Morgunblaðið - 11.06.1986, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 11.06.1986, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ1986 > 58 áster... ... að það væri gaman að fara heim með honum. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved «1985 Los Angeles Times Syndicate Segðu þeim að ég sé svo fót- rakur að ég geti ekki verið með öðrum i tjaidi eða bara að ég hrjóti svo hátt að ég haldi vöku fyrir fólki í 100 m radíus! Með morgimkaffínu Að ég fari að heiman. Núna? Klukkan ekki orðin hálfell- efu. — Fáránlegt! HÖGNIHREKKVÍSI Sauðfé veldur gróður- skemmdum í Heiðmörk Einkennilegt háttalag er það hjá þeim sem stunda búskap í nágrenni Reykjavíkur að sleppa kindunum sínum lausum á friðuð svæði, og hefur Heiðmörkin orðið illa úti af þessum sökum. Mér hefúr dottið í hug að kominn sé tfmi til að sekta þessa menn, því þarna er vægast sagt um yfirgengilega frekju að ræða. Eg þekki tvo menn sem eiga sumarbústaði þama á svæðinu og hafa þeir báðir þurft að girða lönd sín af fyrir „varginum" með veru- legum tilkostnaði. Þar með eru þeir auðvitað lausir við þennan ófögnuð, en samt fínnst þeim ekki skemmti- legt að sjá rollumar úða í sig skrúð- plöntum og brumi af tijám sem áhugamenn og vinnuflokkar Reykjavíkurborgar hafa gróðursett með æmu erfiði og tilkostnaði. Er ekki kominn tími til að banna rollubúskap í nágrenni borgarinnar — maður skyldi halda að offram- leiðsla lambakjöts væri ærin þó ekki sé verið að beita ræktarlandið í Heiðmörk. Ef allur rollubúskapur væri bannaður t.d. vestan Ölfusár mætti spara stórfé í kostnað við girðingar og komast hjá geysilegum gróðurspjöllum. Það er engin sann- gimi f því að menn þurfi að kaupa sumarbústaðalönd dýrum dómum en svo geti hvaða rollubóndi sem er beitt land þeirra eftir sem áður og haft af því arð (sem reyndar er tekinn úr vösum skattborgaranna). Burt með varginn — græðum landið. KJ Soramyndir í sjónvarpinu Til Velvakanda Ég er þriggja bama móðir og hef alveg misst þolinmæðina gagn- vart sjónvarpinu. Hvað á það að þýða að senda út myndir með gróf- um klámsenum kvöld eftir kvöld — þar á ég við íslensku myndina 19. maí og Gjaldið 20. maí. Ef endilega þarf að sýna svona myndir, hvers vegna er það þá ekki gert eftir kl. 22.30. Þama höfðu verið frídagar í skólunum og bömin ekki farið að sofa eins snemma og venjulega. Við höfum þurft að slökkva á sjón- varpinu í vetur fyrir kl. 21 útaf þessum klámmyndum. Og ekki var neitt minnst á að þessi mynd væri bönnuð bömum? Ætlar sjónvarpið að halda áfram með svona myndir? 7635-6106 Víkverji skrifar Ef þér gengur eitthvað brösu- lega að fínna þér maka, ætt- irðu kannski að skjótast til Lund- úna. Það er að segja ef þú hefur í fyrsta lagi tröllatrú á tölvum og stendur í öðru lagi á sama um það þó að makinn sé breskur. Hjúskaparmiðlun þama í heims- borginni, sem auglýsir mikið og státar af tuttugu ára reynslu, hefur töívuvætt ástarguðinn, ef svo mætti að orði komast. Þú kemst í tölvu- banka fyrirtækisins gegn þóknun og þegar búið að mata tölvumar á kynstrum af hemaðarlega mikil- vægum upplýsingum um lundarfar þitt og ótalmargt fleira þá bera þær þig í hendingskasti saman við allan þann aragrúa af vonbiðlum eða heimasætum sem þar em fyrir og velja þann kandídatinn handa þér sem er gæddur þeim eiginleikum sem „falia best“ að þínum. XXX Iauglýsingunni sem Víkveiji hef- ur undir höndum eru birtar nokkrar af þeim samviskuspuming- um sem þú átt að svara. Til dæmis áttu að upplýsa hvort þú hafir fijálsmannlegt viðmót eða hneigist til féimni, hvort þú hafir ánægju af útivist, hvort örlæti sé ein af dyggðum þínum eða það sem menn kalla sköpunargáfu, hvort þú sért fyrir böm, hvort sú sért sundur- gerðarmaður í klæðaburði. Þá þarftu að gangast undir eins- konar krossapróf, það er að segja að tíunduð eru aðskiljanleg hugðar- efni sem þú átt síðan að krossa við ef hægt er að heimfæra þau upp á þig. Hér eru fáein af listanum: Poppmúsík, ölkrár, íþróttir, gælu- dýr, jazz, ferðalög, gómsætur mat- ur, kvikmyndir, pólitík, sígild mús- ík, bókmenntir, heimspeki, sagn- fræði, samræðulistin. Auglýsingunni fylgir vitnisburð- ur þriggja alsælla para sem segjast nú heldur betur hafa dottið í lukku- pottinn þegar þeim hugkvæmdist að kaupa sig inn í hjúskapartölvu- kerfíð. Einn eiginmannanna upplýs- ir að hann hafi eiginlega verið búinn að gefa upp alla von. Hann var einkabflstjóri hertoga og vinnutím- inn var svo óguðlegur að hann hafði engan tíma til að eltast við stúlkum- ar. Tölvumar eltust sfðan við þær fyrir hann. Þá segir Jackie nokkur um tölvukallinn sinn að hann sé hreint frábær. „Og í augum foreldra minna," bætir hún hreykin við, „er hann það besta sem rekið hefur á fjörur þeirra síðan niðurskomu brauðin komu til sögunnar." Kannski ekki tiltakanlega róm- antísk samlíking hjá henni blessaðri en hún fann þó þann eina sanna. XXX Velunnari þessara dálka varpaði fram þeirri spumingu hvort framsóknarmenn sumir hveijir hafi ef til vill hrokkið úr sambandi um stund þegar kosningaúrslitin lágu fyrir um næstliðna helgi. Hann segist ekki síst hafa í huga samtalið við Steingrím forsætisráðherra sem var uppslátturinn á forsíðu Tímans tveimur dögum síðar. Þar sagði hæstvirtur meðal ann- ars: „Hins vegar verður því ekki neitað að kosningaúrslitin eru tap fyrir Framsóknarflokkinn, þó miklu minna en skoðanakannanir gáfu til kynna fyrir ári. Úrslitin undirstrika því að Framsóknarflokkurinn er á uppleið." Velunnari okkar segist ekki með nokkru móti fá það inn í hausinn á sér hvemig menn geti verið á niður- leið og samt á uppleið. XXX Kvenfólk má beija en þó ekki til óbóta." — Starfsbróðir Vík- veija í rabbpistli sínum í dagblaðinu Sharq al-Awiat í Saudi-Arabíu. Wl V
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.