Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAU G ARDAGUR14. JÚNÍ1986 37 SheUa og Joe Keaaedy ásamt soauat síaum tveimur, tvíburuaum Matthew ogJoseph III. Enn einn Kennedy í framboð Fjölskyldaa steadur þétt samaa. Joe ásamt systur sinoi Kathleen og bróðurnum Michael, sem einnig er ráðgjafi hans í kosningabaráttunni. Kennedy-ættin í Bandaríkjunum er án efa ein umtalaðasta fjölskylda veraldar. Sumir segja hana að- dáunarverða, aðrir vor- kenna henni, en allir vita hver hún er. Stjómmál hafa líka löngum loðað við meðlimi hennar og „pólitísk viðrini" er vart að finna í röðum þeirra Kennedya. En saga þeirra er bæði sæt og súr — skipst hafa á sigrar og sorgir — og hafa þau mátt þola dágóðan slatta af hinu síðar- nefnda — svo góðan, að menn undrast að þau hafi ekki fengið nóg — dregið sig út úr öllu þessu vafstri af ótta við að sagan endurtæki sig, fleiri muni falla íyrir morðingja- hendi. En — hugsjónir eru mann- skæðar, sagði einhver, og hetjur eru víst þeir menn, sem gera sér grein fyrir hættunni, en leggja samt sitt af mörkum til að bæta þennan heim. Nú er svo komið að Joseph Kennedy, sonur Roberts heitins Kennedy, hefur ákveðið að láta til skarar skríða, reyna að komast inn á þing. Áður en' af því getur orðið verður hann þó að ganga í gegnum próf- kjör í Massachusetts. Það ætti ekki að vera honum neitt áhyggju- efni, því fjölskyldan nýt- ur þar mikillar virðingar auk þess sem enginn Kennedy hefur hingað til beðið ósigur í þess háttar forvali. Ættin styður Iíka dyggilega við bakið á þessum nýja frambjóðanda sínum, þó svo kona hans, Sheila Rauch, hafí fyrst í stað mótmælt fyrirætlunum bónda síns harðlega. Eftir svolitla umhugsun féllst hún þó loks á að leggja út í þessa erfíðu baráttu, sem kostar um leið algerlega breytta lífshætti. Sheila er, eins og allir í ættinni, mjög upptekin af alls kyns góðgerð- arstarfsemi og stjómmálastarfí. „Það eina, sem ég Iegg áherslu á,“ segir Sheila, „er að tvíburamir okkar fái eins eðlilegt uppeldi og frekast er unnt.“ Það kann að reynast hægara sagt en gert, þar sem sviðsljósinu hefur um langa hríð verið bemt að meðlimum §öl- skyldunnar. í dag starfar Joseph sem framkvæmdastjóri olíufyrir- tækis, sem hefur það að markmiði að framleiða olíu fyrir þá fátæku, á eins lágu verði og hægt er. En leið hans í þá stöðu hefur verið löng og oft og tíðum æði grýtt. Hann var 16 ára er faðir hans var myrtur, 1968. Tveimur dögum eftir þann hræðilega atburð kom hann fram fyrir alþjóð og þakkaði auðsýnda samúð og vinarhug — klökkur, en hlýr og heillandi í allri framkomu. Það er því kannski ekki að furða að móðir hans, Ethel, segi umson sinn: „Hann mun spjara sig á hvaða sviði sem er. Þarna sórðu, sá litli er músíkalskur. vinnu og mér fínnst að sem flestir eigi að fá að njóta afrakstursins," segirMargrét. En svona fyrirtæki hlýtur þó að kosta heilmikla flármuni, ekki satt? „Jú, svo sannarlega," svarar Margrét og hlær. „En við vorum ákveðin í að láta peningana ekki stoppa okkur. Ekki í þetta eina sinn. Vissulega hefðum við þó ekki getað þetta án aðstoðar góðra manna enda hafa einkafyrirtæki mörg hver stutt okkur dyggilega, svo og Sel- tjarnamesbær. Hitt er hinsvegar dálítið merkilegt, að fyrsta stofnun- in til að segja blákalt nei við bón okkar um stuðning var sjálft menntamálaráðuneytið. Hvað olli þeirri synjun veit ég ekki, en er þó helst á þvl að fáfræði sé meginor- sökin. Eftir allt þetta tal um vímu- lausa æsku, hreint og heilbrigt líf- emi, þá skýtur svolítið skökku við að opinberir aðilar skuli ekki sjá nauðsyn þess að efla félagslífíð — viðhalda áhuga bamanna á því, sem gott er. Það er a.m.k. Ijóst að svo lengi sem þú stundar kórstarfíð af einhverri alvöm hefurðu hvorki tíma né þrótt til að dæla í þig pillum eða öðrum óþverra. Svo ég held að þessi afstaða ráðuneytisins sé húm- anískur doði miklu frekar en menn- ingarlegur. — En þrátt fyrir þetta áfall gáfumst við ekki upp og erum á leiðinni út.“ Eins og fyrr segir er fjöldinn allur af hljóðfæraleikurum með í förinni. „Ég hef nú stundum sagt um sjálfa mig, að ég nærðist á ástinni,“ segir Margrét og brosir. „Ég nærist á ástinni til starfsins, náttúrunnar, bamanna minna og annarra mann- eskja. Kannski á þetta við um okkur öll, Ítalíufarana. í það minnsta hefur safíiast f þessa ferð yndislegt fólk, sem trúir því að hægt sé að gera fallega hluti í ómögulegu umhverfí — rétt eins og blómið sem neitar að hætta að blómstra, þó svo það sé umkringt sprengjubrotum. Hljóðfæraleikaramir okkar era allir landsþekktir eins og Guðný Guð- mundsdóttir, konsertmeistari, og eiginmaður hennar, Gunnar Kvaran sellóleikari, Elizabeth Dean á lág- fiðlu, Orthulf Prunner á orgel, Viðar Gunnarsson á bassa, Már Magnús- son, sem er flestum kunnur sem kennari úr Söngskólanum, og Esth- er H. Gunnarsdóttir, sópransöng- kona. Stjómandi Kórs Landakirkju er Guðmundur H. Guðjónsson. En hvað tekur svo við hjá bjart- sýnis-sópransöngkonunni Margréti Pálmadóttur að þessari ferð lokinni? „Undanfarin 5 sumur hef ég verið við nám á Ítalíu," upplýsir Margrét, „og gengið bara nokkuð vel, þó ég segi sjálf frá,“ bætir hún við, feimnislega. „Nú hefur Flav- iano Labou, sá þekkti tenórsöngv- ari, boðið mér að syngja með sér f sumar aríur og dúetta — og því boði tek ég að sjálfsögðu fegins hendi. Mig langar til að helga mig söngnum næstu árin, langar til að freista gæfunnar pínulítið. Svo trú- lega verð ég eftir á Ítalíu í einhvem tíma. Þeir hafa stundum kallað mig „sopran Callasiana" þama syðra og mér fínnst kominn tími til að athuga hvort fleiri séu þeirrar skoðunar," segir hún og brosir, kankvís á svip. „Hvað svo verður veit nú enginn — en maður á alltaf að reyna, ekki satt?“ Þess má svo að lokum geta að okkur íslendingum gefst tækifæri til að heyra efnisskrá þeirra utan- fara á tónleikum, sem haldnir verða í Háteigskirkju á morgun, sunnu- dag, ogheQast klukkan 14. Handavinnupokinn Bangsapabbi í síðum buxum Hér fáið þið uppskrift af fljótpijónuðum bangsa sem áreiðanlega fellur í kramið hjá þeim yngstu. Þið getið notað gamafganga, því það hefur ekkert að segja hvort hann verður stærri eða minni. Litir skipta heldurekki máli. Bangsinn: Hæð um það bil 26 sentímetrar. Sokkapijónar nr. 3. Búkur: Fitjið upp 15 lykkjur og pijónið garðapijón 28 sentímetra. Fellið af. Handleggir og fætur: Fitjið upp 12 lykkjur og pijónið 8 sm. Pijónið fjögur eins stykki. Trýnið: Fitjið upp 10 lykkjur. Pijónið tvær umferðir og fellið sfðan af eina lykkju í byijun hverrar umferðar þar til engin lykkja er eftir. Pijónið tvö svona stykki. Svart framan á trýnið: Fitjið upp 4 lykkjur og pijónið 2 sm. Fellið af. Frágangur: Saumið stóra stykkið (búkinn) saman á hliðinni. Látið fyllingarefni í og jafnið vel. Saumið svo fyrir að ofan og neðan. Bindið snúra fast um hálsinn og skiljið eftir 5 sentímetra sem fara í höfuðið. Togið með fingranum tvö „eyra“ ofan á höfuðið og heftið með nokkr- um sporam þvert fyrir (sjá mynd). Saumið „trýnið" saman og látið fyllingarefni í. Saumið það síðan framan í bangsa-andlitið. Rykkið litla svarta stykkið saman, troðið fyllingarefni í og saumið fast á trýnið. Saumið út augu, eða kaupið tilbúin, fást t.d. í Litum og föndri, Skóla- vörðustíg, og saumið svo „glaðlegan" munn. Saumið saman handleggi og fætur, fyllið og saumið á búkinn. Buxur: Fitjið upp 44 lykkjur og jafnið á 4 sokkapijóna. Pijónið 2 umferðir, 1 rétt, 1 röng, síðan slétt pijón í 6 sm. Skiptið þá í buxna- skálmar. Látið helming lykkjanna (22) hvíla, t.d. á öryggisnælu, og pijónið annan helminginn með sléttu pijóni um það bil 8 sm. Endið með 2 umferðum slétt og bragðið, fellið af. Pijónið hina skálmina eins. Smekkurinn ofan á buxumar: Fitjið upp 12 lykkjur og pijónið um 3 sm. slétt pijón og endið með 2 umferðum, 1 slétt, 1 brugðin (stroff). Fellið af. Hlírar: Fitjið upp 2 lykkjur og pijónið þar til hlíramir era nógu lang- ir. Trefill: Fitjið upp 6 lykkjur og pijónið slétt og bragðið um það bil 30 sm. Gerið kögur að neðan. Ef eitthvað vefst fyrir ykkur, þá bara skrifíð eða hringið. Með kveðju, Jórunn. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.