Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR1986 27 Bruna- málastjóri hættir 1. apríl STJÓRN Brunamálstofnunar ríkisins, ásamt brunamálastjóra, komu saman til fundar síðastlið- inn þriðjudag. Á fundinum var rædd uppsögn Þóris Hilmarsson- ar brunamálastjóra frá 4. febrú- ar síðastliðnum. Að höfðu sam- ráði við félagsmálaráðherra var gert samkomulag um að hann hætti störfum sem brunamála- stjóri 1. apríi nk. Að sögn Inga R. Helgasonar stjómarformanns Brunamálastofn- unar var gerð eftirfarandi bókun eftir að umræður um málið höfðu farið fram: „I samræmi við uppsögn bruna- málastjóra dagsetta 4. febrúar 1986, sem í raun er ítrekun á uppsögn hans frá 14. október 1985, er að höfðu samráði við félagsmála- ráðherra samkomulag um að hann hætti störfum sem bmnamálastjóri 1. apríl nk. Óskað er eftir því að ráðuneytið auglýsi stöðu bruna- málastjóra lausa til umsóknar hið allra fýrsta með þeim hætti að unnt verði að ráða í embættið eigi síðar en 1. apríl nk. Stjóm Bmnamála- stofnunar ríkisins telur mjög mikil- vægt og í samræmi við lög um brunavamir og bmnamál að kennd sé brunatæknileg hönnun við Tækniskóla íslands, en gerðar verði ráðstafanir til að sú kennsla tmfli ekki daglega stjóm í stofnuninni fram að 1. apríl nk.“ Ingi R. Helgason sagði að ekkert hefði verið fjallað um bréf Guð- mundar Einarssonar alþingismanns til félagsmálaráðherra, enda hefði fundurinn verið ákveðinn áður en það var skrifað. í bréfí Guðmundar Einarssonar er þess krafíst að bmnamálastjóri verði þegar leystur frá störfum m.a. vegna þess að ófremdarástand ríki í branamálum, að Landsamband slökkviliðsmanna hafí gagnrýnt Brunamálastofnun ríkisins og einnig vegna upplýsinga um meintan hagsmunaárekstur bmnamálastjóra og óánægju með störf hans. I lögum um Bmnamálastofnun segir að bmnamálastjóri skuli vera verkfræðingur að mennt. Félags- málaráðherra skipar hann sam- kvæmt tillögum stjómar Bmna- málastofnunar. Sigurður E. Guðmundsson um svör fulltrúaráðsins: Held fast við mínar fyrri yfirlýsingar „ÉG HELD fast við allt sem ég hef sagt um þetta mál. í fyrsta lagi tel að ég að fuilar sannanir séu fyrir því að mikill fjöldi fólks úr öðrum flokkum hafi tekið þátt í prófkjörinu. Og að því er hræðslubandalagið varðar tel ég ótvirætt að það sé ekki í sam- ræmi við grundvallarreglur um einstaklingsbundið prófkfjör Alýðuflokksins," sagði Sigurður E. Guðmundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigurður óskaði eftir því að stjóm fulitrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík léti kanna hvort félags- bundnir meðlimir annarra stjóm- málaflokka hefðu tekið þátt í próf- kjöri Alþýðuflokksins sem fór fram í byijun febrúar sl., og svaraði því ennfremur hvort kosningasamstarf Bjama P. Magnússonar og Bryndís- ar Schram samræmdist reglum flokksins um prófkjör. Stjóm full- trúaráðsins svaraði þessum spum- ingum á mánuag í þá vem, að það væri engin leið að kanna hvort fé- lagsbundnir menn í öðmm flokkum hefðu tekið þátt í prófkjörinu, og kosningasamstarf tveggja aðila gegn hinum þriðja samræmdist reglum flokksins. HVAÐ ER UGLAN? Uglan er kiljuklúbbur. Viö bjóöum þeim sem vilja eign- ast vandaðar bækur betri kjör en áöur hafa þekkst á ís- landi. Þú færö þrjár bækur í pakka á sex til átta vikna fresti fvrir aöeins 498 krónur hvern pakka, auk sending- arkostnaðar. Stundum fylgir ókeypis aukabók, stund- um tilboö um ódýra valbók. HVERNIG BÆKUR? Uglubækurnar eru ekki aðeins ódýrar heldur einnig vandaöar. Viö bjóðum þér nýjar þýddar skáldsögur, sígild verk bæði íslensk og erlend, sem hafa verið ófáanleg um langt skeið, spennusögur, handbækur og sígildar vandaðar barnabækur. ÓVÆNTUR GLAÐNINGUR! Þú færö fyrsta bókapakkann þinn í seinni hluta mars- mánaöar. Þeir sem eru meö frá byrjun og gerast félag- ar fyrir þann tíma fá fimm bækur í pakka fyrir 498 krónur. Þæreru: Leo Tolstoj: STRÍÐ OG FRIÐUR, fyrsta bindi P.D.James: VITNIDEYR, fyrra bindi P.D.James: VITNIDEYR, seinna bindi Aukabók: VEGGJAKROT Gjöf til stofnfélaga: fimmta bókin! HVAÐGERIR ÞÚ? Þú fyllir út meðfylgjandi miöa og sendir okkur eöa skráir þig í síma 15199 milli klukkan9og 22 alladaga. Fimm bækur í fyrsta pakkanum fyrir 498 krónur. ugLan íslenski kiljuklúbburinn, Laugavegi 18,101 Reykjavík. Já, ég óska eftir aö gerast áskrifandi að fyrstu þremur bókapökkum UGLUNN- AR - íslenska kiljuklúbbsins fyrir aöeins 498 kr. hvern 3ja bóka pakka (auk sendingarkostnaöar). Jafnframt þigg ég þær tvær aukabækur sem fylgja fyrsta pakkanum mér aö kostnaöarlausu. Þegar óg hef tekið á móti þremur bókapökkum er mér frjálst aö segja upp áskrift minni án nokkurra frekari skuldbindinga af minni hálfu. EH Visa Ég óskaeftir aðgreiöslaveröi skuldfærð á [U Eurocard reikning minn. Kortnúmer: □□□□ □□□□ □□□□ □□□□ Gildistimi: □□/□□ Nafn: Nafnnúmer: Heimilisfang: Póstnúmer: Sveitar/bæjartélag: Sendið til: Uglan - íslenski kiljuklúbburinn Laugavegi 18 Pósthólf 392 121 Reykjavík *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.