Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 ÍBYGGNIR OLÍUMÁLARÁÐHERRAR Olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna eru þessa dagana á fundi í Genf í Sviss og er umræðuefnið hvemig koma megi í veg fyrir áframhaldandi verðhrun á olíu. Hér ræðast þeir við Al-Sabah, olíu- málaráðherra Kuwait og Al-Thani, oliumálaráðherra Qatar. Tyrkland: Sjö drengir fórust í sprengingfu Ormandali, Tyrklandi, 19. mara. AP. SJÖ drengir, fimm til ellefu ára gamlir, létu lífið í þorpinu Orm- andali, um 45 km suðaustur af héraðshöfuðborginni Siirt í Suð- austur-Tyrklandi, þegar hand- sprengja, sem þeir voru að leika sér með, sprakk, að sögn tyrkn- esku fréttastofunnar Hurriyet. Drengimir fundu sprengjuna, þar sem hún lá hálfgrafin í jörð, og sprakk hún, er þeir reyndu að höggva hana í sundur með öxi. Tólf ára drengur, sem var með í hópnum, er alvarlega slasaður. Borgarstjóri Siirt-borgar, Selami Teker, kvað hugsanlegt, að sprengj- an hefði orðið eftir, þegar heræfing- ar fóru fram á þessu svæði nýlega. AP/Símamynd Eftir að tilkynnt hafði veríð um trúlofunina gengu þau Andrew og Sarah um hallargarðinn nokkra stund. Eftírsóttasti pipar- sveiiminn s,enginn út London, 19. mars. AP. ^^mm^F ANDREW prins, næstelsti son- ur Elisabetar Englandsdrottn- ingar, og Sarah Ferguson, rauðhærð stúlka af borgaraleg- um ættum, hafa opinberað trú- lofun sína. Var skýrt frá þessu i opinberrí tilkynningu í morg- un en ekkert sagt um hvenær brúðkaupið færí fram. Breska ríkisútvarpið, BBC, rauf dagskrána til að segja frá tíðindunum og fylgdi það með, að Sarah hefði þá um morguninn farið til Buckingham-hallar. Fyrir utan hallargarðinn beið þá fjöldi manns, sem hafði safnast saman strax í býtið til að missa ekki af neinu markverðu. Með því að kvænast óbreyttri alþýðustúlku fetar Andrew í fót- spor frænku sinnar, Margrétar, sem árið 1960 giftist ljósmyndara, Antony Armstrong-Jones, nú Snowdon lávarði, en þau skildu árið 1978. Anna, systir Andrews, giftist einnig árið 1973 manni af litlum ættum, Mark Phillips kapt- eini í hemum. Fjölskylda Söruh Ferguson hefur lengi verið í vinfengi við konungsfjölskylduna og raunar getur hún rakið ættir sínar til Karls II, konungs, sem uppi var á 17. öld, en á þó ekkert tilkall til krúnunnar því að ekkert bam- anna hans Karls var skilgetið. Móðurmóðir Sömh var Montagu- Douglas-Scott og skyld hertogan- um af Buccleuch, mesta landeig- anda í Skotlandi. Andrew prins hefur oft verið kallaður eftirsóttasti piparsveinn í heimi og samband hans við ýmsar fyrirsætur og leikkonur hefur verið endalaus uppspretta alls kjms siúðursagna. Frægast af þessum ástarævintýrum er samband hans við Kathleen „Koo“ Stark, bandariska leikkonu, sem lék í klámmyndum fyrst á ferli sfnum. Þau Andrew og Ferguson sáust fyrst saman opinberlega á Asc- ot-veðreiðunum í júní í fyrra og var þá strax farið að hvísla um, að þáu væm ástfangin. Þegar hún sýndi sig svo tvisvar sinnum í febrúar sl. með Diönu, prinsessu af Wales, þóttist enginn ganga að því gruflandi hvað í vændum væri. Faðir Sömh er Ronald Fergu- son majór, ástríðufullur pólóleik- maður, sem kynntist Karli Breta- prins í slíkum leik og er nú sér- stakur þjálfari hans í íþróttinni. Susan, móðir Sömh, skildi við föður hennar árið 1974 og tók saman við annan pólóleikara, Argentínumanninn Hector Bar- rantes. Búa þau skammt frá Buenos Aires. í bresku blöðunum em nokkrar vangaveltur um hvort Barrantes, sem gekk í argentínska herinn í Falklandseyjastríðinu, verði boðið í brúðkaup stjúpdóttur sinnar. Formlega eiga Bretar og Argent- ínumenn enn í stríði og ekkert stjómmálasamband er með þjóð- unum. Sovétmenn falsa póst í blekkingarskyni — að sögn st|úpsonar Sakharovs Washington, 19. mars. AP. STJÚPSONUR sovéska andófs- mannsins Andreis Sakharov, Alexei Semyonov, sagði fyrir tveimur undimefndum Banda- ríkjaþings á þríðjudag að sovésk yfirvöld hefðu breytt bréfum, sem Yelena Bonner, eiginkona Sakharovs, hefði sent sér. Lik- lega hefði bréfunum veríð breytt til að ekki kæmi fram að Sakh- arov hefði veríð í hungurverk- falli. „Snjórinn er að bráðna" var breytt í „snjórinn er bráðinn" og „apríl er hafinn" í „apríl er liðinn" á póstkorti, sem Bonner sendi §öl- skyldu sinni í Bandaríkjunum. Yfirvöld póstmála og utanríkis- ráðuneytisins og þingmenn sögðu eftir að Semyonov hafði talað að fjölskylda Sakharovs væri ein Qöl- margra, sem mættu sætta sig við að vera fómarlömb ritskoðunar Sovétmanna á pósti í bága við alþjóðlegar póstmálasamþykktir og viðurkennd mannréttindi. Dagsetningunni á póstkortinu hafði verið breytt þannig að í stað 1. apríl stóð 21. apríl: „Augljós til- raun til að nota póstsamgöngur til að villa um fyrir mér um ástand foreldra minna," sagði Semyonov. Semyonov sagði að engar fréttir hefðu borist af Sakharov þar til í maí 1985. Þá hefði komið fram að Sakharov hefði farið í hungurverk- fall 16. apríl og verið fluttur á spít- ala 21. apríl og þar hefði fæðu verið neytt ofan í hann. Semyonov sagði að það hefði verið staðfest síðan að Sakharov fór í hungurverkfall, en póstkortið hefði fengið íjölskylduna til að draga í efa sannleiksgildi frétta í fjölmiðl- um. Þegar Bonner kom til Bandaríkj- anna til að fara í læknismeðferð komst fjölskyldan einnig að því að hún hafði aldrei sent símskeyti, sem bárust fjölskylduvinum í Moskvu með hennar undirskrift, frá Gorkí. í símskeytunum stóð að allt væri með felldu í Gorkí, þar sem hjónin dvöldu í útlegð. StórfeUdar loft- árásir Irak-hers Níkosíu, Kýpur, 19. mars. AP. ÍRAKAR gerðu í dag stórfelldar loftárásir á stóra herstöð í grennd við borgina Ahwaz i Suður-íran, að sögn útvarpsins í Baghdad. Einnig sagði, að önnur irösk flugsveit hefði gert árásir á olíuhreinsunarstöð írana á Kharg-eyju á Persaflóa. Abd- Veður víða um heim Akureyri Lssgst 1 Hast lóttskýjað Amsterdam 4 13 heiðskfrt Aþona 4 13 skýjað Barcelona 10 rigning Berlín 0 12 heiðskfrt Brússel 3 13 heiðskfrt Chicago 4 15 heiðskfrt Dublin 3 11 heiðskfrt Feneyjar 10 skýjað Frankfurt 1 15 heiðskfrt Genf 2 15 heiðskfrt Helsinki +3 4 heiðskfrt HongKong 18 20 skýjað Jerúsalem 7 15 skýjað Kaupmannah. 1 7 heiðskfrt Las Palmas 17 alskýjað Ussabon 9 15 helðskfrt London 7 9 skýjað Los Angelos 9 25 heiðskírt Lúxemborg 10 mistur Malaga 21 hélfskýjað Mailorca 13 súld Miaml 21 26 skýjað Montreal +1 8 heiðskfrt Moskva +8 8 heiðskfrt NewYork 6 15 skýjað Osló 0 2 heiðskfrt Parfs 8 18 rigning Peking 0 10 heiðskfrt Reykjavfk +2 snjóól RfódeJaneiro 22 39 heiðskfrt Rómaborg 4 16 heiðskfrt Stokkhólmur S 8 heiðskfrt Sydney 20 27 heiðskfrt Tókýó 6 9 rigning Vfnarborg +1 10 helðskfrt Þórshöfn 4 haglól ullah, krónprins í Saudi Arabíu, lýsti þvi yfir í dag, að Saudi Arabar mundu veita Kuwait heraaðaraðstoð, ef íranar réðust inn í landið. Forsætisráðherra írans, Hussein Musavi, hefur krafist þess, að Sameinuðu þjóðirnar víti íraka fyrir notkun efnavopna í Persaflóastríð- inu. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana, Peres de Cuellar, sagði á föstudag, að sérfræðinganefnd, sem var á vegum SÞ í íran fyrir skömmu, hefði staðfest, að írakar hefðu oft beitt efnavopnum í stíðinu við írana. Sérfræðingamir sögðu, að oftast hefði sinnepsgas verið notað en ejnnig taugagas í nokkrum tilfellum. íranir hafa áður gagnrýnt Sameinuðu þjóðimar fyrir að hafa ekki beitt íraka refsiaðgerðum fyrir að bijóta gegn alþjóðlegu banni við notkun efnavopna. Að sögn Iraka gerði flugher þeirra einnig loftárásir á herstöðina við Ahwaz á sunnudag og segja þeir fjölda skriðdreka og herbíla hafa gereyðilagst í árásinni. írönsk hemaðaryfirvöld fullyrða hins veg- ar að írakar hafí varpað sprengjum á tvö þorp í grennd við Ahwaz og hafí þrír látið lífið í árásunum og fyöldi særst. írakar segja að herflugvélar þeirra hafí enn fremur ráðist á stórt skip úti fyrir ströndum írans á mánudag, og starfsmenn í herstöð við Persaflóa hafa staðfest að stórt olíuskip sé þar í ljósum logum eftir að hafa orðið fyrir íraskri eldflaug. Skipið er sagt vera úr flotanum sem íranir hafa notað til að flytja olíu frá Kharg-eyju til olíuhafna í norð- austurhluta Persaflóa. Ekki hefur reynst unnt að ná sambandi við skipið og er ekki vitað hvemig áhöfn þess hefur reitt af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.