Morgunblaðið - 11.06.1986, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 11.06.1986, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ1986 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Apex gullúr Haft var samband við Velvak- anda út af Apex-kvengullúri sem fannst við gæsluvöllinn í Suður- hólum fyrir hálfum mánuði. Getur eigandinn haft samband við Skúla ísíma 77922. Þökkuð tillitssemi og góð hjúkrun Aðalheiður Sigurjónsdóttir hringdi: „Um miðjan aprfl sl. varð ég fyrir því óhappi að detta og fótbrotna skammt frá Höfða- bakkabrúnni í Breiðholti. Þama var ég auðvitað ósjálfbjarga, en maður, sem kom aðvífandi, hringdi fyrir mig á sjúkrabfl, sem kom eins fljótt og mögulegt var. Lögreglan kom líka á staðinn. Það voru allir afskaplega þægilegir og góðir við mig. Ég átti að mæta í vinnu eftir hádegi og eins átti ég von á tveimur dóttursonum mín- um heim úr skóla, þannig að ég hafði ýmsar áhyggjur. En þeir sögðust skyldu hringja fyrir mig og tilkynna um þetta, og gerðu það. Ég vil þakka fyrir þetta, og eins vil ég þakka góða hjúkrun á Borgarspítalanum. “ Góðar myndir 1 sjónvarpi — fleiri beinar útsendingar G.T. hringdi: „Það er mikið óskapast yfir því hve dagskrá sjónvarps sé mikið öðruvísi en hún ætti að vera, og segja sumir að hún sé fortakslaust léleg. Þessu er ég ekki sammála nema stund- um. Að undanfömu hafa bíó- myndir í sjónvarpinu verið ágæt- ar, fyrir utan kannski vandamála- myndimar sem ég hef nú ekki horft neitt á. Þá hefur verið stór gaman að beinu knattspymuút- sendingunum — þakka ég sjón- varpinu fyrir þær, en heimta jafn- framt meira." Hvers vegna er borgað minna fyrir fiskvinnu? Kristín hringdi: „Mig langar til að fá skýringar á því hvemig stendur á að krakkar (14 ára) fá þrem krónum minna í fiskvinnu heldur en í unglingavinnunni. Ég veit um krakka sem hafa 79 krón- ur á tímann í fiskvinnu en í ungl- ingavinnunni em greiddar 82 krónur á tímann. Þó er miklu erfiðara fyrir unglinga að vinna f fiskinum. Langar mig til að fá skýringar á þessu." Ófært gangandi á gang- stétt við Miklubraut Hjólreiðakona skrifar „Margir hjóla eða ganga á gang- stéttinni við Miklubraut. Nú bregð- ur svo við að ekki er fært nema fuglinum fljúgandi yfir gangstétt- ina á stómm kafla á móts við nýja miðbæinn f Kringlumýri. Verið er að vinna að undirgöngum undir Miklubraut. Hvemig á gangandi og hjólandi fólk að komast leiðar sinnar á meðan á þessum fram- kvæmdum stendur? Hvað hefur gatnamálastjóri hugsað sér í þeim efnum? Það er stórhættulegt fyrir fólk að ganga á Miklubraut eins og umferðin er þar bæði hröð og mikil. Léleg hlustunarskil- yrði á Norðurlöndum Ágæti Velvakandi. íslendingar sem búsettir em í Svíþjóð kvarta sáran yfir þvi að stuttbylgjusendingar Ríkisútvarps- ins heyrist illa í Skandinavíu. Til dæmis heyrist illa í venjulegu tæki í Stokkhólmi, en sérlega góð tæki ná allvel í hádegi en illa á kvöldin. Annars staðar á Norðurlöndum mun þetta vera álfka, því miður. Vitað er að starfsmenn Gufuness- radíós hafa gert allt sem þeir geta til þess að bæta úr þessum málum en því miður hefur árangurinn verið lftill. Tæknimaður hjá Pósti og síma tjáði mér að sendir sá sem notaður væri til sendinga á stuttbylgju væri alltof lítill, og ef halda ætti sending- um áfram þá ætti að fá 50—100 KW sendi, annað væri bara skrípa- leikur. Ég skrifa þetta í þeirri von að viðkomandi ráðamenn taki við sér, og bæti úr þessum málum. Til dæmis held ég að samgöngumála- ráðherra ætti að kynna sér málið fyrir íslendinga á Norðurlöndum og annars staðar. Með vinsemd og virðingu. Kristinn Sigurðsson Athugasemd við svar landlæknis um krufningar í dálkum Velvakanda hafa nú að undanfömu birst nokkur bréf varðandi krufningar — síðast frá landlækni 27. maí. Þar segir hann m.a.: „Samkvæmt lögum má læknir ekki gefa út dánarvottorð, ef dánar- orsökeróviss..." Út af þessu er ástæða að benda á, að samkv. lögum nr. 64 1962 um dánarvottorð er gengið út frá því sem meginreglu, að einföld læknisskoðun fari fram, áður en dánarvottorð er gefið út og raunar gert ráð fyrir, að viðhlítandi geti verið, að lækni sé tilkynnt látið, honum skýrt nákvæmlega frá til- drögum þess og hann riti síðan dánarvottorð samkvæmt þeim upp- lýsingum. í 11. grein téðra laga er hinsveg- ar ákvæði þess efnis, að heimilt sé að fela sérfræðingi í viðurkenndum sjúkrahúsum að rannsaka lík lát- inna sjúklinga í því skyni að leiða ítarlega í ljós banamein þeirra, en f þessu sambandi er skírskotað sér- staklega til laga nr. 66 1933 varð- andi rannsókn banameina í sam- bandi við framkvæmd opinberra sóttvamaráðstafana. í lögum um dánarvottorð er krufning yfirleitt ekki nefnd á nafn og augljóslega ekki gert ráð fyrir henni nema þá í undantekningartil- fellum. Um krufningu er hins vegar fjall- að í lögum nr. 42 1913 um mann- skaðaskýrslur og rannsókn á fundn- um líkum. En þar er fyrst og fremst fjallað um „voveiflegan dauðdaga" og augljóslega einkum miðað við hugsanlega saknæmt athæfi, enda á kostnaður við slíkar rannsóknir að greiðast sem kostnaður við lög- reglumál. Lagalegar forsendur fyrir þeim hætti, er einatt virðist á hafður varðandi krufningar á höfuðborgar- svæðinu verða því að teljast hæpnar vægast sagt. Þorbergur Kristjánsson Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Hjartans þakkir til ykkar allra, kceru vinir ogœttingjar sem glöddu mig á nírœÖisafmœlinu minu. Guð blessi ykkur öll. Vilborg Torfadóttir, frá Lambavatni. Dvalarf lokkar í sumar Fyrir drengi 7—12 ára: 31. maí-12. júní 12 dagar 12. júní-26. júní 14 dagar 3. júlí-17. júlí 14 dagar 17. júlí-31. júlí 14 dagar Fyrir stúlkur 7-12 ára: 31. júlí-9. ágúst 9 dagar 9. ágúst-19. ágúst 10 dagar 1 9 áni'ist—áni'ist 7 Hanar VEGNA FORFALLA ERU NOKKUR PLÁSS LAUS. Innritun og nánari upplýsingar eru veittar eftir 1. maí á mánudögum, miövikudögum og föstudögum kl. 17—19 aö Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði, sími 53362. í LAWN-BOY GARÐSLÁTTUVÉLIN Það er leikur einn að slá með LAWN-BOY garðsiáttuvélinni, enda hefur allt verið gert til að auövelda þér verkið. Rafeindakveikja. sem tryggir örugga gang- setningu. Grassafnari, svo ekki þarf aö^raka. 3,5 hö, sjálfsmurð tvi- gengisvél, tryggir lág- marks viðhald. Hljóðlát. Slær út fyrir kanta og alveg upp að veggjum. Auöveld hæðarstilling. Ryöfrí. Fyrirferðalitil, létt og meðfærileg. VELDU GARÐSLÁTTUVÉL, SEM GERIR MEIR EN AÐ DUGA. Metsölublad á hvetjum degi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.