Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 59 < VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS i;^vhi uJn/’Ull Þessir hringdu . . Gjörvulegir unglingar J.G.B. hringdi: „Það er oft verið að hnýta í unglingana í Vinnuskóla borgar- innar, þeir sagðir ónýtir til allrar vinnu og húðlatir í þokkabót. Að minni hyggju er um mikinn mis- skilning að ræða. Að undanfömu hafa staðið yfír framkvæmdir á lóð Olduselsskóla og hafa ungling- ar úr Vinnuskóla borgarinnar verið þar við vinnu. Ekki er annað að sjá en þar fari atgervismenn bæði til líkama og sálar. Krakk- amir eru þrælduglegir við vinnu sína og láta sér verk aldregi úr hendi falla, enda þótt leiðbeinandi sé ekki ávallt til staðar. Þeir eru skólanum og sjálfum sér til mikils sóma.“ Þakkir til Agústs H.F.T. hringdi: „Mig langar til að koma þakk- læti mínu á framfæri til Ágústs Ásgeirssonar blaðamanns á Morg- unblaðinu fyrir fagleg vinnubrögð í skrifum sínum um ftjálsar fþrótt- ir. Þær vilja oft gleymast hjá íþróttafréttamönnum _ annarra blaða. Öll umfjöllun Ágústs er til fyrirmyndar." varpsins af fjársvelti því sem Kvennaathvarfið býr nú við. Mér flaug sú spum í hug hvort ekki væri mun einfaldara fyrir þær konur og böm, er þar þurfa að gista, að hringja á lögregluna og láta hana hirða karlana, stinga þeim inn og láta þá sofa úr sér vímuna. Eg geri mér grein fyrir því að konur fara ekki að ástæðu- íausu í Kvennaathvarfíð, en er ekki hægt að láta lögregluna sjá um þetta?" Skokkgalli tapaðist Regína Jóhannsdóttir hringdi: „Mánudaginn 14. júní tapaði 11 ára stúlka plastpoka með gul- um og hvítum skokkgalla og eymalokkum á Nýbýlavegi í Kópavogi. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 44153. „Á biblíuslóðum" Sigurbjörn Á. Einarsson, Eiríksgötu 35, hringdi: „Ég var að lesa harla athyglis- verða bók, hún heitir „Á Biblíu- slóðum“ og kom út um jólin í fyrra. Margt býsna athyglisvert kemur fram í þeirri bók, sem gengur þvert á viðteknar skoðanir manna um kristindóminn og frá- sögur Biblíunnar. Þrátt fyrir þetta hef ég lítið sem ekkert heyrt minnst á þessa merku bók. Hvers vegna hafa fræðimenn í guðfræði ekkert sagt um þetta framlag til umræðunnar? Eru þeir sammála öllu sem þar er sett fram? Mér þætti vænt um að heyra þeirra álit. Er þörf á Kvenna- athvarfi? Svanborg Þórmundsdóttir, Mávahlíð 3, hringdi: „Ég var að horfa á fréttir sjón- Myndavél tapaðist Hilmar hringdi: „Að kvöldi 20. júní sl. gleymd- ist Canon-myndavél innan við torfbæinn Steinahlíð sem gerður var þegar sjónvarpskvikmyndin „Paradísarheimt" var tekin. Dag- inn eftir fór fólk frá bænum Hvalnesi að ná í myndavélina en þá var hún horfín. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 620208.“ Er verð á aðgöngumiðum kvikmynda- húsanna óeðlilega hátt? Ein af Nesinu hringdi: „Mig Iangar til þess að varpa þeirri spumingu til forráðamanna kvikmyndahúsanna hér í borg hver sé ástæðan fyrir því að að- göngumiðar að húsunum kosta það sama og leiga á einni mynd- bandsspólu. Það geta margir horft á sjónvarp eða myndaband í einu og því liggur í hlutarins eðli að ódýrara ætti að vera að fara í bíó en leigja sér spólu. Samt er raun- in ekki sú. Hver er ástæðan fyrir þessu háa verði á aðgöngumiðum hér? Er það sambærilegt við verð á sömu þjónustu í nágrannalönd- um okkar?" Veski tapaðist Laufey hringdi: „Veski tapaðist föstudags- kvöldið 11. júlí, sennilega einhvers staðar á milli skemmtistaðanna Holljrwood og Sigtúns. Veskið er vínrautt að lit. í því voru skilriki en engir peningar. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í sfma 72502.“ Tjaldpoki tapaðist R.O. hringdi: „Síðastliðinn föstudag tapaðist úr Jóruseli 8 blár poki utan af tjaldi með hvítu plasti á botninum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja f síma 75172. hatUanÍAkó I E RffADE | LDW 1 - 2 - 3 - 4 - 5 Kjúklingur er hollur, góður og síðast en ekki síst ódýr matur. Við viljum að allir borði kjúkling að minnsta kosti einu sinni í viku og velji sér kjúklingadag. Hér birtist spennandi uppskrift úr samkeppni (SFUGLS, veldu þér kjúklingadag og reyndu uppskriftina. KJÚKLINGA- OG HRÍSGRJÓNASALAT INGIBJÖRG ST. HARALDSDÓTTIR Efni: 1 stk. stór kjúklingur, steiktur 3-4 bollar af soönum hrísgrjónum 1 stk. stór, rauð paprika, skorin í strimla 1/1 dós ananas, bitaður niður 1/2 dósmaís 1 bolli frystar grænar baunir, soönar 3-4 matskeiðar matarolía aromat eftir vild. Matreiðsla: Paprikustrimlarnir settir út í heit hrísgrjónin (paprikan má ekki sjóða). Kjúklingabitum, ananas, maís og soðnum baunum hrært léttilega saman við hrísgrjónin ásamt matarolíu og aromat. Einnig má breyta til og sjóða hrísgrjónin með karrýi. Framreiðsla: Borið fram heitt eða kalt. Þetta er heppilegur ,,party”-réttur og er einnig afar vinsæll í helgarferðina. Uppskrift af sósu, sem einnig er hægt að nota með þessum rétti: Efni: 1 hluti mayonaise 1 hluti súrmjólk 1 hluti tómatsósa hvítlauksduft sykur eftir vild Efninu pískað saman. í staðinn fyrirtómatsósu má nota 1-hluta sinnep og dill eftir vild. ísfugl Simi: 666103 GOTT-HOUT 0G ÓDÝRT r rr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.