Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 31 Dýrleif Olafs- dóttir - Minning Fædd 16. október 1899 Dáin 11. apríl 1986 Laugardaginn 19. apríl sl. var fyrrverandi tengdamóðir mín, Dýr- leif Ólafsdóttir, jarðsett frá Akur- eyrarkirkju. Það var gott vorveður á Akureyri þennan dag, sunnan andvari, hlýtt ogbjart. Þegar ástvinir eru kvaddir hinstu kveðju, leitar hugurinn til baka og endurminningamar skýrast. Tíminn er svo stuttur þegar litið er til baka. Það var vorið 1953 sem ég sá Dýrleif fyrst. Ég var svo lánsamur að fá vinnu við undirbúning skipa þeirra hjóna Dýrleifar og Valtýs Þorsteinssonar til sfldveiða. Þau voru þá komin með umfangsmikinn rekstur í útgerð og sfldarsöltun ásamt börnum sínum, Hreiðari og Valgerði Þóm. Mikill fjöldi starfs- manna vann við reksturinn, einkum yfir sumartímann, og því annasamt á heimilinu að Fjólugötu 18. Þar var í senn stjómstöð, skrifstofa, en þó fyrst og fremst myndarlegt heimili þar sem reglusemi, heiðar- leiki og dugnaður ríkti. Dýrleif Ólafsdóttir fæddist í Steinkoti, Arskógshreppi þann 16. október 1899. Hún var yngt þriggja dætra hjónanna Helgu Stefáns- dóttur og Ólafs Magnússonar er þar bjuggu. Arið 1922 giftist hún Þorsteini Valtý Þorsteinssyni frá Litlu— Hámundarstöðum á Arskógsströnd og fluttist með honum til Akureyrar ári síðar. Árið 1928 urðu mikil þáttaskil í lífi hjónanna er þau fluttu að Rauðuvík á Árskógsströnd og hófu þar búskap, sjósókn, bátasmíðar og síðar útgerð. Á Rauðuvík undi Dýr- leif hag sínum vel, þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu. Hún unni búskap og hafði mikla ánægju af blóma- ogtrjárækt. Árið 1943 fluttu hjónin ásamt bömum sínum tveim til Akureyrar aftur og reistu sér þar myndarlegt Minning: Flosi Finnsson Vestmannaeyjum Flosi Finnsson, Faxastíg 7, Vest- mannaeyjum, er látinn. Hann fæddist 2. júní 1922, sonur hjónanna Þómnnar Einarsdóttur og Finns Sigmundssonar, elstur þriggja systkina, en þau em Sig- mundur, sem lést í Ástralíu árið 1977, og Steina Margret, gift Frið- rik Haraldssyni, bakarameistara í Kópavogi. Þá á FIosi einnig uppeld- isbróður, Bergmann Júlíusson, tré- smíðameistara, í Keflavík. Flosi dvaldi mikinn hluta æsku- ára sinna á bemskustöðvum móður sinnar, í Viðvík við Bakkafjörð. Hann dvaldi þar lengur en ætlað var og aðstoðaði Kristján Einarsson móðurbróður sinn við búskapinn í veikindum móðurafa síns. Flosi lauk skipasmíðanámi upp úr 1940 og starfaði við smíðar mestan hluta starfsævi sinnar, auk ýmissa annarra starfa, s.s. fískvinnslu og sjómennsku. Ég kynntist Flosa fyrir rúmum 20 ámm er ég tengdist fjölskyld- unni og vom alla tíð hlý tengsl milli okkar. Hann lét sér ákaflega annt um og dáði böm, tengdaböm og barnaböm systur sinnar, Steinu, enda var hann hið mesta ljúfmenni, einstaklega bamgóður og í raun öllum góður, nema sjálfum sér. Mikinn hluta ævinnar átti hann við þann harða húsbónda, Bakkus, að etja, sem stjómaði lífí hans með harðri hendi. Flosi gerði þó margar, virðingarverðar tilraunir til að brjótast undan ofurvaldi hans og sýndi þegar á reyndi oft mikinn kjark og dug, eins og t.d. þann tíma sem Vestmannaeyjagosið stóð, en allan þann tíma starfaði hann í Eyjum og gat sér gott orð fyrir. Flosi var bókhneigður, glaðsinna og glæsilegur maður á sínum yngri ámm og hafði næmt fegurðarskyn. Ég veit að hann trúði statt og stöð- ugt á annað og betra líf. Ég vil kveðja hann með þeim orðum, sem vom honum tömust á viðkvæmum stundum „Aftur kemur vor í dal“. Megi Flosa auðnast annað og betra líf handan móðunnar miklu, í „vors- ins dal“. Ásrún Davíðsdóttir hús með fallegum garði að Fjólu- götu 18. Umsvifin í útgerð og fisk- vinnslu höfðu aukist og breyst svo, að það var talið nauðsynlegt. Mikil umskipti höfðu átt sér stað frá því hjónin fluttu frá Akureyri, þau höfðu efnast vel, eignast fallegt heimili, tvö elskuleg bömj framtíðin og lífíð brosti við þeim. Ég held að Dýrleif hafi alltaf saknað þess að fara frá Rauðuvík. Árin líða í nýjum heimkynnum, börnin vaxa úr grasi og umfang fyrirtækisins eykst enn. Vissulega hafði breytingin mikil áhrif á Dýr- leif þar sem hún unni búskap svo mjög. En allt hefur sínar björtu hliðar. Hún tók ríkan þátt í starf- seminni, enda vön löngum vinnu- degi. Erfíð veikindi höfðu mikil áhrif á lífí fjölskyldunnar. Tengdadóttirin Elsa varð að dvelja á sjúkrahúsum langtímum saman frá eiginmanni og ungum syni þeirra hjóna og síðan dóttirin Valgerður Þóra er einnig veiktist af alvarlegum sjúkdómi frá eiginmanni og ungum syni, en hún lést aðeins 25 ára gömul. Móðurhjarta Dýrleifar varð því að vera stórt og hlutverkið erfitt enda fór heilsu hennar upp frá því mjög hrakandi. Síðast en ekki síst veiktist eigin- maðurinn alvarlega og átti við veik- indi að stríða árum saman. Hann léstárið 1970. Lífíð brosti því ekki alltaf við Dýrleif, hún átti erfíða ævi, en skilaði hlutverki sínu með miklum sóma. Ég færi Dýrleif bestu þakkir fyrir i allt og allt. Hún var mér og mínum ætíð góð, það var menntandi að kynnast henni. Guð blessi hana og hennar. Haraldur Valsteinsson t Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför bróður míns og mágs, KRISTINS KRISTJÁNSSONAR, Bergstaðastræti 11 a, áðurtil heimilis á Brúarósi, Kópavogi. Eyjólfur Kristjánsson, Guðrún Emilsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför manns- ins mins, föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs og afa, JÓHANNESAR HLEIÐARS SNORRASONAR, Klapparstig 1, Njarðvik. F.h. aðstandenda. Helga Egilsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð við andlát og jarðarför SOFFÍU GUÐRÚNAR VAGNSDÓTTUR frá Hesteyri. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og starfsfólks á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Aðstandendur. VIÐ GERÐUM VERULEGA HAGSTÆÐ INIMKAUP SEM KOMA ÞÉR TIL GÓÐA. MEÐ MAGNINNKAUPUM FENGUM VIÐ NÆR 40% AFSLÁTT AF ELECTROLUX BW 200 KING UPPÞVOTTAVÉLUM. 1 Ci r. 3 C 1.8 2C 1 stgr. Vörumarkaðurinn og Electrolux hafa í samein- ingu lækkað verulega verð á Electrolux BW 200 King uppþvottavélum. Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, hljóðlát — full- komin þvottakerfi — öflugar vatnsdælur sem þvo úr 100 lítrum á mínútu — þrefalt yfirfallsöryggi — ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi — barnalæsing — rúmar borðbúnað fyrir 12—14 manns. ELECTROLUX BW 200 KING uppþvottavél á verði sem þú trúir varla — og ekkert vit er í að sleppa. VÖRUMARKAÐURINN |j| ÁRMÚLA1A SÍMl 686117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.