæjar- hreppi, í samtali við Morgun- blaðið um mjólkurkvótann. „Við vorum mjög gramir þegar kvótinn var settur á 1981 og ’82 — við sem drógum saman — vegna þess að eftir að við höfðum gert eins og við áttum að gera var verið að veita fleirum leyfi til framleiðslu. Við sáum að þetta var ekki rétt. Menn sem fengu ný leyfí komu upp nýjum fjósum og það er skiljanlegt að þeim mönnum sé nú brugðið sem fóru út í skuldir sem þeir geta ekki staðið við,“ sagði Eiríkur. Hann býr félagsbúi við annan mann og þeir framleiddu 280 þús- und lítra í fyrra — en fá nú að framleiða 217 þúsund. „Búmark Ráðstefna haldin um tölvur og grunnskóla okkar í fyrra var 162 þúsund lítrar. Það var viljandi gert að framleiða svo mikið; við urðum að mótmæla. Þetta var álíka eins og annar blaða- maður hefði verið settur á launin þín með þér hér fyrir norðan! Ég held að við á mínum bæ séum með einna mesta skerðinguna en það þýðir ekkert að gráta því við hefðum hvort sem er ekki fengið borgað fyrir umframframleiðsluna. Ég tel því ekki verið að uppræta neitt sem menn hafí haft. Menn verða að gera sér grein fyrir því að við höfúm enga tryggingu fyrir þessu." Eiríkur sagðist álíta að tekjur bænda þyrftu ekki að rýma svo verulega. „Brúttóvelta minnkar auðvitað en spumingin er um að- ferðir. Við hér munum fara út í að hafa fleiri kýr en áður og nota minni mjólk úr hverri. Gefum þá minna kjamfóður." Eiríkur ítrekaði hve hlynntur hann væri héraðskvótanum. „Hann er bestur en hefði þurft að koma strax." Birkir Friðbertsson, Birkihlíð: „Ovíst hvað verður um umfram- mjólkina „OKKUR finnst hann þröngur, því er ekki að neita. Framleiðslu- samdrátturinn kemur illa við okkur eins og önnur svæði og hlutfallslega er skellurinn hvergi meiri en hér,“ sagði Birkir Frið- bertsson bóndi í Birkihlíð í Súg- andafirði þegar rætt var við hann um mjólkurkvótann. Birkir sagði að erfítt væri að bera ísafjarðarsýslur saman við önnur svæði, og sagði: „Vegna okkar heimamarkaðar töldum við óhætt að auka framleiðsluna. Fram- leiðslan á síðasta verðlagsári var 1,5 milljónir lítra en samkvæmt könnun í haust reiknuðu bændur með að hún yrði 1,9 milljónir lítra á þessu verðlagsári og sýnist mér að það muni standast. Aukningin er vegna góðs árferðis og nýrra fjósa sem tekin hafa verið í notkun. Við fengum 200 þúsund lítra auka- lega til að bjarga mesta skellinum og þar með framleiðslurétt upp á 1.650 þúsund lítra. Við verðum því með 250 þúsund lítra af verð- lausri vöru og reikna ég með að hlutfallslega fáum við mesta skell- inn þrátt fyrir þessa 200 þúsund lítra sem við fengum aukalega." Birkir rekur kúabú með Bimi syni sínum. Þeir reikna með að framleiða 76 þúsund lítra 'í ár en hafa rétt upp á 57 þúsund lítra. Með sama áframhaldi framleiða þeir 19 þúsund lítra umfram það sem þeir fá fullt verð fynr. Bjóst hann við að draga framleiðsluna eitthvað saman út framleiðsluárið en sagðist ætla að leggja umfram- mjólkina inn í samlagið á ísafírði. „Hvað verður um þá mjóík er ekki vitað. Ég tel þó alls ekki víst að hún verði verðlaus því vinnslukostn- aður mjólkursamlagsins eykst sama og eklfert við þessa viðbót og ættum við því að geta fengið svipað verð fyrir þessa umframlítra. „Menn eru hræddir. Sumir fá að framleiða nokkum veginn það sem þeir þurfa en aðrir, sérstaklega menn sem hafa verið að byggja upp, fara illa út úr þessu. Það er leiðinlegt því þeir hafa farið út í byggingu nýrra fjósa í fullu sam- ræmi við yfírvöld og það eru þessir menn sem eru vaxtarbroddurinn í landbúnaðinum á svæðinu. Sumir þeirra fá lítið sem ekkert að fram- leiða í þessum nýju fjósum og fyrir- sjáanlegt er að það mjólkurmagn sem upp á er að hlaupa innan hér- aðsins dugar ekki til að jafna þenn- an skell nema til helminga í hæsta lagi,“ sagði Birkir. Menntamálaráðuneytið efnir til ráðstefnu um Tölvur og grunnskóla 13.—15. febrúar nk. i samráði við Endurmenntun Kennaraháskóla íslands og Námsgagnastofnun. Ráðstefnan sem er öllum opin verður haldin í Borgartúni 6 og hefst hún fímmtudaginn 13. febrúar kl. 13.30 með ávarpi Sverris Her- mannssonar, menntamálaráðherra. Því næst fjalla kennarar og fleiri um það, sem þegar hefur verið unnið á sviði tölvumála í grunnskól- anum. Þeir eru:_ Helgi Jónasson, fræðslustjóri, Úlfar Bjömsson, deildarstjóri fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra, og kennaramir Jóhanna Axelsdóttir, Víðistaða- skóla, Gunnlaugur Snævarr, Haga- skóla, Bjami Karlsson, Hagaskóla og Þröstur Guðmundsson, Garða- skóla, Anna Kristjánsdóttir, lektor við Kennaraháskóla íslands, Ásgeir Guðmundsson, námsgagnastjóri, Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Hugskoti, Helgi Þórsson, sérfræð- ingur við Reiknistofnun Háskóla íslands, og Jón Jónasson, skóla- stjóri Litlu-Laugum. Hörður Lárusson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, mun síð- an kynna niðurstöður nefndar, sem fjallaði um útboð vegna tölvuvæð- ingar gmnnskóla og Jóhann P. Malmquist, prófessor, skýrir frá væntanlegri úttekt á stöðu tölvu- mála í skólum. Föstudaginn 14. febrúar fyrir hádegi verður fjallað um samstarf við erlenda aðila á sviði tölvumála. Þá taka til máls Yngvi Pétursson, lektor við KHÍ, Anna Kristjáns- dóttir, lektor við KHÍ, Baldur Sveinsson, kennari við Verzlunar- skóla íslands, Valgerður Jónsdóttir, sérkennslufulltrúi, Hörður Láms- son, deildarstjóri, og Svanhildur Kaaber, formaður skólamálaráðs KÍ. í lok erindanna verða pallborðs- umræður um gagnsemi erlends samstarfs undir stjóm Sólrúnar Jensdóttur, skrifstofustjóra f menntamálaráðuneytinu. Eftir hádegi á föstudaginn verða stutt erindi um ýmsa þætti tölvu- væðingar: tæknilega, lagalega, þjóðfélagslega og kennslufræði- lega. Erindin flytja Sigrún Helga- dóttir, formaður orðanefndar Skýrslutæknifélags íslands, Jón Erlendsson, framkvæmdasijóri Upplýsingaþjónustu rannsóknar- ráðs, Lilja Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri notendaþjónustu SKÝRR, Jóhann Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Reiknistofnunar HÍ, Randall Fleckenstein, forstöðumað- ur gagnasmiðju KHÍ og Stefán Ól- afsson, lektor við HÍ. Að erindum loknum starfa um- ræðuhópar. Laugardaginn 15. febrúar helg- ast dagskráin áliti manna á því hvert stefna skuli og hvað leggja beri áherslu á í næstu framtíð í tölvumálum. Um einstaka þætti fjalla: Ragnheiður Benediktsson, kennari við Melaskólann, Jón Torfi Jónasson, dósent við HÍ, Gísli Ólaf- ur Pétursson, kennari við MK, Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri, Yngvi Pétursson, lektor við KHÍ, Páll Kr. Pálsson, deildarstjóri frá Félagi fslenskra iðnrekenda, Oddur Benediktsson, prófessor, og Sigfús Bjömsson, dósent. Dagskránni lýk- ur um hádegið með pallborðsum- ræðum, sem Jóhann P. Malmquist, prófessor, stýrir. Harður árekstur á Selijarnarnesi UNGUR maður hryggbrotnaði í hörðum árekstri á mótum Suðurstrandar og Norður- strandar á Seltjamamesi í há- deginu í gær. Ladajeppa var ekið norður Suðurströnd að gatnamótunum þar sem er bið- skylda. Ökumaður uggði ekki að sér og ók í veg fyrir Volks- wagen sendiferðabifreið. Öku- maður hennar sveigði frá til að forða árekstri en lenti þá framan á Range Rover jeppa og skall Lada einnig á þeim. Aðeins ökumenn voru í bifreið- unum þremur og slasaðist sá er ók sendibifreiðinni, en hinir sluppu án meiðsla. £n 'ai- Morjínnblaöið/Júlíus Ykkar veisla í okkar umhverfi Veitingahúsiö í Glæsibæ leigir út sali fyrir veislur og hvers konar mannfagnaði. Góð aðstaða og glæsilegt umhverfi. Látið veisluþjónustu okkar útbúa veislumatinn. Fjölbreytt úrval heitra og kaldra rétta. Símatími veisluráðgjafa okkar er miili kl. 13-16 mánudaga til föstudaga. ■A- VEITINGAHIISIÐ 1GLÆSIBÆ sími: 686220

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.