Morgunblaðið - 11.06.1986, Page 51

Morgunblaðið - 11.06.1986, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ 1986 51 Jón Ólafsson, Mýrar húsum — Minning Fæddur 20.júní 1916 Dáinn 31. maí 1986 og djúpur niður þessa mikla flóðs bjó honum löngum í sefa. Um margt hefði hann getað tekið undir við hinn einmana veiðimann sem Krist- ján Fjallaskáld orti um í samnefndu kvæði: Hér vil eg una hinstu lífs um stundir og hvílast eftir runnið æviskeið; í bjarkaskjóli blöðum visnum undir ég blunda sætt og laus við alla neyð; náttgalinn ansar andlátsstunum mínum og aftangolan feykir þeim með sér, en heimurinn með heimskupörum sínum, hann hlær þá dátt og veit ei grand af mér. Stundum þegar vinir manns hverfa ófyrirséð og um aldur fram, blöskrar manni blind sóun lífsins. Við sóum lífinu — lífið sóar okkur. Þó er mér tamara að skoða lífið sem veislu og freista þess að njóta gleði hennar fremur en angrast yfir sóun hennar. í kirkjusögu Beda prests er sögð eftirfarandi dæmisaga: „Munið þér, að í fyrra vetur efndi Játvini konungur til mikillar veislu í höll sinni. Þar brunnu kyndlar og eldar miklir á ömum, en úti fyrir var stormur og niðadimmt. Gluggar voru opnir undir upsum beggja vegna. Þá kom spörr fljúgandi inn um glugg einn, flögraði um þvera höllina, bjarta og hlýja, og hvarf um annan glugg út í náttmyrkrið. Líf manns er líkt flugi þessa fugls gegnum höllina." Þessi gamla saga kom mér nú í hug. Öll eigum við stutt flug utan úr myrkri gegnum bjartan sal — síðan aftur út í myrkur. Um leið og við Vigdís sendum systkinum Hauks samúðarkveðjur, þakka ég frænda mínum samveruna í gleðisalnum er hann nú flýgur út á hið myrka fljót sem allra okkar bíður. Sveinn Skorri Höskuldsson ins í New York og Eleanor í Minnea- polis. Hjörvarður hlaut ýmsar viður- kenningar fyrir störf sín. Hann var sæmdur frönsku orðunni Chevalier de L’Ordre des Arts et des lettres. St. Olavs-orðunni norsku og ís- lensku Fálkaorðunni. Eftirlifandi systkini Hjörvarðar eru Ingólfur Gilbert í Winnipeg og Ólöf Blöndal í Harbor Springs, Michigan. Við sem kynntumst Hjörvarði Ámasyni á stríðsárunum í Reykja- vík eigum bjartar og skemmtilegar endurminningar frá þeim tíma. í áðumefndri grein Valdimars Bjömssonar segir hann frá því, sem rétt er og satt, að Hjörvarður var „glaður á góðri stund". En hann kunni og að nota sér heilræði síra Hallgríms í Saurbæ, „að best sé að hætta hveijum leik þá hæðst fram- fer“. Þegar við hittumst á ný, rúm- lega 30 ámm eftir fyrstu fundi okkar í Reykjavík, hafði Hjörvarður lítið breyst, en er líða tók á ævina var auðséð að hann þjáðist af þeim sjúkleika, sem varð hans bani, krabbameinið. En hann bar sitt hlutskipti með einstakri ró. Það féll í minn hlut sem embættisverk að færa honum Fálkaorðuna. Það vom létt spor því ég fann hve innilega hann mat þessa viðurkenningu, sem hann átti í alla staði fyllilega skilið. ísland hefír misst góðan vin og ættingja á erlendri storð. Blessuð sé minning hans. New York, ívar Guðmundsson. Hann Nonni frændi er dáinn. En á ný fyllumst við systkinabömin trega og hugurinn leitar til bemsku og æskuáranna þegar við vomm áhyggjulaus við leik. Eftirvænting ríkti þegar Nonni frændi kom heim af sjónum, því alltaf færði hann okkur eitthvað fallegt, og sagði okkur sögur af sjónum, oft frá sjáv- arháska í vondum veðmm og sigl- ingum á stríðsámnum. Jón fæddist að Tjamarhúsum á Akranesi þann 20. júní 1916 og ólst þar upp fyrstu æviárin. Hann var elstur 5 bama, 3 drengja og 2 stúlkna. Foreldrar hans vom hjónin Ólafur Kristjáns- son málarameistari og Oddrún Á. Jónsdóttir sem bæði em látin, og aðeins 2 systkinanna em á lífí, þau Halldóra og Ólafur Kristján. Níu ára fluttist Jón með foreldmm sín- um og systkinum að Mýrarhúsum og átti þar vísan samastað meðan foreldrar hans lifðu. Fermingarár sitt fór Jón til sjós og um 25 ára aldur lauk hann Stýrimannaskólan- um, á námsámm sínum eignaðist hann dóttur, Unni Þóm, fædda 1941, en hún lést í blóma lífsins frá eiginmanni sínum, Reyni Sig- urðssyni, og ungum syni þeirra, Sigurði. Haustið 1952 kvæntist Jón Sigrúnu Bárðadóttur og yarð þeim tveggja bama auðið, Bárðar Ragn- ars nema f. 26.8. 1953 og Margrét- ar Sigrúnar kennara f. 4.2. 1955. Síðar slitu þau hjónin samvistir. Um tíma tók Jón sér hvíld frá sjón- um og nam málaraiðn hjá föður sínum og þótti bæði fljótur og vel- virkur að því jafnt sem öðm. Er heilsa hans tók að bila vann hann mikið sem beitingamaður suður með sjó. Aðaláhugamál Jóns vom lestur og íþróttir, hann var sund- maður góður og synti daglega meðan hann gat og fáir knatt- spymuleikir Skagamanna fóm framhjá honum. Að lokum viljum við votta börn- um hans og bamabömum, systkin- um og ekki síst Sigrúnu Línu Helgadóttur, sem reyndist honum mjög vel, okkar dýpstu samúð. Ævi Jóns var oft stormsöm því biðjum við „Herra lát þú þjón þinn í friði fara“. Kveðja frá systkinabörnum I REIKJAVIK 7.-15. JIEVI F^ninamefiid Reykjavíkur , !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.