Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAU G ARDAGUR 15. FEBRÚAR 1986 17 Ekki líklegt að bensín lækki um 10% — segir Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins VILHJÁLMUR Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf., er ekki bjart- sýnn á að markmið ríkisstjómar- innar um að bensínverð lækki um 10% á næstu mánuðum verði að veruleika. í yfírlýsingu ríkisstjómarinnar í tengslum við kjarasamningana segir að stefnt sé að því að bensín- verð lækki um 10% á næstu mánuð- um, ef heimsmarkaðsverð helst óbreytt. Vilhjálmur benti á Eið inn- kaupsverð bensíns væri lítill hluti af útsöluverði og ef verðlækkunin ætti að verða 10% þyrfti fob-verð að lækka niður í 5 krónur. Það er nú milli 5—6 krónur lítrinn. Hins vegar taldi Vilhjálmur ekki ólíklegt að heimsmarkaðsverð á bensíni hækki þegar líða fer að vori. Einn stærsti liðurinn t útsöluverði bensíns er vegagjald eða 9,54 krón- ur af hveijum lítra. Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms er heimilt að hækka gjaldið í hlutfalli við hækkun byggingarvísitölu, sem hækkar næst 1. apríl næstkomandi: „1. apríl má búast við hækkun á vegagjaldi," sagði Vilhjálmur. Flosi Helga Fundur í FEF um mannleg samskipti „Þú — ég, við og þið hin, mannleg samskipti" er umræðuefni á al- mennum fundi f Félagi einstæðra foreldra í Skeljahelli, Skeljanesi 6, mánudagskvöldið 17, febrúar. Fundurinn hefst kl. 20.30. Máls- hefjendur eru Flosi Ólafsson, leik- ari, og Helga Ágústsdóttir, rit- höfundur. Síðan verða fijálsar umræður og fyrirspumir. Tekið skal fram, að nýir félagar em vel- komnir á fundinn. Í fréttalkynningu FEF er vakin athygli á að þar sem efnið sé spennandi og komi öllum við er trúlegt að aðsókn verði mikil og því skyldu menn koma stundvís- lega. Kaffi og meðlæti verður á borð- um og efnt til skyndihappdrættis með góðum vinningum. Áskriftarsirrúnn er83033 ÚrsfítinnáÓin: wngur Urskurður reiknimeistara bank- anna liggurnú fyrir: Bónusreikningur Iðnaðarbankans gaf hæstu ávöxtun árið 1985aföllum sérboðum banka og sparisjóða sem bundin voru 6 mánuði eða skemur. Eigendur Bónusreikninga: Til hamingju. 0 Mnaðarttankinn Auglýsingastota Sigurþórs „ Allt að 70% afsláttur BOKAUTSALA í tileíni þess að íyrirtœkið á 20 ára aímœli nœsta haust heíjum við afmœlisárið með þvi að eína til stórútsölu á bókum í verslun okkar að Síðumúla 11. Opið írá 9 - 18 nema á laugardögum 10-14 ---— n e° BOKAUTGAFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðumúla 11, simi 84866

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.